Alþýðublaðið - 29.07.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.07.1939, Blaðsíða 2
LAUGABDAG 29. JÚLÍ 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ H. C.ANDERSEN — Hann er ókurteis, sagði prinsessan, en þegar hún hafði gengið stundarkorn, þá heyrðist bjölluhljómurinn: ,,Ach, du lieber Augustin." — Heyrið mig, sagði prinsessan, — spyrjið hann, hvort hann vilji ekki fá koss hjá einni af hirðmeyjum mínum. — Nei, sagði svínahirðirinn. — Annaðhvort fæ ég tíu kossa hjá prinsessunni eða ég held pottinum. — En hvað það er leiðinlegt, sagði prinsessan, — en þá verðið þið líka að standa í kring- um mig, svo að enginn sjái það. Og hirðmeyjarnar röðuðu sér í kringum hana og breiddu út kjólana sína, og hún kyssti svínahirðinn tíu kossa og fékk pottinn. Maðurínn — sem hvarf. Þessi óvenjulega skemmtilega skáldsaga er skrifuð af 6 þekktustu skáldsagna- héfundum Bandaríkjanna, eftir hug- mynd Franklin D. Roosevelts Banda- ■ " ríkjaforseta. Kastmr 2 krónur. — Fæst í Afgreiðslu Alþýðublaðsins. Oeri við saumavélar, allskeit- ar heimilisvélar eg skrár. H. Sandholt, Mapparstíg 11. sími 2635. Til leigu herbergi. Aðgangur að síma. Pétur M. Bjarnason, Vesturg. 17. UMRÆÐUEFNI Grein frá Markúsi bónda á Svartagili í Þingvallasveit um konuna í barnsnauð og flutninginn á henni til Reykjavíkur. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU SAGAN um stúlkuna frá Svartagili gengur enn manna á milli. Ég skýrði nýlega frá henni — og hefir Markús bóndi Jónsson á Svartagili nú sent mér heila grein um málið frá sínu sjón- armiði, sem ég sé mér ekki fært að neita, enda ber hann sjálfur á- byrgð á greininni. Grein sína kall- ar hann: „Sannleikurinn er sagna beztur.“ Fer hún hér orðrétt á eftir: „í 166. tölublaði Alþýðublaðsins minnizt þér á atburð þann, sem gjörðist á Þingvöllum þann 9. þ. m., er þér svo nefnið, er kona ól barn í bifreið á leið austan úr Þing- vallasveit til Reykjavíkur, en þar sem atburður þessi er mjög úr lagi færður í téðri grein ■— og gefur ranga hugmynd um atburðinn sjálfan og tildrög til hans, þá sé ég mig neyddan til að biðja yður að birta eftirfarandi leiðréttingu:“ „SUNNUDAGINN 9. þ. m. veikt- DAGSINS. vel stæði á, að hér væri staddur sex manna bíll frá Steindóri — og bað ég hann að hringja Steindór upp og vita, hvort bíllinn væri fá- anlegur. Bílstjórinn kom aftur að vörmu spori og kvað bílinn vel- kominn gegn 30 króna gjaldi kont- ant, en það væri ófrávíkjanlegt skilyrði, að bíllinn væri greiddur þegar í stað.“ „Nú var mér kunnugt um, að konan hafði ekki hinar 30 krónur handbærar, en hins vegar hafði hún í höndunum ávísun á áreiðan- lega greiðslu á nokkurri frjáhæð, er skyldi greiðast innan fárra daga, og ætlaði frú Helga Níels- dóttir að innheimta peningana fyr- ir hennar hönd. Ég tjáði því bif- reiðarstjóranum hið sanna, en hann kvað, að þá yrði að koma formleg beiðni frá frú Helgu. Mig setti hljóðan yfir kröfum Stein- dórs, og mér flaug í hug hið gull- fallega kvæði: „Sveinn og Kópur“.