Alþýðublaðið - 21.09.1939, Side 2
FIMMTUDAGUR 21. SEPT. 1839
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Svanírnir.
K *£££' vjí?í''!v
- ?í.
Nú var sólin komin ofan að hafsbrúninni. Hjarta Lísu
skalf, þá fóru svanirnir að lækka flugið.
Sólin var nú horfin til hálfs ofan í sjóinn. Þá fyrst kom hún auga á lítinn klett í haf-
inu. Hann virtist ekki stærri en svo, að rostungur gæti leegið á honum.
uimii'iuimmi—'.. LfflB».. a.jj.iw .#.«11.1«.—iMimn— — ,wiju.MiwgiigMWa—
UMRÆÐUEFNI
Blndindis-
málavikan.
ÍmMTUDAGINN 5. októ-
ber n. k. hefst hér í bæ
bindindismálavika, sem Þing-
stúka Reykjavíkur hefir beitt
sér fyrir að koma af stað. Þátt-
toku hafa lofað þessi félög og
sambönd, auk Góðtemplara-
reglunnar: Kennarasamband
íslands, Samband Ungmenna-
félaganna, Skátar, íþróttasam-
band íslands, Samband bind-
indisfélaga í skólum, Slysa-
varnafélag íslands, Bandalag
kvenna í Reykjavík — og
verkalýðsfélögin fjögur: Dags-
brún, Iðja, Framsókn og Sjó-
mannafélag Reykavíkur. Einn-
ig má segja, að kirkjan sé einn
þátttakandinn, því að biskupinn
yfir íslandi verður einn þeirra
manna, sem fyrsta kvöldið
flytja stutt ávörp, en auk þess
er óskað eftir, að prestar
Reykjavíkur helgi ræður sínar
þessu málefni að einhverju eða
öllu leyti sunnudag bindindis-
málavikurnar, sem er 8. októ-
ber.
Fyrsta kvöldið flytja stutt á-
vörp: Fjármálaráðherra, bisk-
up, fræðslumálastjóri og þjóð-
kunnur maður úr læknastétt,
dr. Helgi Tómasson, sem einnig
er skátahöfðingi á íslandi, en
áfengismálaráðunautur, Friðrik
A. Brekkan opnar vikuna. Full-
komin vikuskrá verður auglýst
seinna. Þessum ávörpum fyrsta
kvöldið verður útvarpað.
Nefnd sú, er undirbúning
annast, hefir leitað til hinna
beztu söngkrafta bæjarins, kór-
anna, einsöngvara, leikara og
hljómlistarmanna, og hafa
þessir kraftar heitið liðveizlu
sinni hin ýmsu kvöld vikunnar.
En félög þau og sambönd, sem
verða þátttákénöur,' leggja til
ræðumennina. Þarna verður
því eitt hið mesta nauðsynja-
mál þóðarinnar rætt frá ýms-
um hliðum kvöld eftir kvöld,
en auk þess góð skemmtun inn
á milli. Hér er um heill og vel-
ferð einstaklings og þjóðar að
ræða, og eins og sakir standa
nú, þarf ekki að efa, að almenn-
ingur sinnir þessu hið bezta.
Fyrir hönd nefndarinnar.
Pétur Sigurðsson.
DRENGJAFÖT.
Klæðið drengi»n
smekkleguna fötuna frá
Sparta, Laugavegi lt.
Sími 3094.
Útbreiðið Alþýðublaðið!
Fjöldinn er skáld. Skaðlegar
sögur og skemmtilegar sög-
ur. Hamstrarar og kafbátur-
inn. Er rétt að ætla pela-
barni jafnmikið af kaffi og
fullorðinni manneskju? —
Rúgmjöl í slátrið, en engan
sykur til niðursuðu. Bréf
um brennivín, drykkjuskap,
sprúttsala og templara og
svar frá kunnum bann-
manni. Skoðanafrelsi einn
dag og eitt orð um vin minn
kommúnistann.
—o—
ATHUGANIR
HANNESAR Á HORNINU.
—o—
FJÖLDINN er skáld, meira
skáld en nokkur einstaklingur.
Sögurnar, sem hann hefir búið til
undanfarna daga um hamstrara í
bænum, eru margar, og skemmti-
legar eru sögurnar um litla kaf-
bátinn, sem kom hingað í fyrra-
dag. hað gerir ekkert til um sög-
urnar um kafbátinn, en sögurnar
um hamstrara eru stórkost-
lega skaðlegar. Ég hefi heyrt
sögur um það, að allir með-
limir rikisstjórnarinnar hafi flutt
ógrynni af nauðsynjum heim
til sín, áður en skömmtunin var
tekin upp og eitt blað, Vísir, hefir
ymprað á þessu og talað um „menn
í hæstu stöðum“, sem hafi gert
þetta. — En sögur þessar eru á-
reiðanlega tilhæfulausar með
öllu.
