Alþýðublaðið - 19.07.1939, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 19.07.1939, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAG 19. JÚLÍ 1939 ALÞYÐUBLAIHÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓBI: F. R. VALBEMARSSON. í fjarveru han«: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). . SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórri (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021: Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Byggingarsam- tðk verkamanna MORGUNBLAÐIÐ skrifaöi um helgina langa vandlæt- ingargrein um þau pólitisku sjón- armið, sem það telur, að séuráð- andi við byggingu og úthlutun verkamannabústaðanna hér í bænum. Heldur blaðið því fram, að þeir hafi allt frá því, að lögin um verkamannabústaðina voru sett og Byggingarfélag alþýðri, v^r stofnað, verið byggðir með pólitískan ávinning Alþýðuflokks- ins fyrir augum, og hinn sami sé tilgangurinn nú með stofnun hins nýja Byggingarfélags verka- mahna. Þeir verkamenn, sem fylgi Alþýðuflokknum, séu látnir sitja fyrir. Hinir komist ekki að. Það er erfitt að sjá, hvemig MorgunblaÖið ætlar að rökstyðjá svo staðlausa stafi, enda er það ekki svo mikið sem reynt í um- ræddri grein. Byggingarsamtök alþýðunnar vora samkvæmt lög- unum um verkamannabústaði frá upphafi öllum opin, og hver .ein- as,ti verkamaður e'ða starfsmaður, sem ekki hafði lögákveðnar há- markstekjúr, átti algerlega jafnan rétt við alla aðra til þess að eignást íbúð r verkamannabú- stöðunum eftir fyrir framákveðn- um reglum. Hafi það því hingað til orðið svo í framkvæmd, að fáir verkamenn, sem fylgja Sjálf- stæðisflokknum, hafi orðið þeirra hlunninda aðnjótandi, sem lögin um verkamannabústaði veita, þá" er það hvorki lögunum að. kenna, né Alþýðuflokknum, sem fyrir þéim barðist, heldur allt öðra. Pað er kunnara en frá: þUrfi:- að segja, að Sjálfstæðisflokkur- irin barðist á móti lögunum um verkamannabústaði, þegar þau vora sett, og vildi áram saman ekkert af framkvæmd þeirra vita. Pað féll því mjög eðlilega í hlut- skipti Alþýðuflokksins, sem átti framkvæðið að lögunum og fékk þau samþykkt með tilstyrk Frám- sóknarflokksins, að framkvæma þau í verki og hafa fprystuna á hendi um byggingu verkamanna- bústaðanna í bænum. Og því miður hafði barátta Sjálfstæðis- flokksins gegn lögunum um verkamannabústaðina og fram- kvæmd þeirra þau áhrif, að fjöldi verkamanna og starfsmanna, sem fylgdu þeim flokki, héldu sér frá upphafi utan við byggingarsam- tök alþýðunnar, bæöi samtökun- um og þeim sjálfum til mikils skaða. En sökina á því átti að sjálfsögðu ekki Alþýðuflokkur- inn, heldur flokkur Morgunblaðs- ins sjálfs. Það var ekki fyrr en mörgum áram eftir að lögin um verka- mannabústaðina voru sett og byrjað var að byggja þá, að Sjálfstæðisflokkurinn for að end- urskoða afstöðu sína til þeirra, og þá með þeim hætti, sem ekki á nokkum hátt gat bætt úr fyrri baráttú flokksins gegn þeim, heldur aðeins gert illt verra. Það var þegar stofnað var Byggingar- félag sjálfstæðra verkainanna í stað þess ,að hvetja þá verka- menn, sem Sjálfstæðisflokknum fylgdu, til þess að fylkja.sér inn í þau byggingarsamtök alþýðunn- ar ,sem fyrir vora, og