Alþýðublaðið - 24.07.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.07.1939, Blaðsíða 4
MÁNUDAG 24. JÚLÍ 1939 Dt^GAMLA BlO W Oistlhilsið Paradfs Sprenghlægileg sænsk gam- anmynd. A ðalhlutverkin leika sænsku gamanleikararnir: THOR MODÉN (þekktur úr myndunum „Jutta frænka“ og „65, 66 og ég”) og Greta Ericson. í nestið Niðursi'3uvörur alls konar. Harðfiskur. Steinbítsriklingur. Lúðuriklingur. Smjör. Egg. Tómatar o. m. fl. Komið eða símið! BREKKA Símar 1678 og 2148. rjarnarbúðin. — Sími 3570. Tilkynning frá Máli og menningo. Þeir, sem vilja afla sér nákvæmra upplýsinga um ARF ÍS- LENDINGA, rit það um ísland og íslendinga, sem Mál og menn- ing ætlar að gefa út 1943, þurfa að lesa síðasta hefti af tímariti Máls og menningar. Prófessor Sigurður Nordal, sem hefur á hendi ritstjórn alls verksins, skrifar þar ítarlega greinargerð um tilhögun útgáfunnar og efnisskipun hvers bindis. Tímaritsheftið fæst ókeypis hjá Máli og menningu, Laugavegi 38. — Sími 5055. FlensborgarskólinD. í heimavist skólans geta aðeins piltar fengið að búa. Náms- stúlkur skálans eiga kost á að borða í mötuneyti heimavistar. Skólagjald fyrir utanbæjarnemendur er 70 kr. fyrir pilta og 40 kr. fyrir stúlkur. Piltar, sem búa í heimavist verða auk þess, að greiða 7 kr. á mánuði í herbergisleigu. Innanbæjarnemendur greiða ekki skólagjald. Þeir piltar, sem vilja komast í heimavist, ættu að sækja sem fyrst. Umsóknarfrestur um skólavist er til loka ág- ústmánaðar. Umsóknir skulu vera skriflegar og sendar skóla- stjóra, og umsóknum nýnema fylgi fullnaðarprófsskírteini frá barnaskóla. — Kenndar verða sömu námsgreinar og áður, en auk þess, handavinna í 1. og 2. bekk. Skólinn verður settur 2. okt. SKÓLASTJÓRINN. H JCKRUNARK VENN AMÓTIÐ Frh. af 3. síÖu. að kenna, og þá ekki síður við þá, sem við eigum að hjúkra, en ekki ganga um með neinum yfirboðarasvip.“ Þá talaði Bergljot Larsson frá Nöregi um „Sálfræðileg við- fangsefni í hjúkrun í sjúkra- húsum og á heimilum og í heilsuvernd.“ „Það er sannarlega ekki rétt, þegar sagt er, að við séum ein- hver sérstakur einangraður hópur þjóðfélagsins. Við erum þáttur í því, að vísu lítill, en við reynum að gera okkar bezta, svo að okkar þátttaka geti orðið til góðs, og það gerum við bezt með því að læra og kenna. Við, sem höfum lesið um sál- arfræði, höfum oft óskað þess, að hægt væri að gefa út ein- hverja ákveðna reglu til að fara eftir, en það hefir ekki tekizt, og því verðum við alltaf að vera vakandi og fróðleiksþyrst- ar. Það þýðir lítið að vera að koma með meðöl og þ. h. til sjúklingsins, ef hjúkrunarkonan þekkir ekki neitt til sálarfræði og til þeirra aðstæðna, sem sjúklingurinn hefir orðið við að búa. Vinaleg og alúðleg framkoma hjúkrunarkvennanna í garð sjúklinganna er þeim margra meðala virði, og við verðum fyrst og fremst að vera blátt á- fram og eins við alla, jafnt háa sem lága.