Alþýðublaðið - 11.07.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.07.1939, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAG 11 JÚLt 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ UMRÆÐUEFNI Framfarir í knattspyrnu og fimleikum. íslendingar eiga að taka upp nýja framkomu, þegar opinberar sýningar fara fram. Er Jónas Lárus- son að yfirgefa Garð? Rykið, Tjarnarbrúin, hléin í kvik- myndahúsunum, dyrnar í Nýja Bíó, Valhöll og Þrastar- lundur. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. MIKLAR FRAMFARIR hafa orðið í knattspyrnu hér á landi á allra síðustu tímum, og er t. d. varla hægt að þekkja kappliðin frá í fyrra. — Hinir erlendu þjálfar- ar hafa áreiðanlega skapað fast skipulag og nýja tækni hjá knatt- spyrnumönnum okkar. Svo virðist og af fimleikasýningum þeim, sem fram hafa farið hér í fyrrakvöld og í gærkveldi, að framfarir eigi alllitlar eigi sér stað í líkams- ræktinni. í SAMBANDI við þessar fim- leikasýningar hefi ég fengið bréf frá „Áhugamanni". Það er á þessa leið: „Erlendar þjóðir, þær sem bezt eru menntar, koma á nokkurn annan veg fram en íslendingar við opinberar sýningar. Erlendis, t. d. á Norðurlöndum, er það siður, að rísa á fætur, þegar flokkur geng- ur inn á sviðið, hvort sem það er úti eða inni, og standa meðan flokkurinn gengur og heilsar með fánunum og þar til fánunum hefir verið komið fyrir á sína staði. Eins er gert á eftir, þegar viðkomandi flokkur gengur út. Fólk klappar alls ekki. Hér er siður að sitja sem fastast og hreyfa sig ekki — nema að klappa. Ég tel, að við ís- lendingar ættum að taka upp hinn ágæta sið nágrannaþjóðanna." ÉG ER SAMMÁLA þessu, og sami stíll verður að vera í opin- berri framkomu þjóðanna, annað.- getur skapað misskilning og erfið- leika, enda er hér um tvímæla- laust betri og heppilegri sið að ræða. Ég vænti þess, að almenn- ingur taki eftir þessu — og hagi sér samkvæmt því, ef hann er „Áhugamanni“ og mér sammála. ÉG HEFI HEYRT því fleygt, að Jónas Lárusson, umsjónarmaður Stúdentagarðsins, sé í þami veginn að fara af Garði. Er það tvímæla- laust mjög óheppilegt, ef eitthvert ósamkomulag verður þess vald- andi, að Jónas yfirgefur starf sitt þarna. Ég hefi litið svo á, að Jón- as Lárusson hafi stjórnað Garði af mikilli prýði og myndarskap. Þar er allt fágað og hreint, Qg við gést- irnir sjáum ekki annað, en að þar sé allt í stökustu reglu. ÞÁ BER AÐ MUNA ÞAÐ, sem Jónas hefir gert fyrir Garð. Hann hefir gert Garð að vinsælu gisti- húsi yfir sumarmánuðina, og auk þess unnið á eigin kostnað að stór- DAGSINS. felldri ræktun matjurta í nágrenn- inu, svo að nú lítur allt öðruvísi út en áður gerði í kring um Stúd- entagarðinn. Geta allir skilið, hve geysimikla þýðingu þessi ræktun Jónasar hefir fyrir Garð nú þeg- ar, og þó miklu fremur í framtíð- inni. Ég hefi ekki heyrt neinar kvartanir um Garð, og hvað er það þá, sem veldur því, að Jónas fer? Mér þætti vænt um. ef aðilar sendu mér bréf um það mál, því að þetta vekur töluverða athygli hjá vissum hluta bæjarbúa. BRÉF FRÁ „ATHUGULUM“: „Velkominn úr sumarfríinu. Þú slappst vel við rykið, sem alla var að drepa hér um daginn. Ég ætl- aði að spyrja þig um, hvar vatns- bíll bæjarins væri, en nú þarf hans ekki við í bili. Samt væri gott, ef þú vildir muna eftir að senda hann vestur í bæ, næst þegar mold- rokið ætlar alla að kæfa, þar er ekki mikið um malbikaðar götur, en nóg ryk.