Alþýðublaðið - 16.08.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.08.1939, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUK 16. ÁG. 1939 ■ GAMLA BIOB Bifreiða- stjórinn. Fyrirtaks mynd. — Aðal- hlutverk leika: Spencer Tracy, Luise Rainer, sem allir muna eftir úr myndunum „Sjómannalíf“ og „Gott land“. _ L O. 6« T. MÍNERVA nr. 172. Fundur í kvöld kl. 8V2. Áríðandi að allir mæti. ÆT. BURCKHARDT OG HITLER. Frh. af 1. síðu. sagt neitt við Hitler um stefnu Breta í Danzigmálunum, nema endurtekið yfirlýsingar brezkra ráðherra í þessum efnum, en stefna stjórnarinnar er sú, að vera reiðubúin að fagna hverri tilraun, sem gerð kann að verða til þess að leiða Danzigmálið til friðsamlegra lykta, en hinsveg- ar eru Bretar ákveðnir í að vinna gegn hverju áformi um að breyta viðhorfum með því að beita valdi eða hótunum um að beita valdi. Það er leidd athygli 'að því, að Burckhardt hafi stöðugt sam- band við pólsku stjórnina fyrir milligöngu pólska fulltrúans í Danzig. Alstaða Pélverja ébreytt. Þá segja brezkir stjórnmála- menn, að engin ástæða sé til að ætla, að pólska stjórnin hafi breytt afstöðu sinni á nokkurn hátt, frá því er Smigly-Rydz marskálkur, yfirmaður pólska hersins, flutti ræðu sína 6. ág- úst, en þá endurtók hann, að Pólverjar myndi ekki sýna nokkurri þjóð ágengni eða á- reitni, en þeir myndi verjast hvers konar beinum eða óbein- um tilraunum til þess að skaða hagsmuni Póllands. FJðlbreyfi ipróttabátið i Reykjavík 27.«*31. ágúst í. R. R. og í. S. í. gangast fyrir hátíð- inni í sambandi við meistaramótið. C UNNUDAGINN 27. ágúst ^ fer fram hér í Reykjavík að tilhlutun íþróttaráðs Reykjavíkur íþróttahátíð mikil. Verður keppt í ýmsum íþróttagreinum, og stjórnir félaganna keppa í boðhlaupi. Iþróttahátíðin hefst með því að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli kl. 1,45 e. h., en af svölum Alþingishússins verður ræða flutt- Þá safnast saman stjómir allra íþróttafélaganna og íþrÓLtamenn- irnir sunnan Austurvallar og ganga því næst undir fánum fé- laga sinna í skrúðgöngu í skrúð- göngu til íþróttavallarins, en í fylkingarbrjósti gengur Lúðra- sveitin og leikur göngulög. Á íþróttavellinum verður svo mötið sett af forseta I. S. 1., Ben. G. Waage. Fyrst fer fram boð- hlaupskeppni milli stjórna alira íþróttafélaganna, og verður keppt I 5 manna sveitum, 5 sinnum 80 metra. Verður keppt um bók, sem Stórstúka íslands hefir gefið. Er bók þessi öll hin vandaðasta og kápan, sem er úr tré, er útskorin af Marteini Guðmundssyni. Eru í bókinni 100 blöð, og er ætlunin að skrifa nöfn sigurvegarasveit- árinnar í bókina, en að 100 ámm Íiðnum, þegar bókin á að vera orðin fullskrifuð, þá á hún að setjast í vörzlu Þjóðskjalasafns- ins. Þá keppa „öldungar“ (gamlir íþróttamenn eldri en 40 ára) í boðhlaupí, sömu vegalengd og hinir fyrri. Verðlaunagripurinn er stór skjöidur, sem Iþróttaráð Reykjavíkur hefir gefið, en Mar- teinn Guðmundsson skorið út. Verða á skjöldinn árlega settir mínni skildir, með nöfnunr sig- urvegara, og að 100 árum liðn- um, en þá á skjöldurinn að verða fullsettur, verður hann afhentur Þjóðminjasafninu til varðveizlu. Að þessum boðhlaupskeppnum loknum hefst svo meistaramót t. S. t., og verður keppt í öllum helztu íþróttagreinum, en tilhög- un þess er ekki fullkomlega á- kveðin enn, en það mun standa yfir frá sunnudeginum 27. ágúst til 31. ágúst. Nýlega fæddist Júlíönu, ríkiserfingja á Hollandi, dóttir, sú önnur í röðinni. Á myndinni sjást kallarar í skrautlegum búningi til- kynna hin gleðilegu tíðindi. Liðveizla Sigfúsar Sigurhjartarsonar. ÐLAÐ kommúnista, Þjóðvilj- inn, hefir ekki fundið neina hvöt hjá sér til þess, enda þótt annar ritstjóri hans sé þekktur starfsmaður bindindis- hreyfingarinnar, að