Alþýðublaðið - 25.09.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.09.1939, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 25. SEPT. 1939 ALPYÐUBLAÐIO UMRÆÐUEFNI Svanirnir. Svo sýndist henni mörg skip vera fram undan, en þegar hún kom nær, sá hún, að þetta voru bara ský. Og loks sá hún landið, sem þau ætluðu til. Þar voru stór, blá fjöll og sedrusviðarskógar, borgir og hallir. ; Löngu áður en sólin hneig, sat hún á fjalli einu, fyrir fram m gjá, sem var vaxin grænum vafningsviðar j urtum. — Nú skulum við sjá, hvað þig dreymir í nótt, sagði yngsti bróðirinn — um leið og hann sýndi henni svefnherbergi hennar. Knattspyrnukappieikur milli Fimleikafélags Hafnar- fjarðar og Knattspyrnufélags- ins Haukur fer fram í dag kl. 4VÍ2. Bæði félögin hafa æft af kappi undanfarið, og er ó- víst, hvort þeirra sigrar. Kommúnisminn í andaslitrun- um, Blaðið New Leader í New York skýrir frá því, að komm- únistastjórnin í Moskva hafi numið burtu úr deild sinni á heimssýningunni í New York kvikmynd eina, er þar hefir verið sýnd undanfarið til þess að „agitera“ gegn nazism- anum. Mörg hundruð þúsund bækur og ritlingar gegn naz- ismanum hafa verið innkallað- ar og andnazistaáróður lagður niður. Um kommúnismann, sem heild, segir blaðið: ,-,Komm- únisminn í heiminum hefir endað í svívirðingu. í Rúss- landi hefir hann snúizt upp í nazisma. í Frakklandi, þar sem kommúnisminn var mjög sterkur, er hann; að deyja í hinum andstyggilegu faðmlög- um Hitlers og Stalins.“ Farsöttartilfelli í ágústmánu'ði voru sem hér isegir (tölur í svigum frá Reykja- vík, nema annars sé getið): Kverkabólga 413 (117). Kvefsótt 441 (126). Blóðsótt 2 (2). Barn- fararsött 1 (0). Gigtsótt 5 (0). Iðrakvef 390 (55). Influenza 3 (SuðurL). Kveflungnabólga 18 (4). Taksótt 6 (0). Heimakoma 5 (0). Þrimlasótt 1 (0). Kossageit 6 (1). Munnangur 10 (1). Hlaupa- bóla 12 (1). Ristill 2 (1). - Far- sóttatilfellin í mánuðinum voru samtals 1315. Þar af í Reykja- vik 308, á Suðurlandi 282, Vest- urlandi 101, NorSurlandi 527, Austurlandi 97. (Landlæknisskrif- stofan. — FB.). Agnar Kofoed Hansen kom heim með Esju, eftir nokkurra mánaða dvöl erlendis. Hann á, eins og Alþýðublaðið hefir áður skýrt frá, að taka við daglegri stjórn lögreglunnar, halda uppi aga o;g koma nýrri skipan á starf lögregluþjónanna. Nokkrum börnum, sem hafa góða söngrödd, verð- ur bætt við í barnakór. Upplýs- íngar í dag í síma 3749. Togarinn Helgafell skráði á ufsaveiðar í morgun og fer væntanlega í dag. Útbreiðið Alþýðublaðið! Sparnaðurinn. Kvikmynda- húsin að hætta; skattgreiðsl- ur þeirra. Kona skrifar mér um sláturkaupin. Greinar sendar blöðunum ög réttur höfundanna gagnvart rit- stjórunum. Opinber um- gengni. Dæmi úr Þórsmörk. Misnotkun á ríkisútvarpinu. —o— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. FVRIB NOKKRU birti ég bréf um ýmsar sparnaðartillögur. Var þar meðal annars lagt til, að kvik- myndahúsunum yrði lokað. Einn af framkvæmdastjórum kvik- myndahúsanna hefir s.krifað mér, og segir hann, að ráðstafanir til að loka kvikmyndahúsunum séu alveg óþarfar, því að svo líti út sem kvikmyndahúsin þurfi að loka innan skamms tíma, vegna þess að þau fá engar myndir. EN JAFNFRAMT ÞVÍ að skýra frá þessu, minnir hann mig á, að kvikmyndahúsin bæði greiði í skatta samtals um 300 þúsund krónur á ári — og að það vérði því fleiri en kvikmynda- húsin sjálf, sem missi spón úr askinum sínum, ef þeim verður lokað — eða þau verði að hætta sýningum. „KONA“ skrifar mér á þessa leið í gær: „Þú ert að hvetja fólk til að kaupa slátur. Það er ekki nema gott um það að segja, því að slátur er góður matur og sað- samur, en getur þú frætt mig á því, hvernig á því stendur, að slátur er dýrara hjá Sláturfé- laginu en t. d. hjá Nordalsíshúsi. Þar kostar slátur með öllu kr. 3,50, en hjá Sláturfélaginu kostar það 2,60 án mörs, en hann kostar kr. 1.50 kg. Það munar 60 aurum — og þó fær maður ekki nýrun frá Sláturfélaginu. Ég hefi keypt slát- ur hjá báðum — og tala því af reynslu." ÉG GET EKKI svarað þessu. Ég hélt, að slátur kostaði alls staðar jafnt. Ef-Sláturfélagið vildi svara þessu þréfi konunnar, þá er sjálf- sagt að þirta svar frá því. GRÉTAR FELLS rith.öfundur skrifar mér eftirfarandi: „Af því að þú, Hannes minn, ert þlaðamað- ur og af því, að ég held, að þú sért maður sanngjarn, langar mig til að leggja undir úrskurð þinn það, er nú skal greina:“ „SVO ER MÁL með vexti, áð ég hefi árum saman verið skilvís kaupandi blaðs eins hér í höfuð- staðnum, og hirði ég ekki að nafn- greina blaðið, enda skiptir það ekki máli, hvað blaðið heitir. Ég sendi því grein í sumar til birt- ingar. Mér var dálítið umhugað um greinina, því að hún var að nokkru leyti varnargrein. Leið nú og beið og ekki kom greinin. — Skrifaði ég þá ritstjóranum og bað hann að senda mér greinina aftur, DAGSINS. ef hann vildi ekki birta hana. Ekkert svar. Átti ég þá nokkru seinna viðtal við ritstjórann í síma. Kvað hann greinina hafa týnzt í fjarveru sinni (sumarfríi). Ég átti afrit af greininni og sendi ritstjóranum með tilmæli um birtingu. Leið nú langur tími og «kki kom greinin. Átti ég þá enn á ný símtal við ritstjórann. Sagð- ist hann ekki mundu taka greinina, þar eð svo langt væri liðið frá til- efni hennar. Bað ég hann þá að senda mér greinina aftur (afrit- ið) — og lofaði hann því. Grein- in er ókomin enn, og þó langur tími liðinn frá samtali okkar.“ „FJARRI SÉ ÞAÐ MÉR að fjargviðrast yfir því, þótt ritstjóri einhvers blaðs vilji ekki birta grein, er ég sendi honum. Hitt þykir mér verra, að grein skuli týnast, að bréfi er ekki svarað og loforð ekki efnt. Það þykja mér „þunnar trakteringar.“ Og nú spyr ég þig, Hannes minn: Hafa skilvísir kaupendur blaða engan rétt gagnvart ritstjórum þeirra? Og hafa ekki ritstjórarnir gott af að minnast þess við og við, að ef kaupendunum finnst, að þeir séu álitnir óþarfir til alls annars en að borga blöðin, þá geti farið svo, að þeir komizt að þeirri nið- urstöðu, að þeir geti sér að skað- lausu komizt af án blaðanna?" ÉG ÁLÍT, að Grétar Fells hafi mætt ókurteisi í þessu tilfelli — og sjálfsagt er að skila aftur handritum að greinum, ef þær eru ekki teknar og um það er beðið. Annars ættu allir, sem senda blöðum greinar, að láta fylgja fxjímerkt umslag, svo að hægt sé að endursenda greinina, ef hún er ekki tekin. „MUMMI" skrifar mér þetta bréf: „í pistli þínum 2. sept. telur „Dvalinn“, að umgengni manna hér í bænum og nágrenni hans sé mjög ábóta vant, sem helzt sé í því fólgin, að menn gangi örna sinna í garðskrókum, hálfsmíðuð- um húsum o. s. frv. Síðar í þessum hugleiðiiigum sínum segist hann verða að geta þess, „ferðafólki til yerðugs hróss“ — að nú orðið komi það sjaldan fyrir, að gengið sé illa um tjaldstað eða þar sem mat- azt sé. Þessar hugleiðingar „Dval- ans“ urðu til þess að minna mig á mjög leiðinlegt atvik, sem bar fyrir sjónir mínar