Alþýðublaðið - 21.09.1939, Page 3
ALÞYÐUBLADtD
Degar Dýzkaland íér í striðið.
tT ÉR fer á eftir grein, sem einn af blaðamönnum norska
Alþýðuflokksins ritaði 7. þessa mánaðar. Hann var þá
nýkominn frá Þýzkalandi. í greininni lýsir hann því, sem
fyrir augun bar dagana, sem Þjóðverjar voru að leggja ót
í stríðið.
Mannfjöldinn úti fyrir ríkiskanzlarahöllinni við Wilhelmsstrasse í
Berlín, þar sem Hitler býr, einn síðasta daginn áðúr en stríðið
hófst.
FIMMTUDAGUR 21. SÉPT. 1939
«------,----------------—♦
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
RITSTJÓRI:
F. R. VALDEMARSSON.
í fjarveru hans:
STEFÁN PÉTURSSQN.
AF©REI®SLA:
ALÞÝÐUHÚSINU
(Inagangur frá Hverfisgötu).
SÍMAR:
4900: Afgreiðsla, auglýsingar.
4901: Ritstjórn (innl. fréttir).
4902: Ritstjéri.
4903: V. S. Vilhjálms (heima).
4905: Alþýðuprentsmiðjan.
4906: Afgreiðsla.
5021 Stefán Pétursson (heima).
ALÞÝSUPRENTSMIÐJAN
♦------------------------*
Fekið í flest
skjól.
ÞEIM, sem fylgzt hafa með
fréttaburði og skrifum
kommúnistablaðsins hér heima
síðan Hitler íog Stalin gerðu
með sér vináttusamning sinn
austur í Moskva og steyptu
Evrópu út í blóðbað og hörm-
ungar stríðsins, mun seint úr
minni hða, með hve aumkv-
unarverðum loddaraleik það
hefir, fram á síðustu stundu,
reynt að ljúga sig út úr stað-
reyndunum eða leyna þýðingu
þeirra fyrir lesendum sínum.
„Gleðiefni fyrir alla, sem
friði og frelsi unna,“ kallaði
Þjóðviljinn það, þegar fyrstu
fréttirnar bárust af hinum fyr-
irhugaða vináttusamningi Hitl-
ers og Stalins! Og skýringin,
sem hann gaf lesendum sínum á
þessari frétt var sú, að hér
væri aðeins um herbragð eða
blekkingu að ræða af hálfu
Stalins. Hann ætlaði bara að
knýja England og Frakkland
til að gera „traust varnarbanda-
lag“ við Sovét-Rússland gegn
yfirgangi Hitler-Þýzkalands!
Raunverulega dytti honum
ekki í hug að gera neinn samn-
ing við Hitler.
En daginn eftir var samning-
urinn undirritaður af Molotov
og Ribbentrop austur í Moskva
í hátíðlegri viðurvist Stalins.
Þá snéri Þjóðviljinn við
blaðinu og sagði, að Stalin hefði
samið við Hitler til þess að
bjarga heimsfriðinum! Hitler
hefði orðið að beygja sig fyrir
„friðarstefnu Sovétríkjanna,
sem hefðu rekið aftur allar á-
rásir fasistaríkjanna"!
En samningurinn hafði ekki
fyrr fengið formlega staðfest-
ingu í Berlín og Moskva, en
morðtólin voru komin í gang
og árás Þýzkalands á Pólland
hafin með öllum þeim hroða-
legu hermdarverkum, sem nú-
tímastríði eru samfara. Þannig
var Moskvasamningurinn í
framkvæmd.
Nú'var úr vöndu að ráða fyr-
ir Þjóðviljann. Einhverju varð
að ljúga til þess að þvo æru
Stalins. Þá uppgötvaði blaðið
allt í einu, að samningurinn
hefði verið gerður til þess „að
bjarga Kína.“ Og Halldór Kilj-
an Laxness minnti um leið á
það 1 grein, sem hann skrifaði
í Þjóðviljann, að Kínverjar
væru 400 milljónir, svo sem til
að sýna, hve göfugt verk hér
hefði verið unnið og hve lítil-
fjörlegt það væri, að vera að
fást um það, þótt 200 milljónir
Pólvérja, Þjóðverja, Englend-
inga og Frakka hefðu í staðinn
verið ofurseldar ógnum . stríðs-
ins!
