Alþýðublaðið - 04.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.08.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGINN 4. úgúst 1939. alþýðublaðið SvínaMrinn. En hvað hann flýtti sér. En þegar hann kom ofan 1 garðinn, þá læddist hann, og hirðmeyjarnar höfðu svo mikið að gera við að telja kossana, að þær urðu ekki varar við keisarann. Hann teygði sig á tá. — Hvað er hér um að vera? spurði hann, — Burt með ykkur, sagði keisarinn, því að þegar hann sá, að þau kysstust, og svo barði nú var hann reiður, og bæði prinsessan og hann þau í höfuðið með tréskónum sínum um svínahirðirinn voru rekin úr ríki keisarans. leið og sveinahirðirinn fékk 86. kossinn. Hraðferðlr Sfeindðrs til Akureyrar um Akranes eru: Fró Reykjavík: Alla mánud., miðvikud. og föstud. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtud. og laugardaga. Afgreiðsla okkar á Aknreyri er á feif- reiðastöð Oddeyrar, sími 260. M.s. Fagranes annast sjélelðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Bifrelðastðð Steindðrs Símar: 1580, 1581, 1582, 1583, 1584. UMRÆÐUEFNI DAGSINS. í nestið Niðursuðuvörur alls ksnar. Harðfiskur. Steinbítsriklingur. Lúðuriklingur. Smjör. Egg- Tómatar o. m. fl. Komið eða símið! EEEKKA Símar 1678 og 2148. rjarnarbúðin. — Sími 3570. Tjaldstaðir Reykvíkinga. Hreinlætið í Hveragerði og broslegur Salomonsdómur þar. Tvær landgöngubrýr við skip. Grænmetisvagninn, nýjung í bæjarlífinu. Bréf til Vigfúsar Guðmundssonar í Hreðavatnsskála frá óánægð- um gesti. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ÞAÐ FÆRIST MJÖG í VÓXT, að fólk fari með tjöld og Iiggi í þeim uppi í sveitum. Þetta er auð- vitað ódýrasta sumardvölin og hentugasta fyrir fólk, sem ekki hefir nóg fé. Tjöldin eru líka frem- ur ódýr og fást vel saumuð og úr góðu efni hér í bænum. Með þessu móti gefst miklu fleirum en áður tækifæri til að njóta sveitasælunn- ar af þeim, sem búa hér í Reykja- vík. EINHVER fjölsóttasti tjaldstaður Reykvíkinga er Hveragerði. Þang- að hafa hundruð manna sótt und- anfarna tvo mánuði. Fyrir nokkru skrifaði gestur í Hveragerði um þennan stað og gerði að umtalsefni aðbúnað þarna. Gat hann þess með- al annars, að hreinlæti væri mjög af skornum skammti, en ef til vill væri ekki hægt af gestum þarna að krefjast neins slíks, þar sem tjaldstæði væri leyft þarna alveg endurgjaldslaust. ÞESSI SKRIF gestsins í Hvera- gerði virðast nú hafa haft nokkur áhrif, áþreifanlegasta auglýsingin um óþrifnað á þessum f jölsótta stað hefir nú verið hreinsuð vel og vandlega, og það eitt hefir ekki ver- ið látið nægja, heldur hefir verið settur lás fyrir salernið og því af- læst rammlega, það er lokað, bann aður helgidómur. Gátu forráða- menn Hveragerðis ekki fundið aðra lausn á þessu máli? Var ómögu- legt fyrir þá að fá einhvern til að sjá um þetta verk og taka gjald af tjaldaeigendum til að standast ó- hjákvæmilegan kostnað af því? Það gjald má ekki vera hátt, en eitt- hvert gjald er sanngjarnt að taka, til þess að hægt sé að halda þarna uppi hreinlæti, ef verzlanir, greiða- sölur og mjólkurbúið sjá sér