Alþýðublaðið - 16.09.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.09.1939, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. sept 1939. Svanirnir. •— Á morgun fljúgum við héðan, og við þorum ekki að koma aftur fyrr- en eftir ár. En við getum ekki skilið þig eftir. Hefirðu kjark til þess að fylgja mér? Ég er nógu sterkur til þess að bera þig yfir skóginn. Ætli við séum þá ekki allir nógu sterkir til þess að bera þig yfir hafið? — Já, takið þið mig með, sagði Lísa. Alla nóttina voru þau að ríða net úr pílviðarberki og seigum sefstráum. Og netið var stórt og sterkt. 72 - : Lísa lagðist á netið, og um morguninn lögðu svanirnir af stað með hana yfir hafið. Einn svanurinn skýldi henni með vængjum sínum fyrir sólunni. UMRÆÐUEFNI Farþegar með e. s. „Brúarfossi“ frá út- lön'dum í fyrrakvöld: GuÖrún Ei- ríksdóttir, Margrét Sveiinsdóttir, Soffía Pálma, Helga Sigurðar- dóttir, Stella Gunnarsson, Carl Tuliniús, Guðrún Tulinius, Bald- vin Einarsson og frú, Hjalti Jóns- son, Helgi Hermann Eiríksson, Gísli Sveinsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Magnús Jónsson, Rósa Kristjánsdóttir, ÁslaugBene diktsson, Tnga Benediktsson, Hallgrímur Benediktsson, Ól- afur Pórðarson, Sveinn Ingvars- son, Dídí Þórðarson, Jóhann Haf- stein, Ragnheiður Hafstein, Gunn- ar Guðjónsson, Sólveig Guð- mundsdóttír, Unnur Dahl, Ásm. lónsson, Baldvin Einarsson, Dul- da Ólafs, Runólfur ólafs, Ivar Guðmundsson, Dídí Hermannsd. Ásta Ólafsson, Guðrún Þórðard. Kristín Kristjánsdóttir, Unnur Vil mundardóttir, Þórunn Benedikts- dóttir, Guðrún Helgadóttir, Jenny Jónsdóttir, Jónína Jónsdóttir, ól- öf Pálsdóttir, Arnheiður Halldórs- dóttir, Sigríður Guðmiunds dóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Berg ljót Sigurðardóttir, Ragna Rögn- valdsdóttir, Regína Eiríksdóttir, Kolbeinn Grímsson, Gunnar ól- afs, Dagbjartur Jónsson, Grímur Engilberts, Pétur Nikulásson, ÓI- afur Tryggvason, Einar Petersen, Halldór Sigfússon, Kristinn Ein- arsson, Agnar Þórðarson, Garðar Fenger, ólafur Tryggvason, Vil- helm Stefánsson, Stefán Jónsson, Árni Björnsson, Guðmundur Guðnason, Sveinn Ólafsson, Jón Kristinsson, Gunnar Zoéga, ólaf- ur Sigurðsson, Hermann Her- mannsson, Sigurður Ólafsson, Grímar Jónsson, Frímann Helga- son, Hrólfur Benediktsson, Jó- hannes Beigsteinsson, Björgúlfur Baldursson, Gísli Kjæmested. Snorri Jónsson, Ellert Sölvason, Sigurpáll Jónsson, Egill Krist- bjömsson, Edvard Berendsen, Gunnar Hannesson, Haukur Ósk- arsson, Þorsteinn Ólafsson, Brand ur Brynjólfsson, Björgvin Bjarna- son, Fredrik Jensen, Poul Janc- hen, Eygerður Björnsdóttir, Úlf- ar Jaoobsen. Augíýsið í Alþýðublaðinu! Þýzku sjómennirnir og land- gönguleyfin. Bréf frá Hjalta. Draumórar um tundurskeyti t og sprengingar á Reykjavík- urhöfn. Stuttbylgjustöðv- arnar og amatörarnir. Einn, sem hefir leynistöð, skrifar mér. Fyrirspurnum um stöðvarnar svarað. Enn um smávörurnar, tvinnann, kaupmennina og innflutn- ingshöftin. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ÉG VERÐ AÐ JÁTA þaö, að mér finnst það mjög hörð ákvörð- un að banna öllum sjómönnun- uni á þýzku skipunum, sem hingað hafa flúið, landgönguleyfi. Að vísu er það ekki neitt tilhlökkunarefni að hafa hér á götunum á kvöldin mikinn fjölda erlendra manna, sem búast má við, að ekki allir gæti velsæmis og fullrar kurteisi. En mörgum myndi þykja vænt um, ef mögulegt væri að rýmka um landgönguleyfi þessara manna. Það verður óþolandi fyrir þá að búa um borð í skipum sínum svo mánuðum og jafnvel árum skiptir hjá ókunnri þjóð, án þess að mega koma