Alþýðublaðið - 02.09.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.09.1939, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 2. SEPT. 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ Svanirair. ww:W’^ítí!'K'íX,ílrlíl,«ií‘ í býtið um morguninn gekk drottningin til laugar, sem var öll úr marmara og prýdd mjúkum hægindum og fögrum ábreiðum. Hún tók þrjá froska, kyssti þá og sagði við einn þeirra: — Setztu á höfuð Lísu, þegar hún laugar sig, til þess að hún verði heimsk eins og þú! Setztu á enni hennar, sagði hún við annan froskinn, svo að hún verði ljót eins og þú og faðir hennar þekki hana ekki! Hvíldu við brjóst hennar, hvíslaði hún að þriðja froskinum, — gerðu hana svo illa innrætta, að hún kveljist af því! Svo fleygði hún froskunum út í tært vatnið, sem varð óðara grænleitt á litinn, kallaði á Lísu, færði hana úr fötunum og lét hana stíga niður í laugina, og um leið og hún fór í kaf, settist einn froskurinn á hárið á Jhenni, annar á ennið og þriðji á brjóst hennar, en þetta virtist engin áhrif hafa á Lísu. UMRÆÐUEFNI DAGSINS. Aihiugasemd. • Að gefnu tilefni skal það tekið fram út af ummælum í ritdómi um sögu alþýðufræðslunnar á Is- landi eftir G. M. M., að Sigurjón Á. Ólafsson flutti ásamt öðrum þingmönnum Alþýðuflokksins frumvarpið um ríkisútgáfu skóla- bóka og var meira að segja fyrsti þingmaður, sem hreyfði í því máli. Var það að vísu allt ann- ars eðlis en það frumvarp urn /ríkisútgáfu námsbóka, sem náöi samþykki þingsins og gekk í gildi sem lög 23. júní 1936. Það frumvarp var gert algjörlega eft- Sr tillögum Vilmundar Jónssonar sbr. grein hans í Alþbl. 24. okt. 1935. Hinir dönsku blaðamenn, sem nýkomnir eru frá ís- landi, hafa í viðtali við danska blaðið ,,Social-Demokraten“ látið í ljós mikla hrifningu sína yfir framförum þeim, sem vart verði á íslandi. Þá róma þeir og mjög hina íslenzku gestrisni. (FÚ.) Hringferð um Grafning (berjaför). Ferðaféíag Islands fer skemmti- og berjaför um Grafning næst komandi sunnu- dag. Lagt af stað kl. 8 árdegis. Farmiðar seldir á Stéindórsstöð frá kl. 1—7 á laugardag. Ekið austur Mosfellsheiði, suður með Þingvallavatni um Hestvík, Haga- vík og Grafning niður með Sogi og Álftavatni, suður fyrir Ing- ólfsfjall og heimleiðis um Hellis- heíði. Berjaleyfi innifalið í far- gjaldinu. Útbreiðið Alþýðublaðið! Lokun sölubúða kl. 6 á föstu- dögum, og afstaða verka- manna til þess. Búðirnar þurfa a. m. k. að vera opnar til kl. 7. Bréf frá bónda fyrir norðan um útvarpið og í- þróttirnar. Þjóðdansarnir og alþýðuskólarnir. Slæm úni- gengni í Reykjavík og um- gengni vega- og símavinnu- manna. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ENN LIGGUR FYRIR bæjar- stjórn að taka ákvörðun um breyt- ingar á reglugerðinni um lokun sölubúða. Ég mun ekki gera hér að umtalsefni nema eina breytingu, sem talað er um, að nauðsynlegt sé að gera, og hún er sú, að fram- vegis skuli einnig loka búðum kl. 6 á föstudögum. Ég verð fyrir hönd verkamanna í bænum að telja þetta mjög óheppilegt, og hafa margir verkamenn ýmist sent mér orð um þetta bréflega eða hringt til Al- þýðublaðsins og sent mér skilaboð um þetta. ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ, að verkamenn telja það mjög óheppi- legt fyrir sig, ef framvegis á einn- ig að loka • sölubúðum á föstudög- um kl. 6, er sú, að flestir þeirra eða allir, sem á annað borð fá nokkurt kaup, fá útborgað á föstudögum um 6-leytið flestir, og ástandið er nú svo á fjölda mörg- um heimilum, að það er beðið eftir þessum aurum með allslaust heim- ili og farið með þá beint í búðina til að kaupa fyrir þá nauðsynjar. Menn geta ef til vill sagt, að það geti beðið til morgunsins, en það segja þeir einir, sem ekki þekkja allsleysið í allri sinni nekt. ÞÁ ER EINNIG þess að gæta, að fjölda margir yerkamenn stjórna innkaupum sínum sjáifir, og þá sérstaklega á ýmsum helztu mat- vörunum, enda á konan oft mjög erfitt með að komast í búðir, get- ur það jafnvel ekki af mörgum ástæðum. Hvenær á sá verkamað- ur, sem hefir á annað borð ein- hverja vinnu, að komast í búð? FASTAVINNUVERKAMENN eru sambærilegir við fastafólk í verzlunum. Verkamennirnir byrja vinnu kl. 7 eða 8. Flestir verzlun- armenn byrja ekki vinnu fyrr en um kl. 9. Hvers vegna geta búðir þá ekki einn dag í viku verið opn- ar til kl. 7? Það er hins vegar óþarfi, að þær séu opnar til kl. 8. ÉG VIL NÚ mælast til þess, að þetta mál sé athugað gaumgæfi- lega, áður en nokkur ákvörðun er tekin í því, og ég vil ekki trúa því fyrr en ég sé það, þrátt fyrir allt, að ekki sé hægt að fá bæjarstjórn- ina eða meirihluta hennar til að taka líka tillit til verkamannanna í þessu máli, sem alls ekki getur haft nein útgjöld í för með sér fyrir bæinn, en því segi ég þetta, að á því stranda oftast hagsmunir verkamanna í Reykjavík. ,,DVALINN“ skrifar mér um þjóðdansana, sem ég gerði að um- talsefni fyrir nokkru. Hann segir: „Fyrir nokkru minntist þú á þjóð- dansana í einum af pistlum þínum. Ég hefi verið að vonast eftir, að um ; þá yrði rætt meira, en svo hefir ekki orðið ennþá. Tel ég mjög illa farið, að sá vísir til þeirra, sem kominn var, virðist alveg vera að kulna út. Ungmennafélögin ætl- uðu að taka þá upp á arma sína, en hafa ekki haft mátt til þess. Hver orsökin er, skal ég ekki full- yrða, en þó held ég helzt, að þeir hafi verið yfirleitt of margbrotnir til þess að þeir gætu orðið almenn- ingseign fljótlega, en þó var annað verra, að þeim var sí og æ verið að breyta, svo að lokum víssi ná- lega enginn. hvað rétt var, og þeir komust aldrei í neinar fastar skorð- ur og áhuginn dvínaði.11 „NÚ SÝNIST MÉR, að helzt væri það verk héraðsskólanna (Vökumanna?), að blása lífsanda í þá að nýju og taka málið þá á- kveðnari og fastari tökum en Ung- mennáfélögin gerðu. Sannarlega veitti ekki af að hamla dálítið á mót) tízkudansinum, sem alla virð ist æíla að æra. Ég er ekki að lasta hann í sjálfu sér, en of mikið má að öllu gera, því að svo virðist, að ómögulegt sé að ná ungu fólki saman nema með dansi, að minnsta kosti ekki innanhúss. Fyrir nú ut- an það, að fjöldi ungs fólks þykist ekki geta dansað nema vera „hív- að“. En það er hægt að skemmta sér við fleira en drykkju og dans!“ ÞÁ SKRIFAR „Dvalinn" mér | enn fremur: „Svívirðing og ómenn- ing má það teljast, sem mjög verð- ur vart við hér í bænum og um- hverfis hann, Virðist það vera. á- stríða hjá vissri tegund manna — helzt munu það vera unglingar •— að ganga örna sinna. hvar sem af drep er, í húsum ef þau standa auð eða eru í smíðum, garðkrók- um, undir steinum í nágrenni bæj- arins o. s. frv. Svo hefir það oft verið í Beneventum —- ég hefi ekki komið þar í súmar — að nálega hefir ekki verið stígandi niður fæti þar á milli klettanna. Gætu ekki kennararnir brýnt fyrir börnum betri umgengni? Eða hvað er annað til ráða gegn slíkum ó- fögnuði?