Alþýðublaðið - 12.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.08.1939, Blaðsíða 2
LAUGARDAG 12. ÁGÚST 1939 ALÞYÐUBLAÐHD en hvorugur hinna bræðranna taldi hann sem — Hvert ætlið þið að fara? spurði hann — bróður, því að hann var ekki eins lærður og fyrst þið eruð í sparifötunum. — Við ætlum þeir, og þeir kölluðu hann bara Hans klaufa. til hirðarinnar til þess að tala við konungs- dótturina. Hefirðu ekki heyrt það, sem allir tala um? — Ekki má það nú minna vera, sagði Hans Og svo sögðu þeir honum það. klaufi. — Ég verð sannarlega að fara líka. Og bræðurnir hlógu og riðu af stað. í sama bili kom þriðji bróðirinn, því að þeir voru þrír — Næsta hraðferð til og frá Akureyri um Akranes er á morgun sunnud. og Mánud. Stefndðr. Hraðferðir B. S. A. 1; Alla daga nema mánndaga. um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjó- leiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð ís- lands, sími 1540. Bifreiðastðð Akureyrar. Drengjamót Ármanns fer fram dagana 14., 15. og 16. þ. m. Þátttakendur eru beðn_ ir áð gefa sig fram í dag eða morgun við stjórn Ármanns. Sænsk blöð , láta í ljós beyg um, að niður- suðu.vei'ksmiðjurnar sænsku neyð- ist til þess að segja upp starfs- fóiki, ef ekki rætist úr um veiði sænskra síldveiðiskipa við ts- land. FÚ. Samkeppni stálsmiðanna heitir mynd, sem Gamla Bíó sýnir um þessar mundir. Er hún um samkeppni milli stálverk- smiðja vestan hafs og fremur ómerkileg. Aðalhlutverkið leik- ur Victor Mc. Laglen. Kaupið Alþýðublaðið! UMRÆÐUEFNI Þjóðdansarnir og vikivak- arnir, hinir íslenzku og þeir sænsku. Hvort er betra — jazzinn eða þjóðdansarnir. Áskorun til forystumanna í skólamálum. Klukkan í Eim- skip. Leikvöllurinn fyrir- hugaði við Verkamannabú- staðina. Enn um birtingu nafna afbrotamanna. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ÞAÐ ER EINKENNILEGT, að við íslendingar, sem höfum varð- veitt svo margt frá gömlum tíma, skulum ekki hafa varðveitt þjóð- dansa okkar eða vikivakana. Þeir voru þó einu sinni uppáhalds- skemmtun yngri kynslóðarinnar. Ungmennafélögin, og þó sérstak- lega Ungmennafélagið Velvakand; ■— hér í Reykjavík, hefir þó reynt að endurvekja vikivakana, en svo virðist, sem það hafi alls ekki tek- izt, að minnsta kosti hafa þeir enn ekki náð til almennings. ALLS STAÐAR þar, sem maður kemur og ungt fólk er að skemmta sér, er jazzinn aðalskemmtunin, svo göfgandi og siðbætandi, sem hann er! Engin hlý gleði og kát- ína fylgir þessum leik, aðeins sviti og æstar tilfinningar. Frá mínum bæjardyrum séð, sem oftast er á- horfandi, er jazzinn fremur and- styggilegur, og að minnsta kosti laus við alla fagnandi gleði. Ég hefi hins vegar fengið tækifæri til að kynnast nokkuð þjóðdönsum — og þá aðallega sænskum þjóðdöns- um. Get ég varla hugsað mér heil- brigðari gleði en þeir skapa. Ég tel, að ef okkur tækist að skapa hér almenna þjóðdansa með söng yndislegra, rómantískra og glað- værra kvæða, þá væri stórt spor stigið í uppeldi hinnar ungu kyn- slóðar. ÉG HYGG, að ástæðan fyrir því, að ungt fólk hefir ekki gert þjóð- dansa að eign sinni hér á landi, sé aðallega sú, að það þekki þá ekki. Ég fékk tækifæri til að sjá það eitt sinn í sumar, hve gjör- samlega sænsku þjóðdansarnir her- tóku unga íslendinga af báðum kynjum, sem fengu að taka