Alþýðublaðið - 18.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.08.1939, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 18, ÁG. 1939 AbOYOUBLAÐIÐ •-------------------------« ALÞÝÐUBLAÐiÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTUJS8SON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 49e0: Afgreiðsla, auglýsingar. 14901: Ritstjórn (innl. fréttir). '4902: Ritstjóri. J 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. i4906: Afgreiðsla. ;5021 Stefán Pétursson (heima). ; ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Félagsdémar. ÞEGAR verið var að ganga frá lögunum um stéttar- félög og vinnudeilur í fyrra og stofna félagsdóm samkvæmt þeim til þess að gera út um á- greining milli verkamanna og vinnuveitenda út af samnings- rofum eða mismunandi skilningi á gildandi samningum, ætluðu kommúnistar alveg af göflunum að ganga, létu svo sem verið væri að hneppa verkamenn í þrældómsfjötra og höfðu jafn- vel í hótunum um að stofna til allsherjarverkfalls til þess að hindra framkvæmd hinna nýju laga. En nú bregður svo einkenni- lega við, að eftir að félagsdómur hefir dæmt í nokkrum málum og frestað álíka mörgum til þess að fá að njóta tveggja mánaða sumarleyfis, virðast engir vera ánægðir með hann nema kommúnistar! Hvernig er það mögulegt, að slík endaskipti geti orðið á hlutunum? Er það hugsanlegt, að félagsdómur hafi í reynd fullnægt anda þeirra laga, sem hann er stofnaður og á að starfa eftir, þegar það eru svo að segja eingöngu yfirlýst- ir fjandmenn þeirra laga, sem taka svari hans á opinberum vettvangi? Það skal ekki þráttað hér um þá fáu úrskurði, sem félags- dómur felldi, áður en hann fékk sér hvíld frá störfum og fór 1 sumarleyfið. Þess skal aðeins getið, að þeir hafa, að minnsta kosti sumir, engan veginn orðið til þess að skapa honum það traust meðal almennings, sem æskilegt hefði verið um slíka stofnun, þegar hún var að hefja störf sín. En um hitt hafa varla komið fram skiptar skoðanir, nema að svo miklu leyti, sem kommúnistar hafa talið sér skylt að votta félagsdómi þakklæti sitt fyrir úrskurð hans í Hafnarfjarðardeilunni í vetur, að það hafi að minnsta kosti verið furðuleg ráðstöfun af hon- um, ef ekki með öllu óheimil, að taka sér tveggja mánaða sumarleyfi um háannatímann og hlaupa þannig frá fleira en einu aðkallandi vandamáli, sem fyrir honum lá til fullnaðarúrskurð- ar. Eitt af þessum málum var kæran út af brottrekstrunum úr Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði, sem átti að fá úr því skorið, hvort kommúnista- klíkunni, sem nú stjórnar því félagi, skyldi heimilt að gera á annað hundrað hafnfirzka verkamenn atvinnulausa yfir hásumarið. Mál þetta hafði ver- ið dregið á langinn af félags- dómi síðan í lok maímánaðar, áður en hann frestaði því vegna sumarleyfisins, og hefði þó dóminum átt að skiljast það, að það gæti oltið á nokkru fyrir verkamennina i Hafnarfirði, hvernig fram úr svo alvarlegu máli réðist. En það er svo að sjá, að félagsdómi hafi ekki fundizt vera hér um neitt sér- staklega aðkallandi vandamál að ræða, og það verður að minnsta kosti ekki sagt, að það sé honum að þakka, að hafn- firzku verkamennirnir, sem voru reknir úr Hlíf af komm- únistum, hafa ekki orðið að svelta heilu hungri í sumar. Frestunin á öðru þeirra mála, sem úrskurðar biðu, er einnig næsta furðuleg. Það er deilan um það, hvaða kaup netavinnu- fólkið skyldi hafa við netabæt- ingar á Siglufirði í sumar. Það mál lá þegar fyrir um miðjan maí, og er sannast að segja ó- skiljanlegt, hvernig dóminum hefir dottið það í hug, að fresta úrskurði í því fram yfir síld- veiðitímann, eða þangað til að- alannirnar við netabætingar á Siglufirði eru um garð gengnar! Mannfjöldmn hyllir Roosevelt á hópgöngu í New York. Á borðanum stendur: „Roosevelt, vinur gleymda mannsins.