Alþýðublaðið - 18.08.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.08.1939, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR Drengjamótið sýnir, að við eigum mörg ágæt efni. —----- Jafn og víða ágætur árangur. Fleiri drengja- mót. í þessari viku fór fram Drengjamót Ármanns. Það vekur hjá mér margar hugleiðingar um iþróttaæsku landsins og aðbúnað hennar að því er lceppninni viðvík- ur. í sundinu er þannig háttað, að vart fer nokkurt mót fram, án þess að keppt sé í yngri flokkunum líka. Ungir knattspyrnumenn hafa tvö mót á ári, en frjálsíþróttamenn hafa aðeins eitt, að undanskildum innanfélagsmótum, sem njóta ekki þeirrar virðingar, sem þarf, og veita ekki þá skólun, sem keppni veitir annars íþróttamanni. Langflestir þeirra manna, sem nú skara fram úr í frjálsum íþróttum hér á landi, hafa ,,fundizt“ á drengjamótum. Þannig á það að vera, en í stærri stíl en nú gerist. Á hverju drengjamóti kemur ein- hver nýr, sem þjálfararnir taka eftir. En að hafa aðeins eitt drengja- mót á ári er alltof lítið. Dreng- irnir verða að fá fleiri tækifæri til að sýna getu sína. Þeir verða að fá að keppa mikið, fá að vinna sig upp upp stig af stigi, en það hefst ekki með einu móti á ári. Dreng- irnir mega ekki fara of snemma í keppnina við þá fullorðnu, svo að þeir gefist ekki upp og hætti öllum æfingum. Það hefir komið í ljós, að þeir unglingar, sem snemma byrja að keppa við þá fullorðnu, hafa ekki þá reynslu, sem til þarf. Það sést á því, að þeir kunna ekki þá list að taka sigri og ósigri rétt. Þeir ýmist ofmetnast og vanrækja af þeim orsökum æfingar, eða þeir gugna við andstreymi. Þetta þarf að koma í veg fyrir með því að lofa hverjum að vera í sínum flokki og fara afar varlega í að færa þá upp í eldri flokka. Með því móti mun okkur haldast betur á íþróttaefnum okkar en hingað til. Þar, sem keppnir eru of fáar, eins og í frjálsum íþróttum, þarf að fjölga þeim. Með því að hlúa að íþróttum æskunnar og leggja meiri rækt við hana, er byggð upp framtíð ís- lenzkra íþrótta. Zeus. Drengjamót Ármanns hófst s.l. mánudag. Keppendur voru 35 frá 5 félögum, þ. á m. Fimleikafél. Hafnarfjarðar og íþróttafél. Kjós- arsýslu. Árangur var ágætur í flestum greinunum og sýnir, að við eigum fjölda góðra efna, sem leggja þarf rækt við. Keppnin er stigakeppni milli félaganna. Or- sakar það, að einstaklingarnir keppa oft í allt of mörgum grein- um, en ná ekki fullum árangri í öllum. Væri sennilega hentugra, að breyta reglugerðinni svo, að drengirnir beittu sér frekar að sín- um greinum, en ekki tugþrautinni. Fyrsti dagur mótsins. Veðrið var ekki sem ákjósanleg- ast, þótt góður árangur næðist. Fyrst var keppt í 80 m. hlaupi. Voru keppendur 13 og hlupu í fjór- um riðium. 