krafa gerð til þess, að það félag fengi öll hin sömu réttindi og þau. Al- þýðuflokkurinn taldi þá eins og nú, að byggingarmálum alþýð- unnar væri í óefni komið, ef byggingarsamtök hennar skyldu sundrast í jafnmöig félög og [flokkar væru í bænum, og fékk það þess vegna lögákveðið með tilstyrk Framsóknarflokksins, að ekki mætti veita nema einu fé- lagi á hverjum stað réttindi til þess að byggja verkamannabú- staðina. Og það er nákvæmlega í sama anda, sem Alþýðuflokk- iurinn hefir nú beitt sér fyrir stofnun hins nýja Byggingarfé- lags verkamanna með þátttöku verkamanna og starfsmanna úr öllurn flokkum, eftir að kommún- istum hefir með hjálp Héðins Valdimarssonar tekizt að gera hið gamla Byggingarfélag alþýðu að pólitísku flokksfélagi sinu og véla það til andstöðu við lands- lög á sama hátt og flestan annan félagsskap, sem þeir hafa náð tangarhaldi á. Það lítur að vísu út fyrir það, að skilningur Morgunblaðsins á byggingarsamtökum alþýðunnar sé enn nokkrum árum á eftir tímanum, ef það heldur, að það hafi verið hlutverk Alþýðuflokks- ins, að afhenda nú hreinu flokks- félagi Sjálfstæðisflokksins, eins og Byggingarfélagi sjálfstæðra verkamanna, þau réttindi, sem Byggingarfélag alþýðu hefir glat- að fyrir ábyrgðarleysi kommún- ista. Vissulega hefðu byggingar- sámtök verkamanna ekki á nokk- um hátt verið hafin upp úr því pólitíska feni, sem þau vora kom- in í undir stjóm kommúnista, ef réttindi þeirra hefðu verið afhent öðra pólitísku flokksfélagi, eins ög Byggingarfélagi sjálfstæðra verkamanna. Og Moigunbiaðið , verður áreiðanlego eitt um það, að kalla það „ljóta sögu“, að ekki var þannig farið með þau úr öskunni i eldinn. Hið nýja Byggingarfélag verka- manna var stofnað með opinberu fundarboÖi og. þátttöku verka- manna úr að minnsta kosti þrem- ur flokkum. Stjórn þess var einnig eftir samkomulagi skipuð fulltrúum úr jieim öllum. Og við úthlutun íbúða í hinúm fyrirhug- ‘úðu riýju verkamannabústöðum hafa allir ' meðlimir félagsins, hvaða flokki sem þeir tilheyra, jéfna áöstöðu, eins og lögin um verkamannabústaðina mæla fyrir. Ef Morgunblaðið er þeirrar skoðunar, að réttara hefði verið að veita Byggingarfélagi sjálf- stæðra verkamanna en þessu fé- lagi réttindin. til þess að halda áfram byggingu verkamannabú- staðanna, þá getur það að minnsta kosti ekki verið af neinni umhyggju fyrir því að tryggja pðlitiskt hlutleysi byggingarsam- takanna, þótt blaðið haldi slíkri fjarstæðu fram í grein sinni. nm bjfBnðaleyfii MORGUNBLAÐIÐ var ný- Íega með einhverjar dylgj- ur um. það, að erindi, sem bæjar- ráð hefði sent ríkisstjóminni, þess efnis, að sett yrðu nú þeg- ar bráðabirgðalög, er heimiíuðu bæjarstjómum í samráði við rík- isstjómina, að reisa skorður við aðstreymr fölks i bæina, myndi hafa „strandað" í félagsmála- ráðuneytinu. Erindi þetta mun upphaflega I inga i Hveragerði. Fagur staður og heilnæmur, en skortir öll þægindi, og framar öllu öðru er allt hreinlæti á mjög lágu stigi. Xj* YRIR nokkrum árum skrifaði Jónas Jónsson alþingismaður langa grein um það, að koma þyrfti upp sumargististað fyrir Reyk- víkinga í Hveragerði, eða öllu heldur, að því er mig minnir, við Reykjakot, sem stendur ofar og norðar. En engar