Alþýðublaðið - 29.07.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.07.1939, Blaðsíða 3
LAUGARDAG 29. JÚLÍ 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hana: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritgtjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021: Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Að tyggja upp á rnssaesku. IIIN siðlausa framkoma komm -*■•*■ únista undanfarna daga í sambandi við heimsókn Staun- ings og komu hinna dönsku, norsku og sænsku fulltrúa hing- að á fyrsta fulltrúafundinn, sem Alþýðuflokkamir og verkalýðs- samtökin á Norðurlöndum hafa haldið hér á landi, hefir vakið svo almenna fyrirlitningu, að jáfnvef flokksbundnir kommún- istar hafa ekki treyst sér til þess að mæla henni nokkra bót. Stauning og hinir dönsku Ai- þýöuflokksfulltrúar voru ekki einu sinni komnir hingað, þegar blað kommúnista byrjaði á þeim smekklegu dylgjum, að hann og Hedtoft-Hansen kæmu hingað raunverulega í erindum þýzku nazistastjórnarinnar og það væri engin tilviljun, að þeir kæmu hingað um leið og hinir þýzku kafbátar! Hedtoft-Hansen svaraði þessum fíflalegu aðdróttunum örfáum hógværam orðum í riæðu sinni á fundi Alþýðuflokksins á Arnarhóli síðastiiðið þriðjudags- kvöld í sambandi við nokkur orð, sem hann lét falla um starfsemi kommúnista í Danmörku. Hann sagði: „Þið þekkið líka þessa pilta heima hjá ykkur. Ég hefi nefnilega komizt að því, að blað- snepill kommúnistanna hémahafi skýrt frá því, að þýzku kafbát- arnir, sem voru hér, hafi komið í þeim tilgangi að staðfesta vin- áttu okkar Staunings við Hitler! I’að eru til svo heimskulegar á- sakanir, að þær hitta fyrst og liatðast þann, sem varpar þeim frain. Ég þori að fullyrða að hið íslenzka kommúnistablað er ofurselt þessari sök“. Út af þessari maklegu en hóg- væru ráðningu stökk kommúnista blaðið á ný upp á nef sér og bar nú Hedtoft-Hansen, að vísu ekki lengur þýzkan erindisrekst- 'ur, en í stað þess „stórdanskan hugsunarhátt" á brýn og taldi hann hafa með ummælum sín- um blandað sér inn í íslenzk mál! En enginn maður með heil- brigðri hugsun mun hafa tekið svo heiinskulega ásökun sem ann að en nýjan vott um hina algera vöntun á velsæmi, sem einkennir alla framkomu kommúnista bæði hér og annars staðar, og allra sízt mun nokkurn hafa órað fyrir því, að það ætti eftir að henda ann- að blað Sjálfstæðisflokksins hér að leggjast svo lágt, að iepja upp þessi strákslegu hrópyrði Moskóvítanna í garð hins danska Alþýðuflokksforingja, sem nú heimsækir Island í fyrsta sinn. En menn læra alltaf eitthvað nýtt. Nú sjá menn það síðan í gær, að velsæmistilfinning Vís- is er ekki mikið meiri en Þjóð- viljans. Hann þykist að vísu ekki vllja „tyggja upp á dönsku". En hann blygðast sín bersýnilega ekkert fyrir það að tyggja upp á rússnesku þær aðdróttanir Moskóvítablaðsins í garð Hed- toft-Hansen, að hann hafi með ræðu sinni á Amarhóli blandað 'sér inn í „pólitískar flokkadeilur í þessu landi“. Og að sjálfsögðu lætur Vísir tækifærið ekki hjá líða til þess að bera Alþýðu- flokknum hér það á brýn, að hann hafi notað sér heimsókn hinna dönsku, norsku og sænsku Alþýðuflokksfulltrúa til þess að „fá erlenda stjómmálamenn til að koma fram á sjónarsviðið og taka afstöðu til íslenzkra flokks- deilna“. En jafnvel þótt Vísir sýni með slíkum ummælum í garð.Alþýðu- flokksins, hvað fyrir honum vakir 'með því að tyggja upp róg komm- únistablaösins um Hedtoft-Han- ’sen, mun enginn Islendingur, sem heldur í heiðri gestrisni og góða sambúð við bræðraþjóðir okkar á Norðurlöndum, telja það sam- rýmanlegt þjóðlegum dyggðum og þjóðlegu