Alþýðublaðið - 05.07.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.07.1939, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAG 5. JÚLÍ 1939 9GAMLA BfÓf „Seiipfí14 Framúrskarandi vel leikin Og efnismikil UFA-kvikmynd gerð samkvæmt hinu þekta leikriti: „Heiniat“ eftir Her- man Sudermann. Aðalhlutverkið leikur hin fagra sænska söng- og leik- kona. ZARAH LBANDER BRUNINN (Frh. af 1. síðu.) Sænska frystihússins, og á þeirri hæð og í kjallaranum voru vörubirgðir Bifreiðaeinkasölu ríkisins. Skemmdust þær mikið af reyk og vatni. Voru þær vá- tryggðar fyrir um 200 þús. kr. Loks hafði Rönning raffræð- ingur verkstæði sitt í kjallaran- um. Brnninn. i Klukkan 10,18 í gærkveldi kom kvaðning til slökkvistöðv- arinnar frá brunaboðanum á Útvegsbanka. Rétt á eftir var gert aðvart um eldinn í síma. Slökkviliðið brá þegar við og fór á vettvang. Þegar þangað var komið, stóð loginn upp úr þakinu. Rétt á eftir heyrðist gríðarleg sprenging, og rofnaði þá þakið og flugu sementsplöt- urnar, sem húsið er klætt með, víðs vegar. Varð nú geysimikill, kolsvartur reykur. Að stundu liðinni hafði slökkviliðið komið fyrir 8 slöngum, og var nú vatni óspart dælt í eldhafið. Um kl. 11 hafði slökkviliðinu að mestu tekizt að vinna bug á eldinum, en þó varð hann ekki að fullu slökkt- ur fyrr en klukkan hálf eitt. Leyndist hann lengi í veggjun- um, sem eru stoppaðir með spónum og á hæðum hússins. Var mjög hættulegt að fást við slökkvistarfið, vegna þess að sementsplöturnar voru alltaf að springa og flugu brotin víðs vegar. Urðu þó engin slys í bar- áttunni við eldinn. Þegar slökkvistarfinu var að fullu lokið, stóð uppi aðeins kjallara- hæðin og neðsta hæð. Um sama leyti og eldsvoðinn var tilkynntur á slökkvistöðina, var lögreglunni gert aðvart. Kom hún þegar á vettvang og hélt mannfjöldanum í hæfilegri f jarlægð, svo að slökkviliðið ætti auðveldara með starf sitt. Tókst lögreglunni prýðilega að halda uppi röð og reglu, enda þótt mikill fjöldi manns safnaðist á staðinn. SAMNINQARNIR I MOSKVA (Frh. af 1. síðu.) Sviss. En nú hefir það komið í Ijós, að Rússar eru ekki að- svo komnu reiðubúnir til þess. Það virðist því enn með öllu óvíst, hvort samningar takist. Utanríkismálanefnd brezka ráðuneytisins hafði svar sov- étstjórnarinnar til meðferðar á fundi í gær, og öll stjórnin mun ennfremur ræða það á hinum vikulega ráðuneytisfundi í dag. !n eftir það er búizt við, að samningamönnum Breta í Moskva verði sendar nýjar fyr- irskipanir. Gera stjórnmálamennirnir í London, þrátt fyrir þennan nýja ágreining sovétstjórnarinnar, sér vonir um það, að samninga- umleitanirnar muni að lokum bera árangur. Mac Brid« (Daily Herald). f DAG RÆÐA VENNERSTRÖMS (Frh. af 1. síðu.) byggjum smátt og smátt upp nýtt þjóðfélag, þar sem allir hafa sama rétt til lífsins. Þetta er fyrst og fremst verk Alþýðuflokkanna. Við leysum öll vandamál á friðsamlegan hátt og þróunin hefir skapað Al- þýðuflokknum vald til að fylgja fram sinni stefnu. Danmörk og' Svíþjóð hafa verið á undan. Stauning hefir setið í 10 ár. Per Albin er að byrja sitt 7. ár — og Nygaardsvold hefir setið að völdum á 5. ár. Alþýðuflokk- urinn í Svíþjóð hefir hreinan meirihluta og getur einn ráðið öllu, en sökum hins alvarlega ástands í heiminum verðum við að skapa