Alþýðublaðið - 24.07.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.07.1939, Blaðsíða 1
ALÞTÐU RJTSTJéBI: F. E, VALÐSMARSSON 33L, Á®®AM©Ca MANUDAG 24. JULI 1939 ufling og falitrnarnir á fnnd norræn Djitamiak fcin 12 i Þiísuiidir manna I ðgnuðu þeim, Þegar „Drorniliig Ato andrine66 lagði að uppfyllingunni péít framorðlð wæri. Magnus Nilssen talar í Rauðhólum í gær. Innihald ræðunnar er «¦ i birt á 3. síðu blaðsins í dag. Handsprengju kastað inn i danssalinn í Valhðll í gærkv. ------------------«------------------ ÞJénustustúlka tók sprengjuna upp, en hún sprakk í höndunum ástillkunni og stórslasaðí hana. T GÆRKVELDI kastaði T drukkinn maður hand- sprengju inn í danssalinn í Valhöll a Þingvöllum. Þjón- ustustúlka á Þingvöllum, El- ín Auðunsdóttir, Suðurgötu 3, tók upp sprengjuna, en hún sprakk í höndunum á henni og stórslasaði stúlk- una. Þetta skeoi klukkan 11,25 í gærkveldi. Voru margir á Þing- völlum,1 í gær í gióða veðrinu, og í gærkveldi vonu í Valhöll margir gestir, bæði hótelgestir og aðrir gestir. Sátu þeir að veitingum í stofum Valhallar, en í stórasaln- um var verið að dansa. Var þá allt í einu kastað bombu inn í danssalinn. Sprakk hún ekki alveg strax, en heyrðist suða í henni og stafaði hún eld- glæringum. Þjónustustúlkan, sem áður er getið, var þarna á gangi og greip upp bombuna. 1 sama bili sprakk >hún í höndum hennar og tætti vöðva annarrar handarinnar og braut þumalfing- uiinn, svo að hann hékk aðeins idð. Var i þetta kraftmikil spreragja, vafin snærum og um- búðum. Læknir var þarna á staðnum, Einar Guttormsson, lækniríVest- mannaeyjum, staddur þar af til- ¦/iljun, og gerði hann við meiðsl- íð til bráðabirgða. Var síðan ek- ið með stúlkuna sem hraðast á Landsspítalann; og fór með henni hjúkrunarkona, sem hafði verið á Þingvöllum. Gestgjafinn, Jón Guðmundsson . á Þingvöllum, lét þegar í stað hringja til sýsiumannsins í Ár- nessýslu og til lögreglunnar í Reykjavík og lét vita um atburð- inn, Lét hann loka Valhöll. Fólkið varð mjög óttaslegið. Voru þarna fjórir eða fimm þýzkir sjóliðar, og héldu menn, að þeir væm valdir að verkinu. Lögreglan í Reykjavík sendi þegar í-stað þrjá lögregluþjóna austur, til þess að halda fólkinu í skefjum, og rétt á eftir ók Sveinn Sæmundsson, yfirmaður rannsóknarlögregiunnar, austur. Rétt áðúr en lögreglan- kom austur, játaði maður einn, sem staddur var á Þingvöllum, að hafa kastað sprengjunni, en það hafði enginn séð, hver kastaði henni. Sá, sem kastaði, , gerir þá grein fyrir athæfi sínu, að hann hafi keypt sprengjuna 1 Kaupmannahöfn í haust, sem leið. Ætlaði hann að sprengja hana á gamlárskvöid, en það fórst fyrir. Var hann með fleira fólki á Þingvöllum í gær, en för seinni- partinn í gær til Reykjavíkur, til þess að sækja áfengi. Þegar hann var kominn hingað, mundi hann eftir sprengjunni og datt í hug að taka hana með sér, til þess að sprengja hana í hraun- inu, þegar færi að dimma um kvöidið, Kom hann austur aftur klukkari hálf ellefu. Klukkan tæp- lega hálf, tólf var hann orðinn allmikið drukkinn. Sat hann við borð, þar sem hann gat séð inh í danssalinn. Kastaði hann sprengjunni í horn, þar sem ekk- ert fólk var, en eins og áður er STAUNING, íorsætisráðherra Dana, Hedtoft-Hansen, formáður