Alþýðublaðið - 01.09.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.09.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 1. SEPT. 1930. ALÞYÐUBLAÐIÐ Svanirnir. Veslings Lísa litla var í stofu bóndans og lék sér að lauf- blaði, önnur leikföng átti hún ekki. Hún stakk gat á blaðið, horfði í gegnum það á sólina, og þá var sem hún sæi hin skæru augu bræðra sinna, og í hvert sinn sem sól- in yljaði kinnar hennar, hugsaði hún um kossa þeirra. Einn dagurinn var öðrum líkur. Þegar vindurinn þaut í rósagerðinu, hvíslaði hann að rós- unum: — Hver er fegurri en þið? En rósirnar hristu kollana og sögðu: — Lísa litla! Og á sunnudögum, þegar gamla konan sat í dyrunum og las í sálmabókinni sinni, fletti vind- urinn blöðunum og spurði bókina: — Hver er guðhræddari en þú? — Lísa litla, sagði sálmabókin. Og það var hverju orði sannara, sem rósirnar og sálmabókin sögðu. Þegar hún var fimmtán ára, átti hún að fara heim, og er drottningin sá, hve fögur hún var, varð hún reið og hataðist við hana. Hún hefði gjarnan viljað breyta henni í svan eins og bræðrunum, en hún þorði ekki að gera þao strax, af því að konungurinn vildi sjá dóttur sína. ..'mi|l|WlllM»»'1l| IIHWI " Snidioeistaramðt í. S.t. hðð i október. Keppoi í Slluffl sundgreio um fjrrir karla eg konur. C* UNDMEISTARAMÖT I. S. I. ^ verður háð í Sundhöll Reykjavíkur 9., 11. og 13. októ- ber, og verður þar keppt í þess- um sundum: Fyrir karla: 100 m. frjáls aÖ- fer'ð, 400 m. frjáls aðferð, 1500 m. frjáls aðferð, 200 m. bringu- suindi, 400 m. bringusundi, 100 m. baksundi og 4x50 m. boð- sundi. Fyrir konur: 100 m. frjáls aðferð, 200 m. bringusundi og 100 m. baksundi (ef þátttaka verður næg). Þetta eru allt meist- arasund. Þá verður einnig keppt í þess- um unglingasundum: Fyrir ■drengi: 100 m. bringusund, innan 16 ára, 50 m. bringusund, innan ■14 ára, og 25 m. frjáls aðferð innan 12 ára. Fyrir stúlkur: 50 m. bringusund, innan 14 ára og 25 m. frjáls aðferð, innan 12 ára. Sundmeistaramót 1. S. í. vekur ailtaf mikla athygli og hefir um rnörg undanfarin ár sýnt mjög miklar framfarir í þessari þörfu íþrótt. Ætti allt sundfólk í landinu að undirbúa sig vel og sækja jretta mót. Frjáls verzlun, ágústhefti er nýkomið út. Er efni þess að vanda mjög fjöl- breytt: Á vegamótum, I Eyrar- bakkaverzlun fyrir 50—60 árum, Björn Kristjánsson, Nútíma stór- iðjuhöldur, Verzlunin og al- menningur, Tóbakið, Hið nýja andlit Roosevelts, Gluggasýning- ar o. fl. Útbreiðið Alþýðublaðið! UMRÆÐUEFNI Vinur minn kommúnistinn og Sovét-Rússland. Vonir og vonbrigði barnalegra aðdá- enda Stalins. Hvað segir British Petroleum nú? Geta Hitler, Stalin, von Papen og Molotov fengið friðarverð- laun Nobels? — Pacificus skrifár mér um stríðsæsing- ar, ríkisútvarpið og kvik- myndir. Þverrifur vantar. Lífshætta á friðhelgum stöð- um. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. VINUR MINN kommúnistinn sagði við mig 1933, daginn eftir að Hitler brauzt til valda á Þýzka- landi og kæfði verkalýðshreyfing- una og einstaklingsfrelsið: „Góði bezti, þetta stendur ekki lengi. Nú hættir Sovét-Rússland allri verzl- un við Þýzkaland. Það hefir selt þeim mikið af hráefnum og keypt af þeim ósköp af vélum. Nú fær Hitler að sjá hefnd Sovét-Rúss- lands.“ Þessi var trú kommúnist- anna í þá daga. En Rússland hætti hvorki að selja Þjóðverjum né að kaupa af þeim. Það gerði þvert á móti nýja verzlunarsamninga við Þýzkaland um aukin viðskipti. OFT IIEFI ÉG hitt vin minn kommúnistann síðan, og hefi ég minnt hann á ummæli hans. Alltaf hefir hann haft skýringar á reið- um höndum. Algengasta skýringin hefir verið þessi: „Rússland verð- ur að sjá um sig.