Alþýðublaðið - 26.09.1939, Side 3

Alþýðublaðið - 26.09.1939, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPT. 1939 ALB»Y»UBM9ff> ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STBFÁN PÉTURSSON. AFSREIDSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (In»gangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 490(1: Afgreiðsla, auglýsingar. 4981: Ritstjórn (ianl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4908: V. S. Vilhjálms (heima), 4S05: Alþýðuprentsmiðjan. 49Q6: Afgreiðsla. 5081 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Mæstu vaida- málin. SÍÐAN augljóst var orðið, að ófriður væri óhjákvæmi- legur úti í heimi, hefir ríkis- stjórnin réttilega einbeitt kröft- um sínum að því að ná þeim erlendum nauðsynjum til landsins, sem unnt var, og skipuleggja úthlutun þeirra þannig, að þær entust sem lengst. Það var það vandamál- ið, sem var mest aðkallandi vegna yfirvofandi stöðvunar á aðflutningum til landsins af völdum stríðsins. Því næst ligg- ur fyrir að endurskipuleggja afurðasöluna til útlanda, til þess að eitthvað sé til að kaupa fyrir, ef hægt yrði að halda uppi siglingum þangað. Og hef- ir undirbúningur að því nú ver- ið hafinn. En hér heima eru vissar af- leiðingar stríðsins þegar farnar að gera vart við sig, sem ekki er síður nauðsynlegt, að teknar séu strax föstum tökum, ef vel á að fara. Fyrsti fundur Al- þýðuflokksfélagsins hér í Reykjavík á þessu hausti, sem haldinn var í vikunni, sem leið, benti á þær alvarlegustu: vax- andi atvinnuleysi hér í bænum og byrjandi dýrtíð, og sam- þykkti jafnframt áskoranir bæði til ríkisstjórnarinnar og bæjarfélagsins um að hefjast handa hið allra fyrsta til þess að ráða bót á þessu. Það er vitanlega nauðsyn- legt, að landið sé birgt upp að þeim erlendu vörum, sem ekki verður án verið. En það þarf einnig að gera þær ráðstafanir, sem óhjákvæmilegar eru til þess, að almenningur geti veitt sér þær. En til þess þarf fólkið að hafa atvinnu og vöruverðið að minnsta kosti að vera svo skaplegt, að vinnulaunin hrökkvi fyrir því allra nauð- synlegasta. Atvinnuleysið er nú þegar orðið meira hér í Reykjavík en það hefir nokkru sinni verið á sama tíma hin síðustu ár, og það má búast við því, að það eigi enn eftir að vaxa verulega vegna minnkandi aðflutninga á erlendum hráefnum, sem hér hefir verið unnið úr. Hitaveitan hefir heldur ekki, vegna þeirra tafa, sem orðið hafa á henni, skapað þá atvinnu enn, sem vænzt var. Það getur því varla farið hjá því, að bæði ríki og bær verði að taka það til skjótr- ar og alvarlegrar íhugunar, hvað hægt sé að gera til þess að draga úr því atvinnuleysi, sem fyrir er, og afstýra því, að nýir atvinnuleysingjar bætist við 1 hóp þeirra eldri. En það er jafn nauðsynlegt að reyna að hafa nökkurn hemil á hinni yfirvofandi dýrtíð, Það er augljóst, þótt ástæðulaust sé að taka undir hrakspár Vísis um ,,óskaplega“ og „óbærilega dýrtíð“, að því verður ekki af- stýrt, að verð á erlendum vör- um, sem eftir þetta verða keyptar inn, verði mjög mikið hærra heldur en á þeim, sem fyrir liggja, eftir þá stórkost- legu hækkun, sem orðið hefir á vöruverði erlendis og flutn- ingsgjöldum milli landa. En því meiri er ástæðan til þess að gera allt það, sem hægt er, til þess að koma í veg fyrir óeðli- lega verðhækkun og okur á er~ lendum vörum hér heima. Og til þess ættu að vera ráð, ef beitt er stranglega ákvæðum laganna um eftirlit með verð- lagi og verðlagsnefndinni er veitt aukið valdsvið tii þess. Undir