Alþýðublaðið - 29.08.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.08.1939, Blaðsíða 4
ÞEIÐIUDAGUB 29. AGOST 1939 BGAMLA BÍO Söngnr móðariBnar. Áhrifamikil og hrífandi fög- ur söngmynd. Aöalhlutverkin leika og syngja: Benjamino Gigli og Maria Cebotari. Skrtiaítitin Nýtt grænmeti. Ódýrt græn- meti. Mest fyrir krónuna á torg- inu við Steinbryggjuna. Selt frá kl. 8—12 hvern dag, annan tíma ekki. Reykvíkingar! Spar- ið aurana og verzlið við græn- metissöluna á torginu við Stein- bryggjuna. Grænmetissalan við Hótel Heklu er flutt á torgið við Stein bryggjuna. Þetta eru viðskipta- vinir mínir beðnir að athuga. Selt frá kl. 8—12 dag hvern. I. O. O. T. BARNASTÚKURNAR Svava og Diana. Berjaferð austur í Ölfus sunnud. 3. sept, ef veður leyfir og sæmileg pátttaka verður. Fargjald kr. 3,50—3,75 og 4,00. — Félagar verða að gefa sig fram við gæzlumann, Steindór BjÖrnsson, Sölfhólsgötu 10, og táka farmiða fyrir fimmtudags- kvöld, 31. ágúst. STRIÐSUNDIRBÚNINGUR. Frh. af 1. síðu. Vaxandi striðsóttl á Italiu. Italski sendiherrann í Berlín hefir fttt langt viðtal við Hitler, og Mussoilni hefir enn á ný rætt við sendiherra Þýzkalands í Róm. Signor Gayda endurtekur í dag, að Mussolini geri alit, sem í Rans vafdi stendur, til þess að deilumálin verði leyst friðsam- lega. italir virðast fylgjast betur með því, sem er að gerast, en Þjóðverjar, sem fyrst nú sjá ljós- lega, hversu alvarlegar horfurn- ar eru. Það verður ekki annað séð, en að ítalir hafi búizt við því allt til þessa, að Mussolini mundi takast að koma >í veg fyrir styrjöld, en nú lítur út fyrir að ítalska þjóðin sé farin að óttast, að það muni ekki takast. Hervæðino á Hollandi. LONDON í gærkveldi. FÚ. Hollenzka ríkisstjórnin hefir fyrirskipað allsherjar hervæð- ingu hers og flota, til þess að allt sé gert, sem í valdi ríkis- stjórnarinnar stendur, til þess að verja hlutleysi landsins, ef styrjöld brýzt út. Það er búizt við, að 300 000—400 000 her- menn verði undir vopnum á morgun. Sendiherrar Breta og Frakka hafa gengið á fund Leopolds Belgíukonungs og fullvissaS hann um, að Bretland og Frakk land muni virða hlutleysi Belg- íu ojg standa við alfar sínar skuldbindingar gagnvart henni. Flugferðir yfir Belgíu hafa verið bannaðar, nema flugfélög- um, sem enn starfa, og einstakl- ingum, sem fá sérstakt leyfi til flugferða. Tyrkland heldur tryoflð við Englanð og Frakkland LONDON í gærkv. F.Ú. Talið er, að forseti Tyrklands hafi sagt afdráttarlaust við von Papen áður en hann fór frá Istambul til Ankera í gærkveldi, að Tyrkland myndi standa trú- lega við allar skuldbindingar sín- ar gagnvart Bretlandi og Frakk- landi. ÞýAa stjórnarskiptin i Jap- an friðarsamainga í Hlna ? —- - —--—— Sendiherrar Japana og Kínverja i Lond- on fóru samtímis á fund Lord Halifax. