Alþýðublaðið - 22.09.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.09.1939, Blaðsíða 1
IÞÝÐUB RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN \XX, ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 22. SEPT. 1939. 218. TÖLUBLAÐ 1 þríveldabandalag Þjóðver Rússa og Japana f uppsf glf ngu ? Moskva tilkynnir: Fullkoiwlð samkomulag hefir nú náðst um, hvar draga skuli línuna milli Rússa og Þjóðverja á PóllandL Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KAUPMANNAHÖFN í morgun. STERKUR ORÐRÖMUR gengur nú um það í höfuðborgum Evrópu, að hreint og beint þríveldabandalag sé nú í aðsigi milli Þjóðverja, Rússa og Japana, og fullyrðir Kaup- mannahafnarblaðið „Berlingske Tidende" í gær, að samningur þar að lútandi liggi þegar tilbúinn til undirskriftar. Er talið, að Þjóðverjar hafi haft milligöngu milli Rússa og Japana um þetta, eins og vopnahléið austur í Asíu, sem þeir sömdu með sér á dögunum. Fyrirsjáanlegt þykir, að slíkt þríveldabandalag myndi fyrr eða síðar leiða til þess, að bæði Japan og Bandaríki Norður-Ameríku myndu dragast inn í styrjöldina. í tilkynningu, sem gefin var út í Moskva í gærkveldi, segir, að fullkomið samkomu- lag hafi nú náðst milli samningamanna sovétstjórnarinnar og þýzku stjórnarinnar, sem síðustu dagana hafa setið á ráðstefnu þar eystra, um það, hvar draga skuli línuna milli Rússa og Þjóðverja á Póllandi, og muni þýzku samningamennirnir halda heimleiðis á morgun í flugvél. Ókunnugt er þó enn, hvað samkomulag Rússa og Þjóð- verja hefir inni að halda, en talið er, að Rússar vilji stofna lítið pólskt ríki með Varsjá fyr- ir höfuðborg, sem þó yrði háð yfirstjórn bæði þeirra og Þjöðverja. Samkvæmt hernaðartilkynn- ingu rússnesku herstjórnarinn- ar hélt rauði herinn í gær áfram för sinni vestur eftir PóIIandi og hrakti undan sér pólska herflokka, sem viðnám veittui í Hvíta-Rússlandi tók rúss- neski herinn borgina Grodno og í Vestur-Ukraine borgírnar Ko- wel og Lemberg. Undanfarna þrjá daga hafa Rússar tekið fjölda fanga og mikið af her- gögnum. Þá hafa og herstjórnir þýzka hersins og rauða hersins haft samband með sér um að ákveða markalínuna milli herj- anna. Elstlaná mótmæSir yfir- Frá Stokkhólmi koma fregn- ir um það, að Eystrasaltsfloti Forsætisráðherra Rómenía myrtur í gær af fasistum. -------------» Morðingjarnir skotnir strax í gærkv. ---------- ?---------------- LONDON í morgun. FÚ. FRÁ BUKAREST er símað: Opinberlega er staðfest, að for- sætisráðherra Rúmeníu, Calinescu, hafi verið myrtur í gær. Morðingjarnir voru meðlimir hins ólöglega, fasistiska Járn- varðarliðsfélagsskapar, og voru þeir allir teknir höndum. í tilkynningu stjórnarinnar um morðið segir, að Calinescu hafi verið á heimleið, er bíl var ekið beint fyrir framan bíl hans, svo að bílstjórinn neydd- Frh. á 4. síðu, Sovét-Rússlands sé nú að gera ráðstafanir til þess að leita uppi horfna pólska kafbáta og taka þá, hvar sem þeir kunni að finn- ast. Enn fremur segir frá því í fréttum frá Stokkhólmi, að í Finnlandi séu menn mjög á- hyggjufullir yfir atburðum síðustu daga og sama máli gegn ir um íbúa Eystrasaltslandanna þriggja. Stjórnin í Eistlandi mótmæl- ir því harðlega, að floti Sovét- Rússlands hafi lagt hafnbann á eistlenzkar hafnir. Þjóðverjar héldu enn í gær uppi áfcafri skothríð á Varsjá. Sendiherrabústaður sovétstjérnar- ínnar rússnesku stðrskemmdist, og margir starfsmannanna særð- ust. MeÖlimiur rúmensku sendi- sveitarinnar særðist einnig. Fulltrúar erlendra rikja í Var- sjá, um 200 talsins, hafa nú fJestir fariö eða eru ao fara þaö- an, að afstöðnium Iöngium sam- komulagsumteitunum> Aðeins tvær sendiherraskrifstofur eru nú topnar í Varsjá, hm rússneska og tyrkneska. I loftárásunum á Varsjá í gær voru sjö sprengjuflugvélar þýzk- ar skotnar ni&ur. Hafa Pólverj- ar þá skotið niður 87 flugvélar yfir Varsjá. Þrjár pólskar riddaraliðsher- deildir hafa brotizt gegnum her- líhu Þjóðverja fyrir vestan Var- sjá og hafa gengið í lið með her- sveitunum, sem þar eru 'fyrir. Riddarali'ðshersveitirnar æddu gegnum víglínu Þjóðverja, þótt Frh. á 4. síðu. Nýja „Esja" við haínarbakkann í morgun. Þúsundir Reykvíkinga IHgii- uðu nýju Esju9 er hún kom. Ferato gekk m^eTheim, prétt fyrir fremur vont veður alla leið. Eftir bardagana á Póllandi: Tveir hestar úr stórskotaliði Pólverja, sem skildir hafa verið eftir bundnir við fallbyssu. Sá þriðji hefir farízt í