En það leið ekki á löngu þar
til einnig var fokið í þetta
skjól. Eftir örfáa daga var Stal-
in búinn að semja frið við
Japani austur í Asíu og fórna
400 milljóna þjóðinni í Kína.
Og nú kom loksins í ljós, hvað
það var, sem Stalin ætlaði „að |
bjarga.“ Það var hvorki heims-
friðurinn né Kínverjar, heldur
bara þær 7 milljónir Ukraine-
manna og Hvítu-Rússa, sem
hafa lifað innan landamæra
Póllands og ekki hingað til
orðið þeirrar hamingju aðnjót-
andi að komast í kynni við rúss-
nesku leynilögregluna, G.P.U.
Þetta hafði Alþýðublaðið að
vísu sagt fyrir nokkuð löngu
síðan. En vitanlega var það þá
bara ,,Skjaldborgarlygi“ eins
og allt, sem í því stendur.
Þjóðviljinn, sem stendur í
einkaskeytasambandi við
Moskva, vissi betur. „Sovétrík-
in hyggja ekki á landvinninga,“
sagði hann, „og munu ekki
hyggja á þá. Það er eins fjarri
þeim, eins og það væri ósam-
rýmanlegt hugsunarhætti ís-
lenzkra verkamanna. Ástæðan
er einföld: í Sovétríkjunum er
verkalýðsstéttin ráðandi, og
hún hefir enga hagsmuni af því
að leggja önnur lönd undir sig.
Þvert á móti. Hún styður
frelsisbaráttu kúgaðra þjóða
eins og bezt hefir sýnt sig á
Spáni og í Kína. Og þess vegna
mun æsingamönnunum við Al-
þýðublaðið ekki verða að von
sinni um það, að Sovétríkin
ráðizt [inn á Pólland.; Einnig
þessi von Skjaldborgarinnar
mun bregðast.“
Þannig fórust Þjóðviljanum
orð þ. 13. september síðastlið-
inn. Og Þórbergur Þórðarson
var svo viss um sannleiksgildi
þeirra, að hann hét því sam-
dægurs 1 viðtali úti í bæ, að
hengja sig, ef Sovétríkin gerðu
árás á Pólland. En aðeins fjór-
um dögum seinna réðist rauði
herinn inn í landið að austan,
að baki Pólverjum, sem áttu í
vök að verjast vestur í landi
fyrir hersveitum Hitlers. Þór-
bergur er þó sagður vera enn á
lífi.
En það væri nú sannarlega
engin furða, þótt lesendur
kommúnistablaðsins væru, eftir
svo átakanlega afhjúpun þess,
farnir að finna þörf til að hugsa
sjálfir um það, sem fram er að
fara fyrir augum þeirra. Enda
leynir það sér ekki á Þjóðvilj-
anum þessa síðustu daga, að
honum er það fullkomlega ljóst,
að þeir séu nú loksins búnir að
fá nóg af lygunum og blekking-
unum, sem bornar hafa verið á
borð fyrir þá til þess að breiða
yfir hin ægilegu svik Sovét-
Rússlands við friðinn, lýðræðið
og verkalýðshreyfinguna í
heiminum. „Innan Sósíalista-
flokksins,“ stynur blaðið nú
upp eftir hina smánarlegu árás
rauða hersins á Pólland, „gætir
ýmissa sjónarmiða, og hver
flokksmaiður er að sjálfsögðu
sjálfráður að því, hvaða skoðun
hann myndar sér í þessu efni“!
Öðruvísi mér áður brá. Fyrir
tveimur árum gerðu kommún-
ístar það að skilyrði fyrir sam-
einingu verkalýðshreyfingar-
innar hér á landi í einn flokk,
að tekin væri „skilyrðislaus af-
staða með Sovét-Rússlandi sem
landi sósíalismans.“ En nú
koma þessir herrar og segja í
auðmjúkum tón, að „hver
flokksmaður sé a,ð sjálfsögðu
sjálfráður að því, hvaða skoðun
hann myndar sér í þessu efni“!