“ „ÚR ÞVÍ ÉG FER AÐ MINN- AST Á umgengni er rétt að geta þess, íerðafólki til verðugs hróss, að mjög sjaldan kemur það fyrir, að gengið sé 'illa frá tjaldstað eða þar, sem matast hefir verið, nú orðið. En því miður verður það ekki hægt að segja um suma flokka vegavinnumanna og símamanna. Séð hefi ég tjaldstaði þeh'ra, er þeir voru farnir, að líkast hefir verið sorphaug: pappírsrusl og pokadruslur, skóræflar og hey- ruddi, pappakassar og spýtnabrak, allt hefir verið hvað innan um annað, Slíkt er til hins mesta vanza, og væri hægur vandi fyrir verkstjórana að sjá um, að tjald- stæðin væru hreinsuð um leið og skilið er við þau“, *ÉS< -MU ' „N ORÐLENDIN GUR“ skrifar mér:,,,Það virðist vera orðin hefð, að fyrir þér sé kvartað um allt milli himins og jarðar. Að vísu virðast flestar þessar raddir ganga aðeins út yfir sjónarmið íbúa höf- uðstaðarins, og mér finnst þar af leiðandi of lítið gæta vilja þeirra. sem úti á landinu 'búa. En í trausti þess, að vilji okkar hér í norðrinu eigi jafn greiðan gang að pistlum þessum, langar mig til að biðja þig fyrir eftirfarandi:11 „TIL AÐ BYRJA MEÐ vil ég þakka þeim, er stofnað hafa til þess, að útvarpað hefir verið ýms- um íþróttamótum sem skemmti- dagskrárlið, og okkur, sem búum hér og þar úti um landið, þannig gefinn kostur á að fylgjast með einum vinsælasta skemmtiskrárlið, sem hægt er að bjóða mönnum upp á. Vil ég þar sérstaklega nefna til knattspyrnukappleikina, sem út- varpað hefir verið. Það er ekki svo lítill fengur fyrir okkur, sem aldrei höfum tækifæri til að íylgj- ast með leikni hinna beztu manna okkar í þessari alheims íþrótt, að fá þó að minnsta kosti að heyra, hvernig hver flokkur eða einstak- lingur stendur sig í keppninni.11 : , amm „ÉG SÉ, að í pistlum þínum 15. júlí s.l. var sagt frá því, að þess- um dagskrárlið hefði hrakað. Þetta er því miður satt. Við feng- um einn leik, þegar Þjóðverjarnir komu, hálfan er Englendingarnir voru hér í sumar, en engan af leikjum nágranna okkar Færey- inganna. Þetta er ákaflega leitt, þegar þess er gætt, að hér er mik- ill meirihluti þjóðarinnar, sem úti- lokaður er frá þessu. Að endingu er það svo von mín, að þeir, sem þessum málum ráða, sýni meiri skilning á þessu hér eftir en hingað til.“ ÁSTÆÐAN fyrir því, að mest ber á sjónármiðum Reykvíkinga í dálkum mínum er sú, að hér er ég kunnugastur og einnig langflestir bréfritarar mínir. Bréf frá mönn- um utan Reykjavíkur eru mér mjög kærkomin — og ég tek þau ekki síður til athugunar en bréf úr Reykjavík. Hannes á horninu. flr Fatabððinni. Útbreiðið Alþýðublaðið! CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 59. Karl Ísfeíd ísleazkaði. Ég heilsaði upp á Coleman, bátsmanninn frá „Bounty“, og því næst þýzka smiðinn, Hillbrandt. Timburmennirnir Nor- man og Mclntosh voru viðstaddir. Sömuleiðis rakarinn, Dick Skinner. Allir þessir unnu af kappi undir stjórn Morrison’s, sumir knúðir af þránni eftir að komast til Englands, aðrir af sektarmeðvitundinni og óttanum við að eitthvert brezkt skip myndi ef til vill ná í þá, áður en þetta litla skip þeirra yrði tilbúið. Um sólarlag hættu skipasmiðirnir vinnu. Ég lét Tehani fara heim með Hina og taio mínum, en fylgdi sjálfur Morrison til húss hans við rætur One Free Hill. Stewart dundaði í garðinum í rökkrinu. Hann hafði um- breytt hinum villta garði í fagran og skrautlegan reit. Götur lágu um hann í allar áttir. Og meðfram þeim öllum uxu fögur blóm. Stewart rétti úr sér, skóf moldina af höndunum og bauð mig velkominn, — Byam, þú borðar auðvitað kvöldverð með mér? Og þú