þátt í leiknum, og ég spurði nokkra þeirra, hvort þeim þætti betra þessir þjóðdansar eða jazzinn. — ,,Blessaður vertu, þjóðdansarnir eru margfalt skemmtilegri," var venju- legasta svarið, sem ég fékk. HVERNIG á að fara að því áð kenna ungum íslendingum þjóð- dansa? Ég er hræddur um, að viki- vakarnir séu ekki nógu góðir, ó- breyttir, en betri þjóðdansa en þá sænsku, get ég varla hugsað mér. Geta alþýðuskólarnir, ungmenna- félögin og auk þess hin pólitísku samtök ungra manna, ekki tekið að sér að kenna íslenzkum æsku- lýð þessa dansa — og gera þá að aðalskemmtiatriði sínu? Alþýðu- skólarnir hafa einmitt ágætt tæki- færi til að gera þetta, þeir eiga í DAGSINS. sameiningu að fá kennara til að kenna dansana, og svo eiga öll ung- mennafélögin að vinna við hlið þeirra að iðkun dansanna, þegar kennslunni er lokið. ÉG HAFÐI í SUMAR tal af vel- menntuðum Svía, sem kunni alla þjóðdansana. Hann sagði við mig eitthvað á þessa leið: „Þjóðdans- arnir hafa haft stórkostlega þýð- ingu fyrir okkur Svía á uppeldis- sviðinu. Þú sérð, að þjóðdansarnir eru samdans, sífelld skipti, allir eitt. Þeir eru alger mótsetning við jazzinn. Hann elur á útúrboruhætt- inum, einangruninni. Pilturin'n og stúlkan halda tvö saman allt kvöld- ið og kynnast jafnvel ekki öðrum. í okkar dönsum kynnast allir, allir dansa við alla. Þú skilur, hvaða þýðingu þetta hefir. Þetta eykur samhygðina, samtök fólksins, það eykur á kynninguna, skapar vin- áttu. Og er það ekki einmitt þetta, sem allar þjóðir þurfa að efla?“ VILJA NÚ EKKI forystumenn okkar í skólamálum taka þetta til íhugunar? Vilja skólastjórar al- þýðuskólanna ekki taka höndum saman og hrinda þessu máli fram á leið. Er ekki hægt að endurnýja vikivakana, bæta þá og fylla? Er ekki hægt að fá góða menn til að samræma til dæmis sænsku þjóð- dansana og íslenzku vikivakana, fá hingað góða kennara frá sænsku lýðháskólunum, því að þeir hafa einmitt haft forystu á hendi um að kenna öllum sænskum æskulýð þjóðdansa? Mér þætti gaman að fá bréf frá góðum mönnum um þetta efni. HVERNIG ER með klukkuna í Eimskipafélagshúsinu? Kemur hún ekki aftur? Hún kom oft í góðar þarfir — og ég veit, að hún yrði aftur boðin velkomin í fordyri Eimskipafélagshússins af fjölda mörgum mönnum. UNDANFARNA DAGA hafa verkamenn bæjarins unnið að því, að malbika Hringbrautina meðfram Verkamannabústöðunum. En ekki hefir verið snert á því að búa út barnaleikvöllinn fyrirhugaða milli Ásvallagötu og Hringbrautar. Þar mun sama svaðinu ætlað að vera í vetur og verið hefir undanfarin ár, og gert hefir það að verk- um, að næstum ómögulegt hefir verið að komast í húsin, sem þarna standa umhverfis. Hve lengi á þetta að ganga svona til? SJÓMAÐUR SKRIFAR MÉR: „Margur hefir undrað sig á vinnu- brögðum lögreglunnar hvað snertir þá starfsaðferð að leyfa ekki að birt séu nöfn sumra þeirra manna, er fremja lagabrot, en láta birta nöfn annarra, er sams konar eða minni afbrot fremja, í öllum blöð- um og útvarpi. Skulu hér nefnd tvö dæmi: Fyrir nokkru var nafn bílstjóra nokkurs útbásúnað í öll- um blöðum og útvarpi í tilefni af því, að hann hafði keypt sígarett- ur og eitthvað annað dót á óleyfi- legan hátt, erlendis frá. Litlu síðar var framið glæpsamlegt athæfi á almennum samkomustað, er varð af stórslys. En nafn þess manns, er