Alþýðublaðið - 27.07.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.07.1939, Blaðsíða 3
FIMMTUDAG 27. JtjLf 1938 ALI>YÐUBLAÐIÐ ♦-----------------------—t ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓBI: F. R. VALDEMARSSON. I fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir), 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905; Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021: Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Lœrdóiurinnfrá Norðuriðndum. MARGUR VAR SÁ í hinni miklu mannþyrpingu á Arnarhóli í fyrradág, sem fékk tileini til umhugsunar. Ræður fulltrúa verkalýðsfélaganna og Alþýðuflokkanna frá Norður- löndum voru skýrar og ákveðn ar. Ásamt Rauðhólaræðu norska fulltrúans Magnus Nilssen stórþingsforseta eru þær fullar sönnur um störf og stefnu verkalýðshreyfingarinn- ar og Alþýðuflokkanna þar. Því er í eitt skipti fyrir öll slegið föstu af þessum fulltrúum, fr.ammi fyrir mörgum þúsund- um athugulla áheyrenda í Reykjavík, að stefna og starfs- aðferðir verkalýðsfélaganna og Alþýðuflokkanna á Norður- löndum er alveg nákvæmlega hin sama og Alþýðuflokksins hér á íslandi. Þar er ekki nokk- ur minnsti munur á. Á þessum tímum einræðis og kúgunar lýsir barátta Alþýðu- flokkanna fyrir frelsi og menn- ingu eins og skær viti í niða næturmyrkri. Hér hjá okkur hefir baráttu Alþýðuflokksins frá fyrstu tíð, eins og baráttu annarra Alþýðu- flokka á Norðurlöndum, verið eingöngu beint að því að efla fjárhagslegt, menningarlegt og félagslegt sjálfstæði alþýðunn- ar. Alþýðuflokknum hefir orðið mikið ágengt á skömmum tíma, þrátt fyrir andstöðu' íhaldsins og klofningsstarfsemi kommún- ista, sem í seinni tíð eru að reyna að svíkja sig inn á alþýð- una undir hinu falska nafni: „Sameiningarflokkur alþýðu“, eða „Sósíalistaflokkurinn“. Sá flokkur ætti að réttu lagi að heita: Sundrungarflokkurinn, • því að öll barátta flokksins hníg- ur að því að sundra alþýðunni. Gæti hann ekki stundað þá iðju ákafar, þó að hann væri laun- aður til þess af íhaldinu. Bæði andstaða íhaldsins gegn Alþýðuflokknum og sundrung- arstarfsemi kommúnista hefir að nokkru leyti verið byggð á þeirri fjarstæðu, að Alþýðu- flokkurinn hér hagaði stefnu sinni og störfum öðruvísi en bræðraflokkarnir annars staðar á Norðurlöndum. Með heimsókn og yfirlýsingum hinna merku fulltrúa þaðan er þessi kórvilla kvéðin alveg niður, Kommúnistar vita ekkert hvernig þeir eiga að snúa sér út úr þessu. Ósannindi þeirra og f alsanir um Alþýðuflokkinn annars vegar og þeirra eigin störf hins vegar eru algerlega afhjúpuð. í vandræðum sínum Ijúga þeir því upp einn daginn, að heimsóknir dönsku fulltrú- anna standi í svívirðilegu sam- bandi við heimsókn þýzku kaf- Saivina Alnýðiflokkaina gerir lorræna samvinnu rannverolega. —— ♦---- Ræða Hedtoft - Hansens, fólksþmgmanns og formanns danska Alþýðuflokksins, á Arnarhóli. HÉR FER á EFTIR ræ'ða Hed- toft-Hansen, formanns danska Alþýðuflokksins, á Amar- hóli í fyrrakvöld. Hedtoft-Hansen hóf ræðu sína á því að þakka fyrir, það tæki- færi, sem honum hefði gefizt til þess að kynnast verkalýðshreyf- ingunni á Islandi. Hann sagði: Sköpum raunveralega sam- vinnu. I Evrópu er um þessar mundir svo margt, sem skilur þjóðimar og hindrar skynsamlega sam- vinnu þeirra, að alla möguleika fyrir nánari samvinnu þeirra þjóða^ sem em skyldar að menn- ingu og stjómmálalegu skipulagi, verður að nota út í æsar. Út frá þessu sjónarmiði séð má segja, að samvinna Norðurlanda sé miklu þýðingarmeiri nú en hún hefir verið. Hingað til hefir bátanna. Síðar, þegar þeir eru orðnir sér til stórskammar út af þessu, láta þeir þennan auð- virðilega landráðaróg niður falla og skýra frá heimsókn þeirra í almennum fréttum. Eftir fundinn í fyrrad. virðast þeir hafa gefizt upp í bili að minnsta kosti