samvinnu á sem breið- ustum grundvelli, þannig að þegar við segjum eitthvað, þá tölum við fyrir munn allrar þjóðarinnar. Á Norðurlöndum þróast ein- ræðisstefnurnar ekki. Alþýðu- flókkarnir hafa yfirunnið barnasjúkdómana. Við Svíar höfum sannarlega haft okkar innbyrðis erfiðleika í Alþýðu- flokknum, og hið sama geta Danir, Norðmenn og Finnar sagt. Þó hafa Norðmenn til skamms tíma haft byltingar- sinnuð slagorð á vörunum og staðið utan við samvinnuna. En því tímabili er nú lokið og með eins traustan foringja, og Ny- gaardsvold í fararbroddi er eng- in hætta á að um skipist til hins verra. Við ykkur, hina íslenzku vini mína, vil ég segja eftirfarandi: Þið eigið nú við sömu erfiðleika að stríða, sem við höfum yfir- unnið. En ég er sannfærður um það, að þetta eru aðeins barna- sjúkdómar. Alþýðuflokkurinn og verkalýðshreyfingin yfir- vinnur þá innan skamms tíma, eins og við hinir höfum gert. Hin eyðandi öfl munu verða á- hrifalaus, og samtökin munu taka stórstígum framförum. Vennerström minntist einnig á viðskiptalega samvinnu Norð- urlandanna og sýndi fram á, hvernig þau kepptu hvort við annað á mörkuðum. Þetta skap- ar erfiðleika, sem vel er þó hægt að yfirvinna og þegar er byrjað á með góðum árangri. Ræða Vennerströms var mjög skýr og áhrifarík. Hún fjallaði um hin brennandi vandamál Norðurlandaþjóðanna á sviði viðskipta, menningar og stjórn- mála og var fylgt af lifandi at- hygli. I samsætinu töluðu auk landshöfðingjans Otto Jóhanns- son konsúll, Sigurður Nordal. Knut Larsson, Guðlaugur Rosinkranz og ýmsir erlendir og íslenzkir þátttakendur í mótinu. FÆREYINGAR - K. R. (Frh. af 1. síðu.) vörðurinn, Poul Halm var ágæt- ur. Versta eyðan í K. R.-liðinu var vinstri kanturinn. Sóknirnar hægra megin heppnuðust hins- vegar betur, enda eru bæði Steini og Har. Gíslason etdfljótir. Færeyingarnir léku undan vindi fyrri hálfleik. Hann end- aði með 1 :0 fyrir K. R. Markið setti Haraldur Gíslason (hann setti annars öll mörkin, fimm). Margt kom fyrir í leiknum, sern óheppni má telja, að ekki urðu mörk úr. T. d. skaut Hafliði yf- ir markið eitt sinn, er hann var vart hæð þess frá þvi og enginn í því. ÖÖru sinni „skallaði" Fær- eyingur í stöngina. Eitt mark, sem Færeyingar settu, var dæmt af þeim vegna rangstæðu, og svo mætti lengi telja. Tvö af mörk- um K. R.-inga komu með þeirn hætti, að markinaður Færeyinga sparkaði út, en spörkin misheppn uðust, svo að K. R.-ingamir, sem fremstir voru náðu knettinum og og skutu í mark. Mark Færey- inga setti Michel Honmann, er ein og hálf mínúta var eftir Björgvin Schram varð að fara út af síðast i leiknum, vægna smá meiðsla. Það leyndi sér ekki, að Færey- ingarnir eiga margt ólært í knatt- spyrnunni, því að þeir standa Okkar mönnum ekki að baki í Vopnaflntningar til Danzig halda stöð- ngt ðfran. Rikisbanki botgarinnar stððvar vaxtagreiðslnr til Pólverja. LONDON í morgun. FÚ. ERGAGNAFLUTNING- UM frá Austur-Prússlandi til Danzig heldur áfram, og eru vopnin flutt til landamæra Austur-Prússlands með járn- brautum, en þaðan með vögnum til ýmissa hergagnabúra í Danzig. Tilskipun sú, sem birt var í gær í Danzig um það, að ríkis- bankinn í Danzig hætti að greiða vexti af útlendum lán- um, er fremur skilin sem fjand- skaparatriði við Pólland, sem á þarna