þetta illræði framdi, má almenn- ingur ekki fá vitneskju um, eftir fyrirskipun lögreglunnar!" SJÓMAÐUR heldur áfram: „Vill ekki lögreglan leggja slík vinnu- brögð niður? Annaðhvort ætti hún að nefna nöfn allra þeirra manna, sem lögbrot fremja eða þegja yfir þeim öllum. í þessum efnum á eng- inn „mannamunur" að komast að. Svo er eitt enn, Hannes minn, sem mörgum hefir sárnað í sam- bandi við frásögn á nefndu illræði, og það er þetta: Hvaða ástæðu hafði lögreglan til þess, að leyfa útvarpinu að taka það fram sér- staklega, er það sagði frá þessu, að maðurinn, sem illræðið framdi — hefði verið sjómaður? Hvaða nauð- syn ber til þess, úr því lögreglan ætlar sér að láta þegja um nafn mannsins, að nefna það eitt — úr hvaða stétt hann sé?“ ÉG HEFI áður minnzt á þessa framkomu lögreglunnar og for- dæmt hana — og ég vona, að slíkt endurtaki sig ekki. Það var sann- arlega ástæða til þess að nafn ”bombukastarans“ á Þingvöllum væri nefnt. llannec á horninu. Helgríman. EINHVER var svo hugulsam- ur að senda mér nýlega úrklippu úr „kristilegu“ blaði, sem gefið er út hér í höfuð- staðnum. Er þar minnzt grein- ar, er ég ritaði síðastliðinn vet- Tir í Alþyöublaðihu. í þeirri grein er vikið nokkrum orðum að á- kveðinni tegund manna, er læt- ur allmíkíð á sér bera, bæði á stjórnmála- og fjármálasviðinu. Nefndi ég menn þessa „helgrímu- menn“, vegna þess, að engu er líkara, en að þeir vilji steypa einhverri helgrímu yfir andlegar sjónir manna til þess að geta gengið af sjálfstæðri dómgreind þeirra og rökvísi dauðri. Þessi tegund ofstækismanna er alltof kunn hér á land'i, bæði í stjórnmála- og trúmálalífi þjóð- arinnar, til þess að nokkra minnstu þýðingu hafi að bera á móti því, að hún sé til. I grein minni var varað við þess- um mönnum, — að vísu alveg hispurslaust og með ákveðnum orðum — en algerlaga öfgalaust og án allra stóryrða. En í gxiein hins „kristilega“ blaðs er sagt, að grein mín hafi verið „barmafull af beizkju” — og er I þvi sambandi farið ósæmilegum orðum um Guðspekinga, án þess að neinn þeirra sé und- antekinn. Það er nú ævinlegaein- n*. á 4. sfðu. QHÁRLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 41. Karl ísfeld íslenzkaði. Við námum ekki staðar til þess að svara spurningu hans, en hlupum eftir ganginum og upp stigann. í fátinu, sem á mér var, rann ég í stiganum og snérist í axlarlið. Ég klifraði upp stigann aftur og hljóp að skipsstiganum. Þar greip Churchill í mig: — Þér eruð of seinn, Byam, sagði hann. Þér getið ékki farið hér eftir. — Hvers vegna? Ég vil fara, hrópaði ég og ýtti honum frá mér, svo að hann missti takið. Ég var því nær örvita, því að ég sá, að skipsbátnum var ýtt aftur með skipinu, en einn uppreisnarmanna hélt fangalínunni. Burkitt og Quintal héldu Coleman, ryðmeistaranum. Hann vildi óður og uppvægur fá að fara í bátinn. Morrison slóst við marga menn, sem reyndu að varna því, að hann kæmist að skips- stiganum. Við vorum of seint á ferli, báturinn var hlaðinn nærri því að efsta borði, og ég heyrði Bligh hrópa: Ég get ekki tekið fleiri, þið skuluð fá að njóta réttlætis, ef við ná- um nokkru sinni til Englands. Þegar skipsbátnum hafði verið ýtt aftur með skipinu, kast- aði einn skipverja fangalínunni ofan í bátinn. Þeir, sem eftir voru á skipinu, söfnuðust nú út