Alþýðublaðið - 02.08.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.08.1939, Blaðsíða 4
Mlfí ^IKUDAGINN 2. ágúst 1939 HBSAMLA BlO ISS Hið mikla afrek Bnidog Drammoflds A ðal h lutverk leiku r: John Banymore, John Howord o. fl. Þessi kafli úr sögu Bulldog I Drummonids er sá lang I skemmtilegasti sem hinga'ð I til hefir komið. I I. O. G. T. ST. BLÁFELL nr. 239 & St. FRAMTÍÐIN nr. 173. Fund- ur verður haldinn í Tungu- fellsdal n.k. sunnudag kl. 12. Fara þar fram öll venjuleg fundarstörf. Stúkufélgaar mætist í tjaldstað hjá Brúar- hlöðum kl. 8V2 árdégis. Bílar fara frá Góðtemplarahúsinu í Reykjavík laugardaginn 5. ág. Farseðla sé vitjað á morg- un til Gunnlaugs J. Briem, Austurstræti 14, II. hæð, Sími 1140. Býðnr nokknr betnr Vel verkuð þurrkuð Skðtiihörd á aðeins 50 au. kg. i heilum og hálfum vættum í Saltflskbúðixmi, Hverfisgötu 62. Sími 2098. Barónsstíg 20. líverfisgötu 123. Sími 1456. SAMNINGARNIR í MOSKVA. (Frh. af 1. síðu.) Skýring Ríssa i erffð- leiknm samnfnganna. LONDON í morgun. FÚ. Hin opinbera rússneska fréttastofa í Moskva birti í gær kveldi fregn um það, að órsök þess, að ekki hefði enn tekizt samkomulag milli Breta, Frakka og Rússa, væri skilning- ur sá, sem Bretar vildu leggja í hugtakið „óbeint ofbeldi“ — en ef sá skilningur væri ráðandi við samningagerð, væri þjóð þeirri, sem ofbeldið hefði í frammi, skilin eftir smuga, er þægt væri að skjóta sér gegn um. í fréttinni segir, að ekki sé um það að ræða, hvort gengið sé á réttindi Eystrasaltsríkjanna eða ekki, heldur hitt, hversu hægt sé að koma í veg fyrir ó- beint ofbeldi. - ÍSFIRÐINGAR — VALUR, (Frh. af 1. síðu.) öll mörkin sett. ísfirðingar unnu leikinn fyrst og fremst á dugn- aði sínum, sem virtisj; ódrep- andi. Þeir fara heim ósigraðir — og ‘eiga það skilið. Þeir hafa unnið öll félögin, nema Fram, í þeim leik varð jafntefli. K.R. sigruðu þeir með 3:1, Víking með 5 gegn 2 og Val með 2 gegn 1. Mótinu er að vísu ekki lokið enn, Fram hefir möguleika til að fá jafnmörg stig og ísfirð- ingar, en til þess eru þó litlar líkur. Lesið viðtal við fararstjóra ísfirðinga á íþróttasíðunni í dag. Guðm. Ólafsson, formaður Knattspyrnuráðsins, dæmdi þennan leik með fjórum línu- vörðum og dæmdi ágætlega. Enginn annar fékkst til að taka að sér þetta óvinsæla starf. Melstarakeppni ter fram i kvitld. í kvöld fer fram íslandsmóts- kappleikur milli Fram og Vík- ings. Ef Víkingur vinnur þenn- an leik, þá er hann búinn að vinna mótið. Ef Fram vinnur hins vegar og K.R. á morgun gegn Val, þá standa þau félög jafnt í stigum og verða að keppa aftur til úrslita, en til þessa eru hins vegar litlar líkur. Knattspyrnuráðið samþykkti í gær á fundi sínum að vísa kæru K.R. út af leiknum í fyrra kvöld frá. Kappliðin i kvöld. Víkingur: Edwald Gunnar Skúli Ólafur Brandur Einar Vilb. Steini Björgv. Haukur Iseb. * Þórh. Kalli J. M; Högni J. S. Siggi Halld. Sæm. Gunnar M. Siggi Jónss. Sigurjón Magnús Fram: Berklarannséknir ð Vastfjirðnn. irnmmmm BerklayfirlæbBirinn i hálfs- mánaðarferðalagi. SIGURÐUR SlGURÐSSON berklayfirlæknir fór um mánaðamótin í berklarannsókn- arför til Vestfjarða. Ætlar hann að vera í þessu ferðalagi í rúm- an hálfan mánuð og heimsækja fjölda marga staði. Snemma í sumar fór yfir- læknirinn eins og kunnugt er til Austfjarða og var þá með björgunarskútunni Sæbjörgu. Rannsakaði hann þá mikinn fjölda manna á öllum Aust- fjörðum. Nú er berklayfirlæknirinn hins vegar í bifreið sinni og hef- ir öll rannsóknartæki sín í henni. Er þetta miklu erfiðari aðstaða til rannsóknanna en í Kofflfflúnistar flýja