í sumarfríi mínu í s.l. mánuði." „VIÐ VORUM 15 í hóp, á leið inn í hinn undurfagra stað, Þórs- mörk. Þegar komið var inn í Stór- enda, sem af mörgum er talinn einhver fegursti blettur hér á landi, var stigið af hestbaki í smá- rjóðri, þar sem ætlazt er til, að hestarnir séu skildir eftir, svo hinn mikli og fallegi gróður, sem þarna er alls staðar í kring, verði ekki skemmdur af þeirra völdum. Þarna í rjóðrinu rákum við fljótt augun í mjög vandað skilti, sem á var letrað með smáletruðum stöf- um eitthvað á þessa leið: Hér er griðastaður fyrir alla. Gerizt ekki griðníðingar með því að ganga illa um staðinn. Bannað er að skilja eftir pappírsrusl, tómar dósir, kveikja upp eld á hlóðum — o. fl. var þarna skráð til bendingar um að ganga vel um staðinn. En svo kemur undrið: Upp við sjálfan staurinn, sem spjaldið er fest á, hafði verið komið fyrir mjög hag- anlegum hlóðum, sem auðsjáan- lega höfðu verið óspart notaðar, og eldiviðurirm auðvitað tekinn þar, sem hendinni var næst. Töluvert hefir þetta fólk, sem þarna var að verki, þurft að leggja á sig til að ná í efni í hlóðirnar, þar sem ekkert grjót var sjáanlegt, fyrr en töluvert langt frá staðnum, sem þær höfðu verið hlaðnar. Enn fremur var allur staðurinn útat- aður í bréfarusli og ýmiss konar óþverra." „JÁ, þvílíkt menningarleysi, Hannes minn, eða hvað finnst þér? í ferðamannahópnum voru nokkr- ir útlendingar, en ég held, að þeir hafi ekki getað lesið letrið á spjald inu og sett þessa umgengni í sam- band við það, sem þar stóð, ef ég hefði orðið var við það, myndi ég hafa roðnað upp í hársrætur fyrir það eitt að vera íslendingur. Ég veit eklti, Hannes minn, hvernig hægt er að bæta úr slíku siðleysi og ómenningarbrag, sem hér átti sér stað. Við, sem sáum þetta, og þrifum þarna til, voi’um sammála um, að ef hægt væri að hafa upp á þessum dánumönnum, sem þarna voru að verki, væri sjálfsagt að fá nöfn þeirra birt opinberlega — öðrum til viðvörunar, en því miður veit víst enginn okkar um, hverjir það voru.“ SiWIB 1SSE38 ’ZW'Z® LOÐDÝRAÞVÆLAN í útvarp- inu undanfarið hefir verið alveg ó- þolandi. Slík fréttamennska er al- ger misnotkun á því. Aðalatriðin var hægt að segja á 4—5 mín- útum, en í staðinn var þvælt aftur og fram um þetta í ca, 20 mínútur. Hannes á horninu. Hvitkál lækkað verð. - nýkomin. Símar 1678 og 2148. Fjarnarbúðin. — Sími 3570. Auglýsið í Alþýðublaðinu! GHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bonnty. 78. Karl ísfeíd íslenzkaði. Við ultum líka, héldum dauðahaldi í boltana 1 veggjunum. Oft hentumst við til og særðumst þá á höndum og fótum. Auk þess rigndi stöðugt á okkur, ef dropi kom úr lofti, og jók það vanlíðan okkar að miklum mun. Við sváfum, eða réttara sagt, reyndum að sofa á blautum trjám. Við höfðum verið í marga daga á sjónum, þegar við frétt- um það, að Pandora væri ekki ein á ferð. Resolution fylgdi í kjölfarið, litla skonnortan, sem Morrison og félagar hans höfðu smíðað. Edwards hafði búið það út sem hjálparskip fyrir freigátuna, og annar stýrimaður á Pandira, Oliver, hafði þar yfíirstjórn. Að öðru leyti var skipshöfnin á Resolution: eitt liðsforingj aefni, einn bátsstjóri og sex hásetar. Þetta var lag- legasta skip og það sigldi framhjá freigátunni hvernig sem veður var. Oft hafði Morrison ástæðu til þess að kvarta und- an því að hafa verið tekinn fastur í Papara. Það hefði verið einhver munur að fá að sigla heim á þessari hraðsigldu skútu. Brátt