fé inni, lieldur en að bankinn hafi verið knúinn til þess af fjárhagslegum ástæðum. Pólski sendiherrann í London er nú á leið til Varsjá, og er á- kveðið, að hann skuli þegar í stað gefa pólska utanríkisráð- herranum skýrslu. Einnig er ákveðið, að sendi- sveitarfulltrúi Breta í Varsjá verði viðstaddur þennan fund, og munu þeir þrír þá ræða með sér hernaðarráðstafanir þær, er Þjóðverjar hafa gert í Danzig, og einnig verður rætt um, hvort ekki beri að senda þýzku stjórn- inni formlegt aðvörunarskjal um áhættu þá, er þessar ráðstaf- anir hafa í för með sér. Djéðverjar i Suður- Tjrol fioítir til Þýzkalands? LONDON í morgun, FÚ. REGN kemur um það frá Berlín, að samkomulag hafi orðið um það milli Þýzka- lands og Ítalíu að gera ráðstaf- anir til þess, að Tyrolhéruðin, sem Ítalía fékk frá Austurríki að styrjöldinni miklu lokinni, verið gerð að þjóðernislega hreinrækíuðu ítölsku landi. í þessum héruðum biia mörg þúsund Þjóðverja, og hafa þeg- ar milli fimm og sex þúsund þeirra verið fluttir til Þýzka- lands. Innflutningsskrifstofa til þess að annast þessi mál hefir verið selé ujDp í Þýzkalandi. kemur og fregn um það, að mörg þúsund Tékka hafi ver- ið fluttir til annarra staða í Þýzkalandi, og jafnframt, að Slóvakar hafi verið fluttir til Tékkíu. NÝJU VERKAMANNABIJSTAÐ- IRNIR. Frh. af 1. síðu. Þá mun og einnig verða séð fyrir því, að nýju verkamanna- bústöðunum verði valinn annar og betri staður en Héðni og kumpánum hans hafði hug- kvæmst og fyrirkomulag þeirra ákveðið meg allt annarri og meiri fyrirhyggju en Héðinn og klíka hans hefir sýnt » undir- búningi málsins. dugnaði. Er svipað um þá að segja, og sagt var um okkar menn fyrst, þegar við fórum að njóta þjálfunar erlendra manna, að þeir eru sterkir og duglegir, en skortir leikni og kunnáttu við uppbyggingu liðsins. Z. Næturlæknir er . Kristján Grímsson, Hverfisgötu 39, sími 2845. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-apóteki. ÚTVARPIÐ: 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Norræn sönglög. 20.30 Útvarpssagan. 21,00 Orgelleikur í Dómkirkj- unni (Páll ísólfsson). 21.30 Hljómplötur: Nýtízku tónlist (Schreker og Rich. Strauss). 22,00 Fréttaágrip. Dagskrár- lok. Barnaheimiiið „Vorboðinn“. Börn, sem eiga að vera á Brautarholti í sumar fara aust- ur á morgun og eiga að mæta við Austurbæjarskóiann rétt fyr- ir kl. 9 í fyrramálið. Erlingur Frlðjónsson kaupfélagsstjóri á Akureyri er igestkomandi í bænum. Hefir hann undanfama daga setið aðaifund Sambands islenzkra samvinnufé- laga í Reykholti, sem nú er á enda. Drottningin er á Siglufirði. Súðin fer í kvöld í hrirgferð austur um til Seyðisfjarðar. Knattspyrnumót 4. flokks hefst í kvöld kl. 8 með keppni milli K. R. og Vals og á eftir milli Fram og Víkings. Séra Þórarinn Þórarinsson að Valþjófsstað í Fljótsdal varð bráðkvaddur í fyrradag að Brekku í Fljótsdal. Hann var íæddur 10. marz 1864 að Skjöld- ólfsstöðum á Jökuldal, sonur Þór arins bónda Stefánssonar og konu hans, Þóreyjar Einarsdóttur pró- fasts Hjörleifssonar í Vallanesi. Þórarinn varð stúdent árið 1886 og Iauk kandídatsprófi í guð- fræði 1890. VígÖist hann þá til Mýrdalsþinga og gengdi því kalli þar til 1894, að hann varð prest- ur á Valþjófsstað. Þar var hann .prestur í nær 45 ár, eöa þar til á fardögum í vor. Þórarinn var kvæntur Ragnheiði Jónsdóttur, prests á Hofi í Vopnafirði. Varð þeim 9 barna auðið og em 5 þeirra á lífi. F.