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun. TJÓRNARSKIPTIN í Japan vekja gífurlega eftirtekt um allan heim, og eru menn við því búnir, að þau muni hafa hinar stór- kostlegustu afleiðingar í Austur-Asíu, og því er jafn- vel spáð, að friður verði inn- an skamms saminn í Kína. Það vakti sérstaka athygli í gær, að sendiherrar Japan og Kína í London fóru sam- tímis á fund Lord Halifax og áttu við hann langar viðræð- ur. Abe herforingja hefir verið falið að mynda nýja stjórn. Hann hefir verið yfirmaður japanska hersins á Formosa og gegnt ráðherrastöðu. Það er ekki búizt við, að neinir gömlu ráðherranna sitji í hinni nýju stjórn. Átta herflutningaskip flytja japanska herinn á brott frá landamærum Hongkong og Kína, og verða aðeins fáeinir varðmenn skildir þar eftir. Þýzki aðalræðismaðurinn í Hongkong hefir fyrirskipað öll- um Þjóðverjum þar í borg að fara þaðan. HLUTLEYSI DANMERKUR. Frh. af 1. síðu. Enn fremur er það nú staðfest, að ensk flotadeild hefir gert æf- ingar, sem miða að því að loka skipaleiðum milli Danmerkur og Noregs. Súðin var á Fáskrúðsfirði fcl. 5 í gfær. Vlötækar ráðstafanír brezka stjérnarinnar. LONDON í mörgun F.Ú. Fjölda margar tilskipanir hafa werið gefnar út í Bretlandi, sam- kvæmt heimild í lögum þeim, er nýlega voru samþykkt í þinjginu. Samkvæmt tilskipunum þessum fær ríkisstjórnin mjög víðtækar heimildir. Eftirlit með sfglingum brezka kaupskipaflotans verður i hönd- um flotamálastjómarinnar, sem getur meðal annars fyrirskipað skipunt, hvaða leiðir þau skuli fara. Flotamálastjórninni er heimilað að taka að sér stjóm járnbraut- anna, stjórn um umferð á þjóð- vegum og eftirlit og stjóm í öllum hafnarborgum, að þvi er skip snertir. Heimilað er að banna að land, sem notað er til jarðræktar, sé notað til ann- ars. Heimilað er að setja eftirlit með verðlagi. Heimilað er að hafa eftirlit með skógarhöggi, sölu á timbri og verðlagi átimbri Margs konar ráðstafanir verða gerðar til öryggis landvörnum og úl öryggis almennings. Mönnum er bannað að taka ljósmyndir, teikna eða gera uppdrætti á til- teknum svæðum. Starfsmenn hins opinbera, sem vinna í þágu al- menns öryggis, geta fyrirskipað, að húsnæði sé tekið til afnota ,eftir því sem þurfa þykir. Heim- ílað er eftirlit með loftskeyta- sendingum. Bannað er að bera skotvopn eða hafa þau í fórum sínum; Heimiiað er að leita að hverjum manni, sem fer úr landi eða kem- ur. Tilskipanirnar eru álls um 100. SÍLDARAFLINN. Frh. af 3. síðu. Anna/Bragi Njarðv. 798 1405, Anna / Einar Þveræingur Ólafsf. 1467, Bára/Síldin Fáskr. 548 2091, Barði/Vísir Húsav. 1214 2419, Björgvin/Hannes lóðs Dalv. 125 421, Björn Jörundsson / Hegri Hrísey 144, Brynjar/Skúli fógeti Ólafsfirði 268 222, Eggert/Ingólf- ur Kefl. 1370 2065, Kristiane/Þór Ólafsfirði 1231 2235, Erlingur I. / Erlingur II. Ve. 1112 2907, Freyja/Skúli fógeti Ve. 652 2253, Frigg / Lagarfoss Ve. 630 2215, Fylkir / Gyllir Nesk. 1217 2760, Gísli J. Johnsen/Veiga Ve. 572 3072, Gulltoppur / Hafaldan Ve. 589 3572, Haki/Þór Hrísey 260 317, Jón Stefánsson/Vonin Dalvík 273 1516, Leifur Eiríksson/ Leifur heppni Dalvík 278 477, Muggur/Nanna Ve. 908 1112, Muninn/Ægir Sandg./Garði 1192 1825, Muninn / Þráinn Nesk. 66 2485, Óðinn/Ófeigur II. Ve. 581 1925, Pálmi/Sporöur Árskógssandi 242, Reynir/Viðir Esk. 1017 2415, Reynir/Örninn Kefl. 181 575, Víð- ir/Vi]li Garði,, Sigl. 787 1609, Björg/Magni Nesk. 2277, Björn/ íslendingur Nesk. 917, Hilmir/ Þór Nesk. 1559, Valþór/Vingþór Seyðisfirði 1369. VÉLBÁTAR ÞRIR UM NÓT: . Auðbjörg/Björgvin/Freyr Nesk. 700, Bragi / Gullfoss / Kári Söl- mundarson Ólafsf. 