“ „ÉG HEFI NÚ að vísu, því mið- ur, oft orðið þess var, að líf um- komulítilla fátæklinga er ekki met- ið dýru verði. En þó hefi ég ekki rekið mig á það fyrr, hvorki utan- lands né innanlands, að þegar maður er í lífsháska staddur. og ist umrædd kona mjög skyndilega — og bað hún mig að fara til Þingvalla og útvega sér bifreið til Reykjavíkur, því að hún myndi fæða barn mjög bráðlega. Ég lét því ná í hest í skyndi og hraðaði ferð minni sem mest ég mátti til Þingvalla. Var fyrst ætlun mín að síma til Reykjavíkur og fá þaðan bíl, því að konan hafði tryggt sér ákveðinn bíl, og átti hann að koma næsta dag. Ég breytti þó þessari ákvörðun fljótlega og ákvað að reyna að fá bíl á Þingvöllum.“ „MÉR VAR KUNNUGT um, að Jón Guðmundsson gistihússeigandi í Valhöll hafði bifreið til umráða og leitaði því fýrst til hans, og brá hann skjótt við og náði í bifreiðar- stjóra sinn — og bað hann að keyra upp að Svartagili sem greið- ast og taka hina sjúku konu og aka henni til Reykjavíkur. Bif- reiðarstjórinn kvað það sjálfsagt, en benti hins vegar á, að bifreið sín væri óheppileg til slíkra flutn- inga, þar sem hún væri svo lítil, og sérstaklega, ,ef hugsanlegt værí, að konan fæddi á leiðinni. Við féllumst strax á athugasemd bif- reiðareiganda, og sáum, að þær voru skynsamlegar og á fullum rökum byggðar. Stakk Jón Guð- mundsson þá upp á því, hvort ekki mætti flytja konuna í áætlunarbíl, ef hún væri sótt upp eftir í téð- um bíl, en ég aftók það með öllu. Samt hafði ég tal af bifreiðarstjóra áætlunarbílsins, og var hann mér sammála um, að ekki væri forsvar- anlegt að flytja konuna með al- menningsbíl fullum af fólki, en hann tjáði mér hins vegar, að svo einhver hefir aðstöðu til að bjarga — þá hafi hann spurt, getur þú greitt svo og svo stóra fjárhæð, ef ekki, þá getur þú verið þar sem þú ert. I þessu tilfelli voru að mínu áliti 2 mannslíf í veði, sem Stein- dór hafði aðstöðu til að bjarga, en peningarnir virtust vera aðalatrið- ið, í þessu tilfelli að minnsta kosti. f þessum svifum víkur sér að mér ungur maður, sem ég þekkti ekki. Hafði hann hlýtt á samtal okkar, og bauðst hann til að útvega mér bíl samstundis. Ég þáði auðvitað boð hins unga, óþekkta manns — og fórum við út úr Valhöll, og stóð bíllinn þar fullskipaður fólki. Tal- aði hann nokkur orð við bílstjór- ann, og var hann strax fús til að takast á hendur að flytja konuna til Reykjavíkur. Bað hann sam- ferðafólk sitt að stíga út úr bílnum, og bíða unz hann kæmi til baka, og var það þess alfúst. í þessum svifum mættum við Ásu ljósmóður (Sólheimum), og spurði ég hana, hvort hún væri ekki fáanleg til að koma með í bílnum upp að Svarta- gili. Tjáði ég henni alla mála- vexti. Hún færðist undan því, — kvaðst vera hér í sumarfríi og ekki hafa nein áhöld meðferðis, og innti ég ekki frekar eftir því.“ „BAUÐ Jón Guðmundsson mér nú að láta mig fá hjúkrunarkonu til aðstoðar hinni sjúku konu, og tók ég því með þökkum. Var nú ekið eins hratt og kostur var á að Svartagili. Hinni sjúku konu hafði nokkuð elnað sóttih, og auð- séð var, að hún mundi fæða áður en langt liði. Var nú höfð stutt viðdvöl í Svartagili; konan tekin í bílinn og ekið af stað. Fylgdist ég með bílnum og var konunni til aðstoðar, þar til við komum niður í Almannagjá, en þar beið kona sú, frú Hrefna Jónsdóttir, er fylgj- ast átti með hinni sjúku