Þegar erindrekar Moskva eru
svo langt leiddir, þá er vissu-
lega fokið í flest skjól fyrir
þeim, enda er þess að væntá,
að hlutverki þeirra sé nú brátt
lokið hér á landi eins og annars
staðar utan Sovét-Rússlands.
Fyrir því hefir nú Stalin séð.
¥ SÍÐASTLIÐINNI viku var
•*• sérstök sýning höfð í Staat-
liche Museum í Berlín,. en það
er hið mikla þýzka vopnaminja-
safn og stendur við Unter den
Linden. Skammt þaðan er gröf
„óþekkta hermannsins“.
Þessi viðhafnarsýning var
íaldin í tilefni af aldarfjórð-
ungsafmæli orustunnar við
Tannenberg. Öllum hátíðahöld-
um af þessu tilefni, þar á með-
al Tannenberghátíðinni sjálfri,
hafði verið aflýSt á síðasta
augnabliki, en í þess stað vakti
sessi sýning ákaflega mikla at-
hygli. Það var stöðugur straum-
ur af fólki út og inn um dyrnar
að þessari óhugnanlegu sýn-
ingu. Fólk á öllum aldri og af
aáðum kynjum stóð í þögulum
fylkingum fyrir framan allan
vopnafjöldann frá hinni miklu
Tannenbergorustu. Þarna stóðu
herforingjar í skrúða og undir-
foringjar, S.A. og S.S. fólk, sem
heilsuðu stórskotabyssunum
úti í garðinum með nazista-
kveðju, þarna voru ungar kon-
ur og gamlar gráhærðar konur
— allir virtust jafn herteknir
af minningum, sem þessi morð-
tól framkölluðu frá hildarleikn-
um fyrir 25 árum.
Þetta var aðeins örfáum tim-
um áður en hildarleikurinn átti
að hefjast á ný, en á þessari
stundu voru það aðeins fáir út-
valdir, sem vissu, hvað fram .
undan var, Hvorki áhorfend-
urnir hérna inni í Zeughaus eða
fólkið uti á götunni hafði
nokkra hugmynd um, hvað í
vændum væri. Þetta fólk var
þó alltaf milli vonar og ótta —
en slítandi kvíði einkenndi þó
öll andlitin. Á kaffihúsunum
ræddu menn í hálfum hljóðum
um, það litla, sem blöðin og út-
varpið höfðu skýrt frá, og fyrir
utan ríkiskanzlarahöllina í Wil-
helmsstrasse stóð þolinmóður
mannfjöldi og beið svo klukku-
stundum skipti meðan „foringj-
ar“ af öllum stigum komu og
fóru í sífellu í luxusbílum sín-
um.
Götulífið breyttist í einni
svipan, flestir einkabílar hurfu,
og maður sá varla annað en
bíla herforingjanna. Norskur
bíll vakti mikla athygli, ekki
sízt vegna þess, að flestir út-
lendingar voru farnir frá Ber-
lín, hvað þá bílar þeirra.
*
Við höfðum komið frá Ham-
borg og vorum á heimleið um
Berlín. Það var sannarlega
ekki hægur vandi að komast
leiðar sinnar, meðal annars
vegna þess, að það var varla
mögulegt að fá nokkurn ben-
zíndropa til kaups. Á flestum
benzíntönkum hékk spjald með
áletruninni „Nur fiir Wehr-
macht“’ (aðeins fyrir herinn),
og öðrum þýddi því ekki að
biðja um benzín. 1 Kiel feng-
um við ekki einn einasta dropa,
og heldur ekki í sjálfri Ham-
borg, en á einstaka stöðvum
fyrir utan borgina fékk maður
5 og í hæsta lagi 10 lítra. Það
var þó nóg til þess, að við kom-
umst á milli benzíntankanna. Á
einum stað vorum við svo
heppnir að hitta velviljaða sál,
sem einhvern tíma hafði komið
til Stavanger, og hún lét okkur
fá heila 25 lítra. Þar með var
okkur bjargað, en drottinn má
vita, hvernig farið hefði, ef við
hefðum ekki hitt þenna aðdá-
anda Stavanger. Norska sendi-
sveitin í Berlín útvegaði okkur
benzín þar.