“ Að þessum ræðum loknum var fundi slitið — þar til á þriðjudag, en á morgun fara um helmingur hjúkrunarkvenn- anna austur að Gullfossi og Geysi, hinn helmingurinn fer að Reykjum, og kemur við í sum- arbústað íslenzkra hjúkrunar- kvenna. Á laugardag fóru hjúkrunar- konurnar til Þingvalla, þar sem Pálmi Hannesson rektor skýrði sögustaðinn. Borgaði veitingar með amerisknm spila peningi. |LH INN skipverjanna á Stavan- gerfjord kom á laugardags- kvöldið inn í veitingastofu hér við höfnina. Neytti hann þar veit- inga, en að því loknu borgaði hann með seðli, sem hann sagði að væri tíu doiiarar, og var seð- illinn keyptur fyrir 40 krónur. Þegar hann var farinn, vöktu félagar hans athygli á því, að seðillinn væri verðlaus. Var þá lögreglunni tilkynnt, og viö athugun kom í Ijós, að þetta var amerískur spilapeningur, og stóð á honum „ten dollars". Lögreglan náði í manninn inni á Hótel Islandi, og situr hann í gæzluvarðhaldi. VIÐTAL VIÐ HEDTOFT- HANSEN OG AXEL STRAND Frh. af. 1. síðu. Norðurlöndum og Norðurlanda- þjóðanna yfirleitt, er þýðingar- meiiá í dag en nokkru sinni áður. Evrópa er nú klofin í tvö and- stæð stórveldabandalög, og víg- búnaðarkapphlaupið er nú kom- jö á það stig, að á hverju augna- bliki má búast við stríði. Allar Norðurlandaþjóðirnar fimrn eru á þessu augnabliki sameinaðar í þeirri ósk, að varðveita um fram allt annað það hlutleysi, sem þær hafa haft og láta ekki sogast inn í bandalög stórveldanna, hvort heldur á þessa hliðina eða hina. Þetta er stefna stjórnar- valdanna alls staðar á Norður- löndum, en það er líka sú stefna, sem hin norræna verkalýðshreyf- ing styður og mun styðja bæði í norrænni og alþjóðlegri sam- vinnu. En ,þó að ekki séu miklir möguleikar á því.einsog ástandið er nú í heiminum, að Norður- lönd geri sig gildandi á sviði hinna alþjóðlegu stjórnmála, þá höfum við þó hlutverk að vinna, sem ef til vill getur haft varan- lega þýðingu í veraldarsögunni: Við getum og við eigum að gefa þjóðum Evrópu, sem í dag eru réttlausar, þjakaðar af vígbún- iaði og í sífelldum ótta við nýja heimsstyrjöld, gott fordæmi. Við getum gert það, ef við jafnframt því, að taka fullt tillit til sér- kenna og sjájfstæðis hverrar þjóðar, höldum áfram hinni bróðurlegu samvinnu, eflum hana og gerum hana víðtækari en nokkru sinni áður til þess að gera Norðurlönd að öruggu heimkynni friðarins, réttarins og frelsisins." Axel Strand sagði: „í augum okkar Svía hefir ís- land alltaf verið Sögueyjan. Ferðin hingað hefir líka verið eins og ævintýri, full af eftir- væntingu, hvað við fengjum að heyra og sjá. Strax í barnaskól- unum komumst við í kynni við íslenzku goðsagnirnar, en af þessum sögum gátum við ekki öðlazt mikla þekkingu á íslandi og þjóðinni, sem þar býr. Jafn- vel verkalýðshreyfingin á þessari fjarlægu eyju hefir verið okkur tiltölulega ókunn, enda þótt tveir fulltrúar hennar frá íslandi mættu á fundi Sam- vinnunefndar norrænna alþýðu- samtaka í Stokkhólmi fyrir 2 árum, Við fengum þá skýrslu, byggða á staðreyndum, um ís- land og Verkalýðshreyfinguna þar, og ennfremur um þau skil- yrði, sem hún á þar við að búa. Til þess að geta ennþá betur kynnzt verkalýðshreyfingunni á íslandi, og framar öllu öðru, til þess að tengja verkalýð íslands og