“ Það er ekki hægt að kenna lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur um svo ótrúleg , mistök og yfirsjónir. Það ligg- ur í þeim lögum, að félagsdóm- ur verður alltaf að vera á verði til þess að skera úr aðkallandi málum, sem upp kunna að rísa út af vinnusamningum, enda eru jafnmargir varamenn skip- aðir í dóminn og aðalmenn, þannig að erfitt er að sjá, að hann þurfi beinlínis að leggja niður öll störf í tvo mánuði á aðalannatíma ársins, þó að einn eða fleiri af dómurunum vilji fara í sumarfrí. Og það er bein- línis tekið fram í lögunum um félagsdóm, að allir frestir í mál- um skuli vera sem stytztir og dómurinn gæta þess, að þau tefjist ekki að óþörfu. Það verður því ekki sagt, að það sé lögunum að kenna, að félagsdómur hefir ekki orðið verkamönnum sú réttarstoð, sem hann átti og á að verða. Og hverju getur það þá verið að kenna öðru en því, að dóm- urinn sé að minnsta kosti að einhverju leyti skipaður mönn- \ um, sem ekki eru starfi sínu vaxnir? Það fer varla hjá því, að alþingi verði að taka það til alvarlegrar íhug- unar, hvað gera skuli til þess, að félagsdómur verði raunverulega sú trygging fyrir því, að verkamenn geti náð rétti sínum, sem honum er ætl- að samkvæmt lögunum um stéttarfélög og vinnudeilur. Kartðflnr, 30 anra kg. Gulrófur, ;;7X“' 3 j ^ 30 aura kg. Rabarbari, 35 aura kg. BREKKA Símar 1678 og 2148. rjarnarbúðin. — Sími 3570. Torgsala á morgim við Hótel Heklu og á torgfau viö Njáls,götu og Barónsstíg. Alltaf nýtt og miki'ð grænmeti. Mtkið af tómötum og alls feonar gr»n- m*ti. Ódýrast á torginu. Útbreiðið AlþýðubHHMK Verðir Roesevelt endurkosinn? fk RIÐ 1940 fara næst fram A*- forsetakosningar í Banda- ríkjunum, og verður gangur stjórnmálanna á næstu mánuðum án efa mjög viðburðaríkur. For- setakosningarnar í Bandaríkjun- um hafa venjulega verið eins og barátta viÖ vindmyllur. Þær hafa staðið milli manna, sem h’afa haft nákvæmlega sömu skoöanir á þjóðskipulaginu, og úrslit kosn- inganna hafa mjög lítil áhrif haft á gang allra almennra, opinberra mála. En nú eru það mjög skiptar gkoðanir, sem berjast um völdin, og verða af þeirri ástæðu næstu forsetakosningar þær allrá merki- legustu, sem fram hafa farið í Bandaríkjunum. Þó er það cinn maður, sém gnæfir yfir alla aðra, sem þátt taka í hinúm pólitísku átökum. Það er einn af frjálslyndustu stjórnmálamönnum Bandaríkj- anna, forsetinn, Franklin D. Roosevelt, — og baráttan er jafn- áköf um hann sjálfan eins og stefnu hans, því að það er tvennt óaðskiljanlegt Forsetinn hefir kallað stefnu sína „New Deal“, og þýðir það einna nánast að „gefa ný tæki- færi“, og ný tækifæri handa hinni ameríksku þjóð, sem Roosevelt hefir kallað „gleymda manninn". Það eru tækifærin fyrif smæl- ingjana, sem mínnst bera úr být- um af gæðum þessa ríka lands, sem kúgaðir hafa verið af einræð- isvaldi fjármagnsins og gleymzt hafa í dansinum um gullkálfinn og hinn almáttuga dollar. Stefna forsetans er ekkert sér- staklega róttæk í þess orðs venjulegu merkingu, en hún fer eins langt og frekast er hægt, eftir því sem tíÖarandinn er nú í Ameríku. I þau hartnær 8 ár, sem hann hefir gegnt forseta- störfum, hefir honum þó tekizt eitt, og það er að vekja áhuga almennings fyrir almennum fé- lagsmálum. Þess vegna hefir það mjög mikla þýðingu, að þessi stefna Roosevelts fái að halda á- fram, svo að það, sem hann hefir þegar á unnið, verði ekki eyðilagt með því að afturhaldið fái aftur völdin og umtumi hinni góðu byi'jun hans á sviði félagsmál- anna. En nú er annað kjörtímabil RoosBvelts. að verða útrunnið, og hver verður þá eftirmaður hans? Er nokkur í hans eigin flokki, sem hefir svo mikið álit og myndugleika, að honum verði treyst til að fullkomna starf það, Sftm Roosevelt hefir hafið? Á því l«kur mikill »fi, og þess vegna •r *?