ekki hag í því að gera Hveragerði að vistlegum stað. Er þess fastlega vænzt, að úr þessu verði bætt á við- unandi hátt. OFT HEFIR ÞAÐ valdið mikl- um erfiðleikum, þegar skip hafa verið að koma frá útlöndum eða verið að fara héðan, að fólk hefir ruðzt um borð í tugatali og hefir myndazt hin versta þröng á skip- inu. Síðast, þegar Drottningin fór ætlaði margt manna með skipinu og mikill fjöldi manna gekk um borð. Skipaafgreiðslan hafði látið setja tvær landgöngubrýr við skip- ið. Um aðra gengu þeir einir, sem ætluðu um borð, og um hina þeir, sem ætluðu frá borði. Við hvora brú stóðu verðir, sem leiðbeindu fólki. Gekk þetta miklu greiðleg- ar en venjulega, og ætti að hafa þssa reglu sem oftast. NÝJUNG ER ÞAÐ í bæjarlífinu og hentugt fyrir húsmæður, að grænmetisvagn svokallaður hefir tekið til starfa. Fer hann um bæ- inn alla daga vikunnar og stað- næmist á götuhornum. Geta hús- fryjur keypt þar ýmiss konar grænmeti. Á mánudögum og fimmtudögum er vagn þessi á horni Ásvallagötu og Blómvallagötu, á þriðjudögum og föstudögum á horni Hverfisgötu og Lækjartorgs og miðvikudögum og laugardögum á horni Garðastrætis og Vestur- götu. Ekki veit ég, hver stendur fyrir þessu eða hver selur græn- metið, og er nú eftir að sjá, hvern- ig þetta reynist. HÉR ER AÐ LOKUM bréf frá Akureyringi til Vigfúsar í Hreða- vatnsskála: — ”Fyrir skömmu brá ég mér til Reykjavíkur í sum- arleyfi mínu, sem ekki er í frásög- ur færandi. Veður var gott og allt lék í lyndi. En á heimleiðinni kom fyrir atvik, sem spillti mjög á- nægju minni og samferðafólks míns.” ,.ÉG TÓK MÉR FAR með Lax- fossi til Akraness, og voru með mér tvær konur, önnur með barn sitt, rúmlega ársgamalt. Dálítil alda var á leiðinni, og urðu sumir sjóveikir, þar á meðal samferðafólk mitt. Þegar kom að Hreðavatnsskála, voru óþægindin eftir sjóferðina enn eigi horfin og kom okkur sam- an um, að bezt myndi að fá sér þar mjólkursopa til hressingar, en aðr- ar veitingar kusum við ekki að sinni. Við gengum nú inn í veit- ingastofuna, og var þar allmargt fólk fyrir. Á borðum var kaffi og mjólk, brauð og kökur. Ég náði í þjónustustúlku og bað um mjólk handa þremur, og lofaði hún að koma með mjólkina eftir litla stund. Tókum við okkur þá sæti við lítið vorð í einu horninu. Ég sá, að maður einn var að snúast á milli borðanna, og var mér sagt, að það væri gestgjaíinn, Vigfús Guð- mundsson." „HANN VÉK SÉR að okkur og bauð okkur að setjast við borð, þar sem nokkrir gestir sátu að snæð- ingi, og var þar á borðum smurt brauð og mjólk. Ég sagði honum, að við hefðum þegar pantað mjólk, en hefðum ekki lyst á neinu öðru. Hann tók því vel og bað okkur að bíða litla stund, meðan borið væri á hin borðin. Nú kom fleira fólk inn, og varð hvert sæti skipað. Nokkrir gestir tóku sér sæti við lítið borð rétt við hliðina á okkur. Báðu þeir um mjólk og kökur og fengu afgreiðslu tafarlaust. Ég reis nú á fætur og náði tali af stúlk- unni, er ég hafði hitt fyrst, og ítrckaði beiðni mína um mjólkina. Fékk ég það svar, að hún kæmi rétt strax.