Alþýðublaðið - 24.07.1939, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 24.07.1939, Qupperneq 1
ALÞTÐUBLAÐIÐ WTSliéBI: F. E. VAUMHBABS&ON ÚTmWAMtol: AUÍBWL6BSWK EC. ÁB6AN6IR MANUDAG 24. JULI 1939 167. TOLUBLAÐ á find nerræn al- klikkai 12 i nétt. Þilsundlr manna Vðgnuðu þeim, Þegar „Dronnlng Jllex- andrlneu lagðl að uppfyllingunni pétt tramorðið væri. Magnus Nilssen talar í Rauðhólum í gær. Innihald ræðunnar er birt á 3. síðu blaðsins í dag. Handsprenoíu kastað inn i danssalinn í Valhðll i gærkv. ----«---- ÞJénustustúlka ték sprengjuna upp9 en hún sprakk í hhndunum á stálkunni og stérslasaði hana. ----♦---- GÆRKVELDI kastaði drukkinn maður hand- sprengju inn í danssalinn í Valhöll á Þingvöllum. Þjón- ustustúlka á Þingvöllum, EI- ín Auðunsdóttir, Suðurgötu 3, tók upp sprengjuna, en hún sprakk í höndunum á henni og stórslasaði stúlk- una. Þetta skeði klukkan 11,25 í gærkveldi. Voru margir á Þing- völlum! í gðEír í góða veðrinu, og í gærkveldi voru í Valhöll margir gestir, bæði hótelgestir og aðrir gestir. Sátu þeir að veitingum í stofum Valhallar, en í stóia saln- um var verið að dansa. Var þá allt í einu kastað bombu inn í danssalinn. Sprakk hún ekki alveg strax, en heyrbist suða í henni og stafaði hún eld- glæringum. Þjónustustúlkan, sem áður er getið, var þarna á gangi og greip upp bombuna. I sama bili sprakk hún í höndum bennar og tætti vöðva annarrar handarinnar og braut þumalfing- urinn, svo að hann hékk aðeins idð. Var i þetta kraftmikil sprengja, vafin snærum og um- búðum. Læknir vpr þarna á staðnum, Einar Guttormsson, lækniríVest- mannaeyjum, staddur þar af til- viljun, og gerði hann við meiðsl- ið til bráðabirigða. Var síðan ek- ið með stúlkuna sem hraðast á Landsspítaiann; og fór með henni hjúktunarkona, sem hafði verið á Þingvöilum. Gestgjafinn, Jón Guðmundsson á Þingvöllum, lét þegar í stað hringja til sýslumannsins í Ár- nessýslu og til lögreglunnar í Reykjavík og lét vita um atburð- inn. Lét hann loka Valhöll. Fólkið varð mjög óttaslegið. Voru þarna fjórir eða fimrn þýzkir sjóliðar, og héldu menn, að þeir væru valdir að verkinu. Lögregian í Reykjavík sendi þegar í stað þrjá lögregluþjóna austur, til þess að halda fólkinu í skefjum, og rétt á eftir ók Sveinn Sæmundsson, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar, austur. Rétt áður en lögreglan kom austur, játaði maður einn, sem staddur var á Þingvöllum, að hafa kastað sprengjunni, en það hafði enginn séð, hver kastaði henni. Sá, sem kastaði, , gerir þá grein fyrir athæfi sínu, að hann hafi keypt sprengjuna í Kaupmannahöfn í haust, sem leið. Ætlaði hann að sprengja hana á gamlárskvöid, en það fórst fyrir. Var hann með fleira fólki á Þingvöllum í gær, en fór seinni- partinn í gær til Reykjavíkur, til þess að sækja áfengi. Þegar hann var korninn hingað, mundi hann eftir sprengjunni og datt í hug að taka hana með sér, til þess að sprengja hana í hraun- inu, þegar færi að dimma um kvöldið. Kom hann austur aftur klukkan hálf ellefu. Klukkan tæp- lega hálf tólf var hann orðinn allmikið dmkkinn. Sat hann viÖ 'borð, þar sem hann gat séð inn í danssalinn. Kastaði hann sprengjunni í horn, þar sem ekk- ert fólk var, en eins og áður er STAUNING, forsætisráðherra