svo óvenjulegum kring- umstæðum, sem nú eru að skap- ast, gæti það ekki heldur talizt óeðlilegt, að lækkuð yrði veru- lega sú álagning á erlendar vörur, sem hingað til hefir ver- ið leyfð. Að endingu verður að segja, að það kemur úr hörðustu átt, að hin byrjandi dýrtíð skuli gera vart við sig hér á landi í fyrirætlunum um það að hækka rafmagnsverðið og fargjöldín með strætisvögnum hér í Reykjavík. Hér er um fyrirtæki að ræða, sem fyrirsjáanlegt er að muni hafa stórauknar tekj- ur af völdum stríðsins, þótt til engrar hækkunar kæmi á raf- magnsverðinu og fargjöldum strætisvagnanna, rafveitan vegna verðhækkunar og jafn- vel skorts á kolum og strætis- vagnarnir vegna bannsins við akstri einkabíla. Og hins vegar er bæði rafmagnið og fargjöld- in svo þýðingarmiklir útgjalda- liðir fyrir almenning hér í Reykjavík, að miklu skiptir fyrir afkomu hans, að þeir verði ekki hækkaðir. Fulltrúar Alþýðuflokksins í bæjarráði og bæjarstjórn hafa líka réttilega mótmælt hækkun þeirra að svo komnu. Það má heldur ekki gleyma því, að kaup yfirgnæf- andi meirihluti allra verka- manna og annarra launþega er óbreytt til næstu áramóta. Und- ir slíkum kringumstæðum er það ekki aðeins knýjandi nauð- syn, heldur og siðferðileg skylda hins opinbera að verja almenn- ing fyrir allri þeirri verðhækk- un, sem ekki er algerlega óhjá- kvæmileg. Dónirínn í Hafnarfjarðarmálinn. HÉR fer á eftir útskrift af dómi þeim, sem Félagsdómur kvað upp í gær í málinu Sigmundur Björnsson verka- maður í Hafnarfirði gegn Verkamannafélaginu Hlíf. Norska skipið, SirataaU farið. Ástraliumeflflirnir á þýzfeu sfeipttnum fðan með pvi. NORSKA skipið „Sirahai“, er hér hefir legið undanfar- inn hálfan mánuð með jámsand, sem átti að fara til Bretlands fór héðan á laugardaginn. Með skipinu fór einn Islend- ingur, Páll Ágústsson, og var hann annar vélstjóri. Maigir hinna norsku skips- manna fóm af skipinu, en í.stað þeirra fóru á þaö II Ástralíu- menn, sem hingað komu á þýzku skipunum. F. U. J. byrjar vetrarstarfsemi sína á morgun 26. september, með félagsfundi í Alþýðuhúsimi við Hverfisgötu. Verður á fund- inum rætt um vetrarstarfið og undirbúning aðalfundar félagsins, sem verður í næsta mánuði. Ár 1939, mánudaginn 25. september, var í Félagsdómi í málinu nr. 7/1939: Sigmundur Björnsson gegn Verkamannafé- laginu Hlíf, uppkveðinn svo- hljóðandi dómur: Mál þetta er höfðað hér fyrir dómi með stefnu dags. 31. maí þ. á. af Sigmundi Björnssyni, verkamanni í Hafnarfirði, gegn stjórn Verkamannafélagsins Hlíf í Hafnarfirði, og gerir stefnandi þær dómkröfur, að samþykktir Verkamannafélags- ins Hlíf þann 26. febrúar og 19. maí 1939, um að þeir einir geti verið löglegir meðlimir Verka- mannafélagsins Hlíf, sem ekki eru jafnframt meðlimir annars stéttarfélags verkamanna í Hafnarfirði, í sömu starfsgrein, verði ómerktar, að því er hann varðar, að Verkamannafélagið Hlíf verði skyldað til þess að veita stefnanda full og óskert félagsréttindi í Hlíf, þar með talin réttindi til setu á félags- fundum, málfrelsi, tillögu- og atkvæðisrétt ásamt öllum vinnuréttindum, skv, taxta og samningum félagsins, að Verka- mannafélagið Hlíf verði dæmt í sekt fyrir brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80 frá 1938, og að Verkamanna- félagið Hlíf verði dæmt til að greiða stefnanda málskostnað skv. mati réttarins. Hið stefnda verkamannafélag gerir hins vegar þær dómkröf- ur, að það verði algerlega sýkn- að og því tildæmdur málskostn- aður eftir mati dómsins. Tildrög