Alþýðublaðið - 05.08.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.08.1939, Blaðsíða 4
LAUGARDAGINN 5. ÁG. 1939 MGAMLA BIOHR | Gamall bragða refur Efnismikil og vel leikin mynd frá Metro Goldwyn Mayer. Aðalhlutv. leikur Wallace Beery. Kominn taeim. Halldór Hansen. FRAM HEFIR UNNIÐ MEIST- ARAKEPPNINA 11 SINNUM. (Frh. af 3. síðu.) svo því, að hafa haft tækifæri til að sigla og sjá erlend ún'als- lið keppa, því að það er góður skóli, og að lokum, og ekki hvað sízt ábuga og ástundun allra fé- laganna við æfingar“. — Hefir Fram þá ekki unnið fleiri knattspyrnusigra í sumar? „Jú,“ segir Jón um leið og hann rennir hýru auga að silfur- bikar, sem stendur fyrir framan hann á borðinu. „Þennan bikar vann félagið á 2. flokks vormót- inu, og einnig hefir Fram unnið 4. flokks mótið, sem í fyrsta skipti var háð í sumar, og taka strákar undir 13 ára aldri þátt í því.“ Alþýðublaðið óskar Fram til hamingju með sigrana. Súðin var á Norðfirði í gær. Síensku gestirnir settn ■ét sitt á bæinn i gær. ♦..-.— Gífurlegur mannfjöldi hlustaði á kórinn syngja fyrir framan Menntaskólann. EÐRIÐ var ekki í sínum sumarskrúða, þegar hinn sænski K.F.U.M.-karla- kór, ásamt fleiri farþegum af Drottningholm, fór austur að Gullfossi, Geysi og til Þing- valla, og það, sem verra var, Geysir gaus ekki. Um kvöldið hafði karla- kórinn samsöng í Gamla Bíó fyrir troðfullu húsi. Þaðan fór kórinn að Menntaskóla- tröppunum og söng fyrir þúsundir Reykvíkinga, og að lokum hélt Noræna félagið kórnum samsæti að Hótel Borg, en klukkan 12 lögðu gestirnir af stað heimleiðis með Drottningholm. Áður en samsöngurinn í Gamla Bíó hófst, bauð Guð- mundur Ásbjörnsson fyrir hönd Reykjavíkurbæjar gesti vel- komna, Dane fararstjóri þakk- aði með nokkrum orðum og Karlakór Reykjavíkur söng „Hör oss Svea“. K.F.U.M.-kórinn söng mörg sænsk lög, en auk þess tvö ís- lenzk á íslenzku, ,,Ó, guð vors lands“ og „Brennið þið, vitar“. Vakti söngur kórsins mikla hrifningu áheyrenda, og urðu söngmennirnir að syngja eitt aukalag, meira gátu þeir ekki tímaskortsins vegna. Að samsöngnum í Gamla Bíó loknum gengu söngmennirnir fylktu liði að Menntaskólanum og sungu nokkur lög fyrir þús- undir áheyrenda. Voru göturnar þéttskipaðar fólki allt frá Lækjartorgi að Iðnskólanum, Amtmannsstígur og Bókhlöðu- stígur allt að Menntaskólanum og niður að Lækjargötu, og er þetta eflaust mesti mannfjöldi, sem nokkurn tíma hefir verið kominn þarna saman. K.F.U.M.-kórinn söng þarna nokkur lög við fádæma hrifn- ingu áheyrenda, og ætlaði fagn- aðarlátunum aldrei að linna, þegar kórinn ætlaði að hætta. Söng hann því eitt aukalag til þess að friða áheyrendurna. Fóru kórfélagarnir beina leið frá Menntaskólatröppunum í samsæti Norræna félagsins að Hótel Borg. Voru þar saman komnir um 500 Svíar og íslend- ingar, þ. á m. Karlakór Reykja- víkur, til að fagna þeim. Eftir að te hafði verið drukkið og brauð borðað bauð Guðlaugur Rósinkranz gesti velkomna og talaði um vináttubönd þau, er tengdu Svía og íslendinga og hér kæmu fram í heimsókn- um K.F.U.M.-kórsins nú og í fyrra í heimsókn K.F.U.M.-leik- fimimannanna. Á eftir ræðu Guðlaugs Rósinkranz risu all- ir úr sætum og sungu — „Du gamla, du fria“. Þá bauð séra Bjarni Jónsson, formaður K.F.U.M. hér í Reykjavík, alla hina erlendu gesti velkomna, og að lokum sagði hann: „Komu ykkar hing- að þökkum við, því að við vitum, að hún er merki trúfastrar vin- áttu okkar í milli.“ Þá mælti rektor Ham- mér nokkur orð, og sagði hann m. a.: „Koma okkar hingað hefir auðgað okkur að minningum. Við stöndum í mik- illi þakkarskuld við íslendinga fyrir móttökurnar. Strax á bryggjunni í morgun, þegar ís- lenzki kórinn söng fyrir okkur, fundum við þá hlýju og þann vináttuhug, sem alls staðar hef- ir mætt okkur í dag. Ég þakka hjartanlega fyrir móttökurnar og bið guð að blessa ykkur öll.