Alþýðublaðið - 22.09.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.09.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 22. SEPT. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ Svamrnir. Sólin lækkaði svo hratt. Nú var hún orðin eins og lítil stjarna, Um leið og sólin hvarf, höfðu þau fast land undir fótum. Hún sá bræður sína standa í kringum sig og haldast í hendur. En það var ekki nema með naumindum, að þau gætu staðið þarna. yfy-' ' . v;.*'-.-» '"/£/■ '■ ': 7/J// >f \ / . ■£//////// //■//// '/,. :/■■ wkm/M/m/ Eldingarnar leiftruðu, sjórinn gekk yfir þau annað slagið, en systkinin héldust í hendur og sungu sálm, sem veitti þeim þrek og hugrekki. Heimir, söngmálabla'ð, 2. hefti, 5. ár- gangur, er nýkomiÖ út. Hefst það á grein um Jónas Helgason dóm- kirkjuorganleikara, eftir Pál Hall- dórsson, Þjóðtrúin og tónlistin, grein eftir Baldur Andrésson, grallarasöngurinn, eftir sama. Þá er löng grein um Mozart, að mestu þýdd. Eftirlitsferð. Ég var á eftirlitsferð urn holtin og gekk framhjá húsinu, sem einu sinni hét Oddhöfði. Þar er nú auðn ein, nema lítils háttar draugagangur. Eru það mest smá draugar, sein rjáJa við glugga og durustafi. Helgi er hættur að nota það fyrir hjálendu, og get ég ekki sé'ð annað en að húsið sé útsett fyrir bombara, a. m. k. ef Island lendir í stríðinu. Ef Island hættir að lúta Danakóngi getur illa farið, því húsið er kon- ungjegt. Fyrir Hans Hátignar orð fékk ég það, en Island á lóðina, og geta því orðið brótalíur um þetta efni. En kannske Chamber- lain verði fenginn til að semja um þetta við Adólf. Ég er á móti öllu stríði, bæði innbyrðis og út- byrðis. Ég er líka á móti því, að við förum að herja á Fær- eyjar eins og sumir eru að tala um núna. — Oddur Sigurgeirs- son, hjá Guðrn. Sigurðssyni skip- stjóra, Laugarnesvegi. Höfn þokunnar, franska rnyndin, sem sýnd er í Nýja Bíó um þessar mundir, er talin með betri myndum, sem hér hafa verið sýndar um skeið. Að- alhlutverkin leika Michéle Mor- gan og Jean Gabin. Hvítkál lækkað verð. Fjallagrös nýkomin. BREKKA Símar 1678 og 2148. fjarnarbúðin. — Sími 3570. Útbreiðið Alþýðublaðið! Nerkileg kék: Samardag- ar eftir Sigirð Thorlacias. HSR ER EKKI á ferð- inni barnabók, sem á reyfaralegan hátt lýsir ó- eðlilegum atburðum eða ó- hollum lífsviðhorfum til þess að krydda frásögnina. ,,Sumardagar“ er ævisaga litla lambsins, Brúðu, frá því er hún fæddist í vorhretinu og var bjargað frá bráðum dauða inni í bökunarofninum í eld- húsinu á Nesi, og þar til hún, eftir enduð ævintýri og þrautir sumarsins og haustsins, er sjálf orðin efnileg forustugimbur í lambahópnum. Beztu barnabækur fela í sér tvennan tilgang. Efni þeirra þroskar heilbrigt sálarlíf barn- anna, en samhliða því veitir það þeim ákveðinn fróðleik. Sumardagar Sigurðar Thor- laciusar gera hvort tveggja. Höfundinum tekst að vekja hjá lesandanum hlýja samúð með Flekku og Iambinu hennar, og inn í frásögnina er fléttað fræð- andi viðræðum og glöggum lýs- ingum á margháttuðum atburð- um. Lýsingin á sauðburðinum, ferðalagi mæðgnanna í sumar- hagann og þeim ævintýrum, sem mættu þeim á leiðinni, frá- sögnin um tófurnar, líf þeirra og viðureign þeirra við mæðg- urnar og féð á dalnum. Allt er þetta sagt á einfaldan hátt, en frásögnin er eðlileg og lifandi og þó heillandi. Trúað gæti ég því, að mörgu barninu þyki gaman að lesa um leiki lamb- anna fjögra í afréttinni. Þá þekki ég illa viðkvæmni og samúð íslenzkra barna, ef þau fylgja ekki, með hlýju í huga, Brúðu litlu, þar sem hún stend- ur í svelti á klettasyllunni og þegar mamma hennar brýtur þeim leið í vetrarhörkunni framan af öræfum til hyggða. Einna fegurst þykir mér þó lýsingin á því, hvernig náttúra dalsins heillar litla lambið, og Brúða sjálf, þetta litla ófróða lamb, „tekur þátt í viðræðum náttúrunnar". IV. kafli og þó sérstaklega samræða Brúðu við lækinn er