framkvæmdir af hálfu hins opinbera hafa orðið í þessa átt. Hins vegar er nú komið þorp í Hvera- gerði. Hafa bændur úr Ölfus- inu vel stæðir menn úr Reykjavík og fátækir þaðan byggt þar nokkur hús. Lítið skipulag er þarna enn sem komið er, og er það því verra, sem gera má ráð fyrir, að þarna verði vaxandi þorp og sæmilega stór bær, þegar árin líða. En það, sem Jónas Jónssón stakk upp á, án þess að geta rekið á eftir því með opinberri forystu, hefir fólkið sjálft og þá aðalliega Reykvíkingar framkvæmt Þegar, fyrir um þremur áram síð- an, fór reykvískt alþýðufólk að fara með tjöld austur i Hvera- gerði og fékk leyfi til að slá þeim upp .þar. Þetta hefir færzt mjög í vöxt svo að nú munu vera um 100 tjöld í Hveragerði og nágrénninu. Er þarna meðal annars mikið af sjúklingum, að- allega fólk, sem hefir fengið mæriuveiki, eða þjáist af tauga- veiklun eða slíkum sjúkdómum. Stundar það höð í. hinni ágætu laug Lárusar Rist, eða í leðju- böðúm, sem eru þama ágæt. Er mjög ódýrt að fara í þessi böð og segja sjúklingar, að þeir hafi fengið undraverðan báta við að stunda t. d. leðjuböðin. Tjaldstæði kostar ekkert í Hveragerði, en hins vegar er lóð- aleiga nokkuð há þar, bilstjóri hefir sagt þeim, sem þétta ritar, að hann verði að borga 100 kr. á ári fyrir lítinn kumbaída, sem hann hefir reist þarna og dvelur í aðeins 2 mánuði á ári hverju. Virðist þetta vera of mikið verð. 1 Hveragerði er úmgengi öll mjög slæm, enda geta gestir þar ef til vill ekki gert kröfur um að þarna sé háldið uppi starfsemi þeirra vegna, þar sem þeir greiða ekki neina tjaldleigu. Hins vegar er sóðaskapur á háu stigi á sumum sviðum og er þar aðallega átt við hið almenna „salerni", sém hafa verið sent bæjarráði af nefnd, sem bæjarstjórn skipaði til þess í vetur, að atbuga ýmis- líegt í sambandi við framfærslu- málin. Alþýðublaðinu er ókunn- ugt um, hve lengi það hefir „strandað“ í bæjarráði, en af hiriu hefir það áreiðanlegar fregnir, að frá bæjarráði var það ekki „afgreitt“ til félagsmála- ráðuneytisins fyrr en 14. júlí síð- astliðinn, og þá fyrst og fremst til athugunar, enda hefir bæjarráð, að því er virðist, ekki athugað það mikið, og því síður inokkuð í málinu gert. Munu þýðingprminni mál en þetta oft hafa þurft töluvért lengri tíma en eina viku til át- hugunar. Og hefði Morgunblað- inu átt að vera vorkunnarlaust að fá upplýsingar um þennan undir- búning málsins, eða réttara sagt lundirbúningsleysi í bæjarráði, ef. það liggur .því nú svo mjög á hjart*, sem .það vill vera láta. er til stórskammar fyrir þorpið, Ölfusið, sýsluna, allt Suðurland «og jafnvel landið í heild. Sagt er að mjólkurbúið hafi látið reisa þetta „hús“, og ber því þess vegna að sjá um hirðingu á því, sem það virðist ekki gera eða hugsa um. Það verður hins vegar að láta í ljósi ánægju sína yfir því, að fólki héðan úr Reykjavík skuli vera leyft að slá upp tjöldum á þessum ágæta og heilnæma stað. Það er ekki aðeins að hvera- loftið og böðin séu heilsusamleg heldur er og þarna í nágrenninu hægt um vik að ganga á fjöllin og fá hið fegursta útsýni vítt um Suðurland, og berjalönd eru þarna ágæt. En þeir, sem eiga Hveragerði, eða hafa veg og vanda af því, ættu að búa staö- inn