annarra Norðurlanda traust- ari böndum, var þá um það rætt, að halda næsta fund nefndarinnar í Reykjavík sum- arið 1939. Þessa hugsun hefir ekki verið hægt að framkvæma. Ferð til íslands stendur yfir nærri því í 3 vikur. Það hefir ekki reynzt unnt fyrir alla með- limi nefndarinnar að yfirgefa störf sín um svo langan tíma. I þess stað komum við nú, nokkrir fulltrúar, til þess að kynnast skilyrðunum hér hjá ykkur, og jafnframt til þess, að sýna vilja okkar til samvinnu. Hin persónulegu sambönd eru alltaf mjög þýðingarmikil, og við erum komnir hingað í þeirri von, að geta skapað persónuleg vináttusambönd við ísland og með þeirri sannfæringu, að við á þessum skamma tíma, sem við eigum yfir að ráða, gætum i Næturlæknir er Kristján Grímsson, Hverfisgötu 39, sími 2845. Næturvörður er í Reykjavík- ur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.20 Hljómplötur: Göngulög. 20.30 Sumarþættir (Steindór Steindórsson mennta- skólakennari). 20.50 Hljómplötur: a) Norræn- rænir söngvarar. b) Kreisler leikur á fiðlu. c) 21.20 Píanókvintett í g-moll, eftir Mozart. 21.50 Fréttaágrip. öðlazt, að minnsta kosti, þekk- ingu á því helzta í sambandi við verkalýðshreyfinguna á íslandi og starfsemi hennar. Það eru fjórar dagleiðir, sem skilja verkalýð íslands frá stéttarsystkinunum annars stað_ ar á Norðurlöndum, en hugsjón- irnar yfirstíga þessar vega- lengdir. Þrátt fyrir þessar miklu fjarlægðir er hægt að sameina verkalýð Norðurlanda, bæði í faglegri og pólitískri samvinnu, óg það skal verða gert. Ferð okkar er farin í þeim tilgangi að styrkja þessa samvinnu, og með von um góðan árangur í þessu efni, færi ég verkalýðnum á ís- landi hjartanlega kveðju frá Al- þýðusambandinu og Alþýðu- flokknum í Svíþjóð.“ Sildarsðltui byrjaði í gær SUdaraflinn Urefalt meiri en & sama tima i fyrra. SÍLDARÚTVEGS- NEFND hefir nú til- kynnt, að leyfð sé söltun saltsíldar og kryddsíldar upp í fyrirframsamninga og fast- ar sölur. Var saltað í gær dálítið af reknetasíld, en síldin reynist fremur slæm. Síldaraflinn er orðinn rúmlega þrisvar sinnum meiri en hann var á sama tíma í fyrra. Eftir- farandi tölur sýna aflann í hverri veiðistöð; tölurnar innan sviga Sýna aflann í fyrra. Allt mælt í hektólítrum: Akranes 2145 (0), Sólbakki 3760 (0), Hesteyri 0 (6191), Djúpa vík 59605 (13836), Ríkisverk- smiðjurnar á Siglufirði 219378 (98959), Rauðka 20121 (13822), Grána 7913 (30313), Dagverðar- eyri 35332 ' (12477), Hjalteyri 120000 (38204), Krossanes 65752 (10976), Húsavík 10608 (0), Rauf- arhöfn 45314 (2308), Seyðis- fjörður 23545 (1587), Norðfjörð- ur 18714 (292). Samtals er afl- inn núna 632187 hektólítrar, en var á sama tíma í fyrra 201679 hektólítrar og í hitt eð fyrra um 730 þús. Síðan á laugardagskvöld hafa komið um tíu þúsund mál til Ríkisverksmiðjanna á Siglufirði og um 1500 mál til Rauðku. Veður er sæmilegt á Siglufirði, en norðaustan stormur úti fyrir. Mörg skip liggja inni á Siglu- firði og bíða eftir síldarfréttum. Á Akranesi hefir ekkert veiðzt undanfarna viku, en í gær komu inn tveir bátar með sild. Afli