danska Alþýðuflokksins, Ernst Berg, ritari danska Alþýðusambandsins, og Axel Strand gjaldkeri sænska Alþýðusambandsins, komu hingað með ,,Dronning Alexandrine" klukkan tólf í nótt. Kemur Stauning hingað í opinberri heimsókn, en hinir á fulltrúafund hinna norrænu álþýðusamtaka, sem haldinn verður hér í bænum í þessari viku. Magnus Nilssen, sem verður fulltrúi norska Alþýðuflokksins og Alþýðusambands- ins á fundinum, kom eins og áður hefir verið sagt, með „Stav- angerf jord" á laugardaginn. Það hafði verið gert ráð fyrir því, að Lauritz Hansen, forseti danska Alþýðusambandsins, myndi mæta af hálfu þess á fulltrúa- fundinum, en úr því gat ekki orðið, og kemur ritari sambandsins — Ernst Berg, í hans stað. Þa.ð var bMðalogn, þegar „Dronning Alexandrine" lagði að hafnarbakkanum í gær- kveldi, og þó að komið væri fram á miðnætti, voru þús- undir manna niðri við höfn- ina til þess að fagna komu Staunings og hinna norrænu alþýðufulltrúa. Mátti sjá þar fjölda eldri og yngri Alþýðu- flokksmanna, sem biðu þess að sjá þá stíga á land. Strax og landgöngubrúin hafði verið reist, gengu Stefán Jóh. Stefánsson félagsmálaráð- herra, Haraldur Guðmundsson forseti sameinaðs alþingis, Finn- ur Jónsson alþingismaður, Her- mann Jónasson forsætisráð- herra, de la Fontenay sendiherra Dana og frú hans, og Sveinn Björnsson sendiherra í Kaup- mannahöfn, um borð til þess að bjóða gestina velkomna. Ðynjandi lóf aklapp jieoar Stauning oekk i \ml ' Eftir nokkra stund stigu gest- irnir á land og kom Stauning fyrst í ljós á landgöngubrúnni. Kvað þá við dynjandi lófaklapp frá mannfjöldanum, sem beið á hafnarbakkanum, en Stauning heilsaði og þakkaði þessar vina- legu móttökur með því að taka ofan fyrir mannfjöldanum, en gestirnir gengu því næst rak- leiðis til bílanna, sem biðu eftir þeim. Strax klukkan átta í morgun fóru gestirnir, að Stauning und- anteknum, sem hvílir sig hér í bænum í dag, austur að Gull- fossi og Geysi í boði Alþýðu- flokksins, en á morgun mun fulltrúafundur alþýðusamtak- anna verða settur. AnnaS kvöld verður svo hinn opinberi fundur Alþýðuflokksins á Arnarhóls- túni, eins og áður hefir verið boðað, og munu fulltrúar sagt, tök þjónustustúlkan sprengjuna upp með hinum slysa- legu afleiðíngum. Óskað er eftir, að nafn manns- ins, sem kastaði sprengjunni, sé ekki nefnt. STAUNING bræðraf lokkanna frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð, halda ræður þar, ásamt forvígismönnum Al- þýðuflokksins hér. Fulltrúarnir munu dvelja hér alla þessa daga og fara með „Dronning " Alexandrine" á mánudagskvöld, en ekki með „Stavangerfjord", eins og upp- haflega var gert ráð fyrir. Stauning mun dvelja hér lengur eða fram til 6. ágúst. Falltrúar Norræna f él agsins skoðnðn Mog- vélli i oær. f úm fóra þelr austnr að ðullfossi og Geysi. FULLTRÚARNIR á fundi Norræna félagsins voru í gær boðnir af deild fé- lagsins hér austur á Þingvöll og tóku um sextíu manns þátt í förinni. Var farið í þremur stórum bílum frá Hótel Borg klukkan 9,30 og beina leið austur, og skýrði Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri sögustaðinn fyrir gestunum með stuttu en snjöllu erindi á Lögbergi. Á eftir var borðaður miðdeg- Frh. á 4. síðu. Fulltrúar dönsku og sænsku alþýðusamtakanna, sem komu í nótt, í hópi íslenzkra flokksbræðra. Fremri röð frá hægri: Ernst Berg, Hedtoft-Hansen, Stefán Jóh. Stefánsson, frú Berg, Arngrímur Kristjánsson. Aftari röð frá vinstri: Finnur Jónsson, Axel Strand og Haraldur Guðmundsson. Myndin var tekin í morgun áður en lagt var af stað austur. j Kveðja frá Stanning um leið og hann steig á land. ¦----------------------?