taka undir þær alvarlegu aðvaranir, sem Alþýðublaðið hefir borið fram undanfarna daga út af óreglu- tilfellunum í lögreglunni og öðrum misfellum 1 starfi ein- stakra lögregluþjóna. En í dag fer blaðið allt í einu á stúfana og svarar gagnrýni Alþýðublaðsins með svívirðing- um um óreglu, sem það heldur fram að einstakir Alþýðu- flokksmenn hafi gert sig seka um. Það mætti minna Sigfús Sigurhjartarson á ölæði og slagsmál Héðins Valdimarsson- ar, núverandi formanns komm- únistaflokksins, á alþingi, sem hann gerði einu sinni að um- talsefni í útvarpinu, og fleiri slík tilfelli í hans eigin flokki. En i þesu tilfelli er það óheyrilegt að reyna að bera blak af óreglutilfellunum í lög- reglunni með slíku hnútukasti af pólitískum ástæðum, enda ætti öllum að vera það ljóst, að það eru allt aðrar og meiri kröf- ur, sem gera verður til lögreglu- þjónanna í starfi þeirra í þess- um efnum, heldur en til ein- stakra manna. Kommúnistablaðið hefði ekki getað skrifað ákjósanlegar fyrir hina seku lögregluþjóna, þótt það hefði beinlínis verið gert út af þeim til þess að bera blak af óreglu þeirra og spilla fyrir við- leitninni til þess að rétta við ag- ann í lögreglunni! Skemtiferðir Ferðafélags ins nm næstu helgi. Ferðafélag íslands efnir til tveggja skemmtiferða á næstu helgi. Gönguför á Esju: Ekið í bílum kl. 8 á sunnudagsmorgun upp að Bugðu í Kjós. Gengið þaðan austan við Flekkudal upp á fjallið og á Hátind. Þá haldið vestur eftir fjallinu og komið niður hjá Mógilsá. Hátindur er 909 metra hár, og þar er tinda- bók Ferðafélagsins. í björtu veðri er mjög víðsýnt af Esju. Farmiðar seldir á Steindórsstöð á laugardag frá kl. 1 til 7. — Ferð á Hveravelli, Kerlingarf jöll og Hvítárnes. Lagt af stað kl. 3 á laugardag og ekið norður á Hveravelli og gist þar í sælu- húsinu. Komið að Gullfossi í báðum leiðum. Á sunnudags- morgun ekið að Kerlingarfjöll- um, gengið á fjöllin ef bjart er og skoðað hið merkilega hvera- svæði í Hveradölum. Þá haldið 1 Hvítárnes og þaðan heimleiðis á sunnudagskvöld. Hverimir á Hveravöllum eru mjög fallegir, og er þar unaðslegt í góðu veðri. Kerlingarfjöllin hafa upp á svo margt að bjóða, og þá er yndis- legt við Hvítárvatn. Áskrifta- listi á skrifstofu Kr. Ó. Skag- fjörðs, Túngötu 5, og séu far- miðar teknir fyrir kl 4 á föstu- dag. Lengsta brú í Noregi var opnuð til umferðar s. 1. laugardag. Brúin liggur yfir Tana fljót og tengir saman eystri og vestri Finnmörk. Hún er 275 metra löng. NRP. Kaupið Alþýðublaðið! I DA6 Næturlæknir er Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Bellmanns- söngvar. 20.30 Útvarpssagan. 21,00 Orgelleikur í Dómkirkj- unni (dr. Urbantschitsc). 21.30 Hljómplötur: Vögguljóð. 21,50 Fréttaágrip. Dagskrárlok. Eimskip: Gullfoss fór frá Kaupmanna- höfn kl. 10 í rnorgun, Goðafoss fór frá Vestmannaeyjum í gær áleiðis til Leith, Brúarfoss fór frá Önundarfirði kl, 10 í morgun til Bíldudals, Dettifoss er hér. Lagarfoss er á leið til Austfjarða, Selfoss er á leið til Norðfjarðar frá Siglufirði. Dönsk skonnorta kom til Reykjavíkur í morgun vegna vélabilunnar. Er skonnort- ah með kolafarm til Borgarness. Vélsftipið Hermóður kom einnig inn í morgun. 2. flokks mótið hófst í gær. Vann K. R. Vík- ing 3:1 og Fram Val með 1:0. Skemmtiferðaskipið Arandorra Star kom hingað í morgun frá London. Mun nokkuð af skemmtiferðafólkinu fara í dag austur að Gullfossi og Geysi og til Þingvalla og skoða sig um hér í bænum og nágrenninu, en í kvöld fer skipið héðan aftur. Bankablaðið, 2. tölublað 5. áig. er nýkomið út. Efni: Bankamannamót i Lon- don, Minningarorð: Þórður Sveinsson, Karl Johnsson, Árni J. Ámason, Búnaðarbanki íslands 10 ára. Kristján Jónsson 50 ára 0. m. fl. Farþegar með m.s. Dronning Alexand- rine