við það að reyna að telja mönnum trú um, að Al- þýðuflokkurinn í Danmörku hafi aðra stefnu en Alþýðu- flokkurinn á íslandi, og raunar viðurkenna þeir, að barátta þessara flokka sé nákvæmlega hin sama. Þeir segja í blaði sínu í gær, að hin snjalla ræða, sem Hedtoft-Hansén, formaður Al- þýðuflokksins danska, hélt á Arnarhóli, hafi verið eins og samin af Stefáni Jóh. Stefáns- syni. Betri viðurkenningu um hina sameiginlegu baráttu Al- þýðuflokksins á íslandi og á Norðurlöndum gátu kommún- istar ekki gefið, en þar með hafa þeir sjálfir afhjúpað sig sem svikara. Morgunblaðið í gær er með smáhnútur til Alþýðuflokksins út af fundinum og læzt ekki vita hvers vegna hafi verið til hans stofnað. Gefur blaðið helzt í skyn, að það sé ætlunin að fara að láta útlendinga ráða baráttu verkalýðsfélaganna og stefnu Alþýðuflokksins. Slíkt verður vitanlega aldrei meðan Alþýðu- flokkurinn má um það ráða. Eina hættan á að verkalýðssam- tökin komist undir erlend yfir- ráð er sú, að Sjálfstæðisflokk- urinn haldi áfram að vinna með kommúnistum í verkalýðsfélög- unum þannig, að þeir nái þar völdum og meðtaki línurnar frá Moskva. Og um Alþýðuflokkinn er það vitað, að hann hefir sína ákveðnu stefnuskrá, sem er fyrst og fremst miðuð við fram- kvæmd jafnaðarstefnunnar á íslandi. Frá hinum ágætu gest- um frá Norðurlöndum stafar sjálfstæði verkalýðsins á íslandi sízt hætta. Þvert á móti geta verkalýðssamtökin mikið lært af þeim um það, hvernig þau eigi að varðveita einingu sína og sjálfstæði, þannig að samtök- in geti orðið alþýðunni að sem allra beztu gagni í lífsbaráttu hennar. * þessi samvinna verið lítið meira en nafnið tómt, en hennar er þó þörf. Við skulum því innanverka- lýðshreyfingarinnar, byrja á þvi að gera þessa samvinnu svo raunhæfa sem unnt er. Því næst lýsti ræðumaðurinn í fáurn orðum danskri pólitík og þeim vandamálum, sem næst lægi að leysa. f atvinnulífi Dana er landbúnaðurinn jafn, þýðingar- mikill og fiskveiðarnar íslending- um. Heimskreppan og hervæð- ingin hefir á síðustu tíu árurn valdið fáheyrðum erfiðleikum. Þegar Evrópa tók að fylgja þeirri heimskulegu pólitík, „að taka fallbyssur fram yfir smjör“, þá kom það mjög illa við Dan- mörku. Útflutningur Dana nam árið 1929 um 1700 milljónum króna, en lækkaði niður í 1100 milljónir árið 1932. Maður þarf ekki að vera hagfræðingur til þess að skilja, hvílíkum geysi- örðugleikum þetta hefir valdið, ekki einungis hinni dönsku bændastétt, heldur öllum alrnenn- ingi í Danmörku. Atvinnuleysi’ð varð stöðugt meira og meira, og mest var það í janúarmánuði 1933, en þá var það 43,5°/o, þ. e. a. s. nærri því annar hver verkamaður í Danmörku var at- vinnulaus. Starf A’lþýðuflokksins í Dan- mörku,' Ef maður ætlar að dærna um það, hvað danska stjórnin hefir gert á þessurn árum, verður að taka til athugunar þá örð- trgleika, sem hafa steðjað utan að og ég hefi nú nefnt. Stjómin, sem eins og kunnugt er, er skip- uð fulltrúum róttæka vinstri flokksins, sem er , frjálslyndur lýðræðisflokkur, en ekki sósíalist- iskur, og danska Alþýðuflokks- ins, og hefir verið undir leið- Sogn Staunings forsætisráðherra, hefir komið á hjá sér stórkost- legri kreppulöggjöf með góðum árangri. Það vinnzt ekki tími til jþess í kvöld, að lýsa í einstök- urn atriðum því, sem þessi lög- gjöf hefir komið til leiðar, en ég skal nefna það helzta. Atvinnu- leysið hefir minnkað, svo að núna eru færri atvinnulausir en árið 1929, en það er bezta árið, sem kornið hefir yfir danskt at- vinnulíf eftir stríð. Landbúnaðar- afurðirnar hafa verið hæjkkaðar í verði, og nemur nú útflutn- ingsverðmæti landbúnaðarafurða meim en árið 1929. Þetta getur nú allt saman verið gott og blessað, munu menn má- ske segja. En hvemig hefir farið um launakjör verkalýðsins og hina félagslegu umbótalöggjöf? Einræðisríkin hafa reyndar Hka út rýmt atvinnuleysinu, en þau hafa aftur á rnóti hervæðzt, afnumið bæði persónufrelsi og trúfrelsi, skorið niður launin og eyðilagt þjóðfélagslega umbótalöggjöf. 