Alþýðublaðið - 27.09.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.09.1939, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 27. SEPT. 1939 ALÞVÐUBLAOId «----------------------- ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALBEMARSSÓN. í fjarveru hans: ST*FÁN PÉTURSS0N. AF©REI®SLA: ALÞÝflUHÚSINU (Mnganfur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 49*0: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4f|6: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMISJAN 4-----------------------• Dómurinn yfir kommúnistum i Hafnarfirði. MEÐ úrskurði Félagsdóms í Hafnarf j arðardeilunni hefir hin fordæmislausa tilraun kommúnistaklíkunnar í Verka- mannafélaginu Hlíf í Hafnar- firði til þess að ofurselja Al- þýðuflokksverkamennina þar á staðnum atvinnuleysi og hungri í því skyni að kúga þá til hlýðni við sig, nú einnig formlega ver- ið kveðin niður. Alþýðublaðið segir ,,einnig formlega“. Því raunverulega hefir hún þegar fyrir löngu verið kveðin niður af Hafnfirð- ingum sjálfum, sem höfðu hin- ar svívirðilegu samþykktir kommúnistaklíkunnar í Hlíf þar að lútandi algerlega að engu. Ef Alþýðuflokksverka- mennirnir í Hafnarfirði hefðu ekki fengið hlut sinn réttan á þann hátt, myndi það sumar, sem nú er liðið, áreiðanlega hafa orðið langur hungurtími fyrir þá, svo fremi að þeir hefðu ekki beygt sig fyrir ofbeldinu. Því að Félagsdómur lét sig eins og kunnugt er hafa það, að sofa á þessu máli í allt sumar, án þess að kæra sig nokkuð um það, hvort verkamennirnir, sem órétti voru beittir, yrðu sveltir eða ekki. Það er hastarlegt og eftirminnilegt hugsunarleysi af stofnun, sem sérstaklega er til þess ætluð að vaka yfir rétti verkamanna, og vonandi að annað eins eigi ekki eftir að endurtaka sig. En hvað sem því líður, þá ætti sá úrskurður, sem Félags- dómur hefir nú loksins kveðið upp í Hafnarfjarðardeilunni, að geta orðið lærdómsríkur fyr- ir verkalýðsfélögin hér á landi. Hann hefir að minnsta kosti tekið af öll tvímæli um það, hvers þau félög mega vænta, sem þegar hafa orðið eða ein- hvern tíma skyldu verða svo óheppin, að fela kommúnistum að fara með mál sín. Hafnarfjarðardeilan hefir yf- irleitt sýnt það, að kommúnist- um liggur í léttu rúmi, hvort verkalýðsfélögin verða fyrir valdabrölt þeirra brotleg við landslög og dæmd til þess að eyða sjóðum sínum 1 sektir fyr- ir þær lögleysur, sem þeir hafa í frammi. Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hefir að vísu ekki verið dæmt í háar sektir í þetta sinn, og er það í sjálfu sér ekki nema vel farið, að það skuli ekki hafa verið látið gjalda að fullu þeirra fólsku- verka, sem kommúnistar hafa leyft sér að fremja í nafni þess. En engu að síður ætti þeim verkamönnum í Hafnarfirði, sem hingað til hafa látið sér lynda stjórn þeirra, nú loksins að vera nóg boðið. Og þess er a@ veenta, að þeir beri gæfu til Sjómenn eru í samning um við ríkissijórnina. ..-.—-•---- Vilja ekbi horga skatta af striðsáhættafé sínn. --:--«----- Ríkisstjérnln heflr tekið máia- leitun peirra með welwilja. í Rómaborg er lífinu tekið með ró, síðan Mussolini gaf möndulbróður sinn í Berlín upp á bátinn og ákvað að vera hlutlaus. Á myndinni sést unga fólkið vera að dansa á veitinga- stað undir beru lofti í Rómaborg. Fraikvæntdir Landssímatis SJÓMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR ritaði útgerðarmönnum togaranna og eimskipanna bréf 26. á- gúst síðastliðinn og fór fram á það, að samið yrði um stríðstryggingu fyrir sjó- menn og áhættuþóknun fyr- ir þá á stríðshættusvæðum. Utgerðarmenn togara svör- uðu fljótlega og tilkynntu, að sjómenn á þeim skipum, sem hefðu hætt við að fara til Þýzkalands með aflann, en fóru í þess stað til Englands, hafi verið tryggðir með samnings- bundnum tryggingum, sem fel- ast í gerðardómnum frá 1938. Viku seinna en Sjómannafé- lagið skrifaði útgerðarmönnum, brauzt ófriðurinn út og sam- stundis sneru fulltrúar frá öll- um starfsgreinum sjómanna sér