máls þessa og mála- vextir eru þessir: I febrúarmánuði síðastliðn- um ákvað stjórn verkamanna- félagsins Hlíf í Hafnarfirði að víkja nokkrum mönnum úr fé- laginu og hlaut þessi ráðstöfun samþykki félagsfundar. Þessi brottvikning leiddi til þess, að margir verkamenn sögðu sig úr félaginu og stofnuðu nýtt verkamannafélag, er hlaut nafnið „Verkamannafélag Hafnarfjarðar“. Var félag þetta strax tekið upp í Alþýðusam- band íslands og 15. febrúar s.l. gerði það samning við nokkur fyrirtæki í Hafnarfirði um kaup og kjör, og var meðal annars kveðið svo á í samningi þessum, að meðlimir verkalýðs- félagsins skyldu sitja fyrir vinnu hjá þessum atvinnurek- endum. Meðal atvinnurekenda þeirra, er þannig sömdu við þetta nýja verkalýðsfélag, var Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Verkamannafélagið Hlíf vildi ekki sætta sig við þennan gang málanna. Taldi það, að meðlim- ir þess hefðu forgangsrétt til vinnu hjá fyrirtækjum þeim, er samið hefðu við Verkamannafé- lag Hafnarfjarðar, enda væri stofnun hins nýja félags and- stæð lögum. Hóf Hlíf þá þegar vinnustöðvun hjá Bæjarútgerð- inni og hindraði, að meðlimir verkfalls. Þegar eftir þessi málsúrslit ákváðu meðlimir Verkamannafélags Hafnarfjarð- ar að afturkalla úrsagnir sínar úr Hlíf, og var bréf þess efnis frá allflestum þeirra tekið fyrir á fundi í Hlíf 26. febr. sl. og aft- urkallanirnar samþykktar á þeim fundi. Nokkrir munu hafa sent afturkallanir sínar til Hlífar daginn eftir, eða litlu síðar, og var stefnandi máls þessa meðal þeirra. Á þessum sama fundi í Hlíf var og samþykkt svohljóðandi til- laga: „Verkamannafélagið Hlíf ályktar, að þeir einir geti ver- ið löglegir meðlimir Hlífar, sem ekki eru jafnframt meðlimir annars stéttarfélags í sömu starfsgrein.“ Hlíf hófst þó ekki handa um framkvæmd þessar- ar ályktunar. Áðurgreindir menn, er afturkölluðu úrsagnir sínar úr Hlíf, virðast hafa notið fullra félagsréttinda þar, en héldu þó áfram að vera með- limir Verkamannafélags Hafn- arfjarðar. Stóð við svo búið til 19. maí s.l. En á fundi í Hlíf þann dag var samþykkt svo- hljóðandi ályktun: „Fundur í Verkamannafélag- inu Hlíf, haldinn 26. febrúar 1939, samþykkti svohljóðandi ályktun: Verkamannafélagið Hlíf ályktar, að þeir einir geti verið meðlimir Hlífar, sem ekki eru jafnframt meðlimir annars stéttarfélags verkamanna í Hafnarfirði í sömu starfsgrein.“ Þar sem nokkrir meðlimir Hlífar hafa, þrátt fyrir það, haldið uppi klofningsstarfsemi innan Verkamannafélagsins Hlíf, á þann hátt, að halda uppi klofningsfélagi, hinu svokallaða „Verkamannamélagi Hafnar- fjarðar“, þá ályktar fundur í Verkamannafélaginu Hlíf, hald- inn 19. maí 1939, að þeir með- limir Hlífar, sem gengið hafa í hið svokallaða „Verkamannafé- lag Hafnarfjarðar“ og eru jafn- framt meðli,mir Hlífar, verða að skrifa og undirrita úrsagnir úr „Verkamannafélagi Hafnar- fjarðar“ og afhenda þær stjórn Hlífar innan 5 daga frá 19. þ. m. að telja. Að öðrum kosti teljast þeir ekki lengur full- gildir meðlimir Hlífar, sam- kvæmt samþykkt félagsins frá 26. febrúar 1939 og öðrum samþykktum félagsins og lög- um þess. Síðan sé atvinnurek- endum tilkynnt, að þeir menn, ef nokkrir verða, sem ekki vilja segja sig úr „Verkamanna- félagi Hafnarfjarðar“, séu ekki löglegir meðlimir Vmf. Hlíf og njóti því ekki vinnuréttinda svo lengi, sem nokkur fullgild- ur Hlífarmaður er fáanlegur til vinnu.