“ „ENN LEIÐ GÓÐ STUND. Gest- irnir fóru að tínast út og bílarnir að búast til brottfarar. Mér fór nú ekki að lítast á blikuna, reis enn á fætur og náði tali af gestgjafanum. Tjáði hann mér þá, að við gætum ekki fengið neina mjólk, því að hún væri öll búin. Varð eigi neinu um þokað, þó að ég minnti gest- gjafann á loforð hans sjálfs og þjónustustúlku hans.“ EF HÉR ER rétt frá skýrt, þá má Vigfús aldrei láta þetta koma oftar fyrir í sínum ágæta skála. Hannes á horninu. Ársritið „Lííið“ III. árgangur. NÝLEGA er kominn út III. árgangur ársritsins „Lífið“, en ritstjóri þess og útgefandi er Jóhannes S. Birkiland rithöf- undur. Ritið er 40 arkir, 640 blað- síður að stærð og er afar fjöl- breytt að efni, og í það ritar valið lið höfunda. Greinarnar fjalla um þjóðfélagsfræði, hag- fræði, landbúnað og sjávarút- veg, iðnað og íþróttir, heilsu- fræði, jarðfræði, efnafræði og stærðfræði og margar fleiri fræðigreinar. Allt er þetta sett fram á alþýðlegan hátt og hverj- um manni skiljanlegt. Þá eru og söguf og kvæði til smekkbætis. Af höfundunum, sem í það rita, má nefna Sigurð Einars- son dósent, Friðrik Á. Brekkan rithöfund, Alexander Jóhannes- son háskólarektor, Gunnlaug Kristmundsson sandgræðslu- stjóra, Jóhannes Áskelsson jarð- fræðing, Þórberg Þórðarson rit- höfund, Jón Oddgeir Jónsson erindreka, Sigurð Heiðdal rit- höfund, Steingrím Steinþórsson búnaðarmálastjóra, og erlenda höfunda:, Manuel Azana, Spán- arforseta, David Bergelson rit- höfund o. m. fl. fræga menn. Ritstjóri ársritsins virtist láta sig (og lesendur ritsins) varða allt milli himins og jai%ar og lætur ritið flytja „eitthvað handa öllum“. Um tilgang rits- ins segir hann: „Takmark þess er að efla menningu og siðgæði á íslandi, ef það er hægt.“ Haupum tuskur og striguptka. WT Húsgagnavinnustofan Baldursgötu 30. Sfeni 4100. QHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnka á Bounty. 36. Karl ísfeld íslenzkaði. þess að efna þetta heit mitt. Mér líður betur eftir að hafa uppfyllt loforð mitt. — Þér megið treysta mér, sagði ég og þrýsti hönd hans. — All right! Það er þá ákveðið. — Gott kvöld, herra Christian, þér eruð seint á fótum. Við snérum okkur við og komum auga á Bligh, sem stóð skammt frá okkur. Hann var berfættur, aðeins í skyrtu og buxum. Hvorugur okkar hafði heyrt hann koma. — Já, skipstjóri, svaraði Christian kuldalega. — Og þér, herra Byam! Getið þér ekki heldur sofið? — Það er svo heitt undir þiljum, skipstjóri. — Ég hefi ekki orðið var við það. Góður sjómaður getur sofið í bakarofni eða á ísjaka, ef þörf er. Hann stóð kyrr stundarkorn, eins og hann byggist við því, að annar hvor okkar svaraði. Svo snéri hann sér skyndilega við og gekk að reiðanum. Þar nam hann staðar andartak og athugaði seglin. Því næst fór hann aftur undir þiljur. Við Christian töluðum saman góða stund. Svo buðum við hvor öðrum góða nótt. Tinkler, sem hafði legið í skugga einnar fallbyssunnar, reis nú upp, teygði úr sér og geispaði: — Farið niður, Byam, og sýnið, að þér séuð sjómaður. Skoll- inn hirði yður og Christian og allt þvaðrið í ykkur! Ég var alveg að sofna, þegar