Alþýðublaðið - 27.09.1939, Blaðsíða 2
ÍV[IÐVIKUDAGUR 27. SEPT. 1939
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Þú verður að tína brenninetlurnar, enda þótt þig svíði í
gómana. Svo verðurðu að vefa ellefu skyrtur úr brenni-
netlunum og kasta þeim yfir höfuð svananna. Þá losna
þeir úr álögunum.
En mundu vel eftir því, að frá því þú byrjar þetta starf og þar til því er lokið, mátt þú
ekki segja eitt einasta orð, ínnars deyja bræður þínir. Mundu þetta. Og í sama bili fann
Lísa til þrauta í hendinni og vaknaði. Þá sá hún, að hún hafði komið við brenninetlu.
Þá féll hún á kné, þakkaði guði og byrjaði svo á starfinu.
Dans~ og
leikfimiskóli
Báru Sigurjónsdóttur tekur til starfa mánudaginn 2.
október. Upplýsingar í síma 9290 og íþróttaskóla Garðars
daglega frá kl. 11—12 f.h. og 4—6 e. h.
Hraðferðir Steindórs
til Akureyrar um Akranes eru alla miðvikudaga ®g
laugardaga.
Miðstöð og útvarp í bifreiðunum.
Afgreiðsla okkar á Akureyri er á Bifreiðastöð ðddeyrar.
Steindér * Simi 1580
Leiðrétting.
í grein Óskars Sæmundssonar
um Réttarfrí og rök Félagsdóms,
i bla'ðinu sl. mánudag, hefir á
tveimur stö'ðum misprentast:
„réttarfrí er nú að hefjast" í
stað „réttarfrí eru nú að hefj-
ast“.
Símon Jóh. Ágústsson dr. phil.
heldur uppi fræðslu í barna-
sálarfræði og uppeldisfræði í há-
skólanum í vetur. Kennsia þessi
er einkum ætluð starfandi kenn-
urum í Reykjavík og nágrenni
og öðrum mönnum með kennara-
prófi, sem vilja afla sér fram-
haldsmenntunar. Kennslan hefst
þ. 16. okt. í háskólanum og stend
ur til vors. Kennslustundir verða
4 á viku, en auk þess æfingatím
ar, ef þörf krefur. Kennt verður
á þri'ðjudögum og fimmtudögum
kl. 5—7. Kennsla er ókeypis, en
tala nemenda, sem hægt er að
veita viðtöku er takmörkuð- Vænt
anlegir nemendur eru beðnir að
gefa sig fram við Símon Jóh.
Ágústsson kl. 1—2 í síma 4330 og
kl. 4—5 í síma 5063 fyrir þann
15. október.
UMRÆÐUEFNI
Stríðssparnaður. — Kaffi-
drykkjan og mjólkurkaupin.
Nýjting hjá nokkrum fyrir-
tækjum. — Kolasparnaður,
meðferð eldfæra og kola-
hamstrarar. Nokkur orð frá
sláturkaupanda.
ATHUGANIR
HANNESAR Á HORNINU.
ÞAÐ ER TALAÐ um að spara
allt — og það er sjálfsagt. að allir.
sem eitthvað geta sparað, geri það.
Sérstaklega er gott, ef fólk gæti
sparað erlendar vörur og aukið í
þess stað notkun innlendra vöru-
tegunda. Þetta væri því betra þar
sem við notum ýmsar erlendar
vörutegundir, sem eru skaðlegar,
notum þær jafnvel meira en flest-
ar aðrar þjóðir, og eigum þó hér
heima það, sem á að koma í stað-
inn og er miklu næringarmeira og
heilnæmara.
VIÐ SKULUM til dæmis taka
kaffi. Við kaupum kaffi árlega
fyrir mörg hundruð þúsunda
króna. Hverjir hafa gott af því að
drekka kaffi? Ekki ég og ekki þú.
Læknar ráðleggja minni kaffi-
drykkju svo að segja við öllum
kvillum. Við höfum næga mjólk,
sem ekki selst nóg af, og þó vantar
marga mjólk, og bændurnir þurfa
að selja mjólkina.
ÞAÐ ER VITAÐ, að mjólkin er
eitthvað það heilnæmasta, sem
hægt er að fá, ekki aðeins handa
börnum, heldur og handa öllum.