yndisleg, hún er bók- menntaperla, sem krefur sér sæti í lesbókum ísl. barna með- al þess fegursta, sem skrifað hefir verið fyrir börn á vora tungu. Mörg önnur samtöl eru í bókinni, þótt þetta beri af. ,,Sumardagar“ skipa nú þeg- ar sérstakan virðingarsess með- al ísl. barnabóka. En einmitt vegna þess, að bókin gerir kröfu til að vera barnabók, ætla ég að nefna tvö atriði, sem ég tel, að ef til vill hefðu mátt betur fara, Ef til vill er efni ekki stærri barnabókar of margþætt, og fyrir bragðið verður höfundur- inn að hlaupa yfir lýsingar ýmissa einstakra atburða, sem þó einmitt hefðu getað fært barninu meiri fróðleik í jafn framúrskarandi aðlaðandi forrpi og efnismeðferð og höf. hefir yfir að ráða. Kemur þetta hér mest að baga, þar sem mikill hluti ísl. barna er uppalinn í kaupstað. Get ég í þessu sam- bandi t. d. bent á frásögnina um rúning á bls. 10. Þá er málið víða óþarflega þungt, og nú fágæt orðasam- bönd notuð. Get ég vel hugsað mér, að það sé gert til að auðga orðaforða barnanna. En varast verður að nota orðasambönd, sem börnin skilja ekki eða mis- skilja. Vil ég t. d. benda á máls- gr. á bls. 26: „gengu þau nær mæðrum sínum“, og víðar mætti nota auðskildara mál. En þetta eru smámunir. Grein þessi er ekki skrifuð fyrir sölu bókarinnar, því að ég treysti svo skarpskyggni for- eldra og umhyggju þeirra fyrir börnum sínum, að þess mun ekki þörf. En hún er skrifuð í þakkarskyni til höfundarins fyrir bókina og ósk um, að hann haldi áfram að senda ísl. börn- um slíka fjársjóðu, sem hann virðist hafa gnægð af. Jón Sigurðsson. Farþegar með Dettifossi frá íjull 20. sept. Ó- Johnsen konsúll og frú, Unnur Eiríks, Margrét Eiríks, Milla Guð- nmnds, Þórunn Guðmundsdóttir Jensson, frú Gu’ðrún Guðjónsd., Guðrún Sigurðard., Þórhildur Karlsd., Camela Proppé, Steinunn B. Guðlaugsd., Hella ó. Jóhann, esd., Regina Methusalemsdóttir, Gunnar Johnsen, Hannes Johnson Sigfús Blöndahl, Elinmundur ól- afs, Hannes Thorsteinsson, R. L. Young, Guttormur Erlendsson, Vi'ðar Sigurðsson, Otto Wathne og frú, Ólafur ólafsson skipstj. og frú, Reynir Ólafsson, Margrét Árnad-, Guðmunda Guðbjarnard., Valger'ður Árnad., Ragnhdldur Thoroddsd., Margrét Sigurðard., Guðbjörg Guðmundsd., Guðm- Jóhannsson, Sigurður Guðmunds- son, Baldur Gu'ðmundsson, Gísli Guðmundsson, Erlendur Sigurðs- son, Gunnlaugur Bjömsson, Ein- ar Sigurðsson, J. E. Jóhannsson, Guðm. H. Guðmundsson, Jó- hann Guðmundsson. Auglýsið í Alþýðublaðinu! LECTURES IN ENGLISH: — 25 lectures, (spoken, noí read, will be given by me, beginning on Oktober 2nd. English Authors, Customs and Institutions will be spoken of. Fee for the course, Kr. 30, should be paid at the English Bookshop where full particulars can be obtained. HOWARD LITTLE, Vonarstræti 12. Hraðferðlr Steindðrs til Akureyrar um Akranes eru alla miðvikudaga ©g laugardaga. Miðstöð og útvarp í bifreiðunum. Afgreiðsla okkar á Akureyri er á Bifreiðastöð ©ddeyrar. Steindór - Siml 1510 NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Upprelsnln á Bounty. 76» Karl ísfeld íslenzkaði. Ertu í húsinu, sem þeir hafa byggt á þilfarinu? Ertu hlekkj- aður? Atuanui vill fá að vita, hvernig þú ert vaktaður. Ég var glaður yfir því að sjá Tehani og litlu stúlkuna okkar, að stundarkorn gat ég engu svarað. — Flýttu þér að svara. Byam — við höfum nauman tíma. — Hvað hefirðu verið lengi í Matavai, Tehani? Ég kom þrem dögum eftir að þú fórst frá Tantira. Hélztu, .að ég myndi svíkja þig? Við Atuanui höfum ráðgert þessa árás. Allir vinir þínir vilja hefja árásina sem fyrst. — Tehani, sagði ég. — Þú verður að segja Atuanui að það sé vonlaust að bjarga okkur. Hann og allir menn hans verða drepnir, ef þeir reyna að bjarga okkur. — Nei, nei, Byam! Við drepum þá, áður en þeir geta komið skotvopnunum við. Við viljum bjarga þér frá þessum vondu mönnum. Atuanui vill gera árásina aðra nótt. Það er