að borðstokknum, og það var með naumindum, að ég gat komizt út að borðstokknum. Ég varð nærri því veikur af tilhugsuninni um það, að ég var orðinn eftir meðal uppreisnarmannanna. Norton stóð í barka skipsbátsins og hélt í fangalínuna, Bligh stóð á þóftu aftar- lega í bátnum. Sumir stóðu, aðrir sátu. Það var mikið um hróp og köll, og Bligh tók drjúgan þátt í þeim hávaða, þegar hann hrópaði skipunarorð til bátverja sinna, og blótsyrði og formæl- ingar til Christians og manna hans. Sumir uppreisnarmanna voru þögulir og horfðu hugsandi niður í bátinn, en aðrir gerðu gys að Bligh, og ég heyrði einn þeirra hrópa: — Vittu, hvort þú getur lifað á hálfu pundi af yamsrótum á dag, gamli þrjóturinn þinni Fryer hrópaði: — í hamingju bænum, Christian, fáið okkur vopn og skotfæri! Hugsið yður, hvar við lendum! Gefið okkur færi á að bjarga lífinu. — Þið fáið engin vopn! var hrópað ofan af þiljunum. — Þið þarfnizt ekki vopna! — Notið spanskreyrinn á þá, bátsmaður! Við Morrison fórum að leita að Christian og fundum hann við dyrnar á einni káetunni, þar sem hann gat ekki sést frá bátnum. Við báðum hann að fá Bligh vopn og skotfæri. — Nei, svaraði hann — þeir fá ekki nein skotvopn. — Látið þá að minnsta kosti fá kylfur, herra Christian, sagði Morrison — ef þér viljið ekki, að þeir verði drepnir um leið og þeir stíga fæti á land. Minnist þess, hvernig fór fyrir okkur á Namuka. Christian samþykkti þetta þegar í stað. Hann skipaði Churc- hill að sækja kylfur og sverð í vopnakistuna, og stuttu seinna kom hann aftur með fjögur sverð, sem látin voru ofan í bátinn. Morrison hafði notað tímann á meðan og farið undir þiljur og sótt meira af matvælum. Hann og John Millward komu upp með töluvert af söltuðu svínakjöti, nokkrar vatnsflöskur og vín, og var öllu þessu komið ofan í bátinn, — Bölvaðir heiglarnir, hrópaði Purchell, þegar sverðin voru rétt ofan í bátinn. — Ætlið þið ekki að láta okkur hafa annað en þetta. — Ættum við að láta vopnakistuna síga niöur í bátinn til þín, timburmeistari, sagði William Brown háðslega. McCoy ógnaði timburmeistaranum með byssunni — og sagði: Gættu að þér, annars fylli ég magann á þér af blýi. — Við skulum láta rigna yfir þá nokkrum skotum. Burkitt lyfti byssunni og miðaði á Bligh. Alexander Smith stóð við hlið hans, greip um hlaup byssunnar og sveigði hana upp í loftið. Ég er sannfræður um, að Burkitt ætlaði að skjóta Bligh. Þegar Christian komst að þessu, skipaði hann svo fyrir, að Burkitt væri tekinn höndum. Byssan var tekin af honum. Hann sýndi mikill mótþróta, og fjórir menn urðu að afvopna hann. Meðan á þessu stóð, rak Fryer eftir Bligh að komast burtu, áður en öllum yrði slátrað. Bligh gaf nú skipun um, að leysa frá. Árar voru lagðar út, en báturinn var svo hlaðinn, að hann virtist þá og þegar mundu sökkva. Stefnt var í áttina til Tofoa, sem var í þrjátíu mílufjórðunga fjarlægð. Hæfilegt hefði verið að tólf menn væru í bátnum, en þeir voru nítján, auk matarins, vatnsins og útbúnaðarins. — Hamingjunni sé lof fyrir það, að við komum of seint, Byam! Morrison stóð við hlið mér. — Er yður alvara? spurði ég. Hann stóð þögull andartak, eins og hann væri að hugsa ftg um. Svo sagði hann; —• Nei, ég held að óg hefði viljað frettta

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.