Alþýðublaðið - 27.07.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.07.1939, Blaðsíða 2
FIMMTUDAG 27. .TÚI.Í 1939 ALÞYDUBLAÐIÐ HX.ANDERSEN Ep einkennilegast var þó það, að ef maður hélt fingrinum inni 1 gufunni úr pottinum, gat maður fundið á lyktinni, hvað verið var að sjóða í öllum pottum í borginni. Svo kom prinsessan gangandi og allar hirðmeyjarnar með henni, og þegar hún heyrði lagið, nam hún staðar og varð hýr á svipinn, því að hún gat líka leikið: „Ach, du lieber Augus- tin“, það var eina lagið, sem hún gat spilað, og hún spilaði það með einum fingri. — Þetta lag kann ég, sagði hún. — Þetta Svo varð ein hirðmeyjanna að fara inn, en hlýtur að vera menntaður svínahirðir. Farið hún fór í tréskó áður. inn og spyrjið hann, hvað þetta hljóðfæri kosti. Maðurinn — sem hvarf. Þessi óvenjulega skemmtilega skáldsaga er skrifuð af 6 þekktustu skáldsagna- höfundum Bandaríkjanna, eftir hug- mynd Franklin D. Roosevelts Banda- ríkjaforseta. Til Stykkishóims miðvikudaga, föstudaga og laugardaga, Afgreiðsla á Bif- reiðastöð íslands, sími 1540. Geirarður Sigurgeirsson. Kostar 2 krónur. Fæst Afgreiðslu Alþýðublaðsins. Útbreiðið Alþýðublaðið! Hver víil hengja bjölluna ð köttinn? Eftir Pétnr Siprlsson. Nl. Að svo stöddu ætla ég ekki að vera beroröari um þetta, en smámuni mætti nefna, er sýna stefnuna. Til dæmis er bannað að tvímenna á reiðhjóli á götum Reykjavíkur. Þetta sér maður þó næstum daglega. Hvar er eftirlit- ið, og hvernig má það verða? Hvað getur lögreglan gert, ef hún sér pilta tvínienna á reiðhjóli? Hlaupið á eftir þeim? Hún nær þeim ekki, því hún er gangandi og ekkert númer er á reiðhjólun- um, og þó eru hjólreiðamenn mesta vandræðafólkið, sem urn bæinn ferðast, ekki sízt sendl- arnir. Því ekki að láta nokkra lögregluþjóna hafa mótorhjól, eins og tíðkast í sumurn öðrum löndum? Það er bannað aðganga frá bílum, hvorum á móti öðrum á götunni. Þetta sézt þó oft og það ekki sízt í Hafnarstræti rétt hjá lögreglustöðinni. Börn eiga að vera kominn inn á vissum tíma á kvöldin. Hvar er eftirlit- ið? Næturfrið manna má ekki trufla. Hvar er eftirlitiö? I vetur sem leið, tók ég eftir því í einum kaupstað landsins, að settar voru upp stórar aug- lýsingar víðsvegar í bænurn, er bönnuðu börnum að renna sér á sleða í vissum götum. Ég gekk margar ferðir einn daginn um eina aðalgö.tuna, og þar renndu börnin sér allan daginn á sleð- um beint framan í þessa stóru og skýru auglýsingu, og ekkert eftirlit gerði vart við sig. Slíkt uppeldi er hábölvað. Þá er betra að setja engar reglur og engin ákvæði, en að koma æsku og elli upp með það, að virða allt slíkt að vettugi. Allur þessi slappleiki, sem hér hefir verið lítilsháttar drepið á og talað í kringum, er meira mein, en menn almennt gera sér grein fyrir. Það sýkir og iamar og verður þess vald- andi, að seinast láta allir sér á sama standa um eitt og annað, og slást með í skollaleikinn. Einn mikill vandlætari sagði um hirða Israelsþjóðar í gamla daga, að þeir væru „eins og ref- ir í rústabrotuin“, þeir hlæðu fekki upp í sköröin og reistu ekki vígin. Refimir smjúga út og inn um holurnar og grafa nýjar hol- ur. Var það að eins þessi þjóð, sem var slíkt refabæli? Eru þjóð- ir það ekki nú, eða eru hér engir sjáendur framar, er sjá meinin og nefna þau sínu rétta nafni? — „Refir í rústabrotirm", það er bragð að slíkum orðum, um menn, sem eiga að vernda menn- inguna. Pétur Sigurðsson. Fjallabaksf erð Ferða- félagsins um næsfu helgi. 