Á öllú Norðúr-Þýzkalandi
unnu menn éins og þeir ættu
lífið að leysa að uppskerustörf-
um. Sums staðar var unnið að
nóttu til, og þar þresktu menn
kornið við Ijós undlr berum
himni. Það var eftirtektarvert,
hve margar konur tóku þátt í
þessum störfum og hvað fáir
karlmenn. Óteljandi flutninga-
bílar, geysistórir með dieselvél-
um, með marga smávagna í eft-
irdragi óku með flughraða eftir
v.egunum, og hermenn voru á
verði alls staðar, sem stöðvuðu
menn og athuguðu plögg þeirra.
Maður fór ekki í neinar graf-
götur með það, að maður var í
landi, sem var að undirbúa sig
undir ófrið. Og svo að segja all-
ir vissu, að ófriðurinn var í
nánd.
Úti í sveitunum var fólkið
annaðhvort þögult eða ákaf-
lega hrifið af Hitler. „Haldið
þér, að ófriður sé í nánd?“
Þannig spurðum við mann
nokkum við benzíntank. „Já,
ef foringinn vill,“ var svarið.
„En hvað segið þið eiginlega
hérna um þýzk-rússneska
samninginn?" „Hann er áreið-
anlega góður fyrir Þýzkaland,
ef hann væri það ekki, þá hefði
Hitler ekki látið undirskrifa
hann.“
*
Á sunnudagskvöldið var fyr-
irskipunin um matvæla-
skömmtun gefin með tilkynn-
ingum í blöðum og útvarpi, og.
átti hún að koma til fram-
kvæmda strax næsta morgun.
Matvælaskömmtunin náði til
margra vörutegunda, en engum
var vel ljóst, til hvaða vöruteg-
unda hún næði og hvaða vöru-
tegundir væri frjálst að kaupa.
Afleiðingin var fullkomin ring-
ulreið. Ýmsar verzlanir tóku
það til bragðs að loka. En það
var tafarlaust bannað. Flestar
verzlanir tóku þá upp á því að
hafa dyrnar lokaðar, en af-
greiðslufólkið á sínum stað við
búðarborðin og urðu svo þeir,
sem fyrir utan stóðu, að sýna
kort sín, áður en þeir fengu að
fara inn.
Að þessu hefði oft verið hægt
að brosa, ef mönnum hefði ver-
ið hlátur 1 hug. Það var rifizt í
gegnum lokaðar búðardyrnar,
hvort frjáls sala væri á þessari
eða hinni vörutegundinni,
hvort leyfa mætti að sélja axla-
bönd eða klossa, og fyrir utan
gerði fólkið ýmist að grátbæna
eða krefjast þess að fá þær vör-
ur, sem það vanhagaði um. Á
standið var eins fyrir utan búð-
arholurnar í fátækrahverfun-
um eins og fyrir utan luxus-
verzlanirnar á Kurfursten-
damm. Villt hræðsla hafði grip-
ið um sig meðal Gyðinganna í
Berlín.
*
Sú saga hafði komizt á kreik,
að ef stríð brytizt út, ætti að
útrýma öllum Gyðingum í
Þýzkalandi, og sendisveitar-
skrifstofur lýðræðislandanna
voru svo að segja umkrlngdar
af Gyðingum, sem grátbændu
um hjálp. Einstöku Gyðingum
tókst að fá dvalarleyfi í öðru
landi. Að minnsta kosti fengu
nokkrir Gyðingar leyfi til að
fara til Englands. En svo allt í
einu kom tilkynningin um það,
að farþegalestir væru stöðvað-
ar og landamærunum lokað. Á
Stettiner-Banhof stóðu mörg
hundruð Gyðingar með vega-
bréf og farseðla reiðubúnir til
að flýja til annarra landa, sem
þeir toldu að veita myndu sér
meira öryggi. Þá kemur til-
kynningin um stöðvun lest-
anna. Það er ekki hægt að lýsa
þeirri örvæntingu, sem greip
fólkið. Svo var hræðslan ægi-
leg, að ekki var annað sjáan-
legt en að verið væri að leiða
fólkið á höggstokkinn. Við tók-
um með okkur í bílinn unga
Gyðingakonu, sem við hittum
á götunni í Berlín. Hún hafði
vegabréf sitt áritað og ætlaði
til Englands. Farseðla hafði
hún keypt. Hún sagði, að mað-
ur sinn hefði dáið í fanga-
búðum, og að hún stæði alein
uppi með 6 ára gamla dóttur.