• mjtg »m þ*ð talað m*ðal ameríkskra stjórnmálamanna, hvort hann taki að sér for- setastörfin þriðja kjörtímabilið. Hver einasti Bandaríkjaþegn tal- ar urn endurkosningu Roosevelts, og það er ekki til svo aumt blað í Bandaríkjunum, að ekki finnist- í því eitthvað viðvíkjandi endurkosningu hans, annaðhvort með eða móti. Spurningin er: Þorir demo- krataflokkurinn að bjóða Roose- velt enn einu sinni fram, og verð- ur hann þá kosinn? Tekst hon- um að brjóta hina gömlu hefð frá 1796, þegar George Washing- ton neitaði að gefa kost á sér sem Bandarikjaforseta í þriðja sinri? Þá komst nefnilega sú hefð á, að enginn forseti skyldi starfa lengur en tvö kjörtímabil, éða 8 ár. Þegar „landsfaðirinn“ sjálfur vildi ekki einu sinni starfa nerna tvö kjörtímabil, þá var ekki við því að búast, að seinni tíma forsétar fengju að starfa lengur. Ýmsir forsetar hafa þó reynt það, en allir árangurslaust. Sá eini, sém útlit er fyrir að muni takast þetta, er núverandi forseti, Roosevelt. í Bandaríkjunum er félagsskap- ur, sem kallar sig „The Ameri- can Institute of Public Opinion“ (Ameríkska stofnunin fyrir al- menningsálitið). Það hefir oft verið hlutverk þessarar stofnun- ar að athuga hvernig almenn- ingsálitið væri á þeim málum, sem efst eru á baugi þá og þá stundina, og fara útséndarar hennar til allra hluta landsins til rannsókna, en svo vinnur skrif- stofan í New York úr efnivið þeirra og kemst þannig að niður- stöðum, sem hafa reynzt furðan- lega nákvæmar. Spurningin um þriðja kjörtíma- bil Roosevelts hefir verið eitt af þvl síðasta, sem stofnunin hefir rannsakað, og hefir hún fengið svör frá fólki úr öllum flokkum og stéttum. Svörin eru ákaflega mismunandi, eins og við var að búast, og hafa hinir tekjuhæstu menn í öllurn flokkum, líka í demókrataflokknum, verið and- vígir því, að Roosevelt yrði end- urkosinn, en meðal millistéttanna og hinna fátækustu átti endur- kosning hans rniklu fylgi að fagna. Það er eftirtektarvert í sam- bandi við umræðurnar i Banda- ríkjunum um það, hvort kjósa eigi Roosevelt í þriðja skiptið, að þjóðin skipast algerlega í tvo hópa með eða móti, en ekki eftir því, hvaða flokki það tilheyrir, heldur eftir efnum. Til dæmis heflr eitt af hinum norsku blöð- fcm í Chiongo, **m ákv«ðið fylg- Roosevelt. fr hinum íhaldssama fiokki repu- blikana að málum, skorað fast- lega á Roosevelt að gefa kost á sér við næstu forsetakosningar. Telur það einnig víst, að hann muni gefa kost á sér til þess að ljúka því mikla viðreisnarstarfi, sem hann hefir hafið, en líkur eru á, að verði lagt i rústir, ef hann verður ekki endurkosinn. Það eru miklar líkur tilþess.að blaðiö hafi rétt fyrir sér með þá tilgátu, að Roosevelt sé fús til þess að verða aftur í kjöri fyrir demókrataflokkinn. Að flokkurinn bjóði hann fram sem forsetaefni sitt, telja allir víst, ef Roosevelt óskar þess, enda eru miklar líkur fyrir því, að hann yrðí endurkosinn. í fyrsta lagí hefir republikana- flokkurinn engan stjórnmála- mann, sem jafnast á við Roose- velt. Jafnvel hinn frægi ríkislög- fræðingur Thomas E. Dewy, sem mestar líkur eru á, að verði forsetaefni republikana, jafnast engan veginn á við Roosevelt, hvort heldur sem