“ Enn fremur héldu ræður H. Dane, og afhenti hann séra Bjarna Jónssyni sænskan fána að gjöf handa K.F.U.M., og enn fremur gaf hann Guðlaugi Rósinkranz og séra Friðrik Friðrikssyni heiðursmerki K.F. U.M.-kórsins. Þá talaði formað- ur Bandalags íslenzkra karla- kóra, Ólafur Pálsson, og að lok- um þakkaði söngstjórinn Lid- stam móttökurnar. Á milli ræðanna sungu Karla- kór Reykjavíkur og hinn sænski K.F.U.M.-kór nokkur lög, en klukkan 12 lauk samsætinu, og gengu þá allir fylktu liði niður að bryggju, þar sem bátar frá Drottningholm biðu eftir sænsku söngmönnunum, og eft- ir að skipzt hafði verið á kveðj- um og húrrahrópum, sigldu Sví- arnir úr höfn. Útbroiðið Alþýðublaðið! Vaskleg bjorgun úr sjávarMska. BÁT með tveim mönnum á hvolfdi á Reykjarfirði í gær, og var það snarræði og þreki annars mannsins að þakka, að ekki hlauzt slys af. Mennirnir voru vinnumenn Carls Jensens kaupmanns á Reykjarfiðri. Voru þeir staddir við bólfæri neta, sem þeir voru að vitja um, — þegar alda reið undir bátinn og hvolfdi honum. Menn- irnir heita Bernodus Ólafsson og Jóhannes Jensen. Er Jóhann. es ósyndur, en Bernodus syndur. Gat Bernodus komið félaga sínum að duflinu og síðan á kjöl og haldið honum þar, þangað til hjálp barst. Færeyskur bát ur ferst. IFYRRADAG sökk færeysk- ur bátur á Vopnagrunni. Hafði hann fengið góðan afla og var mjög hlaðinn fram. Kom þá kvika og gekk yfir bátinn, svo að hann gekk undir sjó að fram- an og var alveg sokkinn eftir fáar mínútur. Tveir Færeyingar voru í bátn- um og náði annar í ár, en hinn í belgi, og gátu þeir haldið sér á floti og gefið merki íslenzkum báti frá Bakkafirði, er var nær- staddur. Bjargaði hann mönn- unum og fór með þá í togara, er var þar nálægt. Fengu menn- irnir þar þurr föt, og síðan fór báturinn með þá til Bakkafjarð- ar. Formaður á íslenzka bátnum er Þórhallur Jónsson kennari. (FÚ.) Magons Nilssen um fslenzka Algýðuflokk inn. KHÖFN í gærkveldi. FÚ. JRSKA stjórnarblaðið „Ar- beiderbladet“ birtir viðtal við Magnus Nilssen stórþingS- forseta um stjórnmálaástandið á íslandi. Nilssen lætur í ljós, að bæði fagleg og stjórnmálaleg skipu- lagning íslenzka Alþýðuflokks- ins sé mjög sterk og að gera megi ráð fyrir því, að klofning- ur sá, sem nú á sér stað, verði bráðlega yfirunninn. Dýzkt skólaskip kem ur tii íslands. 1 Þýzka herskipið „Horst-Wess- el“, sem heitir eftir þeim er orti nazistasönginn, kemur hingað til Islands í þessum mánuði og verð ur hór í 11 daga. Fyrir nokkru síðan barst utan- ríkismálaráðuneytinu beiðni um það frá utanríkismálaráðuneytinu þýzka, að skólaskipið rnætti heim sækja Island, og svaraði utanrík- ísmálaráðuneytið þeirri beiðni ját andi í gær. „Horst-Wessel“ mun koma hér 19. þ. m. og dvelja hér til 30. Enn er ekki vitað, hvort skipið verður hér í Reykjavík allan tím- «nn. Kaupið Alþýðublaðið! f DA« Næturlæknir er í nótt Grímur Magnússon, Hringbraut 202, sími 3974. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Létt kórlög- 20,30 Upplestur (Þorsteinn Ö. Stephensen). 20,55 Hljómplötur: a) Slafnesk lög b) gamlir dans- ar. 21,35 Danslög. 21,50 Frétta- ágrip. 24,00 Dagskrárlok. Á MORGUN: Helgidagslæknir er Alfred Gísla son, Brávallagötu 22, sími 3894. Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 11.45 Veðurfregnir. 11,50 Hádeg- isútvarp. 18,40 Útvarp til útlanda (24,52 m.). 19,30 Hljómplötur: Létt löig. 19,50 Fréttir. 20,10 Veð- urfregnir. 20,20 Hljómplötur: Sylv íu-dansarnar eftir Delibes. 20,35 Gamanþáttur: Jón úr Kotinu í heimsókn hjá Guðbjörgu grann- konu. 20,55 Einsöngur (frú Elísa- bet Einarsdóttir). 21,10 Einleikur á píanó: Sónata eftir Hallgrím Helgason (Gerhard Oppert). 21,35 Kvæði kvöldsins. 21,40 Danslög. 2J.50 Fréttaágrip. 