í land. UM ÞETTA EFNI fékk ég ný- lega eftirfarandi bréf frá „Hjalta": „Ég heyrði þess getið nýlega, að hinir þýzku sjómenn, sem hér hafa leitað griðastaðar, fái ekki landgönguleyfi hjá hinni gestrisnu þjóð, sem hér býr, þótt ótrúlegt megi virðast, að þeim sé ætlað að hírast um borð í skipunum hversu lengi sem þau kunna að liggja hér. Fróðlegt væri að fá að vita hvers vegna það er talið nauðsynlegt að banna þessum mönnum að koma hér á land. Frá mínu sjónarmiði er þetta skammarleg meðferð á sjómönnum, ef þeir þurfa að dvelj- ast hér lengi, því að með þessum hætti verður þeim biðin leið og löng langt um fram það, sem þyrfti að vera. Ég fæ ekki skilið, að það sé nein nauðsyn að banna mönnunum að koma hér á land nokkrum í senn — ef lögreglan ótt- ast stóra hópa — einhvern tiltekinn tíma dagsins, eða á kvöldin, ef þá kynni að langa til að skreppa í kvikmyndahús. Það nær ekki nokkurri átt að meðhöndla þessa menn eins og þeir væri einhver villidýr eða óvinir okkar.“ ÞESSA DRAUMÓRA fékk ég í bréfi frá ,,Vökumanni“ nýlega. Sem betur fer eiga þeir ekki skylt við veruleikann, en mörgum mun þykja gaman að þeim: „Það eru liðnar tvær stundir af miðnætti. Þokudrungi er í lofti og suðáustan kaldi. Reykjavík sefur — allur fjöldi manna, nema örfáar hræður, sem rölta um göturnar á stöku stað. Næturlögreglan labbar í hægðum sínum hin ákveðnu vörzlusvæði. Friður og svefnkyrrð er ríkjandi í DAGSINS. Reykjavík og fáa dreymir um hinn hrikalega hildarleik úti í Evrópu.“ „Á YTRI HÖFNINNI hafa að undanförnu legið 4 skip, 3 þýzk og eitt norskt. En daginn áður voru þýzku skipín færð inn á Við- eyjarsund, og norska skipið eitt er nú eftir. Sagt er, að það leggi af stað til Englands einhvern næstu daga.“ „UTAN úr iFaxaflóa syndir langt og mjótt sjóskrímsli undir yfirborði sjávar. Það stefnir til Reykjavíkur og fer hægt og gæti- lega. Ofurlítil trjóna er upp úr miðju baki þess og nær hún upp úr sjónum, en hún er ekki sýnileg í næturmyrkrinu. Hægt og hægt líður skrímslið inn eftir. Það kemur móts við Gróttu og hægir nú á ferðinni. En áfram þok- ast það undir gáróttu yfirborði sjávarins. Það líður heil klukku- stund. Klukkan verður 3. Og enn líður tíminn til kl. 4. Þá er skrímsl- ið komið að Engeyjartagli. Það er farið að birta af degi. Enn líða 5 mínútur.“ „ÞÁ SKEÐUR ÞAÐ! ílangur hlutur skýzt í kafi með leiftur- hraða frá sjóskrímslinu og stefnir á mitt norska skipið. Allt í einu sýnist skipið liftast á sjónum. Það breytist í einn svartflekkóttan eldblossa og glóandi mylsnu og járnstykkjum rignir á sjóinn um- hverfis, þar sem skipið var. Sum stykkin koma niður inni á götum Reykjavíkur og á húsþökum. Jörð- in nötrar eins og í jarðskjálfta." „OG í ÞVÍ að eldblossinn úti á höfninni er sem ægilegastur, kveður við annar ennþá tröllslegri hvellur. Það rýkur upp himinhár eldstrókur úr benzíngeymi Olíu- félags íslands. Húsin í nágrenninu verða að einum graut, og öll Reykjavík leikur á reiðiskjálfi.“ „TVEIM DÖGUM seinna varð einhverjum á að spyrja, hvar hafnsögumaðurinn, sem hafði lagt norska skipinu, væri? Hann fannst hvergi. Hann var týndur, eins og svo margir fleiri“. ÉG HEFI fengið nokkur bréf um stuttbylgjustöðvar amatöra. Eitt þeirra er frá „X-tal“ og er svohljóðandi: „í Alþýðublaðinu, dagsettu 11. sept., stendur: „Tvær leynilegar útvarpsstöðvar fundnar hér á landi.