hann kom, — Heyrðuð þér, hvað hann sagði? spurði ég. — Hann bað yður að tala við föður sinn, ef eitthvað kæmi fyrir. Faðir minn hefir ekki beðið mig um neitt slíkt, en það sýnir aðeins það, að hann átti alls ekki von á, að ég kæmi aftur. En ég verð að fá eitthvað að drekka. Ég hefi ekki hugsað um annað en vatn síðasta klukkutímann, og ég fæ ekkert vatn fyrr en snemma í fyrramálið. Hvað mynduð þér gera 1 mínum sporum. — Peckover er nýfarinn undir þiljur, sagði ég. — Þér gætuð reynt að nota tækifærið. — Er það? Tinkler spratt á fætur. Hann klifraði eins og köttur upp í reiðann eftir pípunni, fékk sér að drekka og hafði klifrað upp aftur með pípuna, áður en Peckover kom aftur á þilfar. Þegar við fórum undir þiljur var klukkan orðin þrjú. í fjarska heyrði ég hróp varðmannsins. Ég skreið upp í hengi- rúmið og sofnaði fljótt. IX. UPPREISNIN. SKÖMMU eftir birtingu vaknaði ég við það, að einhver hélt í öxl mér og hristi mig óþyrmilega. í sama bili heyrði ég hávaðasamar raddir, þar á meðal rödd Blighs. Ég heyrði þungt fótatak á þilfari. Churchill, liðþjálfinn, stóð við rúmið mitt með skammbyssu í hendinni. Ég sá Thompson standa við vopnakistuna með byssu með áföstum byssustingi. í sama bili komu tveir menn þjótandi inn í káetuna. Annar þeirra hrópaði: — Fáið okkur vopn, við erum með ykkur. Thompson fékk þeim vopn, og þeir flýttu sér aftur upp á þilfar. Stewart, sem svaf í næsta rúmi við mig, var þegar farinn að klæða sig. En þrátt fyrir öll ólætin, steinsvaf Young ennþá. — Hefir verið ráðizt á okkur, Churchill? spurði ég, því að mér datt fyrst í hug, að Bounty hefði rekið aftur að eyjunum, og villimennirnir ráðizt á okkur. — Flýtið yður í fötin, herra Byam, svaraði hann. — Við höfum tekið skipið og Bligh skipstjóri hefir verið bundinn. Ég skildi ekki vel, við hvað hann átti. Stundarkorn sat ég og starði á hann. — Þeir hafa gert uppreisn, Byam, sagði Stewart. — Hamingjan góða, Stewart Eruð þið frávita? Vitið þið, hvað þið eruð að gera? — Við vitum vel, hvað við erum að gera, svaraði hann, — Bligh sjálfur á sök á þessu. Nú skulum við gjalda honum rauðan belg fyrir gráan. Thompson hristi bissustinginn, — Við skjótum hann niður, eins og hund, sagði hann — og ef einhver ykkar þessara ungu manna reynir að gera okkur skráveifu, þá verðið þið drepnir! Bindið þá Churchill, það er ekki hægt að treysta þeim. — Þegiðu, og gættu að vopnakistunni, svaraði Churchill. Flýtið yður í fötin, herra Byam. Quintal, standið við ,dyrnar! Enginn fær að fara, nema ég gefi honum leyfi. Þegar ég snéri mér við, sá ég Quintal við dyrnar. Meðan ég stóð og starði, kom Samúel í ljós. Hann var aðeins í bux- um. Hárið var ógreitt, og hann var fölari en venjulega: Herra Churchill, hrópaði hann. — Hafðu þig burtu, svínið þitt, annars risti ég á þér kvið- inn, hrópaði Quintal. — Herra Churchill, lofið mér að tala við yður, sagði Samúel aftur. — Ýttu honum burtu, sagði Churchill, og Quintal súeiflaði byssuskeftinu svo kröftuglega framan í Samúel, að hann hvarf,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.