24,00 Dagskrár- lok. Á MÁNUDAG: Helgidagslæknir er Páll Sig- urðsson, Hávallagötu 15, sími 4959. Næturlæknir er Jón G. Nik- ulásson, Hrefnugötu 5, simi 3003. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 11,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádeg- isútvarp. 16,00 Veðurfr^gnir. 19,30 Hliómplötur: Létt lög. 19,45 Frétt- ir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljóm plötur: Göngulög. 20,30 Sumar- arþættir (Valtýr Stefánsson rit- stjóri). 20,50 Frídagur verzlunar- manna: Ávörp, ræður og söngur. 22,05 Fréttaágrlp. Dagskrárlok. Eimskip: Gullfoss er í Vestmannaeyjum, Goðafoss er á leið til ísafjarðar, Brúarfoss fer frá Leith í dag, Ðettifoss er í Hamborg, Lagar- foss er í Kaupmannahöfn, Sel- foss kemur hingað kl. 9 í /kvöld. Drottningin kom til Kaupmannahafnar i morgun. Sundhöllin verður lokuð á mánudaginn kemur. 80 ára afmæli Hamsuns. 1 öllum blöðum Noregs var skáldjöfurinn Knud Hamsun hyllt ur í gær' í tilefni af 80 ára af- mæ!i hans. Birta blöðin langar og ítarlegar greinir um bók- menntastörf hans. Ósköpin öll af heillaóskaskeytum og bréfurn hefir borizt að Nörholmen við Grimstad, en þar er heimili skáldsins. Tuttugu og þrjú þýzk skáld hafa sent Hamsun ávarp. Hitler sendi Hamsun heillaóska- kkeyti. Gyldendal hélt daginn há- tíðlegan með því að gefa út vand að úrval af ritgerðum Hamsuns frá því hann gerðist rithöfundur og til yfirstandandi tíma. Ham- sun er á bílferðalagi ásamt konu sinni, og voru þau, seinast er til þeirra fréttist, í Kongsvinger. ÍÍRP. I. O. fl. T. mm ntm bm Jesette & Co. Hraðfyndin og svellandi fjör- ug mynd frá FOX-félaginu. Aðalhlutverkin leika hinir vinsælu leikarar: Simone Simon, Don Amache og Robert Young. ST. VIKINGUR nr. 104. FundUr mánudagskvöld á venjulegum stað og tima. Vígsla embætt- ismanna o. fl. Aukamynd: TALMYNDAFRÉTTIR. Hraðferðlr B. S. A. Alla daga nema mánudaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjó- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð ís- lands, sími 1540. Bifreiðastilð Akiireyrar. 20 STK. PAKKINN KOSTAR KR.l-.50 ií_ COMMÁNDER , Á VIRCINIA CICARETTUR SundtaðUfnni verður lokað mánudaginn 7. þ. m. Bann. Vegna sjúklinga, og annarra ástæðna, er öllu óvið- andi fólki bönnuð berjatínsla í landi heilsuhælisins á Vífilsstöðum. Ráðsmaður heilsuhælisins. SILDARSÖLTUNIN OG MORG- UNBLAÐIÐ Frh Æf 1. siðu. áður tryggt sér, að stöðvarnar væru löggiltar. Telur blaðið, að ástæðan fyr- ir þessari endurnýjuðu aðvörun hafi verið sú, að Ásgeir Péturs- son og Ingvar Guðjónsson hafi byrjað söltun á 1000 tunnum í Raufarhöfn, en þar er ekki lög- gilt síldarsöltunarstöð. Og svo bætir blaðið við þessari klausu, sem er í allri sinni heimskulegu illgirni eins og hún væri klippt út úr Þjóðviljanum: „Svo virðist sem síldarút- vegsnefnd álíti síldarsöltunina ganga of vel. En hún er þá ein um þá skoðun.“ Síldarútvegsnefnd fer hér að- eins að landslögum — og sjálf hefir hún ekki samið þau lög. Vill Mgbl. ekki láta menn fara að landslögum? Annars hefir það hvað eftir annað komið 1 ljós í skrifum Mgbl. undanfarin ár, að blaðið telur einstaka út- gerðarmenn geta þegar þá lyst- ir, farið eftir eigin geðþótta um síldarsöltun og aðra meðferð síldarinnar. Hefir þó borið einna minnst á slíkri heimsku í þessu blaði í sumar. Ifmsóknir nm styrk úr Dansk- isiandsk Forbnndsfond. SAMKVÆMT lögum um „Dansk-Islansk Forbunds- íond“ verða I ár veitt 20,000 krónur samkvæmt tllgangi sjóðs- ins. Umsóknir um styrki verÖa aÖ vera skrifatar á dönsku, og veröa aö fylgja því nákvæmar upplýs- ingar. Námsmenn veröa að nota eyðublöð, sem Kaupmannahafnar háskóli gefur út í þessu skyni. Umsóknir ber að senda fyrir 1. september til stjómar „Dansk-Is- landsk Forbundsfond".

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.