Alþýðublaðið - 04.09.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.09.1939, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 4. SEPT. 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ Þegar hún fór upp úr lauginni, flutu þrjár rauðar draum- sóleyjar á vatninu. Ef froskarnir hefðu ekki verið eitraðir og nornin hefði ekki kysst þá, hefðu þeir breytzt í rauðar rósir, en þeir urðu þó að blómum af því að sitja á höfði Lísu og liggja við brjóst hennar; hún var of guðhrædd og saklaus til þess, að galdurinn hefði nokkur áhrif á hana. Þegar vonda drottningin sá það, makaði hún Þegar faðir hennar sá hana, varð hann hrædd- valhnotusafa á Lísu, svo að hún varð dökk- ur og sagði, að þetta væri ekki dóttir sín. brún á hörund, bar daunill smyrsli á fallega andlitið hennar og flækti hið yndislega hár svo að Lísa varð alveg óþekkjanleg. Enginn þóttist kannast við Lísu, nema varð- Þá grét veslings Lísa og hugsaði til bræðr- hundurinn og svölurnar, en það voru fátæk anna ellefu, sem allir voru farnir. Döpur í dýr, sem enginn tók mark á. bragði læddist hún út úr höllinni, gekk heilan dag yfir engi og akra inn í stóran skóg. Hún vissi ekki, hvert hún ætlaði, en hún var svo hrygg og þráði að sjá bræður sína. Þeir höfðu líklega verið reknir út í heiminn eins og hún. Hún ætlaði nú að leita þeirra. Féthsflitniigar á vörnMIm Sundhöllin. Athygli skal vakin á þvi, að sundnámskeið hefjast að nýju í Sundhöllinni mánudaginn 4. þ. m. Kennslutímar eru bæði fyrir full- orðna og börn fyrir hádegi og eftir hádegi, þá er einnig hægt að fá einkatíma. Lærið að synda og þér hafið Iagt hornsteininn að bættu heilsufari yðar í framtíð- inni. — Foneldrar ættu að auka öryggi barna sinna með því að láta þau læra að synda. Þátttak- endur ættu að gefa sig fram sem fyrst. Upplýsingar alla virka daga kl. 9—11 og 2—4 i síma 4059. Ráðuneyti forsætisráðherra hefir mælt með því, að Sigurði Þórarinssyni kandidat verði í ár veittur styrkur sá, að upphæð 1600 kr. sænskar, auk 250 króna 'sænskra í ferðastyrk, sem sænska ríkisstjórnin áformar að veita ís- lenzkum stúdent til náms við sænska háskóla. FB. Meistaramótinu lokið. Síðustu tvær greinar meistara- ínótsinsfóruframífyrrad. 5000 m. hlaup: Sigurgeir Ársælsson, Á., 16 :06,4 min., Ólafur Símonarson Á. 17 :04,2, Indriði Jónsson, K. R., 17:08,8 mín. — Fimmtar- þraut: Anton B. Björnsson, K. R., 2374 stig, Jöhann Bernhard 1971 stig. Útbreiðið Alþýðublaðið! UMFERÐARVIKAN hefír feng- ið leyfi Felixar Guðmunds- sonar til þess að birta eftirfar- andi kafla úr erindi hans um slysahættur, sem hann hefir flutt í útvarpiö. Segir hér frá mjög eftirtektar- verðu dæmi um það, hve gá- leysið getur gengið langt, jafn- vel þótt fjöldi mannslífa sé í veði: „Þá eru ótalin ef til vill al- genigustu slysin, en þau eru í sambandi við umferð, bílaakstur, — vegna þess að bíll fer út af vegi, vegfarandi verður fyrir bíl, — staðið er á bíl á venjulegum flutningspalli og menn falla nið- ur, og hefir það kostað nokkur mannslíf, sem ekki er heldur ó- eðlilegt, þegar þess er gætt, hversu öryggislaust það er að standa á slíkum pöllum. Enginn veit, hversu mörg af þeim bílslysum, sem orðiÖ hafa hér, hafa stafað af áfengisnautn, beint og óbeint. Það mun nú vera svo, að bannað sé með lögum að flytja fólk á pöllum vörubíla, nema þá með sérstökum umbún- aði. En það er eitt þeirra laga- ákvæða, sem mjög eru brotin og of lítið eftirlit er haft með. Og þessu virðist alls staðar áfátt, í bæjum og sjóþorpum og upp til sveitanna líka. Dæmi þess sá ég og nokkrir menn fleiri síðast lið- ið sumar. Við vorum að koma að norðan, og langt uppi í landi mættum við tveimur vörubílum, hlöðnum af fólki. Þetta var á sunnudegi og fólkið á skemmtiferð. Hvað annan þessara bíla snerti, var það hreint og beint hroðaleg sjón að sjá, hversu langt var frá, að öryggis væri gætt. Þvert á móti hefði mátt álíta, að verið væri að stofna til slysa. Svo var ástatt, að fólk hafði raðað sér standandi á pall bílsins, svo þétt sem mögulegt var og eins og pallurinn tók út á allar brúnir. Kaðalspotta eða reipi var svo brugðið utan um höpinn, og var það þaö eina, sem sjáanlegt var að halda ætti fólkinu á pallinum. Vitanlega er svona háttalag ó- hæfa og óverjandi gáleysi í alla staði. Hugsum okkur, að bíllinn hefði farið út af veginum. Það getur hent án þess að bílstjóra fatist, — getur orðið fyrir lítils- háttar bilun á bílnum. Hvar var svo ábyrgðin fyrir lífi og limum þess fjölda fólks, sem hlyti að slasast, og ólíklegt væri, að allir kæmust lífs af? Og þau eru ekki fá slysin, sem hlotizt hafa af þessu líku háttalagi. I þessari sömu ferð sá ég ann- an bíl meÖ alltof margt fólk og illan og ónógan umbúnað, þótt ekki væri eins gapalegt og það fílfelli, sem ég nefndi áðan. Hér í höfuðstaönum má dag- lega sjá alltof mikið skeytingar- leysi í þessum efnum. Annars mætti margt segja um daglega umferð úti á vegunum og hér i bænum, ekki sízt óaðgætni fólks og einstakra bílstjóra. En um þau mál hefir verið rætt allmikið áður, og því ekki ætlun mín, að tala uin það nánar að þessu sinni. Aðeins langar mig í þessu sambandi til þess að minna á þá stöðugu hættu, sem börnin hér í Reykjavík em í, í (sámband i við sleðaferðirnar á götunum, og þö alveg sérstaklega í sambandi við þá algengu ásókn drengj- anna, að hanga aftan í aftan á bíltim. Foreldrar og allir góðir Reyk- víkingar ættu að geta orðið sam- mála um að taka höndum saman um að afstýra þeirri hættu.“ Oagnfræðaskélinn í lleyk|avík. byrjar eins og áður 1. október. Umsóknir um skólavist næsta vetur verða að koma til mín fyrir 15. sept. Eldri nemendur verða einnig að tilkynna fyrir þann tíma, hvort þeir halda áfram námi, því að allmargir bíða eftir sæti, ef það kynni að losna. Heima kl. 7—9 síðd. INGIMAR JÓNSSON, Vitastíg 8 A. — Sími 3763. Hinar vinsælu hraðferðir Steindórs fil Akureypar nm ikraues erus Frá Reykjavík: Alla mánudagamiðvikudaga föstudaga og sunnudaga. Frá Akureyri: Alla mánudaga, fimtudaga Jaugardaga og sunnudaga. Afgreiðsla okkar á Aknreyri er á bif- reiðastoð Oddeyrar, M.s. Fagranes annast sjóleiðina. Nýjar upphitaðar bifreiðar með útvarpi. Allar okkar hraðfeiðir eru um Akranes. Steindór,. Hraðferðir B. S. A. Alla daga nema mánudaga um Akranes og Borgarnes. — M.s. Laxfoss annast sjó- Ieiðina. Afgreiðslan í Reykjavík á Bifreiðastöð ís- iands, sími 1540. BifreiðastiSH Aknreyrar» CHARLES NORDHQFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnki á Bounty. 60. Karl ísfeld íslenzkaði. bundizt merkilegum vináttuböndum og vörðu því mesta af tíma sínum til þess að sigla umhverfis eyjuna í litlum skemmti- báti, sem þeir höfðu búið út með reiða og litlu lérefts-segli. Thompson geðjaðist ekki að Tahiti-búum og treysti þeim hvergi; hann fór aldrei þar í land án þess að hafa með sér hlaðna byssu. Þegar ég gekk niður að ströndinni til að fá méé morgunbað, gekk ég fram á tvímenningana, sem höfðu setzt í fjöruborðið rétt hjá, þar sem þeir höfðu sett bátinn. Grís hékk á teini yfir eldinum, og biðu þeir þess að hann yrði fullsteiktur. — Góðan daginn, viljið þér borða með okkur morgunverð, herra Byam? hrópaði Churchill gestrisinn. Thompson leit upp útundan sér. Hvern andskotann mein- arðu, Churchill, að bjóða bannsettum stráknum, þegar við