Dana, Hedíoft-Hansen, formaður danska Alþýðuflokksins, Ernst Berg, ritari danska Alþýðusambandsins, og Axel Strand gjaldkeri sænska Alþýðusambandsins, komu hingað með ,,Dronning AIexandrine“ klukkan tólf í nótt. Kemur Stauning hingað í opinherri heimsókn, en hinir á fulltrúafund hinna norrænu alþýðusamtaka, sem haldinn verður hér í bænum í þessari viku. Magnus Nilssen, sem verður fulltrúi norska Alþýðuflokksins og Alþýðusamhands- ins á fundinum, kom eins og áður hefir verið sagt, með ,,Stav- angerfjord“ á laugardaginn. Það hafði verið gert ráð fyrir því, að Lauritz Hansen, forseti danska Alþýðusamhandsins, myndi mæta af hálfu þess á fulltrúa- fundinum, en úr því gat ekki orðið, og kemur ritari sambandsins — Ernst Berg, í hans stað. Það var bMðalogn, þegar „Dronning Alexandrine“ lagði að hafnarbakkanum í gær- kveldi, og þó að komið væri fram á miðnætti, voru þús- undir manna niðri við höfn- ina til þess að fagna komu Staunings og hinna norrænu alþýðufulltrúa. Mátti sjá þar fjölda eldri og yngri Alþýðu- flokksmanna, sem biðu þess að sjá þá stíga á land. Strax og landgöngubrúin hafði verið reist, gengu Stefán Jóh. Stefánsson félagsmálaráö- herra, Haraldur Guðmundsson forseti sameinaðs alþingis, Finn- ur Jónsson alþingismaður, Her- mann Jónasson forsætisráð- herra, de la Fontenay sendiherra Dana og frú hans, og Sveinn Björnsson sendiherra í Kaup- mannahöfn, um borð til þess að bjóða gestina velkomna. Dynjaodi léfaklapp pegar Stauning gekk i land ' Eftir nokkra stund stigu gest- irnir á land og kom Stauning fyrst í ljos á landgöngubrúnni. Kvað þá við dynjandi lófaklapp frá mannfjöldanum, sem beið á hafnarbakkanum, en Stauning heilsaði og þakkaði þessar vina- legu móttökur með því að taka ofan fyrir mannfjöldanum, en gestirnir gengu því næst rak- leiðis til bílanna, sem biðu eftir þeim. Strax klukkan átta í morgun fóru gestirnir, að Stauning und- anteknum, sem hvílir sig hér í bænum í dag, austur að Gull- fossi og Geysi í boði Alþýðu- flokksins, en á morgun mun fulltrúafundur alþýðusamtak- anna verða settur. Annað kvöld verður svo hinn opinberi fundur Alþýðuflokksins á Arnarhóls- túni, eins og áður hefir verið boðað, og munu fulltrúar sagt, tók þjónustustúlkan sprengjuna upp með hinum slysa- legu afleiðingum. Óskað er eftir, að nafn manns- ins, sem kastaði sprengjunni, sé ekki nefnt. bræðraflokkanna frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð, halda ræður þar, ásamt forvígismönnum Al- þýðuflokksins hér. Fulltrúarnir munu dvelja hér alla þessa daga og fara með „Dronning ' Alexandrine" á mánudagskvöld, en ekki með ,,Stavangerfjord“, eins og upp- haflega var gert ráð fyrir. Stauning mun dvelja hér lengur eða fram til 6. ágúst. Filltrúar Norræna fél * agsins skoðnðu Þing- velii í gær. í dag férn peir austur aé Gullfossi og Geysi. FULLTRÚARNIR á fundi Norræna félag'sins voru í gær boðnir af deild fé- lagsins hér austur á Þingvöll og tóku um sextíu manns þátt í förinni. Var farið í þremur stórum bílum frá Hótel Borg klukkan 9,30 og beina leið austur, og skýrði Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri sögustaðinn fyrir gestunum með stuttu en snjöllu erindi á Lögbergi. Á eftir var borðaður miðdeg- Frh. á 4. síðu. Fulltrúar dönsku og sænsku