1. riðill: Jón Emils., Á. 10,1 sek., Einar Eyfells, Í.R. 10.3 sek., Ing- ólfur Steinsson, Í.R. 10,5 sek. 2. riðill: Janus Eiríksson, Í.R. 9,7 sek., Anton B. Björnsson, KR., 10,0 sek., Þórhallur Einarsson, Á. 10,0 sek. 3. riðill: Sigurður Finnsson, K.R. 9.7 sek., Guðm. Sigurjónsson, Á. 9,9 sek., Rögnvaldur Gunnlaugs- son, K.R. 10,0 sek. 4. riðill: Grímur Thromberg, Á. 9.8 sek., Ingimundur Sigurjónsson, F.H. 9.9 sek., Kristjón Thromberg Á. 10,0 sek.; Vilberg Skarphéðins- son, Á. 1. milliriðill: Janus Eiríksson, í. K. 9,5 sek.; Anton B. Björnsson, K.R. 9,8 sek., Einar Eyfells, Í.R. 9.9 sek.; Jón Emilsson, Á. 9,9 sek. 2. milliriðill: Sigurður Finnsson, K.R. 9,7 sek., Guðm. Sigurjónsson, Á. 9,8 sek., Grímur Thromberg; Á. 9,9 sek., Ingim. Sigurjónss., F.H. Úrslit: 1. Janus Eiríksson, Í.K. 9,7 sek. 2. Sigurður Finnsson, K.R. 9,7 sek. 3. Guðm. Sigurjónsson, Á. 9,9 sek. 4. Anton B. Björnss., K.R. 9,9 sek. Hlaupið var undan 3—4 vind- stiga vindi. Drengjametið, 9,4 sek., á Kjartan Guðmundsson. Janus er bráðefnilegUi. spretthlaupari, en skortir sýnilega kennslu. Önnur greinin var kúluvarp. 1. Sigurður Finnss., K.R. 15,92 m. 2. Gunnar Huseby, K.R. 15,42 m. 3. Anton B. Björnss., K.R. 14,61 m. 4. Jóel Kr. Sigurðsson, Í.R. 12,75 m. 5. Grímur Thromberg, Á. 11,60 m. Kastararnir virðast allir vera á réttum vegi með stílinn. Gunnar er aðeins 15 ára og býr yfir mik- illi snerpu, en köst hans eru of lág. Þriðja greinin var þrístökk: 1. Sigurður Finnsson, K.R. 12,66 m. 2. Anton B, Björnss.. K.R. 12,42 m. 3. Grímur Thromberg, Á. 11,31 m. 4. Kristjón Thromberg, Á. 10,94 m. 5. Ragnar Emilsson, F.H. 10,39 m. Anton stökk vel, en Sigurður hefir miklu meiri kraft, hraða og stökksnerpu. Stökkin voru: Sigurður: 11,90 — 12,59 — 12,15 — 12,66 — 12,20 — 12,04. Anton: 11,34 — 12,14 — 12,15 — 12,02 — 12,20 — 12,42. Grímur: 10,82 — 10,74 — 11,31 — 11,24 — 11,19 — ógilt. Síðasta greinin var 400 m. hlaup. Keppendur vo»w 7 og hlupu í tveim riðlum. 1. riðill: Janus Eiríksson, Í.K. 58,8 sek. Anton B. Björnsson, K.R. 58,9 sek. Ingim. Sigurjónsson, F.H. 64,2 sek. 2. riðill: Sigurður Finnsson, K.R. 59,4 sek. Guðm. Sigurjónsson, Á. 59,8 sek. Garðar Þormar, K.R. 60,9 sek. Rögnv. Gunnlaugss., K.R. 62,0 sek. Tíminn réð úrslitum. Janus fór of greitt af stað. Annar dagur mótsins. Fyrsta grein annars dags var stangarstökk. Keppendur voru 5, þar af aðeins einn frá Reykjavík, en hinir frá Hafnarfirði. 1. Ingim. Sigurjónsson, FH. 3,00 m. 2. Anton B. Björnsson, KR. 3,00 rn. 3. Har. Sigurjónsson, FH. 2,80 m. 4. Magnús Gúðmundss. FH. 2,50 m. 5. Magnús Gunnarss., FH. 2,50 m. Ingimundur vann á því, að hann fór yfir 2,50 í fyrsta stökki, en Anton í öðru. Önnur greinin var kringlukast. 1. Gunnar Huseby, KR. 41,37 m. 2. Sigurður Finnson, KR, 40,20 m. 3. Anton B. Björnsson, KR. 37,30 m. 4. Rögnv. Gunnlaugss. KR. 34,39 m. Flestum til mikillar undrunar sló Gunnar Sigurð út, Sigurður var óviss í hringnum og lítið varð úr öllum þeim krafti, sem á bak við köstin lá. Er sennilegt, að hann hafi æft stærri kastáhöldin of mik- ið. Anton og Gunnar köstuðu báðir vel. Er sama um Gunnar að segja í kúluvarpinu: kringlan er of lág. Rögnvaldur gæti kastað miklu lengra, ef hann lærði atrennuna. Þriðja greinin var 3000 m. hlaup. 