höfum ekki nóg handa sjálfum okkur! Churchill varð reiður. — Fúli þrjótur! hrópaði hann. — Herra Byam er vinur minn! Farðu og lærðu mannasiði hjá hinum innfæddu, þá slepp ég við að berja þá inn í hausinn á þér! Thompson stóð á fætur og lötraði lengra upp í sandinn. Þar settist hann niður með byssuna milli hnjánna. Ég hafði þegar borðað morgunverð, svo að ég hélt áfram. í sömu svifum sá ég hóp manna, sem voru að bisa við að setja upp stóran seglbát, en eigendur bátsins komu í áttina til okkar. Maður- inn bar á handlegg sér þriggja til fjögra ára gamalt barn. Þau staðnæmdust hjá báti Churchill til þess að dást að lér- eftsseglinu. Svo sneru þau sér að okkur og buðu góðan dag. Tahitikonan hallaði sér yfir borðstokkinn til að sjá saumana, og í sama vetfangi heyrði ég grófa raust Thompsons: — Hypjaðu þig burtu! öskraði hann. Hjónin litu stillilega til hans án þess að skilja, hvað hann sagði, og Thompson hrópaði aftur: — Reynið að hafa ykkur á burt — skollinn hirði ykkur! Hjónin litu á okkur forviða, og Churchill opnaði munninn til að segja eitthvað, í því að Thompson, án ítarlegri aðvörunar, miðaði byssunni og hleypti af. Kúlan fór í gegnum barnið og brjóst mannsins. Þau duttu bæði niður 1 fjöruna og lituðu sandinn blóði sínu. Konan hljóðaði, og fólkið tók að streyma til okkar úr húsunum um- hverfis. Churchill stökk 1 áttina til Thompson, þar sem hann sat með byssuna, sem enn þá rauk úr eftir skotið. Vel útilátið högg skellti morðingjanum flötum í sandinn. Churchill greip byss- una og hljóp með Thompson máttlausan undir hendinni í átt- ina til bátsins, sem lá og vaggaði rótt í bylgjum flæðarmálsins. Hann reisti byssuna varlega upp við þóftu og dró félaga sinn síðan upp og lét hann liggja í botni bátsins sem væri hann dauður grís. Síðan ýtti hann frá landi og stökk um leið« létti- lega upp í bátinn. Á næsta augnabliki var hann undir seglum, og litli báturinn skreið hratt vestur á bóginn, áður en fólkið hafði áttað sig á því, sem skeð háfði. Ég hraðaði mér til hins deyjandi föður og litlu dóttur hans, en varð brátt Ijóst að ekkert var hægt fyrir þau að gera. Áður en fimm mínútur voru liðnar, voru þau bæði dáin. Þeg- ar það var víst orðið, að þau væru daúð, varð móðirin yfir- komin af sorg. Hún þreif til paoniho síns og skar sig svo voðalega í höfuðið, að blóðið huldi andlit hennar og axlir. Áhöfnin á báti hennar vopnaðist stórum steinum og umkringdi mig nú ógnandi á svip. En í því bili kom Hitihiti. Hann sá strax, hvað um var að vera, og hin villtu reiðióp dóu út jafn- skjótt og hann hóf upp hendina til merkis um, að hann vildi fá hljóð. — Þessi maður er taio minn, sagði hann. — Hann er jafn- saklaus og þið sjálfir! Hví standið þið hér og masið eins og kvenmenn? Þið hafið vopn! Setjið fram bátinn! Ég þekki hvíta manninn, sem myrti húsbónda ykkar. Hann er við- bjóðslegt dýr, og enginn Englendinganna mun hreyfa minnsta fingur til að vernda hann. Þeir héldu strax af stað til þess að veita hinum eftirför, en ég frétti seinna, að þeim hefði ekki tekizt að ná flóttámönn- unum. Líkin voru jarðsett um kvöldið. Og Hina og Tehani gerðu sitt bezta til að hugga veslings konuna, sem átti heima á Eimeo. Endir á þessum sorgarleik varð hálfum mánuði seinna, þegar Tehani og ég héldum heim. Churchill var hræddur við að taka land á vesturströnd Ta- hiti, því að íbúarnir þar voru vinveittir ættbálki þeim, sem hinn myrti tilheyrði. Hann hafði því stýrt bátnum gegnum hin hættulegu sund við suðurodda Tairarapu og hélt nú áfram til Tantira. Vehiatua hafði álitið, að hann væri einn af vinum

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.