Alþýðublaðið - 25.08.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.08.1939, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1939 SÍ GMÆLA BÍG |P I Leyndardémer lyklanna m Afar spennandi amerísk leynilögreglumynd eftir skáldsögu Biggers. Aðal- hlutverkið leikur Gene Raymond. Aukamynd: Síðustu æfintýri hins heimsfræga villidýra- veiðimanns Frank Buch í frumskógum Indlands; I I. O. G. T. ST. VERÐANDI nr. 9. Skemmti- og berjaförin upp í Jaðar (templaraland) verður farin á sunnudaginn kemur kl. 12 á hádegi frá Gó'ðtemplarahúsinu. Fundur verður haldinn á staðn- um. I. Inntaka nýrra félaga. II. Hr. Árni Óla ritstjóri flytur erindi. III. ? — Nefndin. ENSKA ÞINGIÐ I GÆR Frh. af 1. síðu. aðeins fjórum. Stjórninni er samkvæmt þessum lögum heimilað að fella úr gildi lög, breyta gildandi lög- um og setja hver þau lög, sem stjórninni þykir nauðsynleg. Þá er það lagt á vald konungs, samkvæmt tillögu konimgsráðs og ríkisstjórnar, að grípa til hinna víðtækustu ráðstafana í landvarnaskyni og til almenns öryggis. Ná lög þessi einnig til nýlendnanna, umboðsstjórnar. ríkjanna og allra umráðasvæða Breta, Frumvarpið inniheldur ekk- ert um aukna herskyldu frá því, sem nú er. Ræða Gbamberlains. Chamberlain forsætisráðherra flutti ræðu sína í neðri mál- stofu brezka þingsins fyrir full- setnum þingbekkjum og áheyr- endapöllum. Hann kvað alþjóðahorfur hafa versnað mjög frá því í júlí- lok. Deilurnar um tollgæzluna í Danzig kvað hann ekki hafa verið svo alvarlegar, að ástæða væri til að kvíða þeirra vegna, enda hefðu slíkar deilur jafnazt áður, en 1 byrjun þessarar viku hefðu brezku stjórninni farið að berast fregnir um mikla liðs- flutninga Þjóðverja til pólsku landamæranna, svo að svo hefði virzt sem styrjöld væri yfirvof- andi. Hernaðarlegur undirbún- ingur hefði verið svo mikill í Þýzkalandi, að segja mætti, að þýzki herinn væri að öllu leyti undir það búinn að fara í styrj- öld. Þegar svo var komið, hefði tími virzt v.era kominn til þess að fara fram á samþykki þings ins til aukinna landvarnaráð- stafana. Þá veik Chamberlain að sátt málanum milli Þýzkalands og Rússlands og lýsti yfir því, að ekkert hefði verið gefið í skyn af Rússa hálfu um það, að slík samningsgerð stæði fyrir dyr- um. Sjálfur hefði Molotov lýst yfir því, að ef hernaðarlegt samkomulag næðist milli Breta, 'Frakka og Rússa, væri ekki ó- gerningur að ná samkomulagi um hin pólitísku deilumál. Þess vegna hefðu Bretar haldið samningunum áfram í fullu trausti og að því er virtist með nokkrum árangri, en á meðan hefðu Rússar haldið uppi sarnn- ingum með leynd við Þjóðverja, og hefði fregnin um sáttmálann komið eins og þruma úr heið- skíru lofti. Chamberlain kvað þetta hafa haft mjög truflandi áhrif, svo að ekki væri meira sagt, og þessi framkoma rússnesku stjórnar- innar væri engan veginn 1 sam- ræmi við stefnu hennar undan- farið, eins og Bretar hefðu skilið hana, Chamberlain sagði enn frem- ur, að í Berlín hefði verið litið á þessa sáttmálagerð sem mik- inn pólitískan sigur, því að Bretar og Frakkar myndu nú ekki standa við skuldbindingar sínar við Pólverja. Þetta væri sjálfsblekking, og þess vegna hefði brezka stjórnin talið nauð- synlegt að endurtaka yfirlýsing- ar um afstöðu sína til Póllands. Auk þess hefði brezka