til útgerðarmanna og óskuðu eftir samningum um stríðs- tryggingu og áhættuþóknun á stríðshættusvæðum. Upp úr þessu varð eins og kunnugt er bráðabirgðasam- komulag við útgerðarmenn á verzlunarskipunum á þá leið, að sjómönnum skyldi greitt í stríðstryggingu og áhættuþókn- un ekki minna en greitt væri lægst á Norðurlöndum. Eftir að kunnugt varð, hvað greitt var annars staðar á Norðurlöndum í áhættuþóknun á stríðshættu- svæðum, fóru fulltrúar sjó- manna fram á það við ríkis- stjórnina, að áhættuþóknunin yrði skattfrjáls og útsvarsfrí, þar sem sjómönnum fannst ekki réttmætt, að skattar yrðu þess að taka aftur höndum sam- an við Alþýðuflokksverka- mennina til þess að bjarga sam- tökum sínum áður en kommún- istum hefir tekizt að leggja þau algerlega í rústir. lagðir á það fé, sem þeir fengju fyrir að hætta lífi og limum í lífsnauðsynlegum störfum þjóðarinnar, umfram aðra þegna hennar. Um þetta hefir svo staðið í samningum milli fulltrúa sjó- manna og ríkisstjórnarinnar undanfarna daga. Hefir ríkisstjórnin tekið mjög vinsamlega í þetta og við- urkennt sjónarmið sjómanna. Virðist það og fullkomlega sanngjarnt, að minnsta kosti, hvað alla lægra launaða sjó- menn snertir. Hvað við kemur hærra launuðum sjómönnum, t. d. yfirmönnum, sem taka á- hættuþóknunina í prósentum af sölu aflans, virðist sann- gjarnt, að þeir fái einhverja eftirgjöf, þó að hún væri ekki full, þar sem vitanlegt er, að skipin sigla ekki nema að fá að minnsta kosti helmingi meiri sölu heldur en á friðartímum. Nefnðin ttl London. Hins vegar er rétt að benda á það, að enn er algerlega óráð- ið um siglingar togaranna. Eins og blaðið skýrði frá í gær, fer nefnd héðan innan skamms til Englands til að semja við brezku stjórnina um verzlun- arviðskipti milli íslands og Bretlands og þá fyrst og fremst um siglingar íslenzku togar- anna og sölumöguleika þeirra. Fyrst þegar þeim samningum er lokið, er hægt að segja um það, hvernig útgerð togaranna verður. Til viðbótar því, sem sagt var í blaðinu í fyrrad. um nefndina, skal það tekið fram, að Richard Thors fer einnig utan, og að Sveinn Björnsson sendiherra verður einnig í nefndinni, en hann er nú í þann veginn að koma til London. JÁRVEITINGAR til nýrra landssímalína voru minni á þessu ári en undanfarin ár, enda hafa á árinu aðeins verið lagðar 34,22 km. nýjar lands- símalínur. Lengst er línan frá Hesteyri til Sæbóls með álmu að Sléttu 13,4 km. Síðastliðið ár (1938) var lögð lína alla leið frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd til Grunnavíkur og þaðan sæ- sími til Hesteyrar. Kostnaður við þessa síðastnefndu línu er að nokkru leyti færður á árið 1939. Hinar helztu aðrar línur, sem lagðar hafa verið á þessu ári, eru sem hér segir: Frá Haukadal til Arnarnúps í Þingeyrarhreppi, frá Hnjóti til Hænuvíkur í Rauðasands- hreppi og frá Stóra-Holti til Tjaldaness í Saurbæjarhreppi. Auk þessa voru lagðar línur að Skriðuklaustri í Fljótsdal frá landssímastöðinni Bessa- stöðum í sömu sveit og út að Svalvogsvita frá landssíma- stöðinni á Arnarnúpi í Þingeyr- arhreppi (að nokkru leyti fyrir vitafé). . Vegna virkjunar Laxár þurfti að setja símalínur í jarðstreng á sex stöðum, þar sem símalínurnar og háspennu- raftaugar skerast á leiðinni úr Reykjadal til Akureyrar. Jafn- framt þessu verki, sem nú er verið að framkvæma, verða símalínurnar yfir Hólmana hjá Akureyri fluttar til á 4 km. svæði að vegi og brúm, þar sem línustæðið er betra og auðveld- ara að koma við eftirliti og við- gerðum. Á sumrinu 1939 voru fram- kvæmdar ýmsar endurbætur á talsímasamböndum víðs vegar á landinu. Þannig voru sett fjögur ný landsímaborð á Ak- ureyri í stað tveggja áður og bæjarsímastöðin þar stækkuð um 100 númer. Talsímasam- bandið við Akranes var endur- bætt til bráðabirgða, og verið er að framkvæma nokkrar endurbætur á línukerfi Borg- arfjarðar, sem bæta mun tals- vert símasambönd héraðsins. Stærsta framkvæmd ársins er lagning jarðsíma á Holta- vörðuheiði. