Alþýðublaðið - 29.08.1939, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 29.08.1939, Qupperneq 2
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ Langt í burtu, þar sem svölurnar eru, þegar vetur er hér, bjó konungur, sem átti ellefu syni og eina dóttur, sem hét Lísa. Prinsarnir ellefu gengu í skóla og höfðu stjörnur á brjóstinu og sverð við hlið. Þeir skrifuðu á gull- töflur með demantsgrifflum og voru fluglæsir. Það mátti svo sem sjá og heyra, að þeir voru prinsar. Systirin Lísa sat á litlum skemli úr spegilgleri og hafði myndabók, sem var keypt fyrir hálft konungsríkið. Þessi börn áttu ákaflega gott, en þannig átti ekki alltaf að vera. Faðir þeirra, sem var kon- ungur yfir öllu landinu, kvæntist vondri drottningu, sem var vond við börnin. Strax fyrsta daginn varð þess vart. .J' '-y/ 'titá**,. í höllinni var mikið um dýrðir og börnin voru að leika sér. En í staðinn fyrir sætindin og eplin, sem þau voru vön að fá, fengu þau aðeins sand í tebolla, og drottningin sagði, að þau gætu látið sem þetta væri sykur. Kveðjusamsæti héldu K. R.-ingar þjálfara sín- um, Mr. Len Bradbury, og unn- ustu hans, að Hótel Skjaldbreið í fyrrakvöld. Þökkuðu K. R.-ingar honum dvölina, sem þeir vænta sér hins mesta af. Björgvin Schram, Ben. G. Waage, Erlendur Pétursson og Guðjón Einarsson héldu ræður, en Mr. Bradbury svaraði og þakkaði með ágætri ræðu. Lýsti hann þar, hverjum hamskiptum álit hans um ísland hefði tekið og gerði grein fyrir áliti sínu á islenzkri knattspyrnu. Var hann síðan leystur út með gjöfum, en að því loknu var stig- inn dans. Farþegar með e. s. ,,Gullfossi“ til Vest- urlands 25. þ. m. Eiríkur Bech, Ragnar Guðmundsson, Þorsteinn Kjarval, Bjarni Eiríksson og frú, Ásta Guðmundsdóttir, Hanna Lár- usdóttir, Bergur Jónsson, Sigur- þór Guðmundsson, Sigmundur Símonarson, Eggert Pétursson, Katrín Jónsdóttir, Ingibjörg Jóns- dóttir, Ölafía Þorláksdóttir, Arn- dís Rögnvaldsdóttir, Axel Magn- ússon, Jósep Jónsson, Málfríður Árnadóttir, Aðalheiður Haralds- dóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Guðbjörg Össurardóttir, Guð- mundur Daníelsson, Hilmar Lúðvigsson, Erling Evald, Svava Jónsdóttir, Sesselja Magnúsdóttir, Elínborg Sigurðardóttir, Halldóra Sigurðardóttir. Útbreiðið Alþýðublaðið! UMRÆÐUEFNI Berjaferðirnar og niðursuð- an. „Neyðin kennir naktri konu að spinna.“ Börnin byrja vetrarstarf sitt. Sam- keppnin um beztu lýsingu á sveita- og sjávarstúlkum. Gamla fóikið og ellilaunin. Alvarlegt bréf frá „Gagn- rýni“. Vegurinn austur er víða næstum ófær. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. BERJAFERÐIR hafa verið farn- ar síðustu sunnudaga, og' má nú segja, að allur almenningur sé far- inn að tína ber. Þetta hefir mjög breytzt, því að fyrir aðeins nokkr- um árum var það aðeins talið barnagaman að tína ber. Síðan innflutningur var takmarkaður á saft og innlendur iðnaður tók upp á því að framleiða litað sykurvatn, hafa húsfreyjur séð það, að með berjatínslu og niðursuðu berjanna geta þær að minnsta kosti fengið eins góða og heilnæma saft og áð- ur var keypt frá útlöndum. ÞANNIG GETA erfiðleikar okk- ar kennt okkur og vakið okkur til umhugsunar um það, sem okkar eigið