“ „GETUR ÞÚ UPPLÝST mig um, hvers vegna ekki er búið fyrir löngu að rífa mjóa brúarskriflið, yfir Tjörnina og leggja þar veg yfir? Getur það verið, að prýði þyki að henni? Getur þú sagt mér, hvers vegna er verið að hafa hlé í 10 mínútur á kvikmyndasýning- unum hér í bænum? Er það gert til þess, að einhverjir geti farið út og fengið sér „reyk“, af því að þeir þola ekki að vera „reyklaus- ir“ í tæpa tvo klukkutíma? Eða er hléið til þess eins, að menn geti ekki farið að hvíla sig jafnsnemma og ella? Tíu mínútur til þess að thorfa á auglýsingar, finnst mér langur tími — auglýsingarnar, ef þær eru nauðsynlegar „auka- myndir“, mætti hafa fyrst, en ekki í þessu smekklausa ,.hléi“. „VEIZTU af hverju þrennar dyr — með sex hurðum — eru á Nýja Bíó, en sjaldnast opnar, nema ein- ar, og þá aðeins önnur hurðin? Er það ekki gert til þess að hafa „þvögu“ fyrir framan á næstum því hverju kvöldi, eða til þess að spara vinnukraft á kostnað kvik- myndagesta?“ EF ÞÚ SÉRÐ veitingamanninn í Valhöll á Þingvöllum, þá bentu honum á að reyna að útvega nýjan gólfdúk á salerni karlmanna og svonefnt þvottaherbergi. Einnig væri hentugt fyrir gesti að fá þangað svolítið stærri spegil. Ég kom í Valhöll fyrir nokkru og þá vantaði fyrrgreint. Tæplega hefir þetta verið lagfært á svo skömmum tíma.“ „EF ÞÚ ERT EKKI allt of önn- um kafinn. ættir þú að skreppa að veitingahúsinu í Þrastarlundi og sjá fyrirmyndar rekstur á gisti- og veitinga-húsi. Nýlega kom ég þangað, og var ég undrandi á, hversu allt er snyrtilegt, hreinlegt og vel um gengið. — Hefi ég ekki í annan stað komið á hérlent veit- ingahús og séð slikan myndarskap. Þar er tekin við stjórn ung og dugleg stúlka, sem getur verið mörgum veitinga- og gistihúsa- stjórum til fyrirmyndar.'1 UM ÞETTA BRÉF vil ég segja þetta: Menn eru mjög ósammála um það, hvort rétt sé að rífa Tjarn- arbrúna og leggja veg yfir í stað- inn. Ég segi fyrir mig, að mér þykir miklu fallegra, að þarna sé brú. Hitt er allt annað mál, að brú- in, sem þar er nú, er ljót og auk þess léleg. Ég vil láta byggja þarna nýja brú, og ættu hinir mörgu, ungu teiknimeistarar okk ar að gera teikningar að brú yfir Tjörnina. Um dyrnar í Nýja Bíó: Nýja Bíó svaraði rækilega fyrir- spurnum viðvíkjandi dyrunum, hér í dálkum mínum s.l. vetur, og vísa ég til þess. Um Þrastarlund: Ég hefi ekki kömið þangað í sum- ar og lítið undanfarandi ár, því að þangað var varla hægt að koma, áður fyrr. nema að vera þrælmúr- aður, eins og sagt er. Mér er sagt, að ýmsu hafi verið breytt í Þrastar- lundi. og ég er að hugsa um að heimsækja hina nýju forstöðu- konu í ríki hennar innan skamms. Ég tel sjálfsagt að geta um allt það, sem vel er gert, eins og ég tel ósæmilegt að þegja um slóðaskap og sóðaskap þeirra, sem gera þó kröfu til opinberrar athygli og vinsælda. Hannes á horninu. SkólasýninBOBUi var lokið í fjrrrakvðld. CKÓLASÝNINGU Sam- ^ bands íslenzkra barna- kennara í Austurbæjarbarna- skólanum lauk í fyrradag. Hefir skólasýningin staðið yfir nú s. 1. hálfan mánuð, og hafa hátt á þriðja þúsund manns sótt sýninguna. Meðal sýningargesta hafa verið margir útlendingar, þ. á. m. þátttakendurnir í Laug- arvatnsmótinu, og nú í kvöld skoða dönsku kennararnir, sem hingað komu fyrir helgina, sýh- inguna, og munu þeir verða þeir síðustu, sem hana sjá, þvi að á rnorgun veröur farið að taka burtu sýningarmunina. Allir þeir, er sáu skólasýning- una, fóru lofsamlegum orðum ufn hana, og margir komu oftar en einu sinni. Fiskútflutningur Norömanna. Norðmenn hafa skipað nefnd til þess að rannsaka öll þau mál, sem standa í sambandi við fisk- útflutninginn, en eins og