“ Mér kom þetta ekki á óvart, þar sem ég hefi starfað með slík verkfæri í fjöldamörg ár og aldrei orðið áreittur áf yfir- völdunum vegna þess, að ég hefi gætt þess, að láta engum minnstu upplýsingar í té um stöðina — hvar hún sé niðurkomin. Ég ætla aðeins að segja yður, að ég hefi Crystal Oscillator Doubler og Final með 2500 wolta plötu- spennu. Náttúrlega lífshætta að káfa á þessum græjum fyrir óvið- komandi, enda þeim ekki leyfður aðgangur. Svo látum við þetta nægja.“ „ÉG ÆTLA aðeins að senda yð- ur nokkrar línur um starfsemi amatöra. Fyrsti amatörinn var hugvitsmaðurinn Marconi, sem allir kannast við. Hann skapaði loftskeytatæknina og að nokkru leyti framþróun hennar. Þetta var um aldamótin síðustu. Þá var að- eins um neistastöðvar að ræða, sem voru stuttdrægar og notuðu miklá orku. Síðan fannst Radio- lampinn af le de Forest, um 1914. Eins og geta má nærri, urðu það margir, sem vildu fá skýringu á þessu tæki, þ. e. a. s. lampanum, hvernig helzt mætti nota hann til sendingar og viðtöku. Fjöldamarg- ir menn víðsvegar úti um heim, fóru að gera tilraunir með þessum lampa, og varð árangurinn sá, að- þessi senditæki fóru að heyrast víðsvegar um heim á stuttbylgjum — og þar með voru það amatör- arnir, sem fundu stuttbylgjurnar — og hafa leyfi til, samkvæmt al- þjóðalögum, að senda á 160 metr- um, — 84 m., — 42 m., — 21 m., — 10V2 m., — 5% m., •— 2i/2 m. — og 1 14 m. bylgjulengd. Með þessum mönnum þróaðist radio- tæknin, og fleiri og fleiri menn bættust í hópinn, menn, sem höfðu sér það til aægrastyttingar að hafa samband hver við annan víðsvegar um heim — og kynnt- ust um leið radiotækiöu í heild sinni.“ „f ÖLLUM lýðræðislöndum er þessi starfsemi leyfð, því að yfir- völdin segja, að þessi starfsemi sé mjög holl og tæknin þróist bezt hjá þessum mönnum í heild sinni. (Roosevelt Bandaríkjaforseti er amatör). Með mjög lítilli orku og lélegu viðtæki, getur maður kom- izt í samband við aðrar heims- álfur og eignast kunningja, alveg eins og hver annar bréfaskrifta- maður, sem hefir sér það til gagns og gamans að eignast vini og æfa sig í bréfaskriftinni.11 „X-tal“ endar bréf sitt á skömmum um Gunnlaug Briem verkfi'æðing útvarpsins og eru þær meiningarlítið fleipui'!, sem óþarft er að birta. Virðist bréfrit- arinn teljá, að G. Briem ofsæki amatörana — og að þeir skoði hann sem fjandmann sinn nr. l.“ ,.FORVITINN“ skrifar mér einnig um þetta mál svohljóðandi: „Þann 11. sept. 1939 birtist grein í Alþýðublaðinu undir fyrirsögn- inni: „Tvær leynilegar útvarps- stöðvar fundnar hér á landi." Las ég grein þessa með mikilii at- hygli, en þar eð ég er málum þess- ujn næsta ókunnugur, gerist ég svo djarfur, að biðja þig að leysa úr nokkrum spúrninguin, þessari grein viðvíkjandi. Vænti ég þess, að þú svarir spurningum mínum eftir beztu getu og hið snarasta.11 „í GREININNI stendur orðrétt: „Þeir gefa þá skýringu, að þeir séu meðlimir í alþjóðlegu „ama- törafélagi“.“ Er nokkurt slíkt alþjóðlegt amatörafélag til? Er Frk. á 4. »í*n. GHAMtiS NORDHOFF og JAMES NQRMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 71. Karl ísfeld ísleazkaði. til þess að þið verðið fluttir á betri stað. — Og ef hægt er, sagði ég, — leyfa okkur að tala saman. — Hamingjan góða! Þér ætlið þó ekki að segja mér, að hann hafi bannað ykkur það? Læknirinn horfði á mig og brosti. — Edwards skipstjóri er réttlátur maður, herra Byam. Þér skiljið máske við hvað ég á. Hann vill framkvæmá skip- anir þær, sem hann hefir fengið, út í yztu æsar. En ég held, að ég geti fengið hann til þess að bæta kjör ykkar ofurlítið. Að minnsta kosti megið þér vera viss um, að ég reyni það. En svo að við snúum okkur nú að öðru. Þér geymið handrit yðar, þar sem þér bjugguð? — Allt, sem ég he.fi meðferðis, varð eftir á Tantira. Ég sagði nú