'C' ERÐAFÉLAG ISLANDS fer hina fyrirhuguðu Fjallabaks- ferð á næstu helgi. Er þetta 7 daga ferðalag, og verður lagt af stað á laugardaginn kl. 10 f. h. og ekið austur að Vík og gist þar. Næsta dag verður haldið að Klaustri. Þá verður farið ríðandi að Lakagígjum og til baka í SíÖ- una, en frá Hlíð í Skaftártungu verður lagt Upp í Fjallabaksferð- ina og alla leið í Landmanna- helli, en þaðan ekið í bílum til Reykjavíkur. Er nú um þaÖ bil Ifullskipað í þessa ferð. BorgarfjhrÖarför um Hvalfjörð, Surtshelli og Kakladal. Lagt af stað á laugardag síðdegis kl. 4 og.ekið til Reykholts og gist þar. Á sunnudagsmorgun farið fram Hvítársíðu að Gilsbakka, en það- an ríðandi að Surtshelli, þá til ba.va í Hvítársíðu að Barnafossi og yfir Hvítá að Hraunsási, í Húsafellsskóg og að Húsafelli, en þaðan í bílum um Kaldadal heimleiðis á sunnudagskvöld. Áskriftarlisti liggur frammi á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, og séu farmiðar tekinir kl. 4 á föstu- dag. Brezka stjérnin víg- býr tagarana. LONDON í fyrrad. FO. Það varð kunnugt í Hull og Grimsby í gærkveldi, að flota- málaráðuneytið brezka hefir á- kveðið að kaupa af togaraeigend- um í þessum bæjum 86 nýtízku togara, og verða þeir notaðir til þess að slæða upp tundurduf]. Fregn þessi hefir þó ekki enn , verið staðfest af flotamálaráðu- neytinu. Hér er urn að ræða hér um bil þriðjung fiskiflotans í Hull og Grimsby. Til þess að bæta bæj- unum upp þaÖ tjón, sem þeir verða fyrir við missi togaranna, verða felldar úr gildi hömlur, sem verið hafa á löndun fiskjar, og þau fiskiskip, sem eftir eru, verða notuð til hins ítrasta. Einn togaraeigandi komst svo að orði, að enda þótt þeim þætti sárt að missa skip sín, væri saia þessi í þágu lands og þjóðar, og ættu þeir-ekki annars kost. Hraðferðlr Steindórs til Akureyrar um Akranes eru: Frá Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. og föstud. 9 * * Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á bif« reiðastöð Oddeyrar, sími 260. M«s. Fagranes annast sjéleiðlna. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Blfreiðastðð Steindárs Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisniai á Bounty. 31. Karl ísfeld íslenzkaði. blés — þegar skipverjar voru látnir lifa á hungurskammti, enda þótt gnægð matar væri til, og skipverjarnir væru rann- sakaðir eins og venjulegir smyglarar í hvert skipti, sem þeir komu frá landi. Það var bersýnilegt, að ef Bligh héldi svona áfram til lengdar, væri skammt að bíða stórra viðburða. Þegar ég kom um borð morgun einn um miðjan janúar, sá ég skipstjórann ganga berserksgang um gólf á þilfarinu. Stundarkorn beið ég kyrr, en þegar hann tók ekki eftir mér, beilsaði ég og sagði: — Ég er kominn um borð, skipstjóri. — Ó, Byam, sagði hann, — ég get ekki litið yfir starf yðar 1 dag, við verðum að fresta því, þangað til í næstu viku. Chur- c*kill og tveir hásetarnir, Muspratt og Millward, eru flúnir. Þeir skulu fá sína hegningu, þegar ég næ í þá. Þeir hafa tekið litla bátinn og vopn og skotfæri. Ég hefi frétt, að þeir hafi skilið bátinn eftir skammt héðan og lagt af stað til Tetiaroa í seglbát, sem þeir fengu hjá eyjarskeggjum. Bligh þagði stund- arkorn og sagði því næst: — Á taio þinn nokkurn stóran segl- bát? spurði hann. — Já, skipstjóri! — Þá verð ég að fela yður á hendur að ná þeim. Fáið lán- aðan seglbát Hitihitis og svo marga af mönnum hans, sem þér þurfið og siglið til Tetiaroa í dagý,Það er góður byr. Reynið að ná þeim án þess að beita vopiftm, en náið þeim umfram allt. Það kann að vera, að Churchill verði erfiður viðureignar. Ef þið komizt að raun um, að þeir séu ekki á eyjunni, verðið þér að koma aftur á morgun, ef leiði verður gott. Þegar ég hafði kvatt skipstjórann, hitti ég Stewart og Tin- kler niðri í klefa. — Þér hafið auðvitað heyrt fréttirnar, sagði Stewart. — Já, Bligh sagði mér þær, og ég á að handsama flótta- mennina. Stewart hló: — Ekki öfunda ég yður af því, sagði hann. — Hvernig gátu þeir sloppið? spurði ég. — Hayward stóð á verði og var svo heimskur að fá sér dúr. Piltarnir flýðu í litla bátnum meðan hann svaf. Bligh missti alla