velsæmi, að ráðast á svo dólgslegan hátt á hinn við- urkennda danska Alþýðuflokks- foringja fyrir það eitt, að hann hefir með nokkrum hógværam orðum svarað þeim ósæmilegu aðdróttunum, sem hann verður fyrir af kommúnistum, þegar hann stígur hér á land í fyrsta sinn. Siík framkoma mun vera eins- dæmi á Norðurlöndum, ef komm- únistar eru undan skildir, sem hvergi kunna manna siði. Og málstaður Vísis er því verri, sem honum sjálfum er fullkomlega ljóst, hve gersamlega ástæðulaus árás hans er. Því hann segir í lok gieinar sinnar: „! þessu sam- bandi er vert að minna á, að Hedtoft-Hansen er, þegar öllu er á botninn hvolft, áreiðanlega sízt minni Dani, en Stefán Jóhann og félagar hans era góðir íslending- ar“. En ef Vísir segir sannfær- ingu sína í þessum orðum — hvað eiga þá aðdróttanir hans í sambandi við fund AlþýÖuflokks- ins á Amarhóli að þýða? Alþýðuflokkarnir á Norður- löndum era sér þess allir með- vitandi, að þeir eru þjóðlegir flokkar, hver í sínu landi. En það útilokar ekki, að þeir hafi bróðurlega samvinnu í baráttunni fyrir bættum kjörum hins vinn- andi fólks um öll Norðurlönd, heimsæki hverjir aðra og haldi sameiginlega fundi í því skyni. 1 Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, þar sem slíkar heim- sóknir og slíkir fundir eru orðnir svo að segja. vikulegir viðburðir, heimskar enginn sig á því að saka Alþýðuflokkana um vöntun á þjóðlegri hugsunarhætti þess Vegna. En hér á landi er annað aðalblað Sjálfstæðisflokks- ins svo viðkvæmt í þessum efn- um, að það þykist nauðsynlega I u 'a að vernda sjálfstæði þjóðarinnar gegn slíkri „íhlutun um íslenzka flokkapólitík", eins og það kemst áð orði, og það sýnir þessa þjóðlegu viðkvæmni sína með því að lepja upp aum- ustu sorpgreinamar úr blað- snepli þeim, sem haldið er út hér frá Moskva! Póstferðir 29. júlí. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-póstar, Þingvellir, Þrasta- lundur, Hafnarfjörður, Austan- póstur, Grímsness- og Biskups- tungnapóstur, Akranes, Borgar- nes, Stykkishólmspóstur, Norðan- póstur, Álftanesspóstur, Dettifoss til Grimsby og Hamborgar. Til Reykjavíkur: Mosfellssveitar-, Kjalamess-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa-pöstar, Þingvellir, Þrasta- lundur, Hafnarfjörður, Fljótshlíð* arpóstur, Austanpóstur, Akranes, Borgarnes, Álftanesspóstur, Norð- anpóstur, Snæfellsnesspóstut, Stykkishólmspóstur. Náin samvinna Alþýðufiokksins og verkalýðsfélaganna knýjandi nauðsyn. ----+--- Án hennar hefðu sigrarnir ekki unnizt i Dan- mörku, sagði Ernst Berg i ræðu sinni á Arnarhóli. HÉR fex á eftir ræða Ernst Berg, ritara danska Alþýðu- sambandsins, á fundi Alþýðu- flokksins á Arnarhóli síðast liðið þriðjudagskvöld: „íslenzkir verkamenn, félagar! Ég færi ykkur hjartanlegustu jafnaðarmannakveðju frá hinum félagsbundna danska verkalýð. ■Tvær orsakir liggja til þess, að við Hedtoft-Hansen komum til Jslands. I fyrs-ta lagi sú, að Danir veiia verkalýðshreyfingunni á ís- landi mikla athygli, og hin or- sökin er sú vinátta og það sam- starf, sem ríkir milli Alþýðu- flokksins og Alþýðusambandsins í Danmörku. I föðurlandi okkar höfum við orðið að heyja harða baráttu fyrir því að ná þeim áhrifum, sem við höfum nú. Og við höf- um orðið að heyja baráttuna í sameiningu. Þar sem verkalýðs- hreyfingin hefir ekki lengur neina möguleika til þess að hafa. úrslitaáhrif í hinu mikla tafli heimsstjómmálanna lítumí • við með enn meiri athygli til hinna No rðurían da nna. Við Norðurlandabúar höfum annan hugsiunarhátt en þjóðir ein- ræðisríkjanna. Við viljum ekki vera þrælar, kúgaðir af einræöi fasismans, heldur frjálsar