kunnugt er, hefir minnkað mjög fiskúí- flutningur Norðmanna að undan- förnu, t. d. saltfisksútflutningur- inn til Braziliu. FÚ. Þegar haustið kom, hafði Þumlína brúðarklæðin sín til- En Þumalína grét og sagði, að búin. Eftir mánuð verður brúðkaupið, sagði hagamús- hún vildi ekki eiga þennan in. leiðinlega moldvörpung. Átta daga skemmtiferö Ferðafélags íslands til Mý- vatns, Dettifoss og Ásbyrgis. — Lagt af stað laugardagsmorgun- inn 15. júlí kl. 8 árdegis. Ekið fyrir Hvalfjarðarbotn um Borgar- fjörð (Hvítárbrú, Laxfoss og Hreðavatn) norður Holtavörðu- heiði um Hnúk í Vatnsdal (eða í suðurleið) og til Blönduóss og gist þar. Daginn eftir verður .haldið í Skagafjörðinn að Sauð- árkróki og heim að Hólum í Hjaltadal. Þriðja daginn verður farið úr Skagafirðinum um Öxna- dalsheiði til Akureyrar og áfram norður Vaðlaheiði, urn Vagla- skóg, Goðafoss og að Laugum og gist þar. Fjórða daginn verð- ur verið við Mývatn, gengið í Dimmuborgir, á bátum út í Slút- 'nes í Reykjahlíð og víðar; en urn kvöldið ekið til Húsavíkur og gist þar. Fimmta daginn verður farið um Reykjaheiði og Keldu- hverfi áleiðis til Ásbyrgis og Dettifoss og til baka til Húsavík- ■ur og gist þar. Sjötta daginn far- ið frá Húsavík til Akureyrar og komið til Akureyrar fyrir hádegi. Deginum varið til að skoða höf- uðstað Norðurlands og líka, ef tími vinnst til, að aka inn að Grund og sjá Eyjafjarðardalinn. Sjöunda daginn verður farið frá Akureyri heim á leið að Reykjum í Hrútafirði og gist þar á skóla- setrinu. Áttunda daginn ekið suður Holtavörðuheiði upp Reyk- holtsdal, komið við í Reykholti og í Húsafellsskógi, þá suður Kaldadal og um Þingvöll til Reykjavíkur. Fólki er ráðlagt að hafa með sér sundskýlur, því að víða eru sundlaugar. Áskriftar- listi liggur frammi á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5, Reykjavik, en fyrir kl. 6 á fimtu- dag, 13. þ. m. þurfa allir áð vera búnir að taka farmiða. Útbreiðið Alþýðublaðið! En Þumalína var ekki jafnhrifin af því, því að hún var ekki mjög hrifin af hinum leiðinlega moldvörpungi. Á hverjum morgni, þegar sólin kom upp, læddist hún út á kornakurinn og horfði upp í himininn. Og þá óskaði hún þess, að svalan kæmi, en hún var víst að fljúga og syngja í grænu skógunum. Þumalfina. Á hverju kvöldi kom moldvö.-pungurinn í heimsókn og ræddi ekki um annað en það, að þegar sumarið væri liðið, skini sólin ekki lengur jafnhlýtt, og þá skyldi brúðkaupið standa. GHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Upprelsnln á Bounty. 19. Karl ísfeld íslenzkaði. Tinkler litli hafði gleymt þessari varúðarráðstöfun og var í treyju og skóm. Á fætur, herra Tinkler, sagði Churchill. — Þér fáið að dúsa á ránni og það er allkalt í nótt. Ég skyldi gjarnan sleppa yður, ef það væri hægt, en þið haldið vöku fyrir öllum á skipinu með þessum ólátum ykkar! Hann leiddi Tinkler með sér aftur á skipið og skömmu seinna heyrði ég rödd Blighs; — Skollinn sjálfur, herra Tinkler! Haldið þér að skútan sé vit- lausraspítali. Farið strax upp á rá! í birtingu morguninn eftir sat Tinkler ennþá uppi á rá. Him ininn var heiður, en hinn hvassi suðvestan vindur var mjög bitur. Brátt kom Bligh á þilfar. Hann kallaði upp á rá og skipaði Tinkler að koma niður. Ekkert svar kom — og ekki heldur, þegar Bligh endurtók skipunina. Eftir skipun Christians klifr- aði einn hásetanna upp í reiðann. Hann hrópaði þegar niður og sagði, að Tinkler virtist nær dauða en lífi. Hann þorði ekki að fara frá honum af ótta við, að hann dytti niður. Christian