stjórn á sér, þegar hann frétti þetta. Hann hefir lagt Hay- ward í járn, ætlar að láta hann dúsa þar í mánuð og hefir hótað honum húðstrýkingu, þegar hann verði látinn laus. Klukkutíma seinna hitti ég Hitihiti, skýrði honum frá verk- efni mínu og skilaði til hans, að skipstjórinn bæði hann að lána mér seglbát hans. Hitihiti varð þegar við beiðni hans, lánaði bátinn og menn sína og vildi sjálfur fá að fara með. Seglbátur gestgjafa míns var um fimmtíu fet á lengd og tveggja feta breiður. Mastrið var mjög hátt. Ég horfði á, þegar húskarlar Hitihitis drógu bátinn út úr skúrnum og ýttu hon- um á flot. Svo sóttu konurnar nesti og báru ofan í bátinn. Mennirnir virtust hlakka til ferðarinnar, þeim fannst það of- urlítil tilbreyting frá hinu hversdagslega lífi. Þeir bjuggust við, að við myndum koma flóttamönnunum að óvörum og virtust ekkert vera hræddir við byssurnar, en Hitihiti spurði mig, hvort flóttamennirnir hefðu skammbyssur. Þegar ég hafð sannfært hann um, að þeir hefðu ekki skammbyssur, varð hann rólegur og fór að tala um ferðalagið. Við lögðum af stað klukkan tvö síðdegis og fengum austan byr. Tetiaroa liggur fyrir norðan Natavai í um 30 mílna fjar- lægð. Það eru fimm l^gar kóraleyjar og er það ágætis bað- staður fyrir höfðingjana á Norður-Tahiti. í hinum skuggsælu skógarholtum hressast þeir furðu fljótt eftir að hafa drukkið ava sér til dómsáfellis. Þarna lifa þeir á kókoshnotum og fiski. Til Tetiaroa ferðast einnig pori — ungar stúlkur, ein frá hverju héraði á Tahiti, sem eru látnar standa þar á steinhell- um vissa tíma, svo að þeir, sem fram hjá fara, geti dáðst að þeim og skorið úr því, hver sé fégurst. Á Tetiaroa verða stúlk- urnar að hafa sérstakt mataræði. Þær verða enn fremur að * vera í skugga, til þess að húðin verði ljósari, og þær eru oft smurðar ilmolíu. Ég hefi aldrei á ævi minni sérð jafnstóran hóp glæsilegra kvenna og á þessum kóraleyjum. Við Hitihiti sátum hlið við hlið í skut. Þegar við komum inn í víkina við Tetiaroa, vorum við* strax umkringdir af smá- bátum og syndandi fólki. Allír vildu gefa okkur upplýsingar. Flóttamennirnir höfðu óttast eftirför og höfðu því undið upp segl fyrir tveim klukkutíine m síðan. Sumir héldu, að þeir hefðu siglt í áttina til Eimeo, aðrir héldu að þeir hefðu siglt til vesturstrandar Tahiti. Það fór nú að lygna, eins og venja er um sólsetursbilið. Þar sem brátt myndi verða aldimmt, og við vissum ekki, hvert Churchill hefði farið, áleit Hitihi- ti, að heppilegast yrði að gista á Tetiaroa, og snúa aftur til Blighs með þessar fréttir morguninn eftir. Ég mun aldrei gleyma þeirri nótt, er ég gisti þessa kóral- eyju. Tahitibúar eru að eðlisfari léttlyndir menn, Þeir eru miklir gleðimenn, og þeim er ómögulegt að skilja áhyggjur þær, er oft þjaka hvíta kynstofninum. Og þegar þeir dvöldu á Tetiaroa, virtust þeir gleyma hinum smávægilegu skyldu- störfum þjóðfélagsborgarans, sem á þeim hvíldu, þegar þeii voru heima. Á Tetiaroa höfðu þeir ýmiss konar skemmtanir um hönd bæði nótt og dag. Þrír eða fjórir höfðingjar dvöldu um þessar mundir á eynni ásamt skylduliði sínu, og þar eð eyjan var fremur lítil, virtist hún vera mjög þéttbyggð. Við gistum hjá frægum hermanni, sem hét Paino, og hafði ný.lega drukkið svo mikið af ava, að hann var nærri því dauður. Hann lá á bunka af brekánum, gat naumast hreyft sig og húðin féll af honum í grænum tætlum. Samt sem áður sagði Hitihiti mér, að hann yrði orðinn heil- brigður aftur eftir mánaðartíma. Margir af ættingjum Painos höfðu fylgzt með honum til Tetiaro, Meðal þeirra var ung stúlka. Hún tilheyrði höfðingjafjölskyldunni Vehaitua, og gættu hennar tvær gamlar konur. Ég sá hana snöggvast, þegar við snæddum kvöldverð, en mundi svo ekki eftir henni, fyrr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.