fór að bera á því, að Henry Hillbrandt væri að gefast upp. Hann var að eðlisfari þunglyndur maður, og það var ber- sýnilegt, að kvíðinn við hinn yfirvofandi herrétt ,var að verða honum ofurefli. Ég minnist kvöldsins, þegar hann gerði þetta uppskátt 1 fyrsta sinn. Það hafði rignt um morguninn og okkur var kalt og líðan okkar var ömurleg. Undir miðnætti vakh- aði ég við rödd Hillbrandts. Það var kolniðamyrkur í klef- anum. Hann þuldi bænir í hálfum hlóðum og virtist aldrei ætla að láta staðar numið, Enda þótt sjómenn séu oft óheflaðir, skiþta þeir sé sjaldan af bænakvaki annarra, heldur virða trú- hneigð þeirra. Enda þótt ég sæi ekkert í myrkrinu, vissi ég, að allir lágu vakandi í klefanum og hlustuðu á bænirnar. í að minnsta kosti hálftíma hélt hann áfram að biðja guð að forða sér frá hengingarólinni. Hann sagði það sama upp aftur og aft- ur. Að lokum heyrði ég rödd Millwards: — í hamingjubæn- um, Hillbrandt, hættu þessu. Hillbrandt hætti. — Hver var þetta, varst það þú, Millward? — Já ég vil ekki hlusta á meira bænakvak. — Nei, greip annar fram í. Þú getur beðið í hljóði, ef þú ert neyddur til þess, Hillbrandt, en lofaðu okkur að vera í friði. Allt í einu fór Hillbrandt að gráta: — Við erum glataðir, sagði hann. — Við erum allir glataðir. Það á að hengja okkur. Við eigum allir að dingla í ólarenda. Hugsið ykkur það. — Fjandinn hafi þig! Geturðu ekki haldið þér saman? heyrði ég Burkitt segja. — Kyrktu hann Summer, ef hann þegir ekki. Summer var bundinn við hlið Hillbrandts. — Já, það skal ég glaður gera, sagði hann. — Ég skal spara böðlinum það skítverk. Eitt var það, sem aldrei var rætt í klefanum, en það voru örlög okkar, þegar við kæmum til Englands. Okkur fannst öllum, að undanteknum Hillbrandt og Skinner, að áhyggjur okkar væru nógu miklar á líðandi stund, og því ástæðulaust að hafa áhyggjur af því, sem framtíðin kynni að bera í skauti sínu. Við vissum lítið um umheiminn um þessar mundir. James Good var hinn eini fréttamaður okkar. Iiann skýrði okkur frá því, að Edwards skipstjóri sigldi í vesturátt og kæmi við á öllum eyjum, sem á vegi hans yrðu, til þess að leita að Bounty. Við sáum örlítið brot af veröldinni út um sprungur í veggjunum. Ég taldi dagana. Við höfðum farið frá Tahiti 9. maí 1791. Þann 19. sama mánaðar komum við auga á eyju eina og þekktum hana þegar 1 stað. Það var Aitutahi, eyjan, sem Bligh fann eftir að Bounty lagði af stað frá Tahiti. Við vorum mög eftirvæntingarfullir þennan dag. Skipið lagðist við akkeri mjög nærri landi, bátur var settur á flot, og í hann fór liðsforingi og fimmtán menn með honum. — Þeir koma áreiðanlega með Christian og félaga hans hingað í nótt, það þori ég að ábyrgjast, sagði Coleman. — Þvættingur, Coleman, sagði Stewart. — Christian dytti aldrei í hug að setjast að á stað, sem Bligh þekkti. — En_hann ætlaði samt sem áður að setjast að á Tupuai, sagði Norman, enda þótt hann vissi, að Bligh þekkti eyjuna. Hann hefði setzt þar að, ef eyjarskeggjar hefðu ekki verið svona harðir í horn að taka. — Hvað álítið þér, Byam? spurði Stewart. Mín skoðun var sú, að Christian myndi aldrei setjast að á ey, sem Bligh þekkti. Samt sem áður biðum við þess með mik- illi óþreyju, að skipsbáturinn kæmi aftur. Freigátunni var siglt fram og aftur með ströndinni allan daginn, og undir kyöldið saum við skipsbátinn leggja frá landi. Ég sá hann vel,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.