Alþýðublaðið - 02.09.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.09.1939, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 2. SEPT. 1939 ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRÍ: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálras (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN loskTasamninonr- inn i framkvæmd. ¥IÐ UPPHAF þess blóðuga hildarleiks, sem nú er hafinn í Evrópu, stendur hinn svonefndi „ekkiárásarsamning- ur“ Hitlers og Stalins í Mosk- va. Það er staðreynd, sem ekki verður lengur í móti mælt af neinum öðrum en vísvitandi ó- sannindamönnum eða staur- blindum, andlegum aumingjum. Aldrei hefir með kaldrifjaðri klækjum verið stefnt að því að steypa heiminum út í styrjöld en með því laumuspili rúss- nesku sovétstjórnarinnar og þýzku nazistastjórnarinnar, sem leiddi til þessarar samnings- gerðar í Moskva. Því að í henni er það aðeins yfirvarp, að Hitl- er-Þýzkaland og Sovét-Rússland skuldbinda sig til þess að ráð- ast ekki hvort á annað. Hvorugt þeirra þurfti að óttast nokkra árás. Hitt er aðalatriðið, að Sovét-Rússland lofar því að véra ekki með í neinum samtök- um, né neinu bandalagi á móti Hitler-Þýzkalandi og gefur því þar með frjálsar hendur til þess að ráðast á Pólland og stofna til blóðugrar styrjaldar vestur í Evrópu, þegar vitað var, að friðurinn beinlínis valt á því, að Þýzkaland ætti ekki aðeins Englandi og Frakklandi, heldur einnig Sovét-Rússlandi að mæta, ef til styrjaldar yrði stofnað. Það er enn á huldu, hvað Stal- in hefir áskilið sér fyrir svikin. En það mun varla vera fjarri sanni, sem haldið hefir verið fram, meðal annars af hinu gætna enska stórblaði „Man- chester Guardian“, að á bak við samninginn í Moskva, sem birt- ur hefir verið, búi annar, þar sem færri orðum er farið um hlutleysi, en þeim mun fleiri um skiptingu ránsfengsins að blóðs- úthellingum loknum. Það myndi að minnsta kosti af lærisvein- um Stalins úti um heim ekki hafa verið kallað hlutleysi, ef eitthvert annað ríki hefði skuld- bundið sig til þess að selja Hit- ler í stórum stíl olíu, benzín og önnur hráefni til þess, að geta haldið morðtólunum í gangi, eins og Sovét-Rússland gerði í viðskiptasamningi þeim, sem undirritaður var í Moskva af því og Þýzkalandi tveimur dög- um á undan hinum svokallaða „ekkiárásarsamningi“, og er að- éins hluti af honum. Rás viðburðanna vikuna, sem liðin er, síðan samningurinn í Moskva var undirritaður, hefir nú tekið af öll tvímæli um það, hvað hann þýðir. Stríðið með ölíum þeim ógurlegu hörmung- um, sem því fylgja — það er Moskvasamningurinn í fram- kvæmd. Það er „gleðiefnið”, sem kommúnistablaðið hér, Þjóðviljinn, talaði um miðviku- I I Ragiar E. Kvara Ragnar e. kvaran landkynnir og forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins er bor- inn til grafar í dag. Með honum hverfur einn af glæsilegustu yngri mönnum íslenzku þjóð- arinnar. Ég kynntist Ragnari E. Kvaran ekki fyrr en árið 1930, er hann var hér heima með Vestur-íslendingum á alþingis- hátíðinni. En eftir það voru kynni okkar jafnan nokkur, og tel ég Ragnar Kvaran hispurs- laust hafa verið í röð hinna fjöl- hæfustu gáfumanna, sem ég hefi þekkt. Hann var ágætlega ritfær maður og áræðinn í hugs- un, hafði yndi af að gera sér grein fyrir ýmsum vandamál- um menningarlegum og félags- legum frá