Hvers vegna ekki að auka mjólk-
urkaupin hjá þeim, sem það geta,
og minnka kaffikaupin?
ÞAÐ ER ALGENGT hér í bæn-
um, að skrifstofufólk drekki kaffi
í vinnutímanum kl. 3 til 4, eða á
þeim tíma. Starfsfólk hjá þrem
fyrirtækjum hér í bænum, í
Landsbankanum, í KRON og hjá
Tryggingarstofnun ríkisins, hefir
nú hætt kaffidrykkju og drekkur
mjólk í staðinn. Þetta er alveg á-
gætt, og ætti starfsfólk hjá fleiri
fyrirtækjum að gera þetta einnig.
UM ÞETTA vildi ég gjarnan fá
bréf frá mönnum. Hvað segið þið
um þetta og hvernig líkar starfs-
fólkinu í Landsbankanum, hjá
Tryggingarstofnuninni og í KRON
breytingin?
BJARNI GUÐMUNDSSON
heitir maðurinn, sem skipaður
hefir verið eftirlitsmaður með
kolasölunni. Hann sagði mér í gær,
að hann vissi um ýmsa menn, sem
ættu kolabirgðir — allt að tveggja
ára forða. — Hvað á að gera við
þá? sagði ég. „Ég veit ekki. Ég
afhendi Skömmtunarskrifstofu
ríkisins lista yfir þessa menn og
birgðir þeirra. Annars hefir Bjarni
skrifað mér bréf um kolasparnað.
í þessu bréfi segir hann m. a.:
„ÞAÐ ER HÆGT að spara ó-
trúlega mikið eldsneyti í miðstöðv-
arkötlum með því að loka alger-
lega fyrir rennsli heita vatnsins
og opna það t. d. aðeins þegar sér-
stök þörf er á. Enn fremur er hægt
að spara mikið með því, að gefa
kyndingunni meiri gaum en áður.
DAGSINS.
i.i i ? .
Reykurinn, sem út um reykháfinn
fer, er ónotuð orka. Hann saman-
stendur af gasi og kolaryki, sem
á að vera hægt að brenna með
réttri meðferð eldfærisins."
• a 1 . i —
„ELDFÆRIN má aldrei snarp-
hita. Með réttri meðferð á að vera
hægt að halda hitanum mjög jöfn-
um. Eldfærin eiga að vera vel þétt.
Einfalt er að prófa þetta með því
að bera logandi eldspýtu eða kert-
isloga meðfram öllum hurðum og
lokum. Glæðist loginn, ber það
vott um, að aukasúgur kemst inn
með hurðinni eða lokunni.“
„RAFMAGNSVEITAN hefir
gnægð rafmagns á þeim tímum,
sem ekki er verið að elda mat eða
brenna ljósi. Það er hægt að spara
mikið í kyndingu með því að
hjálpa miðstöðinni með rafmagns-
ofnum um miðjan daginn. Hafið
því hugfast: að halda eldfærunum
hreinum og þéttum, að kynda
sparlega og snarpkynda aldrei, að
loka hitavatnsrennsli og öllum ó-
þarfa ofnum og að hita með raf-
magni seinni hluta dags fram í
myrkur, þar sem ástæður eru til.“
SLÁTURKAUPANDI vill leið-
rétta það, sem ég sagði um slátur-
kaupin. Hann hefir sent mér
reikning frá Sláturfélaginu, sem
sýnir að slátrið þar kostar ekki kr.
2.60, eins og ég sagði, heldur kr.
2,85, því að maður verður að borga
25 aura aultalega fyrir sviðningu.
Hannes á horninu.
Smánarleg ómenning
Eftir Pétnr Siprðsson.
HÉR á landi tala menn nú með
undrun um hina átakanlegu
viðburði úti 1 hinum stóra heimi
stjómmálúm stórþjóðanna. Við
segjum: Þetta er ógurlegt brjál-
æði, sem ekki verður orðum að
kómið. En sannleikurinn er sá,
að við emm engu betri, ekkert
göfugri menn og eigum ekkert
kristilegri menningu. Vér hellum
áfengi í þjóðina fyrir hátt á
fjórðu milljón kr. á ári til þess
að eyðileggja æskulýð, sýkja
hrausta og dugandi menn, gera
vinnandi menn óverkhæfa, steypa
heimilum út í atvinnuleysi, fá-
tækt og eymd, valda slysum,
glæpum, veikindum, og all kon-
ar ófögnuði í félagslífi og sam-
búð manna. Er til nokkurt verra
brjálæði, og getur nokkuð verið
fjær sannri menningu?