1. Árni Kjartansson, Á. 10:00,0 mín. 2. Haraldur Sigurjónsson, FH. 10:01,6 mín. 3. Matthías Guðumndsson. Á. 10:07,0 mín. 4. Garðar Þormar, KR. 10:34.8 mín. 5. Grétar Eiríksson, KR. 10:43,0 mín, 6. Jón Guðjónsson, FH. 7. Pétur Geirdai, Á. Pétur leiddi framan af, en um mitt hlaupið Garðar. Þeir hafa sennilega báðir fengið hlaupasting. Síðasta hluta hlaupsins leiddi Har- aldur, en Matthías og Árni fyigd* honum fast eftir. Þegar 80 m. voru eftir í mark, tók Árni góðan enda- sprett, en Haraldur varð annar. Matthías og Garðar hlupu stílbezt og með beztum skrefum. Árni er aftur á móti sterkur og ákveðinn. Verður hann án efa góður hlaupari með meiri hlaupaæfingu. Síðasta grein dagsins var 1000 m. boðhlaup: 1. Sveit K.R. 2:17,9 mín. 2. Sveit Ármanns 2:19,4 mín. Þessi tími mun vera sá bezti, sem drengjasveit einstakra félaga hefir náð. Drengjametið á blönduð sveit úr Reykjavíkurfélögunum öllum. Sveitirnar voru þannig skipaðar: K.R.: 100 m. Rögnvaldur Gunn- laugsson, 200 m. Garðar Þormar, 300 m. Sig. Finnsson, 400 m. Ant- on B. Björnsson. Ármann: 100 m. Jón Emilsson, 200 m. Grímur Thromberg, 300 m. Kristján Throm berg, 400 m. Guðm. Sigurjónsson. Sigurður Finnsson vann hlaupið, ef svo má að orði komast, því að Ármann hafði 4 m. forskot, þegar að honum kom, en hann skilaði Antoni 5—6 m. forskoti. Þriðji dagur mótsins. Veðrið var afar vont, kalt og síð- ar rigning mikil og töluverður vindur. Fyrsta keppnin var há- stökk: 1. Sig. Finnsson, KR. 1,55 m. 2. Anton B. Björnss., KR. 1,55 m. 3. Kristjón Thromberg, Á. 1,55 m. 4. Ingólfur Steinsson, ÍR. 1,55 m. 5. Þórhallur Einarsson, Á. 1,50 m. 6. Rögnv. Gunnl.ss., KR. 1,50 m. 7. Janus Eiríksson, ÍK. 1,45 m. 8. Guðm. Sigurjónsson, Á. 1,45 m. Árangur þessi er einhver sá jafnasti og bezti, sem náðst hefir á drengjamóti hér. Þegar tveir menn stökkva sömu hæð, gilda þær reglur, að sá vinnur, sem fyrr fór — eða færri tilraunir gerði, áður en honum heppnaðist. Þannig stökk Sigurður 1,55 í fyrsta stökki, en Anton í öðru, og vinnur því Sig- urður. Geti eltki hæsta hæð skorið úr, má leita til tilrauna keppenda á lægri hæðum. Önnur greinin var spjótkast: 1. Jóel Kr. Sig., ÍR. 43,77 m. 2. Gunnar Huseby, KR. 41,91 m. 3. Sig. Finnsson, KR. 41,59 m. 4. Anton Björnss., KR. 37,75 m. m. 5. Ben. S. Gröndal, KR. 35,78 m. 6. Geir Guðmundss., Á. 35,60 m. 7. Grímur Thromberg, Á. 35,32 m. 8. Har. Sigurjónsson, FH. 35,19 m. Kastað var á móti regni og vindi, svo að sennilega hefði árangur orðið betri í góðu veðri, þótt hann sé, sérstaklega hjá þrem fyrstu, á- gætur. Atrennan er ekki góð hjá neinum keppendanna. Verða þeir allir að leggja meiri áherzlu á stíl við æfingar sínar. Þriðja greinin var 1500 m. hlaup: 1. Árni Kjartansson, Á. 4:48,4 mín. 2. Matthías Guðmundsson, Á. 4:48,5- mín. 3. Garðar Þormar, KR. 4:50,5 mín. 4. Haraldur Sigurjónsson, FH. 4:59,8 mín. 5. Elías Sigurliðason, ÍR. 5:00,6 mín. 6. Grétar Eiríksson, KR. 5:05,1 mín. Mikill spenningur var á enda- sprettinum, því að Árni og Matthí- as hlupu samhliða síðustu beinu brautina, en Árni rétt sleit snúr- una á undan. Garðar tók einnig góðan endasprett. Veðrið mun hafa sín áhrif á tímana. Síðasta keppnin var í langstökki: 1. Sig, Finnsson, KR. 5,95 m. 