land hefir upp á að bjóða. Alls konar niðursuða á heimilum hefir og vaxið gífurlega, og er það nú talið illa statt heimili, sem ekki á mikið af niðursoðnum berjum og rabarbara. Það er ekki að efa, að enn er margt, sem hægt er að nota sér af gæðum íslenzkrar náttúru — og er nú t. d. almennt talað um, hvað niðursoðin hundasúra sé góð í grauta. NÚ UM MÁNAÐAMÓTIN eiga börn að byrja skólagöngu. Þá byri- ar vetrarstarf þeirra. Hjá sumum börnum er skólagangan mikið til- hlökkunarefni, en önnur sárkvíða fyrir henni. Miðbæjarskólinn aug- lýsti núna um helgina, að á fimmtudaginn eigi börn, sem eru 10 ára, að koma í skólann kl. 9, kl. 10 9 ára börn, kl. 1 8 ára börn og kl. 3 7 ára börn. Ýmsar aðrar reglur eru settar um komu barn- anna í skólann. ÉG AUGLÝSTI um daginn sam- keppni hér í dálkum mínum um beztu lýsinguna á sveitastúlkunni og sjávarstúlkunni og afstöðu þeirra hvorrar til annarrar. Fá bréf um þetta efni hafa mér borizt enn sem komið er. Vóna ég, að allir mínir mörgu skriffinnar taki nú pennann í hönd og sendi mér línu. Þeim, sem ég tel, að hafi sent bezta svarið, sendi ég svo 10 krónur í verðlaun. GAMALT FÓLK ræðir mikið um ellitryggingarnar og úthlutun elli- launanna. Það er áreiðanlegt, að fæst af því er ánægt, og er það von, því að fæst af því fær það, sem kallað er fúll ellilaun. En þetta á að batna eftir því sem lífeyris- sjóðurinn vex. Hins vegar hefir sú DAGSINS. aðferð ýmissa bæjar- og sveitar- félaga, að nota ellilaunaféð til þess að létta á sér sveitarþyngslum, orðið til þess að gera hlut þess gamla fólks, sem er að verjast sveit, miklu verri. „GAGNRÝNIR“ skrifar mér á þessa leið um þetta efni: „Heill þér, góði Hannes minn! Hér ég guða á skjáinn. Fús ég reyni fróðleik þinn, fyrst ég er ei dáinn. Mig minnir, að ég hafi heyrt þess getið, að í einhverjum fornum rit- um sé það sagt, að höfðingjar hér á landi hafi samþykkt það einu sinni, þegar hallæri þjakaði ís- landi, að gamalmennum skyldi hrinda fyrir björg, svo að þau hlytu bana af. Getur þú sagt mér, hvort þetta er rétt hermt eða af- lagað í meðförum? Ég minnist þess, að mér þóttu lengi þessar samþykktir ómannúðlegar. En nú, þegar reynslan hefir kennt mér, að til er annað enn ómannúðlegra at- hæfi gagnvart gamalmennum, þá er ég kominn að þeirri niðurstöðu, að mannúðinni hjá íslenzku þjóð- inni hafi hnignað allverulega á þessum síðustu tímum.“ „ÞVÍ VERÐUR EKKI með rök- um neitað, að það er miklu hörmu- legri dauðdagi að vera sveltur í hel en að vera hrundið fyrir björg. Hinu verður heldur ekki neitað með rökum, að sá maður, sem út- hlutað er 64,5 au. — 66% au. — og ekkert hefir annað við að styðj- ast — til allra daglegra þarfa dag hvern, hlýtur að svelta. Mér er vel kuhnugt um einn gamlan mann (hátt á áttræðisaldri), sem úthlut- unarnefnd ellilauna úthlutaði 20 króna ellilaunum á hverjum mán- uði yfirstandandi árs, og ætlaði við fyrstu úthlutun að ganga al- veg fram hjá honum og láta hann engin ellilaun hafa, en ákvað hon- um þessa ríflegu upphæð(l), þegar komið var fram í janúarmánuð Þ. á.