Alþýðublaðið - 04.09.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.09.1939, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUK 4. SEPT. 1939 SsEGAMLA BÍ6 Adólf sem I Framúrskarandi fjörug og fyndin sænsk söng- og gamanmynd, gerð undir stjóm hins vinsæla og brá'ðskemmtilega Svía ADOLF JAHR, er sjálfur leikur aðalhlut- verkið óviðjafnanlega. !• 6» T. ST. VERÐANDI nr. 9. Fundur annað kvöld kl. 8. I. Inntaka nýrra félaga. II. FræÖi- og skemmtiatriði annast frú Þor- valdína Ölafsdóttir, frú Þór- anna Símonardóttir og hr. Is- leifur Jónsson. Ný hlatleysisyfirlýs- ing Islanis. RÍKISSTJÓRNIN gaf í gær út eftirfarandi hlutleysis- yfirlýsingu til viðbótar við þá, sem áður var út gefin: Ríkisstjórn íslands hefir í samræmi við áður gefna yfirlýs- ingu um ævarandi hlutleysi á- kveðið að gæta fullkomins hlut- leysis á meðan stendur yfir ó- friður sá, sem nú er kominn milli Stóra-Bretlands og Þýzka- lands og Frakklands og Þýzka- lands. Um hlutleysi íslands skulu gilda ákvæði þau, sem sett hafa verið með konunglegri til- skipun 14. júní 1938 í samhandi við yfirlýsingu milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar frá 27. maí 1938 um ákveðin hlutleysisákvæði. Hlutleysisyfirlýsingin hefir verði tilkynnt öllum ríkisstjórn- um. Engin taœtta er á mat« vælaskorti hér á landi. Ummæli wlðsldpf anaálaráðlBerpa í viðtalt við Alpýðiiblaiið f m@rgim. A LÞÝÐUBLAÐIÐ hafði í morgun viðtal við Ey- stein Jónsson viðskiptamála- ráðherra og spurði hann, hvaða augum hann liti á að- stöðu okkar með matvæli og aðrar nauðsynjar á þessum tímum. Hann sagði meðal annars: „Ríkisstjórnin sat á fundum næstum allan laugardaginn og í gær. Hún verður einnig á fund- um í dag. Ófriðurinn og aðstaða okkar íslendinga er svo að segja eina viðfangsefni þessara funda. Mér er óhætt að fullyrða, að eng in rökstudd ástæða er til að ætla, að skortur verði á matvör- urn hér í landinu, svo að fólk þarf ekki að óttast. Allt veltur hins vegar á því, að landsmenn sýni fullkominn þegnskap í þessum málum, því að þó að við tökum engan beinan þátt í styrj- öldinni, þá má samt segja, að við eigum í styrjöld við alla þá erfiðleika, sem að okkar litla og afskekkta landi steðja á svona tímum. Ríkisstjórnin mun ásamt þjóðinni í heild geta leyst vandamálin, en hitt er vitað mál, og nauðsynlegt, að þjóðin öll geri sér það ljóst, að ein- stakir menn geta aukið erfið- leikana um allan helming. Það má enginn gera tilraun til að birgja sig upp af vörum, enda hafa nú verið settar skorður fyr ir því — og þær verða strang- ari. Allar ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar miða að því, að enginn líði skort, að allir fái svo mikið, að það nægi, að eitt gangi yfir alla. Aðalatriðið er líka að ná því takmarki, að birgðirnar, og það sem við fáum síðar, nái saman, en það tekst ekki, ef einstakir menn reyna að viða að sér á kostnað annarra. Öll þjóðin verða að vera sem samstillt heild og menn mega ekki gleyma því, að það er einskisvirði fyrir einstaklinginn að eiga birgðir ef aðra við hlið þeirra vantar nauðsynjar.