nýjum og óvæntum sjónarmiðum. Liggja eftir hann margar merkar ritgerðir á því sviði, og þó í rauninni minna heldur en maður hefði getað bú- izt við af manni, sem svo létt var um að hugsa og rita. En þetta lá í hinu fjölhæfa gáfna- fari Ragnars Kvaran. Hann var maður, sem bjó yfir svo óvenju- lega fjölbreyttum hæfileikum, að hann átti síður á hættu en margur annar að verða þræll sinna eigin áhugamála. Hann var í rauninni listamaður í skapi og lund, og það mótaði alla persónu hans. Fyrir því var það einnig, að Ragnar Kvaran lagði gjörva hönd á miklu fleiri viðfangsefni en títt er um íslenzka menntamenn. Hann var góður predikari, góð- ur rithöfundur, góður leikari og góður félagsmaður hvar sem hann var. Og ef til vill átti þetta allt rót sína að rekja til þess, að hann vaf ekki einungis gáfaður maður, heldur einnig góður maður. Ragnar E. Kvaran kunni eina íþrótt betur en ef til vill þorr- inn allur af núlifandi íslend- ingum, og kannske bezt alls þess, er honum var vel gefið. Hann var snillingur í viðræðu. Hann kunni að taka þannig á málum í viðræðu, að saman fór gamansemi, glettni, djúp íhug- un og skarpur skilningur. Þess vegna var oft meira gaman að ræða við hann stundarkorn, þó að ekki væri nema þar sem maður hitti hann á götu úti, heldur en flesta menn aðra. Með Ragnari E. Kvaran er til moldar genginn einn af glæsi- legustu gáfumönnum okkar fá- mennu þjóðar, og það er hverj- um kunningja hans og öllum vinum mikil harmsögn, að hon- um skuli hafa verið á brottu daginn í síðastliðinni viku, þeg- ar fregnin barst um það, að þessi samningur stæði fyrir dyr- um — „gleðiefnið öllum þeim, sem óska friðar og frelsis“, og „árangurinn, sem hefir náðst vegna hinnar óhvikulu friðar- stefnu Sovétríkjanna, er hrakið hefir til baka allar árásir fas- istaríkjanna“(!) eins og Þjóð- viljinn hafði eftir einum flokks- bróður sínum á Frakklandi. Frönsku, pólsku og ensku verkamennirnir, sem nú verða að fara út í opinn dauðann til þess að berjast gegn hinu blóð- uga ofbeldi þýzka fasismans, eru nú að fá reynslu fyrir því, hvernig Sovét-Rússland hefir tryggt „frið og frelsi“ og „hrak- ið til baka allar árásir fasista- ríkjanna“! kippt á bezta aldri, einmitt með- an hann er önnum kafinn við að vinna merkilegt brautryðj- andastarf í kynningu landsins út á við. Sigurður Einarsson. * Ragnar E. Kvaran vár sonur skáldsins Einars Hjörleifssonar Kvaran og konu hans, Gíslínu Gísladóttur. Hann fæddist í Winnipeg í Kanada 22. febrúar 1894, en þá var faðir hans rit- stjóri eins af blöðum íslendinga þar. Eftir að Einar Kvaran flutt- ist heim til íslands með fjöl- skyldu sína, gekk Ragnar í Menntaskólann og útskrifaðist þaðan með ágætri einkunn 1913. Embættispróf í guðfræði tók hann 1917 og 1922 fór hann vestur til Kanada og gerðist prestur við fyrsta sambands- söfnuð íslendinga í Winnipeg. Meðan hann dvaldi vestra, afl aði hann sér afarmikilla vin- sælda og gegndi mörgum trún- aðarstöðum. Var hann til dæm- is forseti Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi næst- um allan tímann, sem hann var vestra, eða til ársins 1933. Ragnar E. Kvaran. Það ár kom hann aftur heim til íslands. Fyrst eftir heimkom- una flutti hann fjölda fyrir- lestra í Ríkisútvarpið og víðar og vann sér geysimiklar vin- sældir fyrir. Síðan var hann ráð- inn skrifstofustjóri