alþýðusamtakanna, sem komu í nótt, í hópi íslenzkra flokksbræðra. Fremri röð frá hægri: Ernst Berg, Hedtoft-Hansen, Stefán Jóh. Stefánsson, frú Berg, Arngrímur Kristjánsson. Aftari röð frá viristri: Finnur Jónsson, Axel Strand og Haraldur Guðmundsson. Myndin var tekin í morgun áður en Iagt var af stað austur. j ! Kveðja frá Staining nni leið og hann steig ð land. ---------«-------- ALÞÝÐUBLAÐINU hefir borizt eftirfarandi kveðja til ís- ;« lendinga frá Stauning forsætisráðherra Dana, um leið ;| Iog hann steig á land hér í gærkveldi: ;| ,,Mér er alltaf sönn ánægja að heimsækja bræðraland ;l okkar, ísland. Sem ráðherra fyrir þau sameiginlegu mál, sem eru milli ! íslands og Ðanmerkur, hefi ég tækifæri til þess að fylgjast !; !: með þróuninni hér, og þekki þar af leiðandi marga af þeim !; !; erfiðleikum, sem hér hefir verið við að stríða. !; IEg óska íslandi og íslenzku þjóðinni alls hins bezta í !; framtíðinni, og það er mér mikil ánægja, að hafa nú enn einu ; sinni tækifæri til þess, að dvelja í nokkra daga á meðal ís- ;j lendinga, svo og þeirra Dana, sem lifa hér á landi. ;! , Th. Stauning.“ !i Viðtal við Uedtoft- lansen og Axel Strand i morgun. ALÞÝÐUBLAÐIÐ átti stutt viðtal við Hedtoft-Hansen form. danska Alþýðuflokksins, 5g A. Strand, gjaldkera sænska Alþýðusambandsins, snemma í morgun, áður en þeir lögðu af stað austur að Gullfossi og Geysi og fara ummæli þeirra og kveðjur til íslenzkrar alþýðu hér á eftir. Hedtoft-Hansen sagði: „Danska verkalýðshreyfingin hefir með gleði og þakklæti tek- ið hinu vansamlega boði ykkar um að senda hingað fuíltrúa, til að kynnast nánar hreyfingu ykk- ar, þjóð og ykkar fagra landi. Danska Alþýðusambandið hefir sent ritara sinn, Ernst Berg, og danski Alþýðufiokkurinn mig, sem fulltrúa sína hingað. Við erum búnir að vera á fimmta sólarhring á leiðinni til Reykjavíkur. Það er óneitanlega lengra ferðalag en við erurn van- ir að þurfa að fara til þess að heimsækja bræðraþjóðir okkar á Norðurlöndum. Og þó vorum við okkur þess vel meðvitandi; aö við vorum ekki á leiðinni til neins „framandi" lands. Árum sarnan höfum við í samvinnunefnd nor- rænna alþýðusamtaka haft á- nægjuna af því, að vera í nánu sambandi við hinn íslenzka bræÖraflokk, og það hefir alltaf veri'ð okkur mikil gleði að hafa verkalýðshreyfingu íslands sem áhugasaman og jafnréttháan að- Sla á meðal okkar. I þessari sam- vinnu hafa skapazt þý'ðingarmikil persónuleg sambönd milli trún- aðarmanna verkalýðshreyfingar- innar á Norðurlöndum, og við þekkjum þau vandamál, sem bræðraflokkarnir og bræðrasam- böndin eiga úr að leysa. Takmark verkalýðshreyfingar- innar er að reyna, í hverju landi um sig, að upplýsa og skipu- ieggja hiÖ vinnandi fólk og skapa því á iýðræðisgrundvelli hlut- j fdeild í auðæfum þjóðarinnar. Sú staðreynd, að Alþýðuflokk- urinn, sem á öllum Norðurlönd- unum fimm er fulltrúi verkalýðs- ins á sviði stjómmálanna, er annað hvort einn í stjórn lands- íins, eins og í Nioregi, eða í 'sam- vinnu við aðra lýðræðisflokka, eins og á íslandi, í Svíþjóð og í Danmörku, er vottur þess, hvern styrk og hverja þýðingu samtök okkar hafa fengiö. Hin nána samvinna, sem er á míilí verkalýðshreyfingarinnar á Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.