“ Og því hefi ég verið sammála. En það hugsaði hins vegar ekkert um kommún- ismann, heimsbyltinguna eða verkalýðinn, „alheims öreigalýð- inn“, eins og það heitir á máli kommúnista. ÞEGAR SAMNINGAR Breta, Frakka og Rússa voru að hefjast í sumar og Alþýðublaðið lét hvað eftir annað þá skoðun í ljós, að litlar líkur væri til þess, að Rússar vildu semja við þessar lýðræðis- þjóðir, og ekkert væri líklegra en að Rússar myndu fremur kjósa að semja við Hitler, þá hitti ég vin minn kommúnistann ásamt öðrum flokksbróður hans fyrir framan gluggan hjá Eymundsen. Hann sagði: „Alltaf eruð við vitrir, Al- þýðublaðsmenn. Rússar, eru bara að pína Chamberlain til að sýna Hitler í tvo heimana og fá hann til að eyðileggja nazismann. Þeir eru að teygja Breta eins langt og hægt er í þessa átt.“ En ég sag'ði: „Hvað segið þið, ef bandalag og samningar takast á milli Stalins og Hitlers gegn lýðræðisríkjun- um?“ Þeir skellihlógu báðir félag- arnir og svöruðu: „Það getur bara ekki komið fyrir.“ „Já, en ef það kemur fyrir, hvað segið þið þá?“ „Ja, þá falla allir kommúnista- flokkar í Vestur-Evrópu 1 rústir, en þetta er óhugsandi." SÍÐAN ÞETTA SAMTAL fór fram, hafa Hitler og Stalin gert bandalag sín á milli, ekkiárásar- sáttmála og samninga um það, að DAGSINS. Rússar skuli selja Þjóðverjum alls konar ómissandi hráefni jafnt á ó- friðar- sem friðartímum, Moskva hefir verið skrýdd hakakrossfán- um, og Hitler og Ribbentrop hafa látið fögur orð falla um vin sinn Stalin, en þýzkt fólk heilsar hvert öðru í gamni með: „Heil Moskva!“ ÉG HEFI EKKI HITT vin minn kommúnistann síðan þetta allt varð, en mér er sagt að nú sé hann að byrja að efast, trúin er tekin að bila, hann er að byrja að fóta sig á jörðinni. Blað kommúnista ber þess þó sannarlega ekki merki, að þar sé trúin á Moskva farin að dofna. Þar er samningurinn við Hitlerfasismann dásamaður sem eitthvert stórkostlegasta friðar- starf, sem unnið hafi verið, og sagt er, að einn ritsnillingur kommún- ista hafi látið uppi þá skoðun sína, að það ætti að skipta friðarverð- launum Nobels næst jafnt á milli þeirra fjögurra, Hitlers, Stalins, von Papens og Molotovs! UNDANFARNA DAGA hefir lít- ið verið rætt um annað hér en stríðsútlitið og samninginn milli Hitlerfasismans og Moskvakomm- únismans. Það er því ómögulegt fyrir mig að ganga alveg fram hjá þessum málum, þó að ég skrifi lít- ið um pólitík. Ég hefi fengið nokk- ur bréf um afstöðu kommúnista- blaðsins, en ég tel ástæðulaust að birta þau. Ég held að „hinn sam- einaði“ megi vera eins vitlaus og hann vill, og þeir verða að gera sín mál upp innbyrðis, enda munu ýmsir í þeim flokki vera orðnir leiðir yfir dvölinni og vilja skipta um flokk. Frönsku kommúnistarnir skildu hvert stefnt var með samn- ingnum, en það er varla von, að okkar kommúnistar vilji skilja það og taka afleiðingunum af því. — En hvað segir nú British Petro- leum? „PACIFICUS“ skrifar mér á þessa leið: „Vér lifum á tímum þráðlausra frétta. Það, sem skeður þúsundir kílómetra í burtu frá oss, fréttum vér á næstu mínútum á öldum ljósvakans. Ég var að hugsa um það um daginn, að eiginlega hefði það haft sína kosti, þegar maður fékk fréttir í gamla daga einu sinni í mánuði með póstskip- inu. Fréttir þessar voru að vísu úreltar, en maður lifði ekki í þess- um stöðuga spenningi og kvíða fyrir þvi, hvað næsta augnablk myndi færa manni. Jæja, hvað um það.