þjóðir, sem ráða ríkjum hver í sínu landi. Einnig þið, íslenzku verka- menn, megið vera vissir um það, að hinn stéttvísi verkalýður heimsins lítur' til ykkar í þeirri von, að þið verðið sterkur þáttur í hinni sósíalistisku verkalýðs- hreyfingu á Norðurlöndum. Þið vitið og eigið að vita það, að máttur verkalýðshreyfingarinnar er kominn undir vilja verkalýðs- ins til þess að rísa upp og heyja í sameiningu sigursæla baráttu. Það er gömul kenning, en ei að síður sönn, að verkalýðurinn verði sjálfur að brjóta af sér okið. Atburðirnir úti 1 heiminum sýna okkur deginum ljósara, að órjúfanleg samtök verfialýðsins era lífsnauðsyn. Þannig er það líka óhjákvæmi- leg nauðsyn (og það er ekki aðeins formsatriði), að verka- lýðshreyfingin og Alþýðuflokkur- inn séu tengd órjúfandi bönd- um. Án þessarar nánu samvinnu þefðum við í Danmörku ekki get- að framkvæmt hið mikla starf dkkar. Flokkurinn viðurkennir, að verkalýðshreyfingin er nauðsyn- legur styrkur í hinni pólitísku baráttu, og við, sem tilheyram verkalýðshreyfingunni, vitum, að aðstaða okkar er komin undir pólitískum áhrifum verkalýðsins. Kringumstæðurnar á íslandi og í Danmörku eru ekkí líkar; en ég álít, að undirstöðuatriðin, sem ég hefi reynt að leggja áherzlu á, séu hin sömu. Verkalýðurinn get- ur aðeins með eigin dugnaði og með einhuga starfi sigrað í baráttunni. Og jafnvel þótt það kunni að kosta harða baráttu hér á Islandi að kenna verkalýðnum þessi einföldu grundvallarsann- indi, þá vonum við í Danmörku, að dagur sigursins muni einnig renna upp hér á landi. Við dáumst að þessu landi, þessari stórkostlegu öfgafullu náttúru. Með brennandi þrá bíð- um við eftir því, að verkalýður ykkar fái þá aítetöðu, sem honum Ernst Berg í ræðustólnum á Arnarhóli. ber. Því að um okkur hér á Norðurlöndum og hina norrænu samvinnu gildir það, að engin festi er sterkari en veikasti lið- urinn. Æskan á íslandi er hraust og karlmannleg, og hún getur orðið brjóstfylking jafnaðarstefnunnar á íslandi. Jafnvel þótt hin atvinnulegu og pólitísku skilyrði séu erfið á okkar tímum, verður að leysa vandamálin markvíst og með hug rekki — og ef til vill einmitt vegna þess, að stórveldin stíga nú hinn brjálaða dauðadans her- væðingarinnar, verðum við Norð- urlandabúar að standa einhuga í baráttunni fyrir því að vernda hinar mikilfenglegu hugsjónir frelsisins og jafnaðarstefnunnar. Með þessu hugarfari ber ég hinum íslenzku félögum kveðju frá hinum skipulagða verkalýð Dana, sem telur hálfa milljón manns og vona, að samvinnan okkar á milli styrkist. Sá dagur hlýtur að koma, og hlýtur að koma fljótt, að verka- lýðurinn á Islandi fái þá aðstöðu, sem honum ber, og noti hana í þágu framtíðarinnar og jafnaðar- stefnunnar á grundvelli lýðræðis- ins.“ félaganna, haldið i Khöfn, iýsir fylgi við lýðræðið. .. ♦-i---- SJö íslenzkar konur sóttu métiö. — ♦------- Samtal við frú Jónínu Jónatansdóttur. \ LÞJÓÐASAMBAND kvenréttindafélag- anna hélt alþjóðlegt mót í Kaupmannahöfn dag- ana 8.—16. júlí, og voru þar mættar um 1500 kon- ur frá samtals 20 löndum. Frá íslandi voru mætt- ar 7 konur, þær frú Jón- ína Jónatansdóttir, frú Að- albjörg Sigurðardóttir, frú Ingibjörg Benediktsdóttir, frú Guðrún Ryden, frú María Knudsen, frú Þóra Vigfúsdóttir og frú Katrín Pálsdóttir, og komu þær s.l. mánudag heim frá Kaupmannahöfn, Hefir Alþýðublaðið náð tali af frfi Jónínu Jónatans- dóttur og spurt hana tíð- inda af mótinu, og fára þær upp- lýsingar, er hún gaf Alþýðublað- inu, hér á eftir. Þessi alþjóðafélagsskapur kvenna var stofnaður, þegar bar- áttan um kosningarétt kvenfólks- ins stóð sem hæst. Nú hefir