Alþýðublaðið - 29.08.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.08.1939, Blaðsíða 3
Í»RIÐJUDAGUH 29. ÁGÚST 1939 •--------------------------.6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MTSTJÓRI: F. R. VALBMÍARSSON. I fjarveru hans: STMTÁN PÉTURSSON. AFSREHISLA: AL>ÝBUHÚSINU (Inngaiigur frá Hverfisgiitu). SÍMAR: 49öi: Afgreiðsla, auglýsingar. 49*1: Ritstjórn (innl. fréttir). 4962: Ritstjóri. 4983: V. S. Vilhjálms (heima). 4985: Alþýðuprentsmiðjan. 4986: Afgreiðsla. 5021 Stefán Péturssan (heima). ALI»Ý»UPRBNTSMi®JAN *------------------—-------♦ Annar eins maðnr os ðliver Lodge fer ekhi með neina irgi. HIN sí'ðustu og verstu tíðindi frá Rússlandi hafa valdið mlkilli ringulreið og fáti í her- búðum kommúnista. „Ribbentnop í Moskva“ og „Flugvöllurinn í Moskva skreyttur hakakrossfánum". Þetta eru at- burðir, sem hljóta að koma á ó- vart öllum þeim, sem lagt höfðu trúnað á heilindi Stalins og tekið alvarlega fullyrðingar kommún- ista um, að Sovétlýðveldin væru sverð og skjöldur allra mannrétt- inda og hinn öruggasti varnar- múr gegn „stríði og fasisma11. En svo þegar þessir margróm- uðu forverðir friðar og frelsis laustur í Moskva fallast í faðma við helztu forvigismenn stríðs og fasisma, hvað er þá hægt að segja af skynsemi til varnar hin- um fyrri fullyrðingum? Til vamar verður ekkert sagt. Og af skynsemi verður ekki ann- annað urn þær sagt en að þær hafi verið hin hróplegasta lygi og hatramasta blekking. Kommúnistar munu spyrja sig: „Hvar er hin marxistiska túlkun a þessum atburðum?“ í Þjóðvilj- anum eru kornnar jafnmargar „marxistiskar“ túlkanir á þeim og dagarnir eru margir, síðan at- burðirnirgerðust. En súeina sanna kommúnistiska túlkun á þessum málum hefir ekki komið fram í Þjóðviljanum. Hún er ekki eftir neinn hálærðan „marxista", held- ur orð einfaldrar, trúaðrar og einlægrar sálar. „Úr því að þess- ir menn gera það, hlýtur það að vera rétt“, þetta varð einni heittrúaðri kommúnistafrú að orði, þegar hún heyrði um þessi mál. Það er eins og andatrúar- manninum varð að orði forðum, þegar hann var kominn í rök- þrot: „Annar eins maður og 01- iver Lodge fer ekki með neina iygi“- „Guðs vegir eru órannsakanleg ir,“ segir trúaða fólkið,þegar það getur ekki komið þeirri kenn- ingu, að algóður guðsvilji standi að baki allri tilverunni, heim við þá staðreynd, að margt gerist illt og andstyggilegt í hinni sömu tilveru- Slíkir hlutir verða ekki skýrðir af skynsemi. Það er eins um kenningar kommúnista, þær stangast á viÖ veruleikann. Fram að þessu hefir þeim þó tekizt að telja ýmsu fólki trú urn rétt- mæti kenniniga sinna, en hér eftir mun verða torsóttur róðurinn meðal fólks, sem hugsar ein- hverja agnarvitund. Ýmsir fyrrverandi franskir kommúnistar, sem eru þess al- búnir að ganga frarn á vigvöll- inn til varnar gegn ofbeldi fas- ismans, skilja nú, að þeir hafa verið