belur, búa í haginn fyrir fólkið, því að auðvitað er hægt . að hafa atvinnu af því að gera staðinn svo vistlegan, að þarna dvelji á hverju sumri mikill fjöldi manna, heilar fjölskyldur, héðan úr borginni. Slíkur fjöldi skapar skilyrði fyrir mikilli verzlun, og getur það haft mikla þýðingu fyrir búin austan fjalls. Þá er komin þama verzlun með alls konar vörur, og eins og gefur að skilja, hljóta þessi fyrirtæki að fá marga viðskiptavini meðal þessa fólks. En til þess að fólkið Jtomi í stórum hópum, þarf að búa svolítið í haginn fyrir það og gæta hreinlætis í hvívetna. En á því er mikill brestur. Það verður að álíta, að þeir, sem' aðallega koma austur i Hveragerði til að dvelja þar í tjöldum lengri eða skemmri tíma, séu aðallega fólk, sem ekki hefir úr miklu að spila. Tjaldleiga verð ur því að vera engin eða sama og engin. Enn era hinir tekju- hærri menn ekki búnir að læra það, að bezta sumarfríið er að liggja í tjöldum með fjölskyldu sinni, bezta hvíldin og langsam- lega ódýrasta sumarfríið. Ef þeir læra það, koma þeir einnig í Hveragerði, og byrji þeir á því, fer þeinr einnig fjölgandi ár frá ári. Þessi ferðamannastraum- ur til Hveragerðis getur orðið tekjulind fyrir eigendur eða um- ráðendur staðarins, ef þeir kunna þá að taka á móti gestum. Annars er og ágætt að tjalda þarna annars staðar en .i Hvera- gerði, þó að fólki finnist það heppilegast vegna þess, að þarna er allt við hendina. Við Reykja- kot er gott að tjalda, enda eru þar og stórir hverir, en þeim, sem þetta ritar, er ekki kunnugt um það, hvort leyfilegt er að slá þar tjöldum sínum. Þessi grein er aðallega rituð í þeim tilgangi, að fá umráðendur í Hveragerði til að sjá betur um 'staðinn, búa betur í haginn fyrir þá, sem þangað sækja, og framar öllu öðru að halda þar við góðu hreinlæti. Nú er að sjá, hvernig það tekst. Gestur í Hveragerði. . Gnn im Valbðll á ÞiigvðUom —--------- Samtal við þjóninn, Svavar Kristjánsson /"2. REIN MIN hér í blaðinu fyr- ir nokkru síðan um gisti- húsið Valhöll á Þingvöllum virð- ist hafa verið skrifuð út úr huga fjölda manna, því að ég hefi engan hitt, sem ekki hefir sagt, að nauðsyn hafi verið á því, að gera umgengnina í Valhöll að umtalsefni. En skrif mín eru lítiis virði og ekki annað en auglýsing um slóðaskap og smekkleysi okkar íslendinga, ef ekkert verður gert til að koma þama upp fyrir- myndar gistihúsi, enda var það eini tilgangurinn, sem ég hafði með grein minni, að fá úr þessu bætt. Ég hefi átt tal um þetta mál við menn úr Þingvallanefnd, og hafa þeir látið þá skoðun í ljós, að þeim bæri siðferðileg skylda til þess að sjá svo um, að Þing- vellir væru í öllum efnum sam- boÖnir sögu sinni og þjóðarinnar, einnig hvað gistihússhald þar snertir. Má því gera ráð fyrir, að þessir Þingvallanefndarmenn sjái svo um, að á Þingvöllum komi fyrir næsta sumar ný stjóm á öllum gistihússrekstri þar. Þjónninn á Þingvöllum, Svavar Kristjánsson, hefir komið að máli við mig og telur hann, að þar sem hann er yfirþjönn á gististaðnum og að auki nýlega útlærður, þá geti grein mín haft slæm áhrif fyrir hann sem þjón, og getur maður vel skilið, hvaða þýðingu slíkt getur haft fyrir ungan mann, sem er að reyna að vinna