1 Danmörku hefir ekkert af þessu skeð. Laúnakjörin hafa verið bætt, hin þjóðfélagslega um bótalöggjöf hefir líka verið bætt, og hinir fátæku finna og játa, að stefna Alþýðuflokkanna bygg- ist á mannúð og samúð. Skatta- lögin hafa verið samin með til- Íi'ti til þess, að þar eigi að taka, sem eitthvað er til. Skattalögin em samin eftir grundvallarlög- málum lýðræðisins, og menntun alþýðunnar hefir verið bætt með lýðháskólum. Meðan einræðis- stefnumar hafa farið sigrandi um álfuna, höfum við breytt þjóð- skipula,gi okkar í lýðræðisform. Eins og kunnugt er, heppnaðist okkur ekki við síðustu kosningar að korna á hinni nýju stjómar- skrá, sem hefði afnumið hin síð- ustu pólitísku forréttindi og veitt unga fólkinu kosningarrétt, en þar sem þetta mál er nú komið á dagskrá, þá verður það áreið- lanlega leyst í fylling tímans. Aðstaðan út á við. Hvað utanríkispólitíkinni viðvík ur, þá höfum við lært það af reynslunni, hvernig fer fyrir smá- þjóðunum, sem fylgja hinni grimmúðlegu stórveldastefnu, og haldið áfram hlutleysispólitík okkar, sem nú er orðin sameig- inleg á öllum Norðurlöndunium. Á sama hátt á að líta á ekki- árásarsamning þann, sem nú hef- ir verið gerður við Þýzkaland. Allar tilraunir, sem gerðar eru til þess að leggja þetta, sem samþykkt var af hinum fjórum stóm flokkum í þinginu, út á ■ánnan hátt, er marklaust fálrn út í loftið. Þessa faunhæfu stefnuskrá höf- urn við haft í Danmörku. Við hvprjar kosningar höfum við auk- ið atkvæðatölur okkar. Þó heppn- aðist ándstæðingum okkar með lýðskrumi við síðustu kosningar : áð hindra það, að við bættum við atkvæðatölu okkar. Við urð- um að sætta okkur við að tapa 30,000 atkvæðum. Þó vitum við, að þetta er aðeins stundarél. Okk ar flökkur er stærsti flokkurinn í landinu. Á bak við okkur stóðu við síðustu kosningar 43°/o þeirra manna, sem greiddu atkvæði við þjóðþingskosningamar, og það er óhætt að segja, að danski Al- þýðuflokkurinn sé mergurinn í danska lýðræðinu. Andstæðingar okkar eru klofnir. Það em svo að segja allar stefnur frá íhalds- mönnum til nazista og kommún- ista, og þeir eru aðeins sam- mála urn eitt, sem er fremur ó- frjótt: að skemma stjórnina og saka hana urn allt, sern aflaga fer nrilli himins og jarðar. En aftur á móti eru þeir sammála um allt annað og geta engar athugasemdir gert við hina já- kvæðu pólitík okkar. Ofbeldisstefnurnar: nazismi og kommúnismi. Mönnum em kunnir hinir póli- tisku flokkar í Danmörku, en það mætti máske segja örfá orð um þær öfgastefnur, sem á síð- ustu tímum hafa vakið töluverða eftirtekt. Um danska nazismann er það að segja, að það hefir máske áður verið til fólk, sem áleit, að sú stefna ætti eitthvert erindi. Eftir að þetta fólk hefir nú feiígið fulltrúa í ríkisþinginu, em ekki margir eftir, sem taka stefnuna alvarlega. Hún hefir svift af sér sau'ðargærunni og kemur þá í ljós, að þetta er hlægileg eftirherma þýzka naz- ismans. Þeir þjást af foringja- dýrkun, emkenningsbúningaæöi og heil-kveðjum, en þeir hafa enga stefnu og eru sneyddir raun hæfri pólitískri hugsun. Um dánskan kommúnisma er hasgt að segja hið sama, að hann er auðsætt kreppufyrirbrigði, og Úlvera kommúnistaflokksins bygg ist alveg á atvinnuleysinu. Fylgi hans minnkar, þegar atvinnuleysið minnkar og fylgi hans vex, þegar atvinnuleysið vex. Áður fyrr svívirtu kommúnist- ar Alþýðuflokksmenn fyrir að vera sósíalfasistar og auðvalds- bullur. Nú eru þeir hættir þvi. Eftir skipun frá Moskva prédika þeir nú stöðugt samfylkingu. 