Skipulags- nefndar í atvinnumálum, er hún var stofnuð 1934. Eftir að lögin um Ferðaskrifstofu ríkis- ins voru samþykkt 1935, var hann ráðinn landkynnir, og þegar Eggert P. Briem lét af störfum sem forstjóri Ferða- skrifstofunnar, tók Ragnar Kvaran við því starfi og gegndi því til dauðadags. -— Ýms rit- verk liggja eftir Ragnar Kvar- an. Skrifaði hann fjölda bæk- linga á ensku og Norðurlanda- málum um land og þjóð, sem síðan hefir verið dreift út um allan heim. Þá flutti hann og fyrirlestra í brezka og danska útvarpið um ísland. Tvær þýð- ingar liggja og eftir hann á bók- um eftir Upton Sinclair, Smið- ur er ég nefndur og Jimmie Hig- gins. Báðar þessar skáldsögur þýddi hann fyrir Alþýðublaðið meðan hann dvaldist vestra. Ragnar E. Kvaran var glæsi- legur skapgerðarleikari og hafði á hendi fjöldamörg hlutverk, bæði hjá leikfélagi íslendinga í Winnipeg og eins hér hjá Leik- félagi Reykjavíkur. Var hann og leiðbeinandi og’ stjórnandi við fjöldamargar leiksýningar. Formaður Leikfélags Reykja- víkur var Ragnar Kvaran frá árinu 1936 og til dauðadags. Árið 1919 giftist Ragnar Kvaran Þórunni Hafstein, dótt- ur Hannesar Hafstein, og lifir hún mann sinn ásamt 4 börnum. Ragnar Kvaran hafði verið lengi sjúkur undanfarið. Var hann skorinn upp í vetur við botnlangabólgu — og aftur nú við magasári, en hann lézt af afleiðingum þess uppskurðar. Útbreiðið Alþýðublaðið! samkvæmt heimild í lögum nr. 37, 12, júní 1939, birtist hér með öllum þeim, er hlut eiga að máli. í ríkisstjórn islands, 1, sept, 1939, Eysteinn Jónsson. Ólafur Thors, j Jakob Möller, Hermann Jónasson, Ríkisstjórnin getnr ðt bráðablrgðareglu- gerð nm sölu og dreiflngn nanðsynjavara ----«,-- Hún undirbýr matvælaskömtun i landinu Ð íKISSTJÓRNIN gaf í gærkveldi út reglugerð til bráðabirgða, sem er raun- verulega undirbúningur á matvælaskömmtun í landinu. Fjallar þessi reglugerð um sölu og dreifingu nokkurra nauðsynjavara. I ráði mun vera að setja á stofn skrifstofu, sem annist mat vælaskömmtunina. Ríkisstjórnin sat á fundi lengi síðdegis í ígær og ræddi um ýmis mál, sem snerta að- stöðu okkar í styrjöld. Reglugerð sú, sem hún gaf út að fundinum loknum, er svo- hljóðandi: 1. gr. Unz til fullnaðar verður geng- ið frá ákvæðum um sölu og út- hlutun á ýmsum vörum á ófrið- artimum, eru hérmeð settar eft- irfarandi reglur um sölu og út- hlutun á eftirfarandi vöruteg- undum: 1) rúg og rúgmjöli, 2) hveiti og hveitimjöli, 3) hafra- grjónum, 4) hrísgrjónum, 5) matbaunum, 6) sykri, 7) kaffi, 8) kolum til húsa. 2. gr. Heildvöruverzlunum er bannað að afgreiða vörur beint til neyt- enda, og brauðgerðarhúsum að selja efni til bökunar, óunnið. Er heildsöluverzlunum eigi heimilt að afgreiða vörur þær, sem taldar eru hér að framan, til annarra en þeirra kaup- manna, kaupfélaga eða iðnfyrir- tækja, sem áður hafa keypt sömu vörur hjá þeim að staðaldri, nema meö sérstöku leyfi við- skiptamálaráðuneytisins. Eigi má afgreiða \ meira i einu en vikubirgðir, ef um innanbæjar- sölu er að ræða, allt miðað við fyrri yenjuleg viöskipti. 