ÞETTA ERU hættulegar sögur,
og ég tel sjálfsagt, að menn þoli
þær ekki. Sögumenn á að taka
fyrir og láta þá standa við sögur
sínar opinberlega. Það á að rekja
slóðina og finna upptökin. Yfir-
leitt á að setja strangari lög um
ærumeiðingar en hér eru enn sem
komið er.
SÖGURNAR um kafbátinn eru
hins vegar „grín“. Ein var á þá
leið, að kafbáurinn hefði tekið kol
í einu þýzka skipinu, sem hér
liggur. Kafbátar brenna ekki kol-
um og hafa áreiðanlega ekki rúm
fyrir eitt einasta kolablað. Önnur
var um það, að hann hefði skipað
upp í Hvalfirði vélbyssum handa
þessum fáu Þjóðverjum, sem hér
eru, sem ættu siðan að gera upp-
reisn og steypa stjórninni. Þriðja
var á þá leið, að báturinn hefði
tekið mat uppi á Kjalarnesi,
KAFFIKARLAR og kaffikerl-
ingar eru að hugsa um að gera
uppreisn gegn matvælaskömmtun-
arnefndinni. Þeim finnst það ekki
ná nokkurri átt að ætla pelabarni
jafn mikínn kaffiskammt og full-
orðnum manni, að maður ekki tali
um manneskju, sem lifir svo að
segja eingöngu á kaffi. Mér finnst
töluvert til í þessu. Það er alveg'
fráleitt að ætla börnum eins stór-
an skammt og fullorðnum. Mér
skilst, að skömmtunarskrifstof-
DAGSINS.
unni sé þetta líka ljóst, en að það
sé svo mikil fyrirhöfn að breyta
reglunum — að það sé næstum ó-
gerningur, að hennar áliti. Þetta
ætti þó ekki að vera mjög erfitt.
Og þessu þarf að breyta, sem allra
fyrst. Börn innan 12 ára þurfa alls
ekki fullan kaffiskammt.
NÚ ERU MARGIR að taka
slátur, og býst ég við, að það séu
góð matarkaup um þessar mundir,
að minnsta kosti reynist mér það.
Margir hafa hringt til mín og
spurt mig, hvernig þeir eigi að
fara að því að fá rúgmjöl í slátrið.
Það er búið að skýra áður frá
því, að þeir, sem taka slátur, eiga
að fá viðurkenningu fyrir því að
þeir hafi keypt það hjá þeim, sem
selur það. Með þá viðurkenningu
á svo viðkomandi að fara í verzl-
anir og fær hann þá 2 kg. af rúg-
mjöli í hvert slátur. Þetta er auka-
skammtur. Aukaskammt af sykri
er hins vegar ekki hægt að fá, þó
að menn ætli að sjóða niður rabar-
bara eða ber, enda munu nú flestir
hafa lokið því.
ANNARS VIL ÉG taka það enn
einu sinni fram, að mér er illa við
að menn séu að hringja til mín
um ýmislegt, sem þeir vilja koma
á framfæri. Hins vegar er ég þakk-
látur fyrir bréflegar athugasemd-
ir og tek þær allar til athugunar.
Bezt er auðvitað, að bréfin séu vel
skrifuð, en það er þó ekkert að-
alatriði. Ég tek þau og leiðrétti og
breyti, ef þörf gerist. Engar upp-
hringingari
VEGFARANDI skrifar mér um
stúkurnar o. fl. eftirfarandi bréf:
„Þá er nú farið að herja á sprútt-
salana. Þeir eru sektaðir og settir
inn, og á meðan þeir sitja í náðum
á „Garðinum“ selja aðrir fyrir þá
og svo byrja þeir aftur, þegar þeir
sleppa, og svona gengur það koll
af kolli. Og blöðin skrifa. Templ-
arar og áfengisvarnanefndir berj-
ast hinni góðu baráttu, en ekkert
stoðar við að útrýma ofdrykkj-
unni, sem stöðugt færist í aukana.
En hvar er veilan? Á meðan bann-
ið var hér, var bruggað og smygl-
að, og svo fór, að almenningsálitið
varð oftast hliðholt lögbrjótun-
um, svo að þeir áttu hægt með að
stunda iðju sína óáreittir. Og
drykkjuskapur jókst. Svo var
bannið afnumið og „Svarti dauði“
flæddi yfir landið og flæðir enn.“
„TEMPLARAR stóðu ráðþrota.
En þá reis upp önnur hreyfing.