“ Alþýðublaðið vill taka undir þessi varnarorð ráðherrans, enda eru ummæli hans skoðun allrar ríkisstjórnarinnar og mælt fyrir hennar munn. Það er sjálfsagt fyrir alla að spara nú vörur meira en nokkru •áinni áður og framar öllu að draga sem mest má verða úr neyzlu allra erlendra vöruteg- unda, en auka neyzlu innlendra matvara. íslendingum hefir oft riðið á því að standa vel saman, en aldrei eins og nú. Eimskipafélags- skípin kema með fniiíermi heim. Gifurleg eftirspnrn eftir lariegartni kæil I Dai- rnðrkn oy Englandi. * Eimskipafélagsskipin Brúar- foss, Selfoss og Dettifoss dvelja nú á erlendum höfnum. Brúarfoss á að fara frá Kaup- mannahöfn annað kvöld og er liann hlaðinn nauðsynjavörum til landsins frá Danmörku. Gíf- urleg eftirsókn hefir verið eftir farþegarúmi með skipinu, og segir í skeyti til Eimskipafélags- ins, að það séu stór vandræði með að koma öllum þeim heim, sem beðið hafa um rúm. Brúar- foss á ekki að koma við í Eng- landi. Með skipinu kemur Stef- án Jóh. Stefánsson félagsmála- ráðherra, en hann hefir undan- farna daga unnið margs konar störf fyrir landið ytra. Selfoss er í Englandi og hleð- ur þar nauðsynjavörur. Mun hann taka eins mikið og hann getur borið. Einnig í Englandi er gífurleg eftirspurn eftir far- þegarúmi, en Selfoss getur ekki tekið nema svo lítið af farþega- um. — Dettifoss á að hlaða í Englandi í vikulokin og tekur fullfermi af nauðsynjum til landsins. Mun hann og hafa þegar meira en öll farþegarúm full. Engar fréttir höfðu borizt í morgun kl. 11 til Eimskipafé- lagsins um það, að búið sé að loka dönsku sundunum. En Bretar munu þó vera búnir að leggja tundurdufl sums staðar við strendur Danmerkur. Lyra kemur kl. 7 í kvöld. Strlðsvátrygg- ing islenzkra skipa. Sjémenn vetða að fá áhættupeninoa fyrir að sigla á striðssvæðinn. SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur skrifaði fyrir viku öllum útgerðar- félögum farþega- og vöru- flutningaskipa og óskaði eftir því, að þegar í stað yrðu skipin sett í stríðsvá- tryggingu. — Hvað togar- ana snertir er þetta bundið samningum milli sjó- mannafélaganna og Félags íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda. Félög stýrimanna, vél- stjóra, loftskeytamanna og matsveina og veitinga- þjóna hafa gert þessa sömu kröfu, og vinna öll félögin saman að þessu. Kl. 2 í dag var fundur meðal út- gerðarmanna til að hrinda þes'su máli í framkvæmd. Um leið hafa félögin far- ið fram á, að sjómenn fái áhættupeninga fyrir að sigla á stríðssvæðinu, eftir sömu reglum og gilda með- al annarra Norðurlanda- þjóða. ÁSTRALÍA OG NÝJA ’SJÁLAND Frh. af 1. síðu. um sama efni var kunngerð í skeyti frá ríkisstjórninni til stjórnarinnar í London, einnig í gær. Brezka stjórnin hefir ákveðið að halda kyrru fyrir í London — hvað, sem á dynur. Winston Churchill sagði í ræðu á þingi í gær, að það ætti ekki að vera Bretum og Frökk- um ofurefli að sigra í þessari styrjöld, en bað menn að hafa hugfast, að erfiðleikarnir væru margir fram undan og enginn vissi hversu lengi stýrjöldin stæði. Enska herskipið „Warwick“ tók þýzka hafskipið „Bremen“ í dag á opnu hafi, eftir að stríði var lýst yfir milli Þýzkalands og Bretlands, og færði það til brezkrar hafnar. Hafði herskip- ið fylgt því eftir alla leið frá Ameríku. Dronning Alexandrine fcom frá Kaupmannahöfn kl. um 9 í morgun. 1 DA6 Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er i Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. OTVARPIÐ: 19,00 Síldveiðiskýrsla Fiskifél. 19,45 Fréttir. 20,10 Veðurfregnir. 20,20 Hljémplötur: Göngulög. 20,30 Sumarþættir (V. Þ. G.) 20.50 Hljómplötur: a) Islenzk lög. b) 21,05 Ensk alþýðu- lög. c) Tónverk eftir Bach og Haydn. 21.50 Fréttaágrip. Dagskrárlok. ROSSUM FAGNAÐ í BERLIN Frh. af 1. síðu. komuna í Berlín með haka- krossfánum og rauðum fánum með hamri og sigð. Horst Wesselsöngurinn og Internati- onale voru leikin af hljómsveit hvort á eftir öðru. Pðlverjar verjast vel innrás Þjéðverja. Pólski sendiherrann í London tilkynnir, að Þjóðverjar geri loft- árásir á óvíggirtar borgir og bæi og varpi niöur gassprengjum. 