frá útlöndum um helgina voru m. a.: Soffía Jóhannesdótt- ir, Fanney Jóhannesdóttir, Kristinn Ármannsson, Einar Þorgrímsson, Logi Einarsson, Elly Magnússon, Benny Magn- ússon, Fríða Ingólfsdóttir, Olly Elísabet Jónsson, Guðbrandur Jónsson, Lárus Pétursson, Haukur Hvannberg, Þórarinn Ólafsson, Þorleifur Thorlacius, Guðmundur Kr. Jóhannsson, Sigfús Bergmann Jónsson, Hjör. dís Óladóttir, Helga Jónsdóttir, K. Sigríður ÓÍafsdóttir, Guðr. E. Guðmundsdóttir, Ragna Guð- mundsdóttir, Samúel Jónsson, Einar Guðmúndsson með konu og tvær dætur, Hilda Eyjólfs- son. Ragnh. Steindórsdóttir, Dagný Hansen, Unnur Ólafs- dóttir, Hólmfríður Kristjáns- •dóttir, Sveinn Pálsson, Ragnar Thorarensen, Unnur Steindórs, Oddur Carl Thorarensen og Th. Thorarensen. Auk þess voru með skipinu margir danskir, þýzkir og franskir ferðamenn. Zophionias Pálsson hefir af félagi danskra landbún aðarmælingafræðinga verið sæmdur sérstökum héiðursverð- launum, er hann tók próf í land- búnaðarmælingafræði við land- búnaðarháskólann í Kaupmanna- hpfn í vor sem leið með beztu einkunn, sem veitt hefir verið. Zophonias er sonur Páls Zop- honiassonar alþingismanns og konu hans frú Guðrúnar Hannes- dótt«r. F.Ú. Freyr júlí—ágústhefti er komið út. Er þar grein um Guðjón Guð- laugsson frá Ljúfustöðum, Bún- aðarfræðslan, upphaf á fyrir- lestri eftir Ragnar Ásgeirsson, Fóðurtrygging og kjarnfóður, Heyverkun og fóðurgildi heys, Um mjólk og mjólkurafurðir, Loðdýraræktin ásamt skrá yfir verðlaunadýr 1938 o. fl. — Rit- stjóraskipti verða nú við Frey. Lætur Metúsalem Stefánsson af ritstjórn, en Árni Eylands tekur við, þegar hann kemur heim úr för sinni á heimssýningunni í New York. Milljón f boði. (I will give a million!) Bráðsmellin amerísk skemmtimynd frá Fox, er sýnir á fi’umlega fyndinn hátt sögu um milljóna- mæring, sem leiddust auð- æfin og gerðist flakkari. Aðalhlutverkin leika: Warmer Baxter, Marjorie Weaver og Peter Lorre. Dagsbrfinarfélagar! Gjalddagi árstillaganna var 15e marz s.l. Munið að greiða gjöld ykkar til félagsins. Skrifstofan er í Alpýðu- húsinu við Hvg. Opin alla virka daga frá klukkan 4 —- 7 síðdegis. Stjérnln. Maðurinn — sem hvarf. Þessi óvenjulega skemmtilega skáldsaga er skrifuS af 6 þekktustu skáldsagna- hefundum Bandaríkjanna, eftir hug- mynd Franklin B. R»»sevelts Banda- ríkjaforseta. Kostar 2 krónur. — Fæst í Afgreiðslu AlþýSublaðsins. Lúðrasveit Reykjavíkur ætlar að skemmta bæjarbúum með hljómleikum á Austurvelli í kvöld. Hefst hornablást- urinn klukkan 9. Á dag- skránni er m. a.: Forspil úr Sig- urði Jórsalafara eftir Grieg, ís- lenzkur dans nr. 3 eftir Jón Leifs, Mondnacht auf der Alster eftir Petras, Vöggukvæði eftir Emil Thoroddsen, Hochzeit- stándchen eftir Klose og Huldi- gungsmarsch eftir Hans Grisch, kennara við tónlistarskólann í Leipzig. Hann er hér staddur um þessar mundir og mun sjálfur stjóma lúðrasveitinni á meðan hún spilar lagið. Milljón í boði heitir ameríksk gamánmynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Að- alhlutverkin leika Peter Lorre, Warner Baxter og Jean Hers- holt. Drottningin •r á SiglufirÖi. TORGSALA á Öóinstorgi og við Barónsstíg á niorgun. Biómkál og hvítkál mjög ódýrt o. fi. grænmeti. FJALLGÖNGUMENN HRAPA. Frh. af 1. síðu. klifu upp fjallsvegginn, og eftir 16 klst. erfiðar björgunartil- raunir tókst þeim loks að hjálpa manninum. (NRP.) Ættingjar, vinir eða venzlafólk, sem lætur sér hugarhaldið um, eða kann að bafa meðgjörð með le:ði Sigurðar Breiðfjörð í igamla garðinum, er beðið að gera svo vel að tala við umsjónarmanninn, því að í ráði er að hækka steininn og iaga leiðið, ef um semst. Súðin er hér, kom í gærkveldi og fer annað kvöld í hringferð. Útbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.