beittir blekkingum og svik- um og þeir sætta sig ekki við svikin, jafnvel þótt — „þessir menn" hafi framið þau. ALÞYÐUBLAÐIÐ Fram til starfa Aibýðnf fokksmen! Stjórn Alkýðnflekksfél. Reykjtvfk- nr undirbýr vetrarstarf félaysins. —-----» H4USTIÐ NÁLGAST, jafnframt hefst vetrarstarf hinna ýmsu samtaka hér í bænum. Þetta sumar hefir verið merkilegt fyrir margra hluta sakir fyrir Alþýðu- flokkinn, þær heimsóknir erlendra félagsbræðra, sem hann hefir fengið, hafa slegið því föstu, gegn staðhæfingum líommúnista, að Alþýðuflokkurinn starfar á sama grund- velli og Alþýðuflokkarnir annars staðar á Norðurlöndum, þó að vitanlega skapi hinn íslenzki jarðvegur sérkenni Al- þýðuflokksins íslenzka. Það er vitað mál, að þó að Alþýðu- fiokkarnir á Norðurlöndum hafi gott samstarf sín á milli, þá markast stefna þeirra af viðfangsefnum hvers lands fyrir sig. Þá hefir sumarið styrkt mjög stefnu Alþýðu- flokksins og að sama skapi hefir mönnum orðið ljósara stefnuleysi kommúnista og undirlægjuháttur hins svokall- aða ,,Sameiningarflokks“ við Moskva. Hefir þetta ekki sízt komið í ljós núna síðustu daga við samninga Stalins við Hitler, sem þessi flokkur og blað hans ver með klóm og kjafti, alveg eins og vináttusamningur Hitlersfasismans og Moskvakommúnismans væri hans eigið stefnuskráratriði. stjórnin boða til fundar 1 félag- inu. Sat stjórn félagsins á fundi í gærkvéldi og ræddi þessi mál. Það er ekki nema ár síðan Innan verkalýðsfélaganna 1 landinu hefir straumurinn leg- ið frá kommúnistum og til Al- þýðuflokksins. Þau verkalýðs- félög, sem kommúnistar náðu tangarhaldi á, hafa verið alger- lega aðgerðalaus, og í skjóli hinna kommúnistisku stjórna á þessum félögum hafa viðgeng- izt taxtabrot og ýmsar aðrar réttindaskerðingar á verkalýðn- um, án þess að þessar stjórnir hafi lireyft sig. Er dæmið hér hjá Dagsbrún um kaffitíma verkamannanna á ýmsum vinnustöðvum gleggsta dæmið. Verkamenn hafa því í sumar, jafnvel betur en áður, séð hvert það leiðir samtökin að fela kommúnistum stjórn þeirra. Selkomnir i flekkinn aftur. Með haustinu og vetrinum hefst starf Alþýðuflokksins að nýju hér í bænum og um allt land, því að yfir sumartímann liggja venjulega niðri funda- höld hjá öllum flokkum, og það eina, sem gert er 1 þá átt, eru útisamkomur. Alþýðuflokksfé- lag Reykjavíkur mun innan skamms hefja undirbúning undir vetrarstarfið, og þegar línurnar hafa í stórum dráttum verið lagðar fyrir það, mun liðhlauparnir úr Alþýðuflokkn- um gengu Moskvakommúnist- um á hönd. Fjöldi manna, sem fylgdi þessum mönnum út úr flokknum, hefir þegar séð eftir því, og vitanlega stendur Al- þýðuflokkurinn því fólki opinn, sem er hæft til góðra starfa fyr- ir flokkinn og stefnu hans, þó að þaö hafi á tímabili kosið að standa utan hans. Fyrir Alþýðuflokknum liggur á næstunni geysimikið starf. Fyrst og fremst þarf að skapa flokknum fast og