klifraði þá sjálfur upp í reiðann og bar Tinkler niður á þilfar. Það kom í ljós, að Tinkler gat hvorki talað né staðið. Við bárum hann ofan í káetu og sveipuðum hann brekánum. Bakkus gamli kom höktandi með fulla krús af töfralyfi sínu. Hann þreifaði á slagæð sjúklingsins og hellti ofan í hann fá- einum dropum af rommi. Það fór að koma ofurlítill roði í kinnar hans. — Ó, hrópaði læknirinn. Það jafnast ekkert á við romm, drengur minn. Þú verður bráðum gallhraustur aftur! Og fyrst við minnumst á það, þá man ég, að ég ætlaði að taka inn ofur- lítinn skamt sjálfur. Tinkler hóstaði, þegar hinir sterku dropar runnu ofan í háls honum. Og þrátt fyrir allt, gat hann ekki varizt brosi. Tveim klukkutímum seinna var hann kominn upp á þilfar og kenndi sér einskis mein. Þann tuttugasta og þriðja maí vörpuðum við akkerum í False Bay nálægt Cape Town. Table Bay þykir ekki öruggur á þessum tíma árs, vegna hinna norðvestlægu vinda. Það varð að þétta skipið. Það var farið að leka svo mjög, að við urðum að láta dælurnar starfa án afláts alla leiðina frá Kap Horn. Það þurfti ennfremur að gera við seglin og reiðann og það varð að fara með sæúrið í land til eftirlits. Þann tuttugasta og níunda júní sigldum við út úr flóanum og heilsuðum hollenzka víginu með þrettán skotum um leið og við fórum fram hjá. Ég man lítið eftir ferðalaginu frá Góðravonarhöfða til Van Diemens Land. Alltaf var stormur og fjallháar öldur. Tvisvar sinnum hafði Bligh nærri því kafsiglt skútuna, en á síðustu stundu heppnaðist okkur að bjarga seglunum og beita skipinu upp í vindinn. Þann tuttugasta ágúst komum við auga á klettaey, sem heitir Newstone og liggur nálægt suðvesturodda Van Diemens Land’s. Tveim dögum seinna vörpuðum við akkerum í Adventure Bay. Við dvöldum þar í fjórtán daga, náðum í vatn og hjuggum við handa timburmeistaranum. Sum trén voru um fimmtíu metrar á hæð. Við sáum marga menn, en þeir voru hræddir, eins villt dýr, þeir voru svartir, naktir og hinir furðulegustu álitum. Ég sá þá í smáhópum, en þeir hurfu um leið og þeir komu auga á okkur. Herra Bligh lét mig stjórna leiðangri, sem átti að sækja vatn. Hann lét okkur fá stóra skipsbátinn og skipaði mér að fylla tunnurnar af fersku vatni úr læk á vesturenda eyjar- innar. Purchell hafði sett upp sögunarverkstæðið sitt þar rétt hjá og vann að því að borðrenna trén ásamt þeim Norman, Mclntosh og tveim öðrum sjómönnum, sem kunnu til starf- ans. Þeir höfðu fellt tvö eða þrjú stór tré, En er timburmeist- arinn hafði rannsakað trén, komst hann að raun um, að trén voru ónothæf og skipaði mönnum sínum að fella tré, sem voru töluvert minni. Ég var að fylla tunnurnar einn morgun, þegar Bligh kom með veiðibyssu á öxlinni. Nelson var í fylgd með honum. Hann leit á sögunarmennina og nam staðar, — Herra Purchell, hrópaði hann hás. — Já! Timburmeistarinn á Bounty var að mörgu leyti líkur skip- stjóranum. Hann var næstelsti maðurinn á skipinu og hafði ver- ið sjómaður nærri því alla ævi. Purcell kunni trésmíði jafnvel og Bligh siglingafræði. Hann var ennfremur jafn-uppstökkur og Bligh. — Fjandinn sjálfur, Purcell! hrópaði skipstjórinn. Þessir stafir eru of litlir í borð. Mig minnir að ég gæfi yður skipun um, að fella stóru trén. — Já, það gerðuð þér, svaraði Purcell, sem sjálfur var nú að verða reiður. — Gerið þá svo vel og hlýðið skipunum mínum í stað þess að eyða tímanum til ónýtis. — Ég eyði ekki tímanum til ónýtis, sagði Purchell, swm »ú

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.