Ú. Eldborg ftom í fyrradag til Djúpavíkur með fyrstu síldina, um 300 mál. Síldin veiddist með grannnót í Skagafirði. Undanfarið hefir snjó- að í háfjöll á norðanverðum Ströndum, en annars hefði vorið verið það bezta, sem elztu menn muna. Túnasláttur er almennt byrjaður. Grasspretta er eins og hún gerist í meðallagi um það leyti er sláttur byrjar. F.O. Síldarafiinn í bræðslu nam alls 19,874 hekt- olítrar að kvöldi laugardagsins 1. þ. m. — Um sama leyti í fyrra var bræðslusíldaraflinn 110, 148 hektólítrar, eða meiri en 5 sinnum meiri en nú. Þorskaflinn nam í lok fyrra mánaðar alls 33,886 smálestir en 31,301 smá- lestir eða 2,585 smálestum minni um samá Ieyti í fyrra. F.O. Eftirlitsskipið Fritiof Nansen er lagt af stað frá Horten til Reykjavíkur, en það verður nú við Island um tíma við eftirlits- störf, eða meðan síldveiðamar standa yfir. Á skipinu era 70 sjóliðaefni. Eftirlitsskipið er vænt anlegt heim seinast í september. F.B. I. O. G. T. MÍNERVA nr. 172. Fundur í kvöld kl. 8V2. Þorsteinn G. Sigurðsson: Fréttir af Stór- stúkuþingi. Hendrik J. S. Ott- ósson: Frásagnir. Mætið stundvíslega. Æt. Kaupum tuskur og strigapoka. S0T Húsgagnavinnustofan Baldursgötu 30. Sími 4166. Útbreiðið Alþýðublaðið! Eimskip: Gullfoss er hér, Goðafoss fer vestur og norður í kvöld kl. 8, Brúarfoss er á leið til Vestmanna eyja frá Leith, Dettifoss er á leið til Hamborgar frá Grimsby, Lagarfoss er á leið til Austfjarða frá Leith, Selfoss er á leið hing- a.ð frá Immingham. wm KYJA Blð flH Hetjnr skóganna. I Amerísk stórmynd frá i Warner Bros, samkvæmt 1 hinni víðlesnu sögu Gods- f Country and the Woman, eftir James Oliver Cur- wood. Aðalhlutverkin leika: George Brent, Beverly Roberts, E1 Brendel o. fl. Myndin sýnir spennandi og ævintýraríka sögu, er gerist á meðal skógar- höggsmanna og öll tekin í eðlilegum litum í hinni töfrandi náttúrufegurð Kanada, Fundur verður haldinn miðvikudaginn 5. júli 1939 kl. 8,30 e.h. í Alþýðuhúsinu við Hveríisgötu í þeim til- gangi að stofna byggingafélag verkamanna. Stofnendur fá afhenta aðgöngumiða að fund- um iélagsins við innganginn. Undirbúiiingsnefndiii. Að rðntgendeild Lendsspftalans verður ráðinn fastur deildarlceknir frá 1. ágást næstkomandi. Mðnaðarlaan br. 600,09 hækkaidi upp í kr. 700,00. Umsóknir sendist fyrir lok pessa mánaðar. iteykjavfik, 1. jáií 1939. Stjirnarnefnd rikisspitaianna, ArnarMi. Karlakár Reykjavfiknr s Sðngstjóri Sigurður Þárðarson s í Gamla Bíó fimmtudaginn 6. þ. mán. kl. 7,15. Einsöngvari: Stefano fslandi. Við hljóðfærið: Guðrfður Guðmundsdóttir. Aðgöngumiðar seldir í Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur og Bókaverzlun Sígfúsar Eymundssonar. Samsöngurinn verður ekki endurtekinn. Hdsffélag foimdindisBiiaiiiBa. Húsnæði til leigu á Fríkirkjuveg 11. Til sýnis kl. 2—4 þessa viku. Nánari uppíýsingar í síma 1140. Ttl Þingvulla þrjár ferðir á dag. Til Þingvalla kl. lO’/a árdegis. l'/2 og 4 siðdegis Frá Þingvðllum kl. r/2 - 5'/a og 8 síðdegis. Á laugardögum og sunnudögum aukaferðir eftir þörfum. Steimlór, Símar: 1580, 1S81, 1582,1583,1584.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.