feninu. h ÚSUNDIR REYKVÍK- *"^ INGA fögnuðu hinni nýju Esju, þegar hún lagð- ist við hafnargarðinn klukk- an hálf tólf í dag. Skip, sem lágu á höfninni, voru fánum skreytt, og fánar hlöktu á stöngum. Esja kom á ytri höfnina kl. 10% og hafði henni seinkað mjög, vegna þoku, sem hún fékk alla leið frá Vestmanna- eyjum. Gert hafði verið ráð fyrir því, að skipið kæmi á ytri höfnina klukkan 8 í morgun, en vegna svarta þoku, treysti hún sér ekki inn strax og beið því birtu fyrir utan Gróttu. Það varð því úr, að tollbáturinn fór til móts við hana — og fóru nokkrir blaðamenn með. Þegar tollbát- urinn var kominn út að Gróttu, sást ekkert til skipsins, en eftir mikla leit og eftir að þokulúð- urinn hafði þeyttur verið, heyrðist loksins til Esju ein- hvers staðar úti í þokunni og rann báturinn á hljóðið. Fóru blaðamennirnir þá þegar um borð í skipið og tóku skipstjór- inn og framkvæmdastórinn þar á móti þeim. Um sama leyti hélt skipið á ytri höfnina og lagðist þar um stund. Framkvæmdastjórinn, Pálmi Loftsson, gekk með blaðamönn- unum um skipið og sýndi þeim þeim allt hið markverðasta. Framkivæmdastjórinn skýrði frá því, að þegar ófriðurinn brauzt út, hefði fullkomnun skipsins verið hraðað um allan helming, og gaf hann nákvæma skýrslu um gerð skipsins. Þrátt fyrir mjög slæmt veð ur, gekk ferð Esju heim' öll að óskum, og sýndi skipið þegar, að það er mjög vandað og prýðilegasta sjóskip. Að meðal- tali var hraði þess um 11 sjó- mílur, en þess ber að gæta, að með allar nýjár dieselvélar er ekki hægt að sigla með fullum hraða fyrst í stað, og verður eins og sjómenn kalla það, að "tilkeyra" skipið, en gert er ráð fyrir því, að í framtíðinni geti skipið farið minnst 15 mílur. Hér fer á eftir nákvæm lýs- ing á skipinu: Föstudaginn 15. sept. var reynsluferð farin frá skipa- smíðastöðinni í Aalborg í hinu nýja tveggja skrúfu farþega- og vöruflutninga-skipi, sem þar hafði verið byggt fyrir ríkis- stjórn íslands. Stærð skipsins er sem hér segir: Brutto reg. tn, ca. 1345 tn. Deadw....... — 550 — Mesta lengd ......229'6" Lengd í sjólínu___210'6" Mesta breidd ...... 35'6" Dýpt að aðalþilfari 20'6" Byggingu skipsins er hagað samkvæmt fyrirmælum British Corporation miðað við flokkun BS og Ice Strengthening Class C fyrir stálskip, auk þess sem fylgt er hvarvetna við bygg- ingu þess alþjóðareglum um ör- yggi og annað slíkt. Kjölurinn að skipinu var lagður í marzmánuði s.l., og 8. júlí var því hleypt af stokkun- um. Skírnarathöfnina annaðist, sem kunnugt er, Ingrid krón- prinsessa. Með sérstökum stálþiljum er skipinu skipt í 5 vatnsþétt hólf, og er engin hætta á, að það sökkvi, þótt eitt af hólfum þessum fyllist af sjó. Farmrúmin eru að stærð 33 000 cub. fet og er þá með talið ca. 6000 cub. feta kæli- rúm (með kolsýrukælingu), sem haldið getur 18° frosti. Eldsneytisolía skipsins er geymd í háhylkjum og botn- Frh. á 4. síðu. SveiflnBlðrnsson fer til Londoe. Ut a nr ík i s m ála nef nd sat á fundi í gær. MIö mál til Arlausnar. ¥T TANRÍKISMÁLANEFND *-* hélt fund í gær og ræddi um ýmis mál, sem legið hafa fyrir rikisstjórninni og hún hefir tekið ákvarðanir um. Féllst utanríkismálanefnd á sjónarmið ríkisstjórnarinnar. Þessi mál snerta öll verzlun okkar við útlönd — og þar á meðal verzlun okkar við ófrið- arþjóðirnar. Það er, eins og kunnugt er, ýmsum érfiðleik- um bundið að koma afurðum okkar út og að ná í nauðsynjar — og þessi mál eru nú aðal- viðfangsefni ríkisstjórnarinnar. Sveinn Björnsson sendiherra mun að líkindum fara til Eng- lands fyrir ríkisstjórnina. Það er ákveðið, að ísland taki upp sömu stefnu og önnur Norðurladaríki um verzlun sína. Þeir treysta ekki á sigur Þýzkalands* SJð helztu lelðtogar nazismaiis hafa komið undaiR 170 milljéii^ um kréna til hlutlausra iandaf LONDON í gærkveldi. FÚ. T BANDARÍKJUNUM hafa •*¦ verið birtar fregnir um mikinn auð, sem ýmsir af leið- togum þýzkra nazista hafa safnað og komið fyrir erlendis, i hlutlausum löndum. Er hér — eftir þessum fregnum að dæma, vun marga helztu menn Þjóðverja að ræða, nema Hit- ler. Sjö helztu leiðtogar nazista eru sagðir hafa komið fyrir er- lendis peningum og verðmæt- um, sem nema fast að því 7 milljónum sterlingspunda (um 170 milljónum króna). Þessir menn eru: Von Bibb- trop, Göbbels, Göring, Himm- ler, Hess, Ley og Streicher. Fénu hafa þeir komið til m. á 4. ¦feu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.