stjórnmálamað- ur eða sem gáfumaður yfirleitt. Og í öðru lagi er forsetinn hræddur um, að sá rnaður, sem hann óskar að verði eftirmaður sinn, Paul V. McNutt, verði ekki fær um að safna nógu mörgum kjósendum undir merki sitt. Þá getur einnig verið hætta á, að upp rísi flokkur, sem kynni að kljúfa raðir hinna frjálslyndu og framsæknu, þannig, að hinn í- haldssami flokkur republikana kæmi sínum manni að. Þar með myndi „New Deal“ Roosevelts og smælingjanna vera lokið. Já, jafnvel þó að hann fengi flokksmann sinn kosinn, þá er ekki víst að hann nyti þess álits, sem honum væri nauðsyn- legt til að koma í framkvæmd þvx geysimikla verkefni, sem hans biði. Það gæti líka komið fyrir að hann svild, eins og Taft for8fti sv*ik st*fnuskrá fyrit- lennara síns, Theodore Roose- velts, þegar hann lét kjósa hann eftinnann sinn árið 1908. Þess vegna er þaö áreiðanlegt, að Roosevelt forseti viíl helzt sjálfur leiða fylkingar sínar til orustu. En hafi hann nokkra von urn sigur, verður hann að safna saman fi'jálslyndum mönnurn úr öllum flokkunx undir merki sitt, og það er hann nú að réyna. Hann héfir þegar reynt að nálg- ast samvinnuhreyfinguna í Wiss- consin. Sama hefir hann gert gagnvart landbúnaðarverka- mannaflokknum í Minnesota, og á báðum stöðurn virðist hann hafa haft heppnina með sér. Skipulögðu verkamennirnir standa með Roosevelt. Dóms- málaráðherra hans, Frank Mur- phy, tók ákveðna afstöðu, þegar hann var landsstjóri í Michigan, ípeð bifreiðaverkamönnunum í Detroit, þegar þeir hófu hið mikla verkfall sitt fyrir nokkrum árum. Ameríkskum verkamönnum er það mjög mikils virði, að dóms- málaráðherrann sé fylgjandi hagsmunamáltmi þeirra. Allir í- búar Bandaríkjanna bíða þess nú með eftirvæntingu, hvað forset- inn ætli sér að gera, ekki sízt hinir pólitísku leiðtogar. Hinir síðarnefndu viia ekki, hvemig þeir eiga að haga sér fyrr en þeir eru vissir um, hvað Roosevelt gerir. Gangi hann enn til kosn- inga, mun hann verða fyrir hin- um svívirðilegustu árásum, sem hægt er að hugsa sér. Menn munu ásaka hann um ab hann sé „óameríkskur“ 0ivern- ig sem maður á nú að skilja það). Menn munu ásáka hánn fyrir það, að hann vilji verða einræðisherra og útrýma frelsi Bandaríkjamanna. Einnig verðui ógnað með trúarbrögðumim, og að hann leggi lag sitt við sósíal- ista, gyðinga og aðra „hræði- Iega“ menn. En hvemig sem allt fer, þá hefir hin pólitíska þróun í Bandaríkjunum hina mestu þýð- ingu fyrir frið og lýðræði i öll- um heiminum. Enginn annar rik- isstjóri hefír með jafn skýrum og hörðum orðum fordæmt und- irokunarstefnu möndulríkjanna bæði inn á við og út á við, eins og einmitt Roosewlt forseti. Hann er á móti innilokunar-r stefnunni í Bandaríkjunum og hinni neikvæðu pólitík þeirra, sem vilja loka iandi sínu fyrir allri pólitískri samvinnu við um- heiminn. Roosevelt forseti vill, að Bandarikin fylgi jákvæðrí pólitík og berjist fyrir friði ag lýðræði. Hann vili styðja aliar friðarsinnaðar lýðræðisþjóbir, að svo rniklu leyti sem hann getur. Þess vegna er öllum friðar- og lýðræðissinnum í heiminum það ekki svo lítið öryggi, að þessi víðsýni stjórnmálamaður eigi sem lengst dvalarstað í hvita húsinu. Farþegar með Dettifossi frá útlöndum í fyrrad. voru: Bjami Guðbrandss. Guðmundur Guðnason, ‘Friðrik Bertelsen og frú, frú Rósa Stef- ánsson, Hörður Jónsson, Óli Met- húsalemsson, Helgi Guðmundsson bankastjóri, Knútxir Arngrímsson og frú, Geir Tómasson, Matthías Jónasson, Lúðvík Guðmundssson, Tómas Tómasson, Sigurður Júl- hissoR, Miss V. Kristjánsson og margir útlendingar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.