---------------------- ALÞÝÐUBLAÐINU hefir borizt eftirfarandi kyeðja til ís- lendinga frá Stauning forsætisráðherra Dana, um leið og hann steig á land hér í gærkveldi: „Mér er alltaf sönn ánægja að heinisækja bræðraland okkar, ísland. Sem ráðherra fyrir þau sameiginlegu mál, sem eru milli íslands og Danmerkur, hefi ég tækifæri til þess að fylgjast með þróuninni hér, og þekki þar af leiðandi marga af þeim erfiðleikum, sem hér hefir verið við að stríða. Ég óska íslandi og íslenzku þjóðinni alls hins bezta í framtíðinni, og það er mér mikil ánægja, að hafa nú enn einu sinni tækifæri til þess, að dvelja í nokkra daga á meðal ís- lendinga, svo og þeirra Dana, sem lifa hér á landi. Th. Stauning." 1 - P*^*&é>*''4>í+&+*&+4>^*^^ Viðtal við Uedtoft-Hansen og Axel Strand i morgun. ALÞÝÐUBLAÐIÐ átti stutt viðtal við Hedtoft-Hansen form. danska Alþýðuflokksins, ig A. Strand, gjaldkera sænska Alþýðusambandsins, snemma í morgun, áður en þeir lögðu af stað austur að Gullfossi og Geysi og fara ummæli þeirra og kveðjur til íslenzkrar alþýðu hér á eftir. Hedtoft-Hansen sagði: ; „Danska verkalýðshreyfingin heíir með gleði og þakklæti tek- ið hinu vansamlega boði ykkar um að senda hingað fuiltrúa, til að kynnast nánar hreyfingu ykk- ar, þjóð og ykkar fagra landi. Danska Alþýðusambandið hefir sent ritara sinn, Emst Berg, og danski Alþýðuflokkurinn mig, sem fulitrúa sína hingað. Við erum búnir að vera á fimmta sólarhring á leiðinni til Reykjavíkur. Það er áneitanlega lengra ferðalag en við erum van- ir að þurfa að fara til þess að heimsækja brgeðraþjóðir okkar á Norðurlöndum. Og þó vorum við okkur þess vel meðvitandi,' að við vorum ekki á leiðinni til neins „framandi" lands. Árum saman höfum við í samvinnunefnd nor- rænna alþýðusamtaka haft á- nægjuna' af því, að vera í nánu sambandí við hinn íslenzka bræðraflokk, og það hefir alltaf verið okkur mikil gleði að hafa verkalýðshreyfingu íslands sem áhugasaman og jafnréttháan að- ila á meðal okkar. 1 þessari sam- vinnu hafa skapazt þýðingarmikil persónuleg sambönd milli trún- aðarmanna verkalýðshreyfingar- innar á Norðurlöndum, og við þekkjum þau vandamál, sem bræðraflokkarnir og bræðrasam- böndin eiga úr að leysa. Takmark verkalýðshreyfingar- innar er að reyna, í hverju landi um sig, að upplýsa og skipu- leggja hið vinnandi f ólk og skapa því á lýðræðisgrundvelli hlut- 'deild í auðæfum þjóðarinnar. Sú staðreynd, að Alþyðuflokk- urinn, sem á öllum Norðurlönd- unum fimm er fulltrúi verkalýðs- ins á sviði stjórnmálanna, er annað hvort einn í stjórn lands- iins, eins og í Noregi, eða í isam- vinnu við aðra lýðræðisflokka, eins og á íslandi, í Svíþjóð og í Danmörku, er vottur þess, hvern styrk og hverja þýðingu samtök okkar hafa fengið. Hin nána samvinna, sem er á mitli verkalýðshreyfingarinnar á Frh. á 4. síðu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.