líka, Morrison? í þessum svifum kom Ellison yfir hæðina. Stewart geðjaðist vel að honum og hrópaði: — Tom! Viltu ekki gista hér í nótt, þetta verður alveg eins og í gamla daga. — Að mér heilum og lifandi, herra Stewart, sagði hann hlæjandi. Ég er hvort sem er hálfhræddur við að fara heim. — Hvað er að? spurði Morrison. r— O, það er kerlingin aftur. í gærkveldi sá hún, að ég kyssti systur hennar. Ég get svarið að það var ekki gert í vondri meiningu, en haldið þið að hún geti tekið þetta skyn- samlega? Hún hafði næstum slegið systur sína í rot með þvottaprikinu og hefði farið eins með mig, ef ég hefði ekki lagt á flótta. Stewart hló. — Ég efast ekki um að þetta hefðir þú átt skilið. Peggy kallaði og bauð okkur inn og hálftíma síðar sett- umst við að kvöldverði, sem þrælar Tipan báru fyrir okkur. Borðstofa Stewarts var í stóru laufþöktu húsi. Hún var skreytt með körfum, sem hengdar voru upp fullar af blómum af ýms- um lit. Maður stóð í hverjum enda hennar og hélt á kyndli, sem lýsti hana alla upp með iðandi bjarma. Peggy var farin til þess að borða kvöldverð með þernum sínum, og Tipan vildi heldur borða einsamall. — Hve langan tíma tekur það að ljúka við smíði skipsins? spurði ég Morrison. — Hálft ár — ef til vill lengur. Manni miðar hægt með svo lítilfjörleg verkfæri. — Þú vonast eftir að komast til Batavia á bátnum? — Já, og þaðan getum við fengið skiprúm heim með Hol- lendingum. Fimm okkar eiga að gera þessa tilraun — Nor- man, Mclntosh, Muspratt, Byrne og ég. Stewart og Coleman kjósa heldur að bíða ensks skips hér. — Sömuleiðis, skaut ég inn í. — Mér vegnar ágætlega í Tantira, og þykir vænt um að geta unnið að orðabókinni. — Hvað mig snertir, sagði Stewart, — þá er ég ánægður með Tahili og hefi enga löngun til að drukkna! — Drukkna — hvaða þvættingur! sagði Morrison óþolin- móður. — Þetta litla skip væri nógu traust, þótt sigla ætti því umhverfis jörðina! — Þú hefir ekki sagt herra Byam um okkur, greip Ellison fram í. — Við ætlum að setja á stofn svolítið konungsríki fyrir okkur sjálfa. Við erum ófyrirleitnir piltar, og enginn okkar myndi sleppa við gálgann, ef Englendingar hefðu hend- ur í hári okkar! Herra Morrison hefir lofað að setja okkur á land á einni eða annarri eyju vesturfrá. — Það er það bezta, sem þeir geta gert, sagði Morrison. — Ég ætla að reyna að finna eyju með góðlyndum íbúum. Tom verður með, Millward, Hillbrandt og enn fremur Summer. Churchill verður hér eftir, þó að augljóst sé, að hann verður hengdur. Dick Skinner hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé skylda sín að ganga yfirvöldunum á hönd og taka út refsinguna fyrir glæp sinn. Að því er Thompson snertir, þá er hann fremur dýr en maður, og viljum við því ekki hafa hann um borð. — Hvar er Burkitt? spurði ég. — Hann og Muspratt búa á Papara, svaraði Stewart, — hjá höfðingja Teva-kynþáttarins. — Þeir buðust til að hjálpa okkur við starfið, bætti Morri- son við, — en hvorugur þeirra er nokkuð lagtækur. Mér þótti gaman að frétta af „Bounty“-mönnum, sem flestir voru mér geðþekjúr. Við töluðum saman langt fram á nótt, meðan menn Tipan kveiktu á einu blysinu eftir annað. Tunglið kom upp í því að ég kvaddi vini mína og rölti heimleiðis eftir auðri ströndinni. Morguninn eftir fékk ég ástæðu til þess að hugsa um það, sem Morrison hafði sagt um Thompson, sem var kjánalegastur og klúrastur af áhöfn „Bounty“. Hann og Churchill höfðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.