“ „ÞESSI GAMLI MAÐUR er al- gerlega eignalaus og hefir enga at- vinnu, enda þrotinn að kröftum eftir nær 70 ára harða baráttu fyr- ir tilverunni; hefir innt af höndum mikinn hluta ævi sinnar störf, sem e. t. v. eru engu þýðingarminni fyrir þjóðfélagið en jafnvel eftirlit með opinberum stofnunum, hversu alúðlega sem þau kunna að vera rækt. Þessi öldungur á engan að, sem lagaleg skylda hvílir á að styðja hann fjárhagslega. Hann á hér í Reykjavík góðan vin, sem hingað til hefir forðað honum — af eintómri hjartagæzku — frá því að falla úr hungri og harðrétti, en þessi vinur hans er enginn há- tekjumaður og hefir orðið að neita sér og fjölskyldu sinni um margt jafnvel bráðnauðsynlegt til þess að geta haldið lífinu í þessu einstæð- ings gamalmenni. — Er ekki leyfð í tryggingalöggjöfinni viðbótarút- hlutun? Fengi gamli maðurinn 50 krónur hvern mánuð, sem eftir er af þessu ári, myndi mikið lagast fyrir honum.“ ÞAÐ GENGUR ILLA að gera veginn austur færan. Það iná segja að milli Lögbergs og Reykjavíkur sé hann á stórum köflum alveg ófær. Hannes á horninu. Vðrubirgðlr verzluiar Pðlínn sðlngn Ottadóttur eru til sölu nú þegar. Vörurnar eru til sýnis í búðinni á Grettisgötu 2, miðvikudaginn 30. ágúst, kl. 4 — 6 e. h. Reykjavík, 28. ágúst 1939. Skiptaráðandinn í Reykjavík. Hinar vinsaelu hraðferðir Steindðrs til Akureyrar um Akranes eru: Frá Reykjavík: Alla mánudaga naiSvikudaga föstudaga og sunnudaga. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtudaga Jaugardaga og sunnudaga. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á bif- reiðastöð Oddeyrar, M.s. Fagranes annast sjéleiðlna. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. AMar ©kkar hraðfeiðir eru um Akranes. Stelndór. CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisitiii á Bounty. 55. Karl ísfeld ísleazkaði. sér að kasta skikkjunum og settust í sandinn. Það hefði verið geysileg móðgun að standa meðan höfðingi fór fram hjá, — Maeva te arii, sögðu þeir í kveðjuskyni, en það þýðir lifi höfðinginn. — Megið þið lifa, sagði Vehiatua vingjarnlega, — og ég óska ykkur mikils fiskafla! Hitihiti gamli tók á móti okkur fyrir utan dyrnar, kastaði skikkjunni og gekk fram til þess að heilsa vini sínum. Strax var farið að matbúa, og enda þótt gestur okkar hefði rétt áður borðað geysimikið, gekk hann gírugur til fæðunnar. Tehani og Hina þekktust vel og virtust þurfa að ræða mikið saman. Ég þóttist verða þess var á því, að Hina leit oft til mín, að Tehani væri að segja henni frá því, þegar við hitt- umst við ána. Um hádegi, þegar hinir höfðu lagzt í skugga til þess að fá sér blund, hitti ég taio minn vakandi. Hann var einsamall undir eftirlætis-hibiscur-tré sínu við ströndina. Ég skýrði hon- um frá því að ég hefði hitt stúlkuna og að ég elskaði hana. — Hvers vegna viltu ekki kvænast henni, ef hún vill það? sagði Hitihiti, þegar ég hafði skýrt honum frá þessu. — Ég held, að hún vilji það, en hvað myndu foreldrar hennar segja? — Hún á enga foreldra. Þeir eru dánir. — En Vehiatua? — Honum geðjast vel að þér. ---Það er nú gott og blessað, en setjum svo, að enskt her- skip komi með skipun um, að ég komi heim. Vinur minn yppti öxlum í örvæntingu. — Þið Englending- ar eruð allir eins, sagði hann óþolinmóður: — Þið hafið sí- felldar áhyggjur og hugsið um ýmislegt, sem ef til vill kemur aldrei