Okkur tókst að sleppa með
hana gegnum þýzka landa-
mæravörðinn, en danski landa-
mæravörðurinn vísaði henni á
bug. Eftir mikið stímabrak
tókst okkur þó að bjarga henni.
Hún slapp yfir landamærin á
síðasta augnabliki. Þetta var á-
reiðanlega ekki eini Gyðingur-
inn í Berlín, sem hefði kosið
að sleppa úr landinu í norskum
bíl. Við vorum oft og mörgum
sinnum stöðvaðir af Gyðingum,
sem báðu okkur um að flytja
sig yfir landamærin. Margir af
þeim höfðu engin vegabréf, og
þeir komu með hinar undarleg-
ustu uppástungur. Auðvitað
gátum við ekki hjálpað neinum
af þeim. Tveimur dögum seinna
hittum við tvo unga Gyðinga í
Kaupmannahöfn. Þeir höfðu
upp á von og óvon synt frá
Þýzkalandi út í Eystrasalt og
þeim hafði verið bjargað af
danskri fiskiskútu. Nú ætluðu
þeir að gerast sjálfboðaliðar í
her bandamanna.
*
Um ástandið meðal annarra
Berlínarbúa er aðeins hægt að
segja það, að vonleysi og næst-
um því uppgjöf einkenndi svip
þeirra. í úthverfum Berlínar-
borgar mættum við óteljandi
hópum manna, sem kallaðir
höfðu verið til vopna. Allir
þrömmuðu þeir af stað til
næstu járnbrautarstöðvar með
litla tösku í hendinni. Þeir
gengu fjórir í röð. Enginn
þeirra söng. Enginn þeirra
mælti eitt einasta orð. Allir
voru þeir þögulir eins og gröf-
in. Við hlið þeirra gengu konur
þeirra, unnustur eða mæður,
Þær voru líka þögular. Við
mættum einnig hópum í her-
klæðum með stálhjálma og
byssur, en það voru engin blóm
í byssuhlaupunum, enginn á-
kafi, engin gleði. Einstaka sinn-
um heyrðist hrópað frá áhorf-
endunum á gangstéttunum
„Heil Hitler", án þess að her-
mennirnir svöruðu. 1 austur-
hluta Berlínarborgar voru öll
torg og allar götur fullar af
mönnum, sem kallaðir höfðu
verið til vopna. Þarna kvöddu
þeir ástvini sína. Þarna var enn
þá meira vonleysi, ennþá meiri
sorg í svip fólksins.
Þeir, sem höfðu útvarpstæki,
settu þau í opna gluggana, og
undir þeim safnaðist fólkið
saman í hópa til að hlusta á
síðustu fyrirskipanirnar frá
„i|oringjunum“ f— '„Það er
bannað að hlusta á erlendar
útvarpsstöðvar! Brot gegn
þessu varðar allt að dauðarefs-
ingu.“ Þannig hljóðaði ein fyr-
irskipanin. Við spyrjum, hvort
þessu muni verða hlýtt, og við
fáum þetta svar: „Auðvitað fer
maður nú fyrst að hlusta á er-
lendar útvarpsstöðvar. Okkur
er vel ljóst, að við erum dulin
þýðingarmiklum atriðum. Við
vitum, að við erum leynd sann-
leikanum.“ Þetta sagði verka-
maður við okkur í Berlín, en
áður en hann mælti þessi orð,
leit hann vel í kringum sig.