“ „SIÐASTLIÐINN SUNNUDAG hlustaði ég allan daginn á útvarps- fréttir utan úr heimi. Tæki mitt er sérlega gott og tekur flest af því, sem hlustandi er á. Ég ,,velti“ mér á milli Róm, Berlín, París, Varsjá, London, New York o. s. frv. og reyndi eftir beztu getu að vinza úr það, sem ég áleit satt og rétt. En þegar kvöld var komið, var ég orðinn bæði ,,nervös“ og niður- beygður, og áttu hinar einhliða ógnarsögur Þjóðverjanna af fram- komu Pólverja sinn góða þátt 1 því.“ ÉG HUGÐI ÞVÍ að létta mér upp og fara í bíó til þess að reyna að gleyma stríðsæsingunum úti í heimi. Ég náði í aðgöngumiða á Gamla Bíó á seinustu stundu. Mér varð heldur hverft við að heyra strax þýzk hergöngulög, er ég kom inn í salinn. Og viti menn, á „lér- eftinu“ er sýnd taka Austurríkis vorið 1938. 100 000 manna orga í hrifningu við komu ,,foringjans“, hundruð sprengjuflugvéla fljúga um loftin, hundruð skriðdreka bruna eftir götunum. Öll nýtízku morðvopn og vélar, þessi stórfeng- legu tákn ,,menningar“ nútímans eru sýnd þarna í stórum stíl. Og svo hergöng'ulög, „parademars“ og' org, org og meira org! NÚ ER MÉR SPURN: Er viðeig- andi að sýna slíkt hjá oss? Höfum við nokkuð við þetta að gera? Ég er viss um, að flestir bíógestir munu taka undir með mér, að það hefir slegið óhug á þá, er þeir sáu þessi ósköp. Þessi aukamynd er gerð að tilhlutun þýzka útbreiðslumála- ráðuneytisins til þess að auka ,,skilninginn“ fyrir hinu nýja Þýzkalandi. En við afþökkum slíkt! Vér erum hlutlaus þjóð og kemur þetta ekkert við! Er ekki hægt að koma á eftirliti með þeim myndum, sem bíóin sýna?“ „OG SVO EITT ENN: Það er við- urkennt af öllum utan Þýzkalands, að ógnarfréttir þær, sem Þjóðverj- ar flytja af Pólverjum, séu að mestu leyti ,,framleiddar“ í út- breiðslumálaráðuneytinu þýzka. Þannig skýrði enska útvarpið frá því síðastliðinn mánudag (28/8), að fyrir fáum dögum hefði birzt mynd af tjaldbúðum þýzkra flótta- manna í „Wiener neuesten Nach richten“. Flóttamenn þessir áttu að hafa flúið ógnir Pólverja, en þegar betur er aðgætt á mynd- inni, þá sést, að snjór liggur á jörðu og trén í baksýn eru lauf- laus-! En hvað leyfir nú hið „hlut- lausa“ útvarp vort sér? Það klykk- ir út kvöldfréttirnar með því að birta fjölda ógnarfrétta frá Þýzka- landi, sem það hefir gleypt hráar og ómeltar og eru þess eðlis. að þær slá óhug á hvern, sem á hlýðir. Hver er meiningin? Á að ala upp stríðs-,,psykose“ í íslenzku þjóðinni? Hér þarf skjótra aðgerða við. Tafarlaust eftirlit með frétta- flutningnum, sem framkvæmt sé af skynsömum og þar til hæfum mönnum.“ MÉR ER SKRIFAÐ: „Einkenni- legt er, að hvergi sjást þverrifur á hurðum til þess að láta bréf inn um, þótt húsin séu að öðru leyti í alla staði nýtízku hús. Þetta er oft bagalegt, því að maður er oft í vand ræðum að koma boðum, þegar eng- inn er heima í húsinu, sem boðin eiga að fara til. Hannes góður! Þetta eigið nú þið blaðamennirnir, sem vanir eruð að nota þverrifuna, að reyna að fá lagað.“ „HÚSFRÚ“ ritar mér: „Bærinn eða lögreglustjóri hafa látið marka sums staðar við götuhorn mjóar ræmur, þar sem fótgangandi menn eru friðhelgir, og er þetta mjög Frh. á 4. síðu. CHARLES NQRDHOFF og JA.MES NQRMAN HALL: Uppreisnln á lonnty. 5S« Karl ísfeld íslenzkaði. kom þá hlaupandi innan úr musterinu, og bar hann stórt stykki af hinu heilaga, brúna klæði, sem gert er af manna- húðum. Presturinn tók við því, breiddi úr því og kastaði því síðan yfir okkur svo það huldi Tehani og mig gersamlega. Á næsta augnabliki var því varpað til hliðar og okkur boðið að rísa á fætur. Brúðkaupið var afstaðið, og við vorum föðmuð að þjóðarsið af ættingjum beggja. En hátíðahöldum og gleð- skap næstu daga er ekki nauðsynlegt að skýra frá. XIII. HELENA. Það felst ef til vill ekki svo mikið í því, er ég segi, að ég hafi verið hamingjusamur 1 