138, Bragi/ Kristján X. / Skarphéðinn Ólafsf. 212, Einar Hjaltason/Frosti/Krist- inn Húsavík 571 1355, Gunnar Páls/Guilþór/Nói Dalvík 1368 872. Farþegar með Dettifossi til útlanda í gærkvöidi voru m. a.: Páll Páls- son, Elínmundur Ólafs, Laufey Ingjaldsdóttir, Unnur Eiríks og auk þess margir útlendingar. Kaupið Alþýðublaðið! I D AG Næturlæknir er Kjartan Ólafs- son, Lækjargötu 6B, sími 2614. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Létt lög- 19,45 Fréttir. t 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljómplötur: Söngvar úr tónfilmum. 20.30 Erlndi: Auður öræfanna (Steindór Steindórsson menntaskólakennari). 20.55 Symfóníutónleikar (plötur): a) Symfónía í D-dúr, eftir Haydn. b) Píanókonsert í c-moll, aftir Mozart. 21.55 Fréttaágrip. Dagskrárlok. SVIFFLUGIÐ. Frh. af 1. síðu. menn, sem hafa lært þaö mikið, að þeir eru fullkomlega færir um að kenna svifflug. íslenzku svifflugkennararnir eru Björn Jónsson, Leifur Grímsson og Hafliði Magnússon. Svifflugfélagið er nú þriggja ára. Á fyrsta ári unnu félagarn- ir kappsamlega að því að byggja svifflugu, og nú tvö síðastliðin ár hefir svifflug verið æft og lært. Eru hinir 38 virku með- limir félagsins allir hinir á- hugasömustu, og hafa nú all- flestir þeirra tekið einhver svif- flugpróf. Sviflugfélagið á nú 3 svif- flugur, tvær hafa verið byggð- ar hér, en eina komu þýzku flugmennirnir með í fyrra og skildu eftir. Einnig kom Schau- erte með svifflugu með sér, „og við vonum,“ segir Björn Jóns- son, einn hinn áhugasamasti í Svifflugfélaginu, „að okkur verði kleift að kaupa sviflugu þá, sem Schauerte kom með, því að það er talin einhver bezta tegund svifflugna, sem nú er völ á til æfinga.“ Svifflugmennimir eru starf- andi allt árið við nám eða vinnu og segja þeir, að engu minna sé flogið á vetuma heldur en sumr- in, og sagði einn þeirra, Leifur Grímsson, að það væri mikið skemmtilegra að svífa í svif- flugunni heldur en að vera á skíðum, enda væri það mikið hættulegra, og hefði ekkert slys komið fyrir hjá þeim í svifflug- unum, en „maður er oftast eitt- hvað bilaður eftir skíðaferð- irnar“. í kveðjusamsæti Svifflugfé- lagsins í gærkveldi átti Alþýðu- blaðið stutt viðtal við Fritz Schauerte um vinnu hér. „Ég verð að játa það,“ sagði Schauerte, ,,að ég gerði mér ekki háar vonir um flugkunn- áttu íslendinganna áður en ég kom hingað, en mér til mikillar ánægju reyndist þetta rangt. Ég hefi ekki kynnzt betri, starfs_ glaðari og áhugsamari svifflug- nemum en þeim íslenzku að löndum mínum ólöstuðum.11 — Hvernig standa þeir ís- lenzku sig miðað við þýzka svifflugnema? ,,Alveg prýðilega, og þegar tekið er tillit til þess, að í Þýzkalandi hefir svifflug verið iðkað í 20 ár, en ekki nema rúm 2 ár hér, þá geta íslenzku svif- flugmennirnir verið hreyknir með frammistöðu sína.