ákveðið skipu- lag að innan, svo að baráttu hans fyrir stefnu sinni fylgi á- kveðnari kraftur en áður hefir verið. Þetta hefir að vísu breytzt mikið á síðastliðnu ári, en vit- anlega nær slíkt skipulag ekki fullkomnun á skömmum tíma. Fundastarfsemi Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur síðastliðinn vetur þótti mjög góð; á fundum félagsins voru fluttir fjölda margir fyrirlestrar um helztu málefnin og um þau mál, sem efst voru á baugi, var rætt, og tóku fleiri og fleiri félagar þátt í þeim umræðum. — í vetur mun fundastarfinu verða hagað með líkum hætti, þó að starfsemin verði að ýmsu öðru leyti gerð nokkuð fjölbreyttari. Allir góðir félagar eru beðnir að búa sig nú þegar undir það að taka öflugan þátt í starfi Al- þýðuflokksfélagsins í vetur og efla félagið á allan hátt. OHStBrlziarskðliiR. Börn á aldrinum 7-10 ára (fædd 1929-1032), sem eíga að sækja Austurbæjarshólann í september n. b, mætí tíl víðtals míðvíhudagínn 30, ágúst (á morgun) sem hér segír: KL 9: Börn fædd 1929 (10 ára behhír) Kl. 10: Börn fædd 1930 (9 ára behhír) Kl, 11: Börn fædd 1931 (8 ára behhír) Kl. 14: Börn fædd 1932 (7 ára behhír ) Shólashyld börn (fædd 1929 —1932), sem ehhí mæta í september, eíga það á hættu að sítja eftír i behh. Undirrítaður verður fyrst um sínn tíl viðtals i shrífstofu shólans hl. 10—11. f. h. Shéiaitjórini. Hrópyrði kimmðn- ista ft af byggiagn verkamannnbtstaða. Mr n reiðlr jflr pvi að ByggiBoarfélag verba manna neitaði svakk- anum í Norðarmfri. ITOMMÚNISTAR eru við og við að reyna að not- færa sér þann leiðinlega drátt, sem orðið hefir á því að bygging verkamannabú- staða hæfist. Engum þykir það þó jafnleitt og stjórn fé- lagsins, að ekki skuli enn vera byrjað á framkvæmd- um, en hún hefir undanfarið unnið af öllum mætti að því að hraða því, að þær ákvarð- anir yrðu teknar, sem geta leyst málið á viðunandi hátt, svo að hægt væri að minnsta kosti að byrja á undirbún- ingsvinnunni. Mönnum er kunnugt um, að það, sem hefir valdið því að byggingin er enn ekki byrjuð, er dálítill skoðanamunur um það, hvar byggingarnar skuli standa. Er náttúrlega eðlilegt, að einhvers skoðanamunar kenni um þetta, því að yfirleitt er alltaf lengi deilt um það, hvar stórbyggingum skuli markaður staður, áður en hægt er að gera það. Miklar vonir eru um það, að þetta mál verði leyst nú í vik- unni, sem er að líða, og að lausn þess verði á þá leið, að flestir eða allir félagar Byggingarfé- lags verkamanna geti verið á- nægðir — og fyrst ekki var hægt fyrir stífni og ábyrgðar- leysi Héðins Valdimarssonar og hinna kommúnistisku skósveina hans að byrja á byggingunum þegar í vor, þá eru ekki nein ó- sköp töpuð, þótt þessi dráttur hafi orðið, þó að hann sé hins vegar slæmur. Aðalatriðið er það, að sá stað- ur, sem verkamannabústöðun- um verður ætlaður, verði á fögrum og hentugum stað, að garðarnir verði góðir