sig upp í starfi sínu. Tel ég líka sjálfsagt, að skýra frá því, hvað hann segir viðvíkjandi þessu máli. Hann heldur því fram, að servíetturnar hafi verið þvegnar frá því deginum áður. Ég hefi enga ástæðu til að rengja það, sem þessi ungi maður segir. i mimimt Blómabúðin „iaiS“, Austurstræti 10. Simi 2567. Hann ætti að vita um það, hvort servíettumar hafa verið sendar til þvottar eða ekki, en ég verð að segja það, að ef þær hafa ver- ið þvegnar, þá er einkennilegur þvottur, a. m. k. stundum á Þing- völlum, því að serviettumar voru þaktar bléttum, sem dreifðust úr, er þær voru nuddaÖar. Svavar tekur það fram, að geysilegur mannfjöldi hafi verið. á Þingvöll- am daginn áður en við Laugar- vatnsmótsgestirnir vorum þar, ég gat þess líka í grein minni. Starfs fólkið hefir verið þreytt, en ég Vinna. Vfö höfum úrvalsstáði í kaupavinnu víða um land fyrir kvenfólk, karlmenn og unglinga, gott koup. Enn fremur stúlkur til síldarsöltunar — 200 kr. kaup- tiygging. Vinnumiðlunarskrifstof- an, sími 1327. get ekki tekið það sem gilda af- sökun. Gistihúsin verða aÖ bera ábyrgð á því, að allt sé fullkom- ið, og undir svona kringumstæð- um er engin afsökun til eins og ég tók fram i. grein minni. Svav- ar getur þess einnig, að engar pappírsservíettur hafi verið til, er við komum, og efa ég það ekki. Þá segir þjónninn að hnífapör- in séu svokallað „alpakka“ og sé allt af hægt að gera servíetturn- ar svartar með því að nudda af hnífapörunum á þeim. Tekur hann þaÖ fram að hnífapörin hafi verið fægð á föstudaginn áður en við gistum í Valhöll, en við komum á mánudag, en þau hafi auðvitað verið þvegin oft þessa þrjá daga. Ég efast held- ur ekki um aÖ þetta sé rétt, og það er alls ekki sök þjónsins, ef nokkuð af þessu er þá sök hans, sem ég held ekki, að notuð skuli vera úrelt hnífapör fyrir gesti á Þingvöllum. Öll sæmileg gisti- hús nota orðið fullkomnari tæki við framreiðslu matar. Þjónninn getur ekki goldið þess, sem aflaga fer, enda tekur hann það fram að aðstæður séu mjög slæmar eins og sakir standa um að skapa fullkomið gistihúss- hald, og ég hjó eftir því, er hann sagði, að ef hann ætti peninga, þá væri hann ekki hræddur við að leggja þá í það að koma þama upp fyrsta flokks gisti- stað með öllum fullkomnustu þægindum. En það álít ég ekki eiga að vera hlutverk neins einstaks manns. Það verður að vera hlut- verk hins opinbera, sem síðan getur leigt einstökum manni rekst ur gistihússins, með eftirliti af þess hálfu og afarströngum skil- yrðum, sem ekki má bregða út jaf í hinum smæstu, hvað þá hin- um stærstu atriðum. Vona ég líka að það verði endalok þessa máls. vsv. Hraðferðlr B. S. A. Alla daga nema mánudaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjé- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð ís- lands, sími 1540. Rifreiðastiiil ikureyrar. Hraðferðlr Steindðrs tll Akureyrar nm Akranes eru: Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. ©g föstud. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á bif» reiðastðð Oddeyrar, sími 260. M.s. Fagranes annast s|éleiðiiia. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Bifreiðastðð Stelndárs Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.