1 innanríkismálum reka þeir yfir- boðspólitík í endurbótamálum, og í utanríkismálum boða þeir sam- vinnu við Moskva. Já, félagar, fleiri útskýringar á þessum flokki eru varla nauðsynlegar. Þið þekk ið líka þessa pilta hérna hjá ykk- ur. Ég hefi nefnilega komizt að því, að blaðsnepill kommúnist- anna hérna hafi skýrt frá því, að þýzku kafbátamir, sem vom hér, hafi kornið hingað í þeim tilgangi að staðfesta vináttu okk- ar Staunings við HitlerH Það eru til svo heimskulegar ásakanir, að þ'ær hitta fyrst og harðast þann, sem varpar þeirn fram! Ég þori að fullyrða, að hið íslenzka komm únistablað er orurselt þessari sök. Kveðja frá dönskum flokks- bræðrum. Með þessum orðum ber ég ykk- ur kveöju danskra Alþýðuflokks- manna. Ég er ekki bókmennta- fræðingur og vantar því skilyrði til þess að geta að fullu og öllu metið kraftinn og fegurðina í ís- lenzku sögunum, sem venjulega er umræðuefni útlendinga, þegar þeir tala um hið fagra og sögu- ríka land ykkar. En þessar sög- ur fjalla allar um það Island, sem var. 1 dag höfum við einn- ig áhuga á íslandi, eins og það er. Ég hefi á þessum stutta tínía, sem ég hefi verið hér, fengið góða hugmynd um íslenzka al- þýðuhreyfingu. Hin sterka tryggð ykkar við hugsjónir lýðræðisins, hin Jtröf iuga frávísun ykkar á öll- um tilraunum til samvinnu við einræðisstefnurnar og vilji ykk- ar til þess að reka raunhæfa pólitík. Allt eru þetta einkenni, sem þið hafið sameiginleg með hinni sterku, lýðræðissinnuðu verkalýðshreyfingu í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Allt þetta hefir sannfært mig urn, að íslenzki Alþýðuflokkurinn hef- ír í ölluin atriðum sömu stefnu og hinir Alþýðuflokkamir á Norð- urlöndum. Ég var svo hamingju- samur að þekkja hinn mikla leið- toga ykkar, Jón heitinn Bald- vinsson. Hann heimsótti okkur alltaf í Kaupmannahöfn og gaf okkur gott tækifæri til að fylgj- ast með þróuninni hér. Jón Bald- vinsson var bæði sósialisti og lýðræðissinni, og ég veit, að hann óskaði þess að halda við og auka þá samvinnu, sem verið hefir um áraraðir milli íslenzka Alþýðu- flokksins og AlþýÖuflokkanna á hinum Norðurlöndunum. - Stefna Jóns Baldvinssonar. Dvöl mín hér á landi og sam- ræður mínar við félaga mína í alþýðuhreyfingunni hafa staðfest það hugboð mitt, að hugsjónir Jóns Baldvinssonar lifa í ís- ienzkri alþýðuhreyfingu. Ég hefi þess vegna þá trú, að mikil og glæsileg framtíð bíði íslenzkrar alþý'ðuhreyfingar, ef hún hefir þessar hugsjónir í heiðri. Hví- líka framtíð getur ekki alþýðu- hreyfingin átt í landi, sem er svo auöugt að möguleikum sem ísland! Við getum verið sammála um það, að jafnvel þótt á mangan hátt sé dimmt yfir Evrópu um þessar mundir, þar sein beitt er harðstjóm og ofbeldi og þar sem miðaldaskoðanir eru ríkjandi, þá skulum við á Norðurlöndum sam- eina kraftana, hver þjó'ð í sínu landi, um þai^ að vemda og styrkja þaö lýðræði, sem er nauðsynlegt skilyrði fyrir fram- kvæmd hins sameiginlega áhuga- máls okkar, sósíalismans. Margir félagar okkar í stóru löndunum hafa láti'ð lífið fyrir hugsjónir okkar. Það getur verið mikils- vert að deyja fyrir hugsjónir, en fyrir komandi kynslóðir get- ur það verið jafnmikilsvert að fá a'ð lifa og starfa fyrir þær. Auk hetjuskapar þess, sem sýndur er á vígvellinum, og oft er meir og minna blekking, er til annar hetjuskapur, sá hetju- skapur, sem birtist í viljafestu og þolgæði við dagleg störf. Við höfum allir þörf á þeim hetju- skap við dagleg störf, það á við bæði urn einstaklinginn og heild- ina. Ég hefi komizt að raun um, að þessi afstaða einkennir al- þýðuhreyfinguna á íslandi, og ég óska henni allra heilla í störfum og sigmm framtíðarinnar. Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjó- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð ís- lands, sími 1540. BifreiðastBð Akureyrar. VIRGINIA CIGARETTUR 2 O STK. PAKKINN KOS KR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.