togaranna er sem hér seg- ir; Skallagrímur hæstur, þar næst Skutull: Skallagrímur 6390, Skutull NORRÆNA FÉLAGIÐ Frh. af 1. síðu. isverður í Valhöll, en Þingvellir síðan skoðaðir, og létu gestirnir mikla hrifningu í ljós af hinum fagra, sérkennilega og söguríka stað. Á heimleiðinni var komið við á Reykjum í Mosfellssveit og undirbúningur hitaveitunnar skoðaður, en Pétur Halldórsson borgarstjóri, sem þangað var kominn, skýrði fyrirætlanimar um hana fyrir gestunum. í gærkveldi fluttu nokkrir hinna erlendu fulltrúa og Stef- án Jóh. Stefánsson, formaður hinnar íslenzku deildar Nor- ræna félagsins, ávörp í útvarp- ið, en á eftir hverju þeirra voru leiknir þjóðsöngvar viðkomandi lands. Útbreiðið Alþýðublaðið! KJúskaparerjnr. Sænsk mynd, gerð undir stjórn Gustaf Molander, eftir hinu ágæta leikriti Hjalmars Bergmann: — „Dollar.“ Aðalhlutverk leika átta frægustu kvikmyndaleik- arar Svía: Ingrid Bergmann, Tutta Rolf, Birgit Tengroth, Elsa Burnett, Hakon Westergren, Kotti Cha- ve, Edvin Adolphson, George Rydberg. Aukamynd: Sumar í Sví- þjóð. Hrífandi náttúru- fegurð. HraOferðlr Steindórs tll Akureyrar um Akranes eru: Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. og föstud. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á líif- reiðastöð Oddeyrar, sími 260. M.s. Fagranes amnast sjóleiðlna. Nýjar upphitaðar biireiðar með útvarpi. Bifreiðastðð Steindárs Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjó- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð ís- lands, sími 1540. Bffrefðasföð Akureyrar. Akraies — Borgarnes. Áætlunarferðir alla þriðjudaga og föstudaga strax eftir komu Ms. Fagraness. Frá Borgarnesi kl. 1 e. h. Fagra- nesið fer til Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 9 síðdegis. Nagnús Gunnlaugsson, blfretðarstióri. 6263, Gyllir 5911, Þorfinnur 5009, Gulltoppur 4874, Belgaum 4721, Kári 4435, Garðar 4294, Maí 418 ', Arinbjörn hersir 4127, Þórólfu. 4039, Surprise 4036, Haukarc 3986, Rán 3921, Snorri goði 3894, Tryggvi gamli 3587, Júní 3583, Jón Ólafsson 3560, Óli Garða 3446, SviÖi -,3428, Baldur 3092, Sindri 2894, Egill Skallagríms- son 2660, Hilmir 2623, Hafsteinn 2256. Hjúskaparerjur heitir sænsk mynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Er hún gerð eft- i. leikriíinu „Dollar“, undir stjórn Gustav Molander. A'ðalhlutverk- in leika: Ingrid Bergman, Birg- it Tengroth, Haakon Westergren, Edwin Adolphson, Tutta Rolf, Else Burnett, Kotti Chave og Ge- org Rydberg. Útbreiðið Alþýðublaðið! hr ai.arpfívt 3 n u WMBSIMS SÉðln austur um land í hringferð 27. þ. m. kl. 9 síðdegis. Flutningi veitt mÖttaka á morgun og fram til há- degis á miðvikudag. Pantaðir farseðlar óskast sóttir í síðasta lagi á mið- vikudag. I. O. G. T. ÞINGSTÚKFUNDUR annað kvöld kl. 9Ú2,. ST. VíKINGUR nr. 104. Fundur í kvöld. Inntaka nýrra félaga. Eiindi, upplestur o. fl. Fjölsæk- ið stundvíslega. Æt. 2-3 herbergi og eldhús vantar mig í septem- ber í haust. Verð í bænum til I fimtudags. Jón Sigurðsson, erindreki,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.