kvenfólkið að vísu víðast hvar fengið kosningaréttinn, en samt sem áður eru mörg kvenréttinda- mál, sem félagsskapurinn á ó- leyst enn og mun berjast fyrir á komandi áram. Kvenréttindafélag Islands hef- Frú Jónína Jónatansdóttir. ir urn fjöldamörg ár verið þátt- takandi í þessum alþjóðafélags- skap kvenna, og fulltrúarnir, sem nú voru að korna heim af kvenna mótinu, eru allir í Kvenréttinda- félagi Islands og fóra út sem fulltrúar þess. Aðalumræðuefni mótsins aö þessu sinni var það, hvort al- þjóðasamband Kvenréttingafélag- anna ætti að taka afstöðu til pólitískra mála, og segja álit sitt á lýðræði og einræði, og var það í fyrsta skipti, sem rætt hefir verið tun víðtækari málefni, en þau, sem eingöngu snerta sérmál kvenna. Voru umræður um þetta mál mjög fjörugar og skiptust fund- arkonur- i tvo svipaða hópa um það. Svissnesku fulltrúamir vildu að mótið lýsti yfir fullu fylgi sínu við lýðræðið (Sviss er eitt af þeim fáu löndum i Evrópu, sem ekki hefir veitt konum kosn- ingarétt), en þeir ensku vildu aft- ur á móti eingöngu halda sér við sérmál kvenna. Forseti alþjóðasambandsins, Mrs. Corbett Ashby frá Englandi sagði, að ef kvennasambandið v.æri ekki ákveðið með lýðræð- inu, heldur tvístígandi mílli lýð- læðis og einræðis, þá væri fram- tíð þessarar alþjóölegu- kvenna- hteyfingar í yfirvofandi hættu. Atkvæðagreiðslan um þetta fór þanrig aö hollustan við lýðræð- ið sigraði með 138 atkvæðum gegn 108. Annað mál var einnig mikið rætt á mótinu, sem ef til vill er skemmtilegt fyrir karlmennina að heyra um,og það var, hvort kon- umar ættu að leita samvinnu við karlmennina til að koma fram ýmsum réttindamálum kvenna. Voru umræður um þetta mál mjög fjörugar, og að lokum var kamþykkt nær einróma að leita samvinnu við karlmennina. Forseti alþjóðasambandsins var endurkosin Mrs. Corbett Ashby, en jafnframt vora í aðalstjórnina kosnar m. a. tvær frá Danmörku og ein frá Noregi og SvíþjóÖ, og hafa Norðurlöndin tiltölulega mjög marga fuíltrúa í stjórn sam bandsins. Allar umræður á mótinu fóru fram bæði á ensku og frönsku, og urðu því oft nokkuð lang- dregnar, þar sem flytja varð-all- ar ræður tvisvar af þeim ástæð- um. Stóðu fundir alltaf yfir frá ki. 91/2 f. h. til kl. 6 e. h. og stundum lengur, en þá tóku oft- ast nær við veizlur, svo að það var nóg að gera hjá þátttakend- unum þennan tíma, sem mótið stóð yfir. „Islenzku fulltrúunum var kom- ið fyrir hjá ýmsum einstakling- um í Kaupmannahöfn, og voru móttökur þær, sem við fengum í Kaupmannahöfn hinar prýðileg- ustu, og' stöndum við íslenzku konumar í mikilli þakkarskuld við þær dönsku fyrir alla þá velvild og gestrisni, sem okkur var sýnd“, sagði frú Jönina. Flestar íslenzku konumar voru á peysufötum á mótinu. Vöktu búningamir mjög mikla eftirtekt, og sögðu blöðin, að íslenzku kon- urnar bæra, ásamt þeim- ind- versku, sérkennilegustu og skraut- legustu búningana. Þessi för frú Jóninu Jönatans- dóttur til Kaupmannahafnar er sú fyrsta, sem hún hefir farið þangað, og þótt hún sé nú fullra sjötíu ára að aldri, tók hún þátt í öllum fúndum mótsins. Maður fellur Ar reiða og slasast. ÞAÐ slys vildi til laugardags- kvöldjjJS 22. þ. m., að Kristján Þórðarson formaður á vélbátnum Víkingi frá Ólafsvík féll úr reiða niður á þilfar báts- ins, er hann lá við bryggju í Reykjavík. Gekk Kristján úr liði á axl- arlið hægra megin og brákaðist nokkuð. Var hann fluttur í Landsspítalann í Reykjavík og gert að meiðslunum, en síðan var hann fluttur heim til sín. Hefir hann verið rúmfastur síð- an, en engan bata fengið. (FÚ),

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.