lækninum frá vini mínum Tuahu og sagði, að hann myndi færa mér kistuna mína um borð. Hamilton læknir bað mig að skrifa nafn hans á miða. — Ég skal finna hann, sagði hann. — Sir Joseph hefir mikinn áhuga á starfi yðar og vill ekki, að handrit yðar glatist. — Það væri mér mjög mikils virði, ef ég gæti fengið að halda starfi mínu áfram á heimleiðinni. — Það var einmitt það, sem Sir Joseph stakk upp á, ef þér næðust, sagði læknirinn. — Ég held, að Edwards skip- stjóri leyfi þetta. Þetta gladdi mig mjög. Það var gott að fá eitthvað að gera til þess að dreifa huganum. Stewart, Coleman og Skinner voru orðnir vel færir í Tahiti-málinu, og ef við fengjum leyfi til þess að tala saman, gæti ég haldið áfram starfinu með aðstoð þeirra. Hann stóð á fætur, opnaði káetudyrnar, gægðist út og læsti svo aftur. — Sir Joseph Banks bað mig að færa yður þetta bréf, ef þér fyndust. Hamilton blaðaði í bréfabunka, meðan ég las bréfið. Það var auðvitað frá móður minni. Ég á þetta bréf enn þann dag í dag, en ég þarf ekki að líta á það til þess að muna það. Ég man það enn þann dag í dag orði til orðs: Kæri sonur! Ég fékk rétt áðan að vita, að ég gsöti fengið tækfæri til að skrifa þér nokkrar línur. En tími minn er bvo naumur, að ég má engum tíma eyða til ónýtis. Þegar Bligh skipstjóri sneri heim aftur með fregnina um það, að uppreisn hefði brotizt út á Bounty, skrifaði ég honum strax og fékk svarið, sem hér fylgir. Ég get ekki skilið, hvað það er, sem hefir gert hann mótsnúinn þér. Þegar ég fékk svona grimmdarlegt bréf frá honum, skrifaði ég honum ekki aftur. En þú mátt ekki halda, að ég sé hrygg í huga. Ég þekki þig svo vel, góði Roger, að ég efast ekki um, að þú ert sak- laus. Ég veit, hvernig þér mun líða, þegar Pandora kemur, og þú kemst að raun um það, að þú ert álitinn meðal uppreisnar- manna. Ég er viss um, að óviðráðanlegar orsakir hafa valdið því,að þú hefir orðið eftir á Bounty. Ég bíð fullkomlega róleg heimkomu þinnar og er sannfærð um, að þú verðúr sýknaður af þátttöku í þessum hræðilega glæp og færð uppreisn æru þinnar. Það eina, sem ég hefi áhyggjur af, er líðan þín, meðan þú ert fangi um borð í Pandora. En þjáningu er hægt að þola, og mundu það, drengur minn, að heimili þitt stendur þér opið, þegar þú kemur heim. Sir Joseph hefir talað við Bligh skipstjóra, og þér mun þykja vænt um að frétta það, að hann er ekki á sömu skoðun og Bligh um það, að þú hafir verið meðal uppreisnarmanna. Mér hefir ekki verið skýrt frá því, hvaða orsakir liggja til þess, að þú ert ákærður fyrir þátttöku í uppreisninni. í lok bréfs síns til mín segir Sir Joseph: — Ég er sannfærður um, að sönnunin fyrir sakleysi sonar yðar kemur í ljós, þegar Pan- dora kemur og allar staðréyndir koma í ljós.“ Þetta er ekki aðeins trú mín. Ég er jafnsannfærð um það og að sólin kemur upp á morgun. Vertu sæll, góði Roger. Það getur vel verið, að ég fái ekki færi á því að skrifa aftur. Pandora leggur af stað eftir þrjá eða fjóra daga, og ég verð að senda bréfið í kvöld til London. Guð blessi þig, sonur minn, og færi mér þig heim heilan á húfi. Þú mátt trúa mér, sonur minn, ég hrosi aðein's að hinum óheyrilegu ásökunum, sem bornar eru á þig.“ Hamilton læknir var mjög vingjarnlegur. Það var svo dimmt í fangaklefanum, að ég hefði aldrei getað lesið bréfið þar. Hann lofaði mér að lesa bréfið aftur og aftur, þangað til ég kunni það utan að. Bréfið frá Bligh, sem fylgdi bréfinu, var ái’eiðanlega grimmúðlegasta bréf, sem nokkur einmana móðir hefir nokkru sinni fengið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.