í faðm laganna! KJMMÚNISTAR, sem ekki vildu beygja sig fyrir lög- unum í Byggingarfélagi alþýðu og tryggja þar með réttindi þeirra meðlima félagsins, sem stóðu næstir því að fá íbúðir, hafa nú snúið sér til laganna og hrópa á hjálp þeirra. Forystuna i þessu síðasta broslega klóri í bakkann hafa þeir þremenningarnir Héðinn, Þorlákur og Guðmundur Pét- ursson. Þeir, og hið fámenna lið þeirra, sem enn hefir ekki snúið við þeim bakinu, enda þótt þeir hafi verið staðnir að sök um að hafa farið með fleip- ur eitt og blekkingar á síðustu tveimur fundum Byggingarfé- lags alþýðu til stórtjóns fyrir fjölda marga meðlimi félagsins, sem treystu þeim, hafa undan- farið verið að brjóta heilann um það, hvernig þeir ættu að bjarga mannorði sínu gagnvart meðlimum Byggingarfélagsins, sem biðu eftir íbúðum og höfðu greitt árstillög til félags þeirra í mörg ár — og útkoman af þessum heilabrotum er stefna á hendur hinu nýja Byggingar- félagi verkamanna og Bygging- arsjóði verkamanna. Heimta þeir í þessari bros- legu stefnu, að þeim verði dæmdur réttur til að fá lán úr Byggingarsjóði verkamanna. Vona þeir líka að þetta mála- stapp þeirra geti orðið til að tefja enn meira en orðið er byggingu verkamannabústaða. Stjórn By ggingars j óðs verka- manna var öll, undantekningar- laust, sammála um það, að Byggingarfélag alþýðu hefði engan rétt til lána úr sjóðnum. Um það var bókstaflega enginn ágreiningur. Kommúnistunum er líka vitanlegt, að stefna þeirra er alveg tilgangslaus og að hún hefir engin áhrif á þessi mál, hvorki til né frá. Hún er hins vegar framhald af þeim til- raunum þessara ábyrgðarlausu manna til að blekkja enn félag- ana í Byggingarfélagi alþýðu, sem biðu eftir íbúðum í góðri trú á því, að það væri hægt að treysta því, að Héðinn Valdi- marsson vissi, hvað hann væri að fullyrða. En þessar blekk- ingar duga alls ekki lengur, þessir menn hafa sjálfir sannað það, að þeir fleipra út í loftið um mál, sem þeir vita ekki um. Meðlimir Byggingarfélags al- þýðu, sem biðu eftir íbúðum, hafa þegar orðið fyrir stórskaða af fleipri þessara manna — og það nægir þeim í bráðina. sumar, vegna rafmagnsleysis, eins og yfirlæknirinn gat um í viðtali sínu við Alþýðublaðið í sumar. Hins vegar var brýn nauðsvn á nákvæmum berklarannsókrr- um á Vestfjörðum. Útbreiðið Alþýðublaðið! I ÐAG ■ ' I ___ Næturlæknir er Daníel Fjeld- sted, Hverfisgötu 46, sími 3272. 1 Næturvörður er i Laugavegs- tog Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19,30 Hljómplötur: Létt lög. 19,40 Auglýsingar. 19,45; Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Gluntasöngv- ar. (20,30 Útvarpssagan. 21,00 Hljómplötur; a) Tónverk eftir Saint-Saens og Dukas. b) 21,35 Lög leikin á hljóð- pípu. 21,50 Fréttaágrip. Dagskrárlok. Jóna Guðjónsdóttir,' Njálsgötu 4, varaformaður verkakvennafélagsins Framsókn er fertug í dag. Jöna Guðjóns- dóttir hefir um langt skeið ver- ið í fremstu röð verkakvenna og veitt málum þeirra forystu með kostgæfni og af óbilandi áhuga. Jafnframt hefir hún tekið virkan þátt í starfi Alþýðuflokksins og átt sæti i mörgum nefndum og stjómum innan hans. Alþýðu- blaðið óskar Jónu til hamingju með afmælið- Það slys vildi til í Vestmannaeyjum í gær, að piltur rúmra 18 ára, Bogi Jóhannsson, Hlíðarhúsi datt nið- ur, er hann var að æfa bjargsig i Skiphellum. Lærbrotnaði hann á vinstra fæti, handleggsbrotnaði á hægri handlegg og brákaðist á vinstri bandlegg. Hann var þegar fluttur í sjúkrahús, og líð- ur honum vel eftir atvikum. Slys- ið vildi þannig til, að þegar pilt- urinn kastaði sér út af bjargsyllu bilaði hnútur, er á vaðnum var, og féll maðurinn þegar niður um 7 metra fall. Fleiri piltar vpm þarna að æfingu og náðu þegar í bifreið til þess að koma honum í sjúkrahús. F.