“ Þeir meðlimir Hlífar, sem jafnframt voru 1 Verkamanna- félagi Hafnarfjarðar, munu hafa haft þessa fundarályktun að engu, þar á meðal.stefnandi. Ritaði þá stjórn Hlífar, þann 25. Verkamannafélags Hafnarfjarð- maí, atvinnurekendum í Hafn- ar gætu hafið vinnu hjá því fyr- irtæki. Bæjarútgerðin höfðaði þá mál hér fyrir dómi til að fá skorið úr deilum þessum og lauk því með dómi þessa dóms, sem var upp kveðinn 25. febr- úar s.l., með þeim úrslitum, að viðurkenndur var réttur með- lima Hlífar til þess að sitja fyr- ir vinnu hjá Bæjarútgerðinni, en Hlíf var dæmd í sekt fyrir að hafa stofnað til ólögmæts arfirði bréf og sendi þeim jafn- framt lista yfir 110 menn, sem hún kvað ekki vera fullgilda meðlimi Hlífar vegna þess, að þeir væru meðlimir annars stéttarfélags verkamanna í Hafnarfirði. Þeir hefðu því ekki vinnuréttindi meðan fullgild- ‘Hlífarmenn væru fáanlegir til vinnu. Efstur á þessum lista var stefnandi máls þessa, Sig- mundur Björnsson. Þessum gerðum Verkamanna- félagsins Hlíf vildu þeir með- limir þess, er jafnframt voru í Verkamannafélagi Hafnarfjarð- ar, ekki hlíta. Hefir einn þeirra, stefnandi máls þessa því höfð- að mál þetta, og hefir hann hér fyrir dómi haft uppi fram- angreindar dómkröfur. Til stuðnings máli sínu til- færir hann það, að stofnun Verkamannafélags Hafnarfjarð- ar hafi að öllu leyti verið lög- leg samkvæmt 1. gr. laga nr. 80 frá 1938j um stéttarfélög og vinnudeilur. Sú grein lögheim- ili stofnun stéttarfélaga, og það jafnt fyrir því, þó annað starf- andi stéttarfélag í sömu starfs- grein sé til á staðnum. Hlíf geti því ekki byggt neinn rétt á því, að Verkamannafélag Hafnarfjarðar sé ekki stofnað að lögum. Þá heldur hann því og fram, að samkvæmt 2. gr. nefndra laga, skuli stéttarfélög opin öllum í hlutaðeigandi starfsgrein og það jafnt fyrir því, þótt svo sé, að menn, sem sækja um inngöhgu í eitt stéttarfélag, sé jafnframt með- limir í öðru stéttarfélagi í sömu starfsgrein í sama byggðarlagi. Og þeirri meginreglu 2. gr. áð- urnefndra laga geti viðkomandi stéttarfélög ekki breytt, með því að setja gagnstæð ákvæði í samþykktir sínar. Hér sé ekki heldur því til að dreifa, að hann hafi á nokkurn hátt brotið lög Hlífar, enda sé svipting sú á félagsréttindum, sem beitt hafi verið gagnvart honum, ein- göngu byggð á þátttöku hans í öðru stéttarfélagi í sömu starfs- grein. Telur hann, að stefndur hafi með framferði sínu gerzt brotlegur við 2, gr oftnefndra laga, og beri því að dæma hann til greiðslu sekta samkvæmt 70. gr. sömu laga. Stefndur hefir haft uppi þær vamir hér fyrir dómi, að til- gangur laga nr. 80/1938 hafi verið sá, að aðeins eitt stéttar- félag væri í hverri starfsgrein á sama stað. Verkamannafélag Hafnarfjarðar hafi því ekki verið stofnað að lögum, með því að annað stéttarfélag var fyrir í sömu starfsgrein, og hafi því Hlíf verið heimilt að setja það að skilyrði fyrir inn- göngu og veru í því félagi, að viðkomandi verkamenn væru ekki í öðru hliðstæðu félagi í sömu starfsgrein og þar af leið- andi ólöglegu. En enda þótt svo yrði litið á, að heimilt hefði verið að stofna Verkamannafé- lag Hafnarfjarðar, þá væri það fjarri lagi að félagsmenn þar ættu nokkurn rétt til þess að vera jafnframt í Verkamanna- félaginu Hlíf. Ákvæði 2. gr. laga nr. 80/1938 um að stéttar- félög skyldu opin vera öllum í hlutaðeigandi starfsgrein væri fullnægt, þegar verkamenn ættu þess kost að vera í einhverju því verkalýðsfélagi í starfs^ grein þeirra, er starfandi væri á félagssvæðinu. Þá væri og stéttarfélögum í 2. gr. oft- nefndra laga gefið vald til þess að ákveða það sjálf, hvaða skilyrði þau settu fyrir því, að menn gætu fengið inngöngu í þau og verið þar. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 80 frá 1938 um stéttarfélÖg og vinnudeilur eiga menn rétt á því að stofna stéttarfélög í þeim tilgangi, að vinna sam- eiginlega að hagsmunum verka- lýðsstéttarinnar og launtaka yfirleitt. Eru í nefndri grein engar takmarkanir settar við því, að ekki megi vera nema eitt stéttarfélag i hverri starfs- grein á hverjum stað, og ekki verður það heldur dregið út af öðrum ákvæðum laganna. Verð- ur að telja, að ef tilgangur lög- gjafans hefði verið sá, að tak- marka tölu stéttarfélaganna, þá hefði það þurft að koma skýrt í ljós, og það því fremur sem vitað var, að á þeim tíma, er lögin voru sett, voru fleiri en eitt stéttarfélög starf- andi, og höfðu a. m. k. um skeið verið starfandi í sömu starfsgrein innan sama bæjar- eða sveitarfélags. Og með því að telja verður, að Verka- mannafélag Hafnarfjarðar sé stéttarfélag í skilningi 1. gr. laga nr. 80/1938, getur stefnd- ur í máli þessu ekki byggt neinn rétt á því, að það sé ekki stofnað að lögum. Þá verður og að fallast á þá skoðun stefnanda, að það á- kvæði 2. gr. oftnefndra laga, að stéttarfélögin skuli opin öllum í hlutaðeigandi starfsgrein, gildi jafnt, hvort heldur að eitt eða fleiri stéttarfélög kunna að vera 1 sömu starfs- greininni í sama bæjar- eða sveitarfélaginu. Tilgangur lög- gjafans með þessu ákvæði virð- ist vera sá að tryggja verka- mönnum það, að afkomu- og at- vinnumöguleikum þeirra geti ekki orðið spillt með því að láta það vera að öllu leyti komið undir geðþótta verkalýðsfélag- anna, hverjum þau veita við- töku í félagsskap sinn. Og þótt stéttarfélögin séu fleiri en eitt í sömu starfsgrein, getur það skipt einstaka verkamann miklu — að geta verið í fleirum en einu þeirra, meðal annars vegnai samninga stéttarfél. um forgangsrétt að vinnu hjá atvinnurekendum. Stefndum var þannig óheimilt að setja það að skilyrði fyrir því, að stefnandi nyti félagsréttinda í Hlíf, að hann segði sig úr Verkamannafélagi Hafnarfjarð- ar, og hefir hann (stefndur) því með framangreindum fundará- lyktunum sínum frá 26. febrúar og 19. maí þessa árs og með til- kynningu sinni til atvinnurek- enda í Hafnarfirði 25. maí sama ár, um að stefnandi máls þessa væri ekki fullgildur og löglegur meðlimur Hlífar, brot- ið gegn ákvæðum 2. gr. laga nr. 80/1938, og ber að refsa honum fyrir það, Við ákvörðun refsingarinnar þykir rétt að taka þá kröfu stefnanda til er, að stefnandi hefir, óhindrað af hálfu stefnds, unnið hjá at- vinnurekendum á staðnum, eft- ir að ofangreind tilkynning frá 25. maí var gerð. Þar sem framangreindar fundarályktanir voru þannig andstæðar lögum, að því er stefnanda máls þessa varðar, og stefndur (Hlíf) byggir rétt sinn til þess að svipta hann félags- réttindum í því félagi, aðeins á því, að hann sé meðlimur í öðru stéttarfélagi í sömu starfsgrein, verður samkvæmt framansögðu að taka þá kröfu stefnanda til greina, að honum verði veitt full félagsréttindi í Verka- mannafélaginu Hlíf, og er stefndum skylt að veita honum þau. Samkvæmt framansögðu verða úrslit máls þessa þau, að kröfur stefnanda verða allar teknar til greina, og þykir refs- ing stefnda samkvæmt framan- sögðu hæfilega ákveðin eftir 70. gr. laga nr. 80/1938, eitt hundrað' króna sekt í ríkissjóð. Eftir þessum málsúrslitum verður að dæma stefndan til þess að greiða stefnanda máls- Frk. á 4. síSu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.