Það voru fcindindisfélög skólanna,
og þeim varð vel ágengt á sínu
sviði. Hvers vegna eru þessir
ungu menn að stofna sín eigin fé-
lög, en ganga ekki í stúkurnar til
styrktar þeim og sjálfum sér? Get-
ur það ekki verið af þvi, að í
bindindisfélög skólanna safnist að-
allega hugsandi fólk, en stúkurn-
ar eru reknar með hinu mesta
miðaldafyrirkomulagi, sem hugs-
azt getur af félagsskap á 20. öld-
inni? Þeir eru ekki félagar, heldur
„bræður“ og „systur“. Eða öll
embættin: „kapelán“, ,,dróttseti“,
„æðsti templar“ og margt fleira
álíka, sem á víst að vera til and-
legrar uppbyggingar fyrir „syst-
kinin“. Fyrst þegar gengið er inn
á fund þarf að hvísla inngangs-
orði að dyraverðinum eins og í
glæpafélagi. Svo þegar inn er
komið blasa við hinir virðulegu
embættismenn stúkunnar með
stóra, skrautlega útsaumaða kraga,
og minna helzt á klafabundnar
kýr í fjósi eða dráttarjálka með'
aktygjum. Svo þarf að heilsa þeim
samkv. ritualinu 'með réttum orð-
um og í réttri röð. Svo eru sungn-
ir sálmar og ýmis ámátleg ljóð, og'
þá fyrst er hægt að fara að snúa
sér að fundarstörfum.“
„HALDA NÚ TEMPLARAR, að
svona skrípalæti séu öflugasta
vopnið í baráttunni við 'Bakkus,
eða eru templarar um allan heim
svo sofandi, að þeir hafi ekki rænu
á að breyta félagsskap sínum eft-
ir kröfum tímans? En á meðan
slíkt fyrirkomulag ríkir í stúkun-
um, þurfa templarar ekki að vænta
þess, að þeir geti unnið bug á sjúk-
legum tilhneigingum drykkju-
manna. Ofdrykkjumaður er sjúk-
lingur. Sá sjúkdómur læknast ekki
við að ganga í stúku, heldur af-
leiðingar hans. Enda eru fyrrver-
andi ofdrykkjumenn, sem í stúk-
ur ganga, hverjum manni fana-
tiskari, og þar sem þeir komast oft
hátt í valdastiga stúkunnar, gera
þeir góðu málefni svo mikla bölv-
un sem nokkur maður getur gert
með ofstæki sínu. En sjálfir hafa
þeir aðeins gagn af því — þar til
þeir falla.“
sæu. L&. æaia ís? u
ÉG BAÐ hinn kunna Good-
Templar, Jón Árnason prentara, að
svara þessu bréfi, og hann gerði
það á eftirfarandi hátt: „Mér hefir
verið sýndur miðinn frá Vegfar-
anda. Er það skrítinn samsetning-
ur. Hann virðist vera í vandræð-
um með sig. Langar til þess að
senda hnútur og hefir á hornum
sér. Fullyrðir, eins og andbanning-
ar gerðu, að meira hafi verið
drukkið á meðan bannið var en
áður. Allir vita, að það eru ósann-
indi. Hann segir, að þá hafi verið
smyglað og bruggað, en nefnir
ekkert í þá átt, að það eigi sér
stað nú. En enn er bruggað og
enn er smyglað og miklu léttara
að gera það nú en meðan bannið
var. Hann hælir bindindisfélögum
skólanna á kostnað I. O. G. T.“
.. 1
„HANN HELDUR ÞVÍ FRAM,
að þeir í skólunum hefðu átt að
fara í stúkurnar til þess, skilst
mér, að hjálpa þeim, en þeir geti
það ekki vegna þess að í stúkunum
séu svo miklar miðaldakreddur,
sem hugsandi menn geti ekkert
átt við. Það er auðséð að maðurinn
hefir enga þekkingu né reynslu í
þessum efnum. Það eru siðir og
siðareglur stúknanna, sem hafa
gert það að verkum, að þær haía
lifað lengst og bezt allra félaga hér
Frh. á 4. síðu.
QBABflMSg NORDHOFF «g JAMES NORMAN HALL:
Upprelsnln á Bounty.
fS. Karl ísfeld íslenzkaði.
mennina í bátnum. Þetta voru allt gamlir vinir okkar og
kunningjar. Oft sá ég, aS Peggy var róið umhverfis skipið.
Faðir hennar var oftast með henni, eða bræður hennar. Hún
horfði löngunaraugum á skipið. Faðir hennar var svo hygg-
inn, að hann leyfði henni aldrei að koma fast að skipinu.
Hún hefði áreiðanlega reynt að kalla til manns síns, ef hún
hefði álitið, að hann heyrði til hennar, og það hefði aðeins
orðið þeim báðum verra. Ég minntist ekki á þetta við Ste-
wart. Ég vildi ekki ýfa upp sár hans að óþörfu.