Mér er sagt af kunnugum
mönnum, að vart geti menn
haldið hin svo kölluðu reisugildi,
og eru þó mörg hús reist árlega í
Reykjavík, án þess að því fylgi
ofdrykkja og svall. Þannig er
það með flestallar skemtanir,
jafnvel um margar fermingar-
veiz’ur oig samsæti í heimahús-
um. Stúdentar hafa fram að
þessu varla getað haldið svo upp
á eitt eður annað afmæli, eða
haldið aðrar veizlur, að þar hafi
ekki ofdrykkjan langsamlega yf-
irgnæft alla menningu. Eins og
petta se fremur menning en stríð
og manndráp þjóðanna. Ef ölv-
aður maður hvolfir bifreið yfir
fjölda farþega, er þá ekki verið
að stofna lífi manna í hættu, eins
og þótt sprengjum væri kastað
í höfuð þeirra V Og svo mætti
nefna mar;gs konar ölæðisslys- —*
Sannarlega ern áfengisviðskiptin
smánarleg ómenning, og engin
sannmenntuð þjóð getur unað
þeim. Það er hin argasta sjálfs-
blekking að kalla sig menntaðan
og siðaðan og halda sliku áfram.
Þjóðir bölluðu sig siðaðar, kristn-
ar og menntaðar meðan þær
héldu við þrælasölu og þræla-
haldi, og hið sama gera þær,
þrátt fyrir smánarblett ofdrykkj-
unnar.
Það er verið að bögglast við
að kenna börnum siðprýði, bind-
indi og fagra siði, en þegar ung-
lingarnir koma svo ut i sam-
kvæmis- og skemmtanalífið og
fara að umgangast efnaða, fína
og lærða fólkið, þá er sem hleypi
þeir í sökkvandi fen svalls og ó-
lifnaðar. Áfengi er haldið að
unglingum, og tóbaki er haldið
að börnum, konum og unglingum
og þeir taldir minni menn, sem
ekki herma ræfilsháttinn eftir
hinum. Þessu fylgir svo oftast
alls konar vandræðalíf og lítil
sæmd. Þetta er hverri þjóð til
stórskammar, og slíkt uppeldi er
kák og hégómi, þar sem lærðir
0g háttsettir menn hafa fyrir ó-
reyndri æsku hið gagnstæða, sem
henni er kennt. Hve lengi á spill-
Íngin að haida áfram að koma
ofan frá? Nú þyrfti siðbótin að
koma ofan frá. Vill ekki lækna-
stéttin — mennirnir, sem rnesta
þekkinguna hafa á þessum mál-
um — ganga á undan og leysa
þjóðina frá smán og ómenningu
drykkjusiðanna, sem eru þeini
mun hættulegri, sem þeir eru í
fallegri umbúðum? Ég skorn á
þá að gera slíkt, eða vér munum
missa trú á sannleikselsku þeirra,
sem þekkinguna hafa.
En hvað gengur að æskunni?
Ekkert hræðist hún fremur en ó-
frelsi. Frelsi, frelsi er eftirlætis-
goð hennar, en áfengi og tóbak
gerir æskumenn að þrælum. Og
fátt er það, sem æskumenn óska
sér fremur, en að hafa ofurlítil
auraráð. Áfengi og tóbak sér uin,
að vasar jieirra séu æfinlega
tómir. Blöskrar ekki ungum
mönnum að kasta gróða sínum
fyrir sígarettuna, sem étur og
tærir orku þeirra og lífsþrótt?
Eitthvað er bogið við þetta allt
saman.
GHAMiES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL:
Upprelsnln á Sounty.
80. Karl ísfeld íslenzkaSi.
Þá var strax snúið við, en áður en segl voru felld, rakst frey-
gátan á sandrif og við hentumst allir til í klefanum — svo
langt sem hlekkirnir náðu.
Áður en við höfðum jafnað okkur, tók skipið aftur niðri,
svo hastarlega, að við héldum, að möstrin myndu brotna. Það
var orðið kolniðamyrkur, og eitt élið kom ennþá. í stormhryn-
unum gátum við naumast heyrt skipunarorðin. Með öllum ráð-
um var reynt að ná skipinu af grunninum. Þegar það tókst
ekki, var reynt að koma út akkerunum. Élið leið hjá, og nú
gátum við heyrt skipunarorðin og skotin frá bátsmönnunum,
sem voru að koma aftur til skipsins.