til Reykjavíkur. Fór ég þar úr bíln- um og fór niður í Valhöll og hringdi til frú Helgu Níelsdóttur, og bað hana að vera viðbúna að veita konunni móttöku." „HVAÐ síðar gerðist, mun vera rétt frá skýrt, og sé ég ekki ástæðu til að endurtaka það. En hvað við- víkur frásögn hr. Vilhjálms Þórðar- sonar um þremenningana frá Heiðarbæ og kvöldmáltíð Steindórs — er þessu máli óviðkomandi. Og þótt Steindór hafi seinna séð sig um hönd, kom hinni fæðandi konu ekki til góða. Ég vil svo að endingu þakka öllum, er greiddu götu hinn- ar sjúku konu og minnast orðanna: „Hvað þér gjörið einum af mín- um minnstu bræðrum, það hafið þér mér gjört“. Með þökk fyrir birtinguna. Svartagili. 27. júlí 1939. Markús Jónsson.“ " gaom gwsai ^ Eins og menn muna, hefir Stein- dór mótmælt því, að hann hafi gef- ið nokkrar fyrirskipanir um að heimta gjald fyrir bílinn — og Markús getur ekkert um bílinn, sem Steindór sendi, en kom að Valhöll, eftir að stúlkan var farin. Enda tekur M. J. það fram, að um það mál viti hann ekkert. Hannes á horninu. Hraðferðir Steindðrs tll Akureyrar um Akranes erus Frá Reykjavík; Alla mánud., miðvikud. og féskiíl. Frá Akureyri; Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á bif- reiðastöð Oddeyrar, simi 260. M.s. Fagranes annast sjéleiðlna. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Bifrelðastðð Steindérs Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. QHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bonnty. 32. * Karl ísfeld íslenzkaði. kjöti hafði verið saltað niður, og við höfðum fengið miklar birgðir af yamsrótum. Aðeins Bligh vissi, hvenær átti að leggja af stað, en það var öllum ljóst, að ekki gat verið langt að bíða. Ég skal fuslega kannast við það, að mig langaði ekki sér- lega mikið til þess að fara frá Tahiti. Enginn hefði getað búið hjá svo vingjarnlegum gestgjafa sem Hitihiti var, án þess að fyllast aðdáun á gamla manninum og fjölskyldu hans. Mála- nám mit£ vakti meir og meir áhuga minn með hverjum deg- inum sem leið. Ég gat nú orðið talað málið nokkumveginn reiprennandi, enda þótt ég þyrfti heilt ár til þess að nema málið til fullnustu. Orðasafn mitt var nú fullbúið, og ég hafði leiðrétt það smám saman, þegar ég fann villur. Ég var einnig langt kominn með málfræðina. Ég lifði rólegu og áhyggjulausu lífi, og starf mitt var skemmtilegt, og það var því ekki undar- legt, að ég hugsaði ekki oft heim til gamla Englaiids. Ef ég hefði ekki átt móður á lífi, þá hefði ég gjarnan viljað lifa þessu villimannah'fi áfram. Og hefði ég átt von á því, að annað skip kæmi til Tahiti eftir hálft eða heilt ár, hefði ég beðið Bligh að lofa mér að verða eftir, til þess að ljúka starfi mínu. Christian var ekki, fremur en ég, hrifinn af því, að þurfa að fara. Hann elskaði Maimiti, og ég vissi, að honum féll afar- þungt að þurfa að skiljast við hana. Stewart elskaði líka sína kærustu af heilum huga. Young átti vinkonu, sem hét Taurua, sem er nafn Tahitibúa á kvöldstjörnunni. Stewart nefndi unnustu sína Peggy. Hún var dóttir höfðingja eins á Norður- eynni og elskaði Stewart heitt. Einum eða tveimur dögum, áðu'r en Bounty lagði af stað, komu Christian, Young og