Morgun nokkurn, þegar ég var að horfa út um kvistgatið,
hrópaði Muspratt: — Gættu að! Ég hafði aðeins tíma til þess
að koma kvistinum aftur í gatið, því að bátsmaðurinn kom
ofan stigann og Edwards með honum. Þessari heimsókn höfð-
um við lengi búizt við. Klefinn hafði ekki verið þveginn lengi.
Ég vil ekki segja meira um ástandið í klefanum en það, að
fjórtán hlekkjaðir fangar höfðu orðið að gera allar sínar nauð-
þurftir þarna inni í viku.
Edwards nam staðar í stiganum.
— Bátsmaður! Hvaða óþefur er þetta?
Herra Parkins skipaði svo fyrir, að hér yrði ekki þvegið
oftar en einu sinni í viku.
— Látið þvo klefann þegar í stað og segið mér til, þegar
það er búið.
— Já, skipstjóri.
Edwards hikaði ekki lengur, heldur fór burtu sem fljótast.
Okkur til mikillar gleði komu nú hásetar með margar fötur
af saltvatni og við þvoðum allt hátt og lágt. Þegar við höfðum
þvegið klefann, þvoðum við hver öðrum. Þegar við vorum
orðnir hreinir aftur, vorum við í ágætu skapi. Þegar þvott-
inum var lokið, fór bátsmaðurinn. Að stundarkorni liðnu kom
hann aftur og var þá Hamilton læknir í fylgd með honum.
Læknirinn leit snöggvast á mig vingjarnlega. Að öðru leyti
lét hann ekki á sér sjá, að hann hefði séð mig áður. Hann
gekk á milli okkar og leit á okkur.
— Það verður að búa um þetta, maður minn, sagði hann
og benti á stórt kýli á hnénu á Muspratt. — Látið flytja hann
í spítalaklefann, herra Jackson.
— Já, læknir.
Menn báru jafnmikla virðingu fyrir Hamilton og skipstjór-
anum. En hann sá enga ástæðu til þess að tala við okkur
með aðstoð milligöngumanns.
— Hafa fleiri kýli eða sáraveiki? spurði hann. — Ef svo
er, þá segið strax til, og ég skal láta flytja ykkur í sjúkra-
klefann. Munið, að það er skylda mín að sjá um heilbrigði
ykkar, ekki síður en hinna, sem hér eru um borð.
— Má ég segja fáein orð? spurði Stewart.
— Gerið svo vel.
— Gætum við ekki stöku sinnum fengið nýjan mat, meðan
skipið liggur hér við? Við eigum kunningja meðal hinna inn-
fæddu, sem myndu með ánægju senda okkur nýjan mat.
— Og með því væri hægt að spara skipsbirgðirnar, læknir,
sagði Coleman.
Hamilton læknir horfði á okkur einn af öðrum,
— En þið fáið nýjan mat, sagði hann.,
—- Nei, læknir, því miður, sagði Coleman. — Herra Par-
kins skipaði svo fyrir ...
— Ég skil, sagði læknirinn. — Ég skal rannsaka málið. Ef
til vill er hægt að kippa því í lag,
Við þökkuðum honum, og hann fór upp á þiljur.
Það var bersýnilegt, að meðferð sú, sem Parkins lét okkur
sæta, var án vitundar skipstjórans og skipslæknisins. Ed-
wards kærði sig ekki um að skipta sér af grimmd liðsfor-
ingjans, en Hamilton kom oft að vitja um okkur. Eftir þetta
var sæmilega þrifalegt í klefa okkar, og við fengum sams
konar mat og skipverjarnir á Pandora.
XVII.
í LEIT AÐ BOUNTY.
Morgun nokkurn í byrjun maí voru fóthlekkirnir leystir
af okkur Stewart, og við vorum leiddir í sjúkraklefann á lág-
þiljunum. Hamilton læknir beið eftir okkur í ganginum. Hann
sagði ekkert, en benti okkur að koma inn. Við gerðum svo,
án þess að vita, hvað um væri að vera, og dyrunum var
lokað. Tehani og Peggy voru þar með báðar dætur okkar.
Tehani kom til mín, vafði mig örmum og hvíslaði lágt í
eyra mér, svo að enginn heyrði:
— Byam, ég hefi engan tíma til að gráta. Ég verð að flýta
mér. Atuanai er hér með 300 Tantiramenn, beztu hermenn
sína. Þeir hafa komið eftir ströndinni 5—10 í einu. í marga
daga hefi ég reynt að hitta þig. En ég hefi ekkert tækifæri
fengið fyrr en núna. Þeir vilja ráðast á skipið að nætur-
lagi. í myrkrinu geta fallbyssurnar lítið meim gert okkur. En
við erum hrædd um, að hermennirnir drepi þig, áður en við
náum þér. Þess vegna hefir árásin ekki verið hafin ennþá.