og stað- urinn verði til frambúðar — og undir öllum kringumstæðum verður hægt að byrja á bygg- ingunum á þessu sumri. Kommúnistum ferst ekki að tala neitt um þetta mál. Þeir ætluðu sér að kúldra bústöðun- um niður í svakkanum 1 Norð- urmýri. Þar höfðu þeir rúm fyrir 50 íbúðir í þriggja hæða húsum. Þetta gerði hið nýja byggingarfélag sig ekki ánægt með fyrir hönd væntanlegra í- búðaeigenda, og stjórn félags- ins nýtur fyrir þá afstöðu sína trausts hvers einasta félaga. Sfldarafllnn. H' EILDARAFLI síldveiðanna var síðastliðinn laugardag, sam- kvæmt skýrslu Fiskifélagsins, 916 443 hektólítrar í bræðslu og 186 727 tunnur í salt, Á sama tíma í fyrra var heildaraflinn 1 416 654 hl. í bræðslu og 242 260 tunnur í salt, en i hitt eð fyrra var aflinn 2 004 023 hl. og 189 937 tunnur. Fimm aflahæstu skipin í flotanum eru nú togaramir Skalla- grímur með 166 tunnur og 10 330 mál, Skutull 1 123 tn. og 9 370 rnál, Garðar með 984 tn. og 9 457 mál, línuveiðarinn Jökull með 1 398 tn. og 8 371 mál og vélbáturinn Dagný með 1 570 tn. og 7 900 mál. Bræðslusíldaraflinn skiptist þannig niður á verksmiðjurnar, mælt í hektólítrum, (tölurnar í aftari dálkinum frá í fyrra, en þær fyrri tölur aflans nú): Akranessverksmiðjan 7 202 724 Sólbakkaverksmiðjan 3 935 7 039 Hesteyrarverksmiðjan 47 813 Hjúpuvíkurverksmiðjan 102 226 182 227 Ríkisverksm., Siglufirði 300 650 516 476 „Rauðka“, Siglufirði 29 347 61 560 ,,Grána“, Siglufirði 10 237 15 917 Dagverðareyrarverksmiðjan 44 870 74 991 Hjalteyrarverksmiðjan 191 026 295 898 Krossanessverksmiðjan 83 818 141 683 Húsavíkurverksmiðjan 13 972 11 982 Raufarhafnarverksmiðjan 67 355 39 691 Seyðisfjarðarverksmiðjan 35 377 10 434 Norðfjarðarverksmiðjan 26 428 10 219 Saltsíldaraflinn skiptist þannig á milli hinna einstöku landshluta Vestfirðir og Strandir .......................... 27 051 Sigluf jörður, Skagaströnd, Sauðárkrókur, Hofsós 139 203 Eyjafjörður, Húsavílc, Raufarhöfn................ 20 183 Sunnlendingafjórðungur ......................... 290 Síldaraflinn skiptist þannig milli skipanna, (fyrri talan þýð- ir tunnur í salt en hin síðari mál í bræðslu): TOGARARNIR: Arinbjöm hersir 164 8294, Bald- ur 945 5129, Belgaum 602 7116, Egill Skallagrímsson 121 6107, Garðar 984 9457, Gulltoppur 8204, Gyllir 8194, Hafstein 390 4295, Haukanes 5058, Hilmir 837 5137, Jón Ólafsson 583 6146, Júni 727 6428, Kári 775 6462, Maí 491 5389, Óli Garða 380 6219, Rán 470 5337, Sindri 158 5311, Skalla grímur 166 10330, Skutull 1123 9370, Snorri goði 4845, Surprise 597 5839, Sviði 380 5153, Tryggvi gamli 1473 6839, Þorfinnur 923 6044, Þórólfur 257 7820. LÍNUVEIÐARARNIR: Andey Hrísey 678 2530, Aldan Ak. 647 1342, Alden Stykkish. 