Stewart, til þess að heílsa mér. Alexander Smith var með þeim. Hann hafði eignazt kærustu, sem var af óæðri stéttinni. Það var lítil, dökkhærð fjörleg stúlka, Skipsfélagar mínir höfðu nú dvalið svo lengi á Tahiti og haft svo mikið saman við hina innfæddu að sælda, að margir þeirra gátu gert sig skiljanlega á máli hinna innfæddu. — Stewart talaði málið furðanlega vel. Young var of frámtaks- laus og Smith alltof hreinræktaður Breti til þess að geta lært framandi tungu. Smith áleit, eins og margir sjómenn, að ef enska væri töluð nógu hægt og skýrt, hlytu allir að skilja hana. Þegar gestir mínir frá Bounty nálguðust húsið, vissi ég strax, að Christian hafði fregnir að færa mér. Samt sem áður hafði hann kynnzt Tahitibúum nóg til þess, að hann hafði lært sumar kurteisisvenjur þeirra, þar á meðal þá, að láta góða stund líða, áður en érindi er borið upp. Maimti heilsaði elskhuga sínum innilega, og Hitihiti breiddi út teppi handa okkur í skugganum. Hann gaf strax skipun um, að sækja kókoshnetur, svo að við gætum fengið eitthvað að drekka. Gestgjafi minn hafði beðið mig um, að láta smíða líkan af stóra skipsbátnum okkar, sem hann var mjög hrifinn af. Hann áleit, að ef hann hefði slíkt líkan, þá gæti hann látið smíða sér bát, sem væri eins. Ég hafði sagt honum, hvernig ætti að Ijgygja borðin. Ég hafði fengið Smith til þess að smíða líkanið, og hann hafði lokið því á tæpri viku. Hann gekk á eftir hinum í fylgd með Balhadi, sem bar líkanið á öxlinni. Hitihiti ljómaði í framan, þegar hann sá líkanið. — Nú get ég látið smíða mér skip, sagði hann við mig á máli Tahitibúa. — Þú hefir staðið við orð þín, og ég er mjög glaður. Smith fékk Hitihiti líkanið, en gestgjafi minn gaf óðara skipun um, að sækja tvo feita grísi. — Þér eigið að fá þá, Smith, sagði ég, en félagi minn hristi höfuðið. — Það er tilgangslaust, sagði hann. — Bligh skipstjóri lofar mér ekki að halda grísunum. En ef gamli höfðinginn vill gefa mér grís, þá getum við, ég og unnustan, steikt hann og borðað strax. Hitihiti brosti og sagði, að Smith mætti fara með þjónum sínum og velja feitasta grísinn, sem hann fyndi. Nokkrum mínútum seinna gekk hann fram hjá okkur við hlið unnustu sinnar, með rýtandi grís undir handleggnum. Svo hurfu þau í skógarkjarrið rétt hjá ströndinni. Svo sáum við reykjarstrók stíga yfir trjátoppana. Ég hygg, að lagaákvæðið, sem bannar konum að snæða með karlmönnum á Tahiti, hafi verið brotið þetta kvöld. Við lágum í skugganum og drukkum hina gómsætu kókos- mjólk. Við þvöðruðum við stúlkumar, og nú leit Christian á mig: — Ég hefi fréttir að færa yður, Byam, sagði hann. -— Við vindum upp segl næstkomandi laugardag. Bligh skipstjóri hefir gefið skipun um, að þér komið um borð á föstudagskvöld. Maimiti leit hrygg á mig, eins og hún skildi hvert orð, greip því næst um hönd elskhuga síns og þrýsti hana fast. Það er ömurlegt fyrir mig að minnsta kosti, sagði Christian. — Mér hefir liðið vel hér. — Mér líka, bætir Stewart við og leit á Peggy. Young geispaði. — Ég er ekki viðkvæmur, sagði hann. — Taurorua litla f»r sér fljótt annan mann, sér til dægrastytt-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.