stjórn- in talið rétt, að forsætisráðherr-. ann Chamberlain sendi Hitier sérstaka orðsendingu til þess að undirstrika það, að staðið myndi verða við allar skuldbindingar í garð Póllands og að Bretland væri reiðubúið að koma Pól- landi til hjálpar með öllum hjálpartækjum, sem það hefði yfir að ráða, ef valdi væri beitt. Jafnframt hefði það verið skýrt tekið fram, að brezka stjórnin hefði alltaf talið unnt að leysa öll deilumál friðsamlega, og enn væri hún boðin og búin til þess að stuðla að því, að svo mætti verða. Hitler hefði svarað á þá leið. að hann hefði lýst yfir þierri skoðun sinni, að Austur-Evrópa væri svæði, þar sem Þjóðverjar ættu að hafa frjálsar hendur, og að ef vér eða einhver önnur þjóð reyndi að taka fram fyrir hendur þeirra þar, væri það oss eða henni að kenna, ef til ófrið- ar kæmi. Hitler hefði talað um þjóðar- hagsmuni í þessu sambandi og það á þá leið, að þar kenndi misskilnings á stefnu Breta og afstöðu, því að fyrir þeim vekti ekki að spilla hagsmunum Þjóð- verja, en Bretar neituðu því, að þjóðarhagsmuni þyrfti að tryggja með blóðsúthellingum eða með því að eyðileggja önn- ur ríki. Stefna Breta væri sú að koma á alþjóðafriði, sem byggðist á lögum og trausti, ,,og ef við neyðumst til þátttöku í þeim hildarleik, sem milljónir manna munu þjást fyrir og ógerlegt er að segja fyrir um. hvernig enda muni, þá eru upptökin ekki okk- ar. Og guð veit, að ég hefi gert allt, sem ég gat til þess að við- halda friðinum." Chamberlain lauk máli sínu í þingi með því að segja, að ef Bretar neyddust nú til þess að fara í styrjöld, væri það ekki vegna framtíðar einnar borgar í fjarlægu landi, heldur til þess að vernda og varðveita grund- vallarsetningar þær, sem frið- ur, öryggi og frelsi þjóðanna byggðist á. SnjMi i m á Siglnfirði í nátt. 6—7 Dúsund tHHH v«rn þú saltaðar. IDAG er óveður á Siglufirði og ekkert veiðiveður. I nótt og morgun snjóaði þar í fjöll. Þó var saltað á Siglufirði i nótt í 6—7 þúsund tunnur. í nótt voru saltaðar á Húsavík B38 tunnur, á ísafirði 16 tunnur og Akranesi 92. Síldin heldur sig enn á sömu stöðum, í Haganesvík, úti af Siglufirði og við Mánáreyjar. Hæstu skipin, sem komu til Sigluíjarðar í nótt, voru: Sleipnir með 165 tunnur, Pét- ursey 337, Dóra 409, Már 323, Hrönn 248, Gunnvör 406, Sæ- hrímnir 351 og Már aftur með 171 tunnu. Óli Garða kom til Hjalteyrar í nótt með 1400 mál. STRÍÐSUNDIRBÚNINGURINN Frh. af 1. síðu. Það er talið, að hermálafulltrú- ar brezku og frönsku stjórnanna hafi frestað för sinni frá Moskva vegna þess, að skýring sé vænt- anleg frá Molotov á þýzk-rúss- neska sáttmálanum. Brezkir tegarar Kprseit ir í hgfottm i InglaDdi Brezkir togarar, sem voru að leggja af stað til Hvítahafs, voru stöðvaðir í höfnum í gær. Kola- flutningar frá Wales til Þýzka- lands hafa einnig verið stöðvað- ir, en viðskipti halda áfram við Ítalíu. Ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að koma í veg fyrir, að kafbátar komist inn í hafnir Bretlands og ármyni. Súðin var á Siglufir'ði í gær. Stniin fevetsr ti! að taka yiðbarðnniim með kaldrt rð -----....... Útflutningsbann hefir þegar verid sett á ýmsar nauðsynjavörur í Danmörku. ;|Sovét-RússIand raeð möndlinnm mótl iýð- ræðisríkinnnm. Frá fréítaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. SEAUNING ávarpaði dönsku þjóðina í útvarpinu í gær- kveldi og hvatti hana til þess að taka hinum alvarlegu viðburð- um úti um Evrópu með kaidri ró. Hann kvaðst geta fullviss- að þjóðina um það, að stjórnin myndi gera allar ráðstafanir til þess að tryggja þjóðina gegn hörmungum yfirvofantíi styrj- aldar, þótt hann gæti ekki sagt á þessu augnabliki, í hverju þær ráðstafanir yrðu fólgnar, þar eð þær yrðu að fara mjög eftir því, hvað aðrar voldugri þjóðir hefðust að. Stauning tilkynnti þó í ræðu sinni, að útfluíningsbann hefði þegar í gær verið lagt á fóður- vörur og ýmsar aðrar nauðsynj- ar og ráðstafanir verið gerðar til þess að geta fyrirvaralaust boðið út auknu liði til varnar hlutleysi landsins. Það er búist við því, að danska ríkisþingið verði kallað saman tafarlaust, þegar sýnt þykir, að til ófriðar muni draga. BERLIN í morgun. FÚ. Þýzka blaðið „Berliner Nacht- ausgabe" skrifar um hinn nýja hlutleysissamning Sovét-Rúss- lands og Þýzkalands og segir, að þar með sé komin upp alveg ný afstaða ríkjasamtakanna í Ev- rópu. Áður hafi verið í Evrópu þrjár ríkjafylkingar: Lýðræ'ðis- (i'íkin í vestrinu, möndullinn Ber- lín-Róm og svo Sovétsambandið í austrinu. Nú hafi með þessum sögulega samningi verið komið á enn skýrari línum en áður í þessari ríkjaskipan. Sovét-Rúss- land sé nú endanlega fallið frá síuðningi við lýðræðisríkin og Versalakerfið og hafi tekið á- kveðna afstöðu, sem ekki Ieyfi neitt kvik til hvorugrar handar- innar. Þjóðir Þýzkalands og Rússlands hafi nú ákve'ðið að taka í sínar eigin hendur þróun- lina x Austur-Evrópu, án íhlutunar Engfands og Frakklands. I D AG Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavík- ur- og Iðunnar-apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Göngulög. 20.30 íþróttaþáttur. 20,40 Hljómplötur: Sónata í h- moll, eftir Chopin. 21,05 Strok-kvartett útvarps- ins leikur. 21.30 Hljómplötur: Harmón- íkulög. Eimskip. Gullfoss fer til Breiðafjarðar og Vestfjarða í kvöld kl- 8, Goðafoss fer frá Hamborg í dag, Brúarfoss er á leið til Grimsby, Dettifoss kemur að vestan og norðan í kvöld, Lagarfoss er á Skagaströnd, Selfoss kom til Antwerpen í kvöld. Farþegar með Lyru til útlanda í gær voru: Helgi Bergs, Snorri Þor- steinsson, Leif Miiller, ungirú Guðrún Pálsdóttir, Guðný P- Guðjónsdóttir, Þorvaldur Páls- son, Finnur Einarsson, Ásgerður Þorleifsdóttir, Sigrún Geirsdóttir, Sjöfn Jóhannsdóttir, Guðbjörg Kristinsdóttir, Vjesteinn Guð- mundsson, Björn Jóhannsson, Sveinn Einarsson, ungfrú Berg- Ijót Eiríksdóttir, Hallur Hallsson, Tryggvi Jóhannsson, Þorvaldur J. Júlíusson, ungfrú Sigurborg Jónsdóttir, blaðamennirnir dönsku o. fl. o. fl. Ferðafélag íslands fer skemmtiför til Þingvalla næstkomandi sunnudag. Lagt af stað frá Steindórsstöð kl. 9, og verða farmiðar seldir þar á laugardaginn. Farið í berjamó. Gengið á Hrafnabjörg eða önn- ur fjöll í nágrenninu. Farið á bát um Þingvallavatn. Erindi flutt um hinn fornhelga stað. Um kvöldið dansað í Valhöll. Fargjöld ódýr. Cinderella, dansklúbburinn, samnefndur hinu vinsæla danslagi, sem einna mest er leikið um þessar mundir, heldur dansleik í Oddfellowhús- inu á morgun, laugardaginn 26. ágúst kl. 10 e. h. Fólki er viss- ara að tryggja sér aðgöngumiða í tíma, því að aðgangur