Ú. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli í kvöld kl. 8V2. Er það öllum Reyvíking- um mikið gleðiefni, að þeir skuli nú aftur spila á sínum gamla stað, en eins og kunnugt er, þá hafa þeir ekki gert það síðan girðingin var tekin niður af ótta við að áheyrendur gengju út á grasið og eyðilegðu það. En nú hefir Lúðrasveitin fengið loforð Um að spila í þetta skipti til reynslu, og veltur á umgengni áheyrenda i kvöld, hvort þeir fá að spila þar oftar. Vonandi er það ósk allra, að svo verði, og því ættu allir að gæta þess, að ekki verði gengið út á gras- ið í kvöld. Kveðjusamsæti ■nelöur knattspyrnufél. Fram fyrir knattspyrnumennina fráísa- firði og Hermann Lindemann knattspyrnukennara annað kvöld í Oddfellowhúsinu. Josette & Co. heitir gamanmynd frá Fox-fé- laginu, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika Simone Sim- on, Don Ameche og Robert Yong. * \ „Gollf0ss“ fer á föstudagskvÖld 4. ágúst kl. 20 um Vestm.eyjar til Leith og Kaupm.hafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. „Goðafoss“ fer á föstudagskvöld 4. ágúst vestur og norður, Aukahöfn: Sauðárkrókur. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi sama dag. Josetfe í Go. Hraðfyndin og svellandi fjör- ug mynd frá FOX-félaginu. Aðalhlutverkin leika hinir vinsælu leikarar: Simone Simon, Don Amache og Robert Young. Aukamynd: T ALM YND AFRÉTTIR. Kaupum tuskur og strigapoka. 9QT Húsgagnavinnustofan 'MRi Baldursgötu 30. Sími 4166. Útbreiðið Alþýðublaðið! TILKYMI Það tilkynnist hér með að 21 þ. m. gengu í gildi nýjar regiur um flutninga á miili sjúkrasamlaga innan alþýðutrygginganna. Þeir, sem flytja búferlum á annað samlagssvæði, skuiu hafa með sér flutningsvottorð frá sjúkrasamlagi sinu. Þeir samiagsmenn, sem dvelfa um stundarsakir á samlags- svæði annars sjúkrasamlags og veikjast skyndilega eða verða fyrir slysi, geta snúið sér til sjúkrasamlagsins á staðnum og fengið hjá því nauðsynlega iækn- ishjálp, enda sýni meðlimsskír~ teini þeirra, aðþeirséu 1 fullum réttindum hjá samlagi sínu. Reykjavík, 22. júlí 1939. Trygglngarstofnofl rikisins. Eimskip: Gullfoss er hér, Goðafoss er hér, Brúarfoss fer frá Kaup- mannahöfn í dag áleiðis hingað, Dettifoss er á leið héðan til Grimsby, Lagarfoss er í Kaup- mannahöfn, Selfoss er á leið hing að frá útlöndum. Drottningin fer frá Færeyjum i kvöld á- leiðis til Kaupmannahafnar. Súðin var á Akureyri í gær. Kvöldblöðin i Kaupmannahöfn fluttu í fyrradag undir stórum fyrirsögnum ræðu þá, sem Staun- ing fbrsætisráðherra ' Dana hélt í íslenzka ríkisútvarpið á sunnu- dagskvöldið. F.Ú. Norsku hjúkrunarkonurnar, sem hér voru á norræna hjúkr- unarkvennamötinu, eru nú komn- ar heim til Noregs. Láta þær í Ijó. i mikla ánægju yfir því, hve vel ráðstefnan hafi tekizt, og hrifningu sína yfir gestrisni ís- lendinga. F.Ú. Sænska stjórnin hefir bannað innflutning á tög- araveiddri nýrri síld, sem ætluð er til grófsöltunar, frá því í á- gúst og þar til í október. F.Ú. Togarinn Geir fór í rnorgun með fullfermi á Þýzkalandsmarkað. Hafnarfjarðarhlaupið íór fram í gær. Magnús Guð- björnsson hljóp einn á 45 :54,7. f. S.*í. 4 & K.R.R. Knattsyrnumót Islands (Meistaraflokkur) f kvöld klukkan 8,30 keppa FRAM OG VtKINGUR Altaf eykst spennÍMgurinn. — Verða þetta úrslit mótsins? Hverjir verða íslandsmeistarar 1939?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.