2. Janus Eiríksson, ÍK. 5,83 m. 3. Anton B. Björnsson, KR. 5,66 m. 4. Þórh. Einarsson, Á. 5,52 m. 5. Rögnv. Gunnl.ss. KR. 4,91 m. Janus og Sigurður hafa mikinn kraft og hraða i atrennunni, en skortir báða stíl í stökkinu. Rögnvaldur var óviss í atrennunni, og stökk hann upp langt fyrir alt- an plankann. Var stökk hans, sem var frá planka 4.91, frá stökkstað 5,66 m. Úrslit mótsins. Stigin féllu þannig: K.R. 40 stig. Ármann 14 *tig. í.k. e «ti«. F.H. 6 stig. Í.R. 3 *tig. Flest einstaklingsstig á mötinu hafa: Sig. Finnsson 18 stig. Anton B. Björnsson 11 stig. Janus Eiriksson 8 stig. Gunnar Huseby 7 stig. Árni Kjartansson 6 stig. CBAWjES NORDHOFE og JAMES NORMANLJIALL: Dppreisrin á Bounty. 48» Karl ísfeld ísleækaði. varlegur. — Þetta var ákveðið á fimm mínútum. Munið þér eftir samtali okkar kvöldið áður, þegar Peckover var á verði? — Já, það man ég vel. — Ég bað yður, ef eitthvað skyldi koma fyrir mig á heim- leiðinni, að skýra fjölskyldu minni frá því, þegar þér kæmuð til Englands. Ástæðan til þess, að ég bað yður þessa, var sú, að ég hafði ákveið að yfirgefa skipið, áður en morgunvarð- mennirnir kæmu á þiljur. Ég hafði ekki trúað neinum fyrir þessu öðrum en Norton, sem ég vissi, að mér var óhætt að treysta. Ég vildi ekki segja yður frá þessari ráðagerð, því að ég vissi, að þér mynduð reyna að hafa mig ofan af þessari fyrirætlun minni. Norton hafði, í laumi, smíðað ofurlítinn fleka, sem ég vonaðist eftir að geta komizt á til Tofoa. Þar sem svona var gott í sjóinn, vonaði ég, að þetta myndi heppnast. — Ætluðuð þér í raun og veru að yfirgefa fjölskyldu yðar og heimili að fullu og öllu? — Já, ég gat ekki verið hér lengur. Ég hafði þjáðst undir harðstjórn Blighs, og þegar hann ásakaði mig um, að ég hefði stolið kókoshnetunum, þoldi ég ekki meira. — Ég veit, að þér hafið orðið að þola mikið, en við vorum allir á sama skipi. — Ég tók ekki tillit til þess. Ég hugsaði ekki um annað en hina svívirðilegu ásökun, sem fólst í orðum skipstjórans. Auk þess hugsaði ég um hið langa ferðalag, sem við áttum fyrir höndum, og ég vissi, að ég myndi aldrei þola slíkar þjáningar | hfilt ár. En ég hafði ekki heppnina með mér. Veðrið var fagurt, og eins og þér munið, voru nærri því allir á þiljum uppi. Og það var nærri því óhugsandi, að ég gæti læðzt frá borði, eins og á stóð. Að lokum ákvað ég að fresta framkvæmd þessarar fyrirætlunar. Ég varð að bíða, þangað til við færum fram hjá annarri ey vestar. Jafnvel klukkan 4 um nóttina, þegar ég tók við verði af Peckover, hafði mér ekki dottið uppreisn í hug. Mér þætti vænt um, ef þér vilduð trúa mér. Ég fullvissa yður um, að þetta er satt. Ég gekk um gólf á þilfarinu og hugsaði um hinar stöð- ugu móðganir, sem ég varð fyrir. Ég ver mig ekki, ég aðeins skýri frá staðreyndum. Mig langaði til þess að drepa manninn. Mér datt það oftar en einu sinni í hug. Hvers vegna átti ég ekki að myrða hann og losna við hann á þann einfalda hátt. — Freistingin varð mér nærri því of sterk. Ég segi yður þetta, til þess að lýsa fyrir yður tilfinningum mínum á þessari