961 2737, Ármann Re- 1314 4796, Bjarki Sigl. 1124 4777, Bjarnarey Hf. 849 4186, Bjöm austræni Sigl. 294 3515, Fjölnir Þing. 816 3044, Freyja Re. 1980 3130, Fróði Þing. 1112 4580, Gullfoss Re. 730 1468, Hringur Sigl- 1018 2395, Huginn Re. 864 3621, Hvassafell Ak. 1053 6113, Isleifur Akr. 1746, 2675, Jarlinn Ak. 605 3195, Jök- ull Hf. 1398 8371, Málmey Hf. 877 3469, Ólaf Ak. 965 1179, Ól- afur Bjamason Akr. 1314 6015, Pétursey Súg. 1066 1982, Rifsnes Re. 1495 4530, Rúna Ak. 729 1752, Sigríður Re. 994 2347, Skag- firðingur Sauð. 877 3504, Sverrir Ak. 1410 3516, Sæborg Hrísey 1701 2566, Sæfari Re. 401 2688, Venus Þing. 1204 3648 M. s. Eld- borg Boig. 2159 4382, V. s. Þór Re. 1511 4370. VÉLBÁTAR: Aage Sigl- 534 1204, Ágústa Ve. 605 1196, Árni Árnason Gerð- um 624 2278, Ársæll Ve. 674 812, Arthur & Fanney Ak. 1195 2243, Ásbjöm ís. 1047 1480, Auðbjörn ís. 1263 1733, Baldur Ve. 498 1378, Bangsi Akr. 876 1152, Bára Ak. 498 1658, Birkir Esk. 914 1639, Björgvin Ve. 1374 3192, Bj<öm Ak. 1241 2234, Bris Ak. 518 1936, Dagný Sigl. 1570 7900, Dóra Fáskr. 1110 3734, Drífa Nesk. 792 2784, Ema Ak. 570 1885, Freyja Súg. 388 1225, Frigg Akr. 1421 517, Fylkir Akr. 1141 3613, Garðar Ve. 1744 3965, Gaut- ur Re. 358 1301, Geir Sigl. 474 3580, Geir goði Re. 1555 2948, Glaður Hnífsdal 624 1423, Gloria Hólmav. 888 4168, Gotta Ve. 491 982, Grótta Ak. 418 2430, Gylfi Rauðuvík 909 568, Gulltoppur Hólmav. 1297 2260, Gunnbjörn ís. 677 1708, Gunnvör Sigl- 1119 4897 Gyllir Vestmannaeyj'Um 810 924, Haraldur Akranesi 751 2136, Heimir Ve. 298 2981, Helga Hjalt. 1026 2494, Hermóður Akr. 983 2091, Hermóður Re. 808 1604, Hilmir Ve. 598 1861, Hjalteyrin Ak. 749 2013, Hrafnkell goði Ve. 1015 1021, Hrefna Akr. 2101, Hrönn Ak. 949 2051, Huginn I. ís. 1405 2895, Huginn II. Is. 1406 3583, Huginn III. ís. 1192 4089, Hvítingur Sigl. 150 2060, Höfr- tvngur Re. 505 1223, Höskuldur Sigl. 556 1938, Helgi Ve. 933 675, Isbjörn ls. 898 3098, Jón Þorláks- son Re. 1128 3039, Kári Ak. 1115 ,1099, Keilir Sandg. 722 1800, Kol- brún Ak. 820 2635, Kristján Ak. 858 1851, Leo Ve. 885 3037, Liv Ak. 1131, Már Re. 2000 3416, Marz Hjalt. 632 1552, Minnie Ak. 989 <2919, Nanna Ak. 2501, Njáll Hf. 824 1709, Olivette Stykkish. 370 1272, Pílot Innri-Njarðv. 717 884, Rafn Siglufirði 1080 2932, Síldin Hf. 1109 3508. Sjöfn Akr. 1318 2212, Sjöstjaman Ak. 964 Skúli fógeti II. Ve. 101 450, Sleipnir Nesk. 1189 4519, Snorri Sigl. 1256 2323, Stathav Sigl. 204 567, Stella Neskaupstað 743 4037, Stuðlafoss Reyð. 475 860, Súlan Ak. 2184 5574, Sæbjöm ís. 818 3611, Sæfinnur Nesk. 1092 5082, ’Sæhrímnir Þing. 715 2499, Sæunn Ak. 1003 1518, Unnur Ak. 425 1347, Valbjörn ís. 1572 3871, Val- ur Akr. 1038 1074, Vébjöm Is. 1032 2750, Vestri ís. 2397, Víðir Reykjavík 83 801, Vöggur Njarðvík 866 502, Þingey Ak- ureyri 700 435, Þorgeir goðí Ve. 480 2024, Þórir Re. 852 958, Þorsteinn Re- 1085 2987. VÉLBÁTAR TVEIR UM NÖT: Alda / Hannes Hafstein Dalvik 103 550, Alda/Hrönn Fáskr. 1350, Frh. á 4. síðu. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.