verðurtak- markaður. Sa!a aðgöngumiðanna hefst sarna dag kl. 10 e. h. í Oddfellowhúsinu. HVIDBJÖRNEN Frh. af L síðu. voru margir þeirra, og rétt áður en sýning átti að hefjast hrópaði liðsforingi, sem þarna hafði ver- ið, að þeir ættu þegar í stað að fara til skips. Var þessu hlýtt svo kröftulega, að allir þustu samstundis út, og varð af há- vaði mikill- Auðveldast var að finna þá, eem í bíó höfðu farið af þeinx, sem landgönguleyfi höfðu feng- ið. Verr gekk að finna þá, sem dreifðir voru víðs vegar um bæ- inn og höfðu ekki tilkynnt neitt um þáð, hvert þeir ætluðu, og enginn vissi, hvar voru. Var þotið um alian bæinn í bíium og leitað að skipverjum, og laust fyrir kl. 12 fannst sá síðasti. Skipið sigldi svo úr höfn á leið til Kaupmannahafnar þegar er allir voru komnir unx borð. Kaupið Alþýðublaðið! 4 p 1 6 Ný rúllupyisa Verzluoin Kjðt í Fiskœr Sími 3828 og 4764. Kveðjusamsæti heldur K. R. þjálfara sínunx, Mr. L. Bradbury, að Hótel Skjaldbreið n. k. sunnudag kl. 9. Aðgöngumiðar fást í verzlun Haraldar Árnasonar. ■H NÝJA BSÓ m Frjálslynd æska Hrífandi fögur og skemmti leg amerísk kvikmynd frá Columbia Film um glaða og frjálslynda a sku. Aðal- hlutverkin leika: Gary Grant, Katharino Hepburn, Doris Noian, Lew Ayres. Kaupum tuskur og strigapoka. B8P Húsgagnavinnustofan Baldursgötu 30. Sfmi 4166. Útbreiðið Alþýðublaðið! Þeir, sem á komandi hausti og vetri óska að leigja hús- næði sérstaka daga í Alþýðuhúsinu Iðnó eða Ingólfs Café til mannfagnaðar — veizluhalda, leikstarfsemi, konserta, skemmtifunda, dansleika o. þ. h. — og fundahalda, eru beðnir að gera aðvart um það fyrir lok ágústmánaðar, skrif- lega, ellegar í skrifstofunni í Iðnó, Vonarstræti 3. — SkriE- stofutími virka dag kl. 4—-6 síðdegis. Aðra daga og tíma dags eftir samkomulagi. — Sími: 2350. HITAVEITA REYKJAVlRUR. Auglýsing Vegna væntanlegrar hitaveitu er þeim, er byggja ný hús eða breyta gömlum húsum, ráðlagt að haga hitalögnunum í húsunum þannig, að fullt tillit sé tekið til hinnar nýju hitaveitu, er hita- lagnir eru ákveðnar. Skrifstofa Hitaveitu Reykjavíkur, Ausíurstræti 16. mun gefa uþþlýsingar um þetta kl. 11 —12 f. h. daglega. Bæjarverkfræðingur. laidflkotssUllni verðiap settur klukEtess 1@. 1. sept©mfeei* Kveðjusamsæti heldur Knattspyrnufélag Reykjavíkur þjálfara sínum, Mr. L. Bradbury, n.k. sunnudag kl. 9 sd. að Hótel Skjaldbreið. Samsætið hefst með kaffidrykkju og síð- an verður dansað. Aðgöngumiðar fást í verzlun Haraldar. Árnasonar í dag og til hádegis á morgun. KR.-félagar fjplmennið! STJÓRN K. R. MUSSOLINI HRÆDDUR Frh. af 1. síÖu. æðstu mexin landhers, flughers ag flota. Annars ber ekkert verulega á hernaðiarlegum undirbimingi á Italiu, nema hvaÖ stórar fallbyss- ur hafa veriö settar upp sums staðar á ströndum landsins og kafhátar sendir til nokkurra hafa. ítölsku blöðin halda áfram að ræða um Danzigmálið og telia hað lítils vert mál og ómerkilegt, sem ekki komi til mála, að geng- ið verði til styrjaldar unt. öll ítölsk blöð ganga þegjandi fram hjá því, að Þýzkaland hef- ir tekið upp kröfur um breytíng- ar á landamærum Þýzk ilands og Guðm. Guðmundsson ti'ésmiðui’, Bjargarstíg 14, er 80 (ára í dag. Kvenúr fundlð í Tjarnargötú. Vitjist í Tjarmygötu 43.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.