3. gr. Smásöluverzlunum (kaup- mönnum og kaupfélögum) er ó- heimilt að afgreiða meira magn af vörum þeim, sem taldar voru hér að framan, til hvers einstaks kaupanda, en venjulegt er, sbr. þó 4. gr., og ennfremur varast að selja vörur þær, er hér um ræðir öðrum en þeim, er venjulega skipta við þá. 4. gr. Einstaklingum er bannað, að viðlagðri refsiábyrgð, að kaupa meira af matvörum þeim sem taldar eru í 1. gr. á hverri viku en hann notar á vikutíma. Kol er þó hinsvegar heimilt að kaupa á sama hátt til mánaöartíma. Á- kvæði þessarar málsgreinar fell- ur úr gildi 15. sept. n. k. 5. gr. Kaupmenn og kaupfélög skulu halda skrá um viðskiptamenn sína og sölu sína til þeirra á vörum þeim, er reglugerð þessi nær til, þannig að séð verði hve mikið magn hver einstakur ein- staklingur hefir fengið. 6. gr. Allir þeir, sem hafa birgðir af vörum þeim, sem taldar voru hér að framan og ætlaðar eru til sölu eða vinnslu, skulu nú þegar gera skrá um birgðir sínar. Skrá þessi, ásamt skýrslu um innkaup sín frá þeim tima er hún var gerð, og söluskýrslu til viðskipta- manna samkv. 5. gr. skulu þeir senda viðskiptamálaráðuneyt- inu, eða stofnun er það kynni að fela eftirlit með sölu og dreif- ingu nauðsynjavara, þegar kraf- izt verður. 7. gr. Brot á reglugerð þessari varöa sektum allt að 10.000 kr. og skal með mál út af þeim farið sem almenn lögreglumál. 8. gr. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi. Reglugerö þessi, sem sett er tthlutnn námsstyrkja til íslenzhra stáðenta. UTHLUTUN námsstyrkja úr Snorrasjóði 1930 hefir nn farið frarn í níunda sinn. Alls bárust ráðuneytinu 20 styrkum- sóknir. Námsstyrk hlutu þessir: Gunnar H. Ólafsson. stúdent frá ísafirði, til náms í húsagerð- arlist við háskólann í Þránd- heimi, framhaldsstyrkur kr. 800,00. Jóhann Jónasson, stúdent frá Öxney, til landbúnaðarnáms í Noregi, framhaldsstyrkur kr. 600,00. Bjarni Fannberg, búfræðing- ur frá Stokkahlöðum í Eyjafirði, til búnaðarnáms í Noregi, fram- haldsstyrkur kr. 450,00. Edwald B. Malmquist, frá Stuðlum í Reyðarfirði, til land- búnaðarnáms í Noregi, fram- haldsstyrkur kr. 450,00. Baldur Bjarnason, stúdent, Reykjavík, til sögu og landa- fræðináms við háskólann í Qs- ló, framhaldsstyrkur kr. 500,00. Rögnvaldur Þorláksson, stúd- ent, til náms í byggingarfræði við háskólann í Þrándheimi, framhaldsstyrkur kr. 800,00. Svanborg Sæmundsdóttir frá Aratungu í Steingrímsfirði, til vefnaðarnáms í Noregi kr. 300,00. Margrét Bjarnadóttir, Kvenna skólanum, Blönduósi, til fram- haldsnáms og kennaraprófs í vefnaði í Noregi kr. 350,00. Jónína Guðmundsdóttir, til náms í húsmæðraskóla í Nor- egi kr. 350,00. Páll Hafstað, frá Vík, til land- búnaðarnáms í Noregi kr. 350,00. Dr. Einar Ól. Sveinsson, Reykjavík, til vísindaiðkana í Noregi, til að afla gagna í rit um ísl. þjóðsögur kr. 750,00. Úr Kanadasjóði. Þá hefir farið fram úthlutun styrkja úr Kanadasjóði. Bárust ráðuneytinu 6 styrkumsóknir. Námsstyrk hlutu: Jakob Sigurðsson, stúdent Frh. á 4. síðu. Allt á sama stai Hefi opnað fyrsta flokks hús fyrir bílasmurnihgu. Allar tegundir bíla smurðar. Allt á sama stað. H.F. Eglll Ftlhlálmsson, Laugavegi 118. Sími 1717, Htnar vinsæln hraðferðlr Steindórs tll ákureyrar um Akraues erui Frá Reykjavík: Alla mánudaga miivikudaga föstudaga og sunnudaga. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtudaga Jaugardaga og sunnudaga. Afgreiðsla okkar á Aknreyri er á bff« reiðastðð Odeleyrar, M.s. Fagranes annast sjdleidlna. Nýjar uppMtaðar bifreiðar með útvarpi. Allar okkar hraðfeiðir eru um Akranes. Steindér,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.