11 pólskar flugvélar voru skotnar niður 1 gæx og 64 þýzkar. Hersveitum þeim, sem sækja fram í pólska hliðinu vestanverðu frá Þýzkalandi, hefir orðið lítið ágenigt, en þeim frá Austur- Prússlandi betur. Þær eru komn- ar að Weichselánni. Á vígstöðv- unum við iandamæri Slóvakíu hefir ekki orðið mikil breyting. Miklir bardagar hafa verið í Slesíu, aðallega í nánd við bæinn Czestochotwa, rúma 20 km frá landamæmnum. Pólverjar til- fíynntu í morigun, að þeir hefðu neyðzt til að yfirgefa borgina. 1500 manns biðu banaígær og fyrradag í loftárásum Þjóðverja á pólskar borgir, sem flestar eru óvíggirtar. Þýzkar fregnir segja,* að Pól- verjar hafi tekið aftur borgirnar Pukk og OIovo, og berjast Pól- verjar nú á þýzkri grand. I Efri- Slesíu era ákafir bardagar. Sam- kvæmt þýzkri fregn fór Hitler í gær frá Berlin til austurvígstöðv- mna. Sagði hann í ávarpi, að stríðið að austanverðu myndi að- éins standa yfir í nokkra mánuði. I gær komst upp, að 3 stutt- bylgjustöðvar era byrjaðar að tiarfa í Þýzkalandi, sem útvarpa áróðri gegn Hitler og stjóm hans. Stjórnir Rúmeníu, Júgóslavíu og Búlgaríu hafa enn fest sam- fök sm um það að halda uppi strangasta hlutleysi í Evrópu- styrjöld, og var í gærkveldi gert nýtt samkomulag um þetta efni. fiott verð. Súputarinur 5,00 Áleggsföt 0,50 Desertdiskar 0,35 Ávaxtadiskar 0,35 Ávaxtaskálar 2.00 Ávaxtastell 6 m. 4,50 Smurbrauðsdiskar 0,50 Vínglös 0,50 ísglös 1,00 Sítrónupressur 0,75 Veggskildir 1,00 Kartöfluföt með loki 2,75 Matskeiðar 0,25 Matgafflar 0,25 K. Einamon & Bjðrnsson Bankastræti 11. Kaupum tuskur og strigapoka. Húsgagnaviiumstofan "^l Baldursgötu 30. Sími 4166. 3 NÝJA BIÓ 3 IVictoríamiklaEng- landsdrottning Söguleg stórinynd, sem er mikilfengleg lýsing á hinni löngu og viðburðaríku stjórnaræfi Victoríu drottningar og jafnframt lýsir hún einhverri aðdá- unarverðustu ástarsögu Veraldarinnar. 1 Aðalhlutverkin leika: Anna Neagle og Anton Walbrook. Roosevelt lýstl yfir hlit- ieysi Bandarihjanna i nott. LONDON í morgun. FÚ. ROOSEVELT Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í útvarpi síðastliðna nótt. Hann sagði, að þegar styrjöld væri á annað borð skollin á, væri friðurinn hvarvetna í hættu. En Bandaríkin lýsa yfir því, að þau ætli að vera hlutlaus, sagði forsetinn. Hann minntist á þær getgátur, sem fram hefðu komið í útvarpi ýmissa landa, að Bandaríkin myndu lenda í styrjöldinni og senda herlið til Ev- rópu. Bandaríkjamönnum finnst nógu dapurlegt að þurfa að lifa á tímum styrjaldar, þó að þeir þurfi ekki einnig að heyra getgátur um það, að þeir muni senda syni sína til vígvallanna. Roosevelt sagði enn fremur, að ríkisstjórnin myndi heita allri orku til að koma í veg fyrir, að Bandaríkin taki þátt í styrjöldinni. DRENGJAFÖT. Klæðið drenginn smekklegum fötum frá Sparta, Laugavegi 10. Jarðarför móður okkar, Guðlaugar Sigurðardóttur, fer fram frá Þjóðkirkjunni miðvikudaginn 6. sept. 1939, og hefst með bæn á heimili hennar Óðinsgötu 21 kl. 1 e. h, Guðný Guðmundsdóttir. Októvía Guðmundsdóttir. Jóel Guðmundsson, Þorlákur Guðmundsson. Skrifstofur Stjórnarráðsins S|úkraanáladeild ogf Hrkamla, seaaa verið taafa i Austurstræti 14, eru tluttar á Frfkirkjuveu 11. Fra nkisstjorniiHi. Viðtalstími ráðherranna verður fyrst um sinn á miðvikudögum Idukkan 10—12 fyrir hádegi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.