sambúðinni við Tehani. En hitt segir eflaust meira, að aðeins tvær konur hafa markað spor í lífi mínu — móðir mín og Tahiti-stúlkan. Löngu áður en dóttir okkar fæddist hafði ég ákveðið að lifa lífinu í kyrrð og hamingju í Tantira. Tilfinningin um að England væri svo fjarlægt varð æ strekari eftir því sem tíminn leið. Vonin um, að skip kæmi var nú horfin. Ef það hefði ekki verið hugsunin um móður mína —- og aðeins þessi hugsun virtist viðhalda minningunni um England — þá er ég' engan veginn viss um, að ég hefði nokkru sinni óskað þess, að skip kæmi til eyjar- innar. Ég var þess viss með sjálfum mér, að hvorki myndi Bligh né nokkur félaga hans nokkurn tíma komast heim. og þá vissi ég, að móðir mín myndi engar áhyggjur hafa út af mér fyrr en kunnugt yrði um afdrif ,,Bounty“. Ég fylgdi kenningu Hitihiti og varpaði frá mér fortíð og framtíð. í átján mánuði — sælasta tímabil ævi minnar -— naut ég hvers dags til ítrustu hlítar. Með giftingunni virtist Tehani aukast myndugleiki og al- vara, þótt hún á stundum, þegar við vorum heima, sýndi að hún var enn þá sami æringinn, sem hafði sigrað mig í sund- keppninni á Matavai. Ég vann að orðabókinni á hverjum degi, og Sir Joseph Banks sjálfur hefði ekki getað sýnt þessu verki meiri alúð og áhuga en konan mín gerði. Hún stjórnaði hús- inu af dugnaði, sem mig furðaði stórlega á, að svo ung kona hefði til að bera. En vegna þessa hafði ég óbundnar hendur við skriftir mínar og eins til að fiska eða veiða uppi í ás- unum. Annars kaus ég gjarnan fremur að fara í smá ferða- lög, svo að Tehani gæti verið með, enda hætti ég við marga veiðiförina og fór þá á litla skemmtibátnum og hafði Tehani með. Rúmum mánuði eftir brúðkaup okkar sigldum við til Ma- tavai til að heilsa upp á taio minn. Mig langaði til að hitta bæði Hitihiti, Stewart, Morrison og aðra vini frá „Bounty“, sem þar höfðu setzt að. Vegalengdin var um 50 kvartmílur, en með því að við höfðum gott leiði, náðum við þangað eftir fimm klukkustundir og komum þangað snemma um daginn. — Vinir þínir eru að byggja skip, sagði Hitihiti þegar við vorum að borða um eftirmiðdaginn, — Morrison og Milward standa fyrir vinnunni, en ýmsir aðrir hjálpa til. Þeir eru þeg- ar búnir að skeyta kjölinn og stefnin. Þeir eru að þessu úti á tanganum við vatnið. Þegar leið að kvöldi, röltum við niður að smíðastöðinni — Nina, faðir hennar, Tehani og ég. Morrison hafði valið svo- lítinn rjóðurblett um hundrað metra frá ströndinni fyrir vei'k- stæði. Þetta var opinn, grasi gróinn blettur umkringdur á þrjá vegu af brauðávaxtatrjánm. Hópur Tahitibúa sat á flötinni og horfði á hvítu mennina við vinnu sína. Þeir voru afar áhugasamir, og til endurgjalds fyrir að fá að horfa á, veittu þeir skipasmiðunum rausnarlega af kosti sínum. Hinn voldugi höfðingi, Teina, sem átti landið umhverfis, var þarna við- staddur ásamt konu sinni, Itea. Þau heilsuðu okkur ástúðlega, og samstundis leit Morrison upp frá verki sínu. Hann lagði frá sér öxina, þurrkaði svitann af enni sér og tók fast og hjártanlega í hönd mér. — Við höfum frétt af giftingu þinni, sagði hann, — ég óska til hamingju! — Ég kynnti hann Tehani, og meðan hann heilsaði henni, kom Ellison. — Hvernig lízt yður á skipið okkar, herra Byam? spurði hann. — Það er aðeins þrjátíu feta langt, en herra Morrison býst við að geta siglt því til Batavia. Við höfum þegar skírt fleytuna, Hún heitir „Resolution11. En það má guð vita, að maður verður að vera ákveðinn, þegar maður ætlar að smíða skip án þess að hafa til þess svo mikið sem nagla eða sagaðan við!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.