stundu. Ég var utan við mig af örvæntingu. Eins og þér vitið var Hayward næststjórnandi á minni vakt. Til þess að ná aftur valdi á sjálfum mér, fór ég að leita hans. Ég fann hann sofandi við lestarhlerann. Ef öðruvísi hefði staðið á, hefði slík vanræksla gert mig fokreiðan. — Við vorum á óþekktum slóðum og Bligh hafði gefið strangar skipanir um, að gæta fyllstu varúðar, hversu langt sem við kynnum að vera frá landi. Hayward hafði stjórn á framþiljunum. Þrír varð- mannanna höfðu fylgt dæmi hans — og sváfu. Ég stóð stund- arkorn og horfði á Hayward. Þá var sem hvíslað væri að mér: Taktu skipið! Frá þeirri stundu hugsaði ég skýrt og ljóst. Ég skildi, að þetta var tækifærið, en ég athugaði ekki þær afleiðingar, sem þetta gat haft fyrir hina. Burkitt var vakandi og stóð bak- borðsmegin. Bligh hafði oft refsað honum, og ég vissi, að ég mátti treysta á hjálp hans. Samt sem áður sagði ég honum •kki «*tiun wu'na. Því að mú hafði ég gert áætlun í huganum. wpiwwuiiwaw^w—ijmi i'n .......... ... Ég bað hann að koma með mér undir þiljur og vekja Churchill, Martin, Thompson og Quintal, án þess að vekja hina, og segja þeim, að mig langaði til þess að tala við þá við fremri lestina. Því næst gekk ég til Colemans, vakti hann varkárlega og bað hann að lána mér lykilinn að vopnakistunni, því að ég þyrfti að ná mér í byssu til þess að skjóta hákarl með. Hann fékk mér lykilinn, snéri sér svo til veggjar og sofnaði á ný. Ég fann Hallet, þar sem hann svaf á vopnakistunni. Hann tilheyrði líka minni varðsveit. Ég vakti hann og rak hann aftur í skut. Hann varð hræddur við að vera staðinn að vanrækslu í starfinu og bað mig að segja ekki Bligh skipstjóra frá þessu. Burkitt og þeir, sem hann hafði vakið, stóðu nú og biðu eftir mér. Þeir samþykktu þegar í stað uppástungu mína. Við tók- um okkur byssur í hönd, og ég lét Thompson halda vörð við vopnakistuna. Svo vöktum við McCoy, Williams, Alexander Smith og fleiri. Allir lofuðu þeir því að taka þátt í uppreisn- inni. Við fengum þeim vopn, og þegar ég hafði sett varðmenn við allar klefadyr, fórum við inn í klefa Blighs. Hitt vitið þér. Hann sat þögull stundarkorn og horfði í gaupnir sér. Loks rauf hann þögnina og sagði: — Álítið þér, að Bligh komist nokkurn tíma til Englands? — Það er hæpið. Fyrsti staðurinn, þar sem nokkurrar hjálpar er að vænta, er Timor. Og Timor er í um 3600 mílufjórðunga fjarlægð frá þeim stað, þar sem báturinn var settur á flot. Þegar ég tók skipið á mitt vald, hafði ég í hyggju að flytja Bligh 1 böndum til Englands. En skipverjarnir vildu ekki heyra það nefnt, það vissuð þér sjálfur. Og ég varð að beygja mig fyrir því. Svo vaknaði spurningin um það, hverjir ættu að fara með honum. Upphaflega ætlaði ég aðeins að senda með honum Fryer, Samuel, Hayward og Hallet, en ég gat ekki neitað hin- um, fyrst þeir vildu endilega fara. Það hefði verið hættu- legt að halda þeim eftir. Mér var það ljóst, að ef ég héldi eftir þ#im Fry#r, Purchsll, Col* og P*<?kovtir, ktfiu þ#tr g«rt allt,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.