Það var auðfundið, að skipið hafði laskazt stórkostlega.
Ég heyrði Edwards segja: — Hvernig er ástandið, herra Ro-
berts? Og Roberts svaraði: Skipið hriplekur, skipstjóri. Það
er þegar komið þriggja feta vatn 1 lestina.
Það er vel hægt að hugsa sér, hvernig þessi frétt verkaði á
fangana. Hillbrandt og Michael Byme fóru þegar í stað að
hrópa og báðu varðmennina að leysa af sér böndin. Allar til-
raunir okkar í þá átt að stilla þá, urðu árangurslausar. Stór-
sjóirnir ultu yfir sandbakkann, sem við höfðum strandað á.
Þegar í stað voru menn sendir að dælunum. Brátt var klefinn
opnaður og liðþjálfinn kom inn. Hann leysti Coleman, Nor-
mann og Mclntosh og skipaði þeim upp á þilfar, til þess að
hjálpa til. Við báðum liðþjálfann að leysa okkur alla, en hann
svaraði okkur ekki. Þegar hann var farinn út með hina fang-
ana — læsti hann hurðinni.
Nú fóru sumir fanganna að blóta, kipptu 1 hlekkina og
reyndu að slíta sig lausa. Edwards kom nú og skipaði okkur að
Þegja.
— í hamingjubænum leysið okkur, hrópaði Muspratt. —
Gefið okkur færi á að bjarga okkur.
— Þegið þið, hrópaði Edwards. Svo sagði hann við lið-
þjálfann:
— Herra, þér berið ábyrgð á föngunum. Þér leysið þá ekki
— nema samkvæmt skipun frá mér.
— Lofið okkur að hjálpa til að dæla, skipstjóri, sagði Morri-
son.
— Þegið þið, sagði Edwards og fór.
Þegar við komumst að raun um, að engar bænir dygðu,
gáfumst við upp. Áður en klukkutími var liðinn kom annað
él. Ennþá einu sinni kastaði óveðrið skipinu til á rifinu, og
við hlutum miklar skrámur. Að lokum heyrði ég Corner liðs-
foringja hrópa:
— Skútan er ónýt, skipstjóri.
Klukkan hefir sennilega verið um tíu. Élið var nú liðið hjá.
Fallbyssunum var hent fyrir borð, og margir menn voru við
dælurnar.
Framkoma Edwards við okkur er óskiljanleg. Rifið, sem
skipið hafði rekizt á, var margar mílur frá landi. Og enda þótt
hann hefði leyst okkur, var engin undankoma. Samt sem áður
fjölgaði hann varðmönnunum um helming. Sem betur fór var
okkur það fullkomlega ljóst, hvílík hætta var á ferðum. Við
vissum, að skipið hlaut að farast, en við vissum ekki, hvílíkur
leki var kominn að því. Ef skipið hefði sokkið um nóttina,
hefðu allir farizt.
Þegar birti af degi, sáum við, að skipið hlaut að fara þá og
þegar. Það hallaðist svo, að ekki var lengur stætt á þilfari.
Bátarnir lágu við skipshliðina og voru skipverjar að láta
birgðir í þá. Menn voru að flykkjast í bátana. Við hrópuðum
út og báðum skipverja að gleyma okkur ekki. Sumir okkar
kipptu í hlekkina af öllum kröftum. Ég get ekkert sagt um
það, hvort skipun var gefin um að leysa okkur eða ekki.
En samt sem áður hefir einhver hlotið að heyra til okkar, því
að Joseph Hodges, aðstoðarmaður ryðmeistarans, kom ofan
til okkar og leysti Byrne. Muspratt og Skinner og fór með
þá. Því næst var klefanum lokað, samkvæmt skipun frá Park-
ins, að ég hygg, því að skömmu áður hafði ég séð hann gægj-
ast inn til okkar.
Hodges hafði ekki tekið eftir því, að klefanum var lokað.
Hann flýtti sér að leysa okkar. Allt í einu fór skipið á hliðina
og við heyrðum marga hrópa: Nú er skipið að farast. Margir