fyrir. Því látið þið ekki hverjum degi nægja sína þján- ingu? Þurfið þið alltaf að hugsa um morgundaginn og hinn daginn? Þú hættir við að kvænast stúlkunni, sem þú elskar, af því að þú óttast, að enskt skip komi og sæki þig. Og ef til vil líða tíu til tuttugu ár, áður en skip kemur. Hættu þessu þvaðri. Dagurinn í gær er liðinn, Nú er það dagurinn í dag. Ef til vill kemur aldrei annar dagur! Ég gat ekki annað en brosað að hinum heimspekilegu hug- leiðingum vinar míns. En ég varð að játa, að hann hefði mikið til síns máls. Tahiti-búar þekktu engar áhyggjur í sambandi við framtíðina, og mál þeirra átti engin orð yfir það hugtak. Hitihiti hafði vafalaust á réttu að standa. Fyrst svo leit út, sem ég þyrfti að búa lengi meðal hinna innfæddu, átti ég rétt á því að kvænast. — Þú ert taio minn, sagði ég, — vilt þú ekki tala við Vehiatua fyrir mig? Segðu honum, að ég sé hriíinn af frænku hans og vilji gjarnan kvænast henni. Hinn aldni höfðingi klappaði mér á öxlina: — Það er mér sönn ánægja, sagði hann. — Þú hefir verið konulaus allt of lengi. En nú vil ég fara að sofa. Tehani vaknaði á undan öðrum, og ég fann hana, þar sem hún var á skemmtigöngu niðri á ströndinni, Hún var ein- sömul og gekk beint til mín. — Tehani, sagði ég. — Ég hefi talað við taio minn og hann hefir lofað að biðja Vehiatua að gefa mér þig fyrir konu. Var það máske skakkt gert? — Ég talaði við frænda minn, áður en hann fór að sofa. — Ég sagði honum, að ég vildi eiga þig fyrir mann, að ég mætti til að fá þig fyrir mann, hvort sem þú vildir eða ekki! — Viltu þá, að ég fari í stríð við Hitihiti og nemi vin hans á brott? — Já, sagði ég, — ef það er nauðsynlegt! Hann horfði ástúðlega á mig ofurlitla stund og sagði svo: — Litla dúfan mín. Hefi ég nokkru sinni neitað þér um nokkuð, síðan móðir þín dó? Þessi Byam þinn er Englendingur, en hann er maður samt sem áður, og enginn maður getur staðizt þig. Heldurðu að það sé satt? ; HfíjíifiMitl — Það er ég viss um, svaraði ég og þrýsti henni að mér. Þegar við snerum aftur til hússins, var sólin farin að lækka á lofti. Hinir tveir höfðingjar höfðu sent menn sína burtu og ræddu alvörumál: — Þarna koma þau, sagði Vehiatua, þegar við leiddumst til þeirra. — Og þau eru ánægð hvort með annað, bætti taio minn við brosandi. — Vehiatua gefur ykkur blpssun sína, hélt hann áfram og sneri sér að mér. — En hann setur eitt skilyrði. Þú átt að dvelja mestan tímann á Fantira. Hann getur ekki hugsað sér að skiljast við frænku sína. Þú munt áreiðanlega una þér vel þar. En þið verðið að koma oft og heimsækja Hitihiti gamla. — Tehani segir, að brúðkaupið eigi að fara fram þegar 1 stað og í mínu húsi, sagði höfðinginn af Taiarapu. — Þú getur farið með mér á morgun, og Hitihiti og Hina koma á eftir í sínum báti. Þau verða fulltrúar fjölskyldu þinnar í musterinu. Þið getið litið svo á, að þið séuð trúlofuð. Þegar hann hafði þetta mælt, stóð ég á fætur og gekk inn í húsið til þess að opna skrínið. Þegar ég kom aftur, hafði ég með mér armbandið og hálsmenið, sem ég hafði keypt í Lond- on. Fyrst sýndi ég Vehiatua skartgripina, en hann velti þeim undrandi fyrir sér.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.