“ Héðan fer Fritz Schauerte eft- ir stutta viðdvöl í Þýzkalandi til Búlgaríu og Rúmeníu. Fer hann þangað með flokk þýzkra flugmanna til að sýna listir sín- ar þar, ef styrjöld hefir þá ekki skollið yfir heiminn. lott veri. Súputarínur 5,00 Áleggsföt 0.50 Desertdiskar 0,35 Ávaxtadiskar 0,35 Ávaxtaskálar 2.00 Ávaxtastell 6 m. 4,50 Smurbrauðsdiskar 0,50 Vínglös 0,50 Isglös 1,00 Sítrónupressur 0,75 Veggskildir 1,00 KartöfLuföt með loki 2,75 Matskeiðar 0/25 Matgafflar 0,25 H. IImhmb & BiSrssson Bankastræti 11. ■1 NVJA Blð K5X Hvar varst þú í nótt? Bráðskemmtileg Wienar- kvikmynd með dillandimús- ík og söngvum eftir hið fræga tízkutónskáld. Robert Stolz. Aðalhlutverkin leika fræg- ustu gamanleikarar Þjóð- verja: Paiul Hörbiger, Hanna Weay, Leo Slezak, Hermann Thimig og gamla konan Adele Sanldrock. Skildínganesskólinn. Skólabörn í Skildinganess- og Grímsstaðaholts- byggð mæti sem hér segir við skólahúsið, Baugsveg 7, föstudaginn 1. sept.: Börn fædd 1929 og 1930 mæti kl. 10 f. h. Börn fædd 1931 og 1932 kl. 11 f. h. Læknisskoðun fer fram á skólabörnunum í skólahúsinu, Baugsveg 7, laugardaginn 2. sept. Drengir mæti til skoðunarinnar kl. 9 f. h., en telpur kl. 10 f. h. Viðtalstími minn er kl. 10—11 f. h. SKÓL AST J ÓRINN. BLÁA BANDIÐ tllkynnlri Sú hreyting verður á samkomunni í Varðarhúsinu í kvöld, að í stað fyrirlestursins les Sigfús Elíasson orðsendingu, sem hann veitti viðtöku í gærkveldi. Höfundar þessara „radda“ beina orðum sínum til þeirra, sem nú fara með völdin í heiminum. BLÁA BANDIÐ. Anglýslng um verðhækbun á eldspýtum. Verð á eldspýtum er frá og með deginum í dag að telja sem hér segir: SVEA eldspýtur, venjuleg stærð í 10 stokka ,,búntum“. Heildsöluverð kr. 36,00 þúsund stokkar. Smásöluverð 45 aurar 10 stokka „búntið“. SVEA eldspýtur, í stórum stokkum. Heildsöluverð kr. 40,00 hundrað stokkar. Smásöluverð 50 aura stokkurinn. SVEA eldspýtur, litlar, í 10 stokka „búntum“. Heildsöltiverð kr. 32,00 þúsund stokkar. Smásöluverð 40 aura 10 stokka „búntið“. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má leggja allt að 3% á ’innkaupsverð fyrir sendingarkostnaði til útsölustaðar. Reykjavík, 29. ágúst 1939. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. Nýtt land, sem kom út í gær, er hvergi nærri eins ánægt með svik Stal- ins og samning hans við Hitler eins og Þjóðviljinn hefir þótzt vera undanfarna daga. „Erfitt er að sjá, segir Nýtt land, að sós- íalismi Vestur-Evrópu styrkist við þennan samning Rússa við Þjóð- verja. Og reynist þær getsakir réttar, að Rússar stefni að skipt- ingu Póllands og Rúmeníu, þá eru það svik við þjóðfrelsi og al- þýðlegan rétt“. Það er nýtt fyrir- brigði, að sjá kommúnistablað á- skllja sér rétt til þess að hafa eigin skoðanir á gerðum sovét- stjórnarinnar, og verður fróðlegt að vita, hvernig erindrekar Stal- ins hér snúast við slíkri dirfsku. Eimskíp. Gullfoss er á Súðavík, Goða- foss fer í dag frá Hull til Vest- mannaeyja, Brúarfoss er í Grims- by, Dettifoss er í Vestinannaeyj- Uim og Selfoss í Antwerpen. Á- ætlanir skipanna geta þó breytzt vegna ófriðarhættunnar, óvíst er t. d. hvort Dettifoss fer núna til Grimsby, en hann átti einnig að fara til Þýzkalands. Brúar- foss bíður í Grimsbý eftir ein- hverjum tilkynningum frá skrif- stofunni. Kaupum tuskur og strigapoka. pr Húsgagnavinnustofan Baldursgötu 30. Sirai 4166. Útbreiðið Alþýðuhlaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.