ekkert tunglsljós. Við verður að hraða okkur, áður en skipið leggur af stað. Það bar engan árangur að reyna að skýra Tehani ástæð- una fyrir því, að við vorum teknir fastir. Hún gat ekki skilið það. Og það var líka okkur sjálfum að kenna, Við höfðum aldrei skýrt Tahiti-búum frá uppreisninni. — Við vitum það allt. Skipstjórinn hefir skýrt Hitihiti frá því, að þið séuð vondir menn. Hann segir, að hann verði að flytja ykkur til Englands, þar sem ykkur verði refsað. Hitihiti trúir því ekki. Enginn trúir því. Peggy hafði sagt Stewart það sama. Það var aðeins ein leið til þess að koma í veg fyrir árásina. Við sögðum þeim, að við værum bundir á höndum og fótum, að við værum alger- lega bjargarlausir og yrðum drepnir, áður en hægt væri að ná skipinu. Ég skýrði Tehani frá því og það var satt — að Ed- wards skipstjóri væri búinn undir slíka árás, og að varðmenn- irnir hefðu fengið skipun um, að skjóta okkur, um leið og og vinir okkar í landi gerðu tilraun til að bjarga okkur. — Okkur heppnaðist að lokum að fullvissa konur okkar um það, að árangurslaust væri að reyna að bjarga okkur. Fram að þeirri stundu höfðu Tehani og Peggy getað haft fullkomið vald á tilfinningum sínum. Þegar þær komust að raun um, að ekkert var hægt að gera, fór Peggy að gráta — og það gekk okkur nærri hjarta að hlusta á hana. Stewart reyndi árangurslaust að hugga hana. Tehani sat við fætur mér og huldi andlitið í höndum sér, en ekkert hljóð kom yfir varir hennar. Ég kraup við hlið hennar með barnið okkar á handleggnum. Loks þoldi Stewart þetta ekki lengur. Hann opnaði dyrnar. Hamilton og varðmennirnir biðu úti fyrir. Stewart gaf þeim merki um að koma inn. Peggy hélt dauðahaldi í hann, og það var með erfiðismunum, að hann gat losað fingur hennar. Ef Tehani hefði ekki verið viðstödd, hefði orðið að bera hana frá borði. Óhamingja okkar Tehani var þyngri en tárum tæki. Hún féll í faðm minn andartak, svo lyfti hún Peggy á fætur og leiddi hana burtu. Við Stewart gengum á eftir og bárum börnin. Við skipsstigann fengum við þær í hendur þjónunum, sem höfðu komið ásamt konum okkar. Stewart óskaði þess, að hann væri fluttur í fangaklefann þegar í stað. Með mig var farið 1 klefa Hamiltons læknis. Ég var þakklátur fyrir að fá að vera þar einn stundarkorn, Út um gluggann sá ég vin minn, Tuahu, og Tipan, föður Peggys, við árarnar. Einn þjón- anna hélt á dóttur Peggys. Tehani sat á þóftu og hélt á Helenu litlu, dóttur okkar. Döprum augum horfði ég á bátinn, sem óðum fjarlægðist. Ég stóð ennþá við gluggann, þegar Hamilton læknir kom inn. — Fáðu þér sæti, drengur minn, sagði hann. Augu hans voru tárvot, þegar hann horfði á mig. — Ég gekk til Edwards skipstjóra til þess að leyfa þessa heimsókn. Mér gekk ekki annað en gott til, en ég vissi ekki, hvílíka raun ég lagði ykkur á herðar. — Mér er óhætt að fullyrða vegna okkar Stewarts beggja, að við erum yður mjög þakklátir, læknir. — Má ég spyrja, hvað konan yðar heitir? — Hún heitir Tehani — og er frænka Vehiatua, höfðingja á Taiaropu. , — Hún er göfug kona, herra Byam. Ég varð mjög hrifinn af tign hennar og festulegri ró. Ég játa það hreinskilnislega, að álit mitt hefir breytzt mjög mikið á hinum innfæddu kon- um. Ég hafði myndað mér skoðun á þeim samkvæmt þeim sögum, sem um þær gengu í Englandi. Ég hélt, að þær væru allar hinar mestu léttúðardrósir, án tilfinninga. Ég skil alltaf betur og betur, hve þessi skoðun er röng. Við köllum eyjar- skeggja villimenn.' En sannleikurinn er sá, að við erum villi- menn, en þeir ekki. — Hafið þér séð konuna mína fyrr? spurði ég. — Já. ég hefi séð hana á hverjum degi síðasta mánuðinn. Hún hefir gert það, sem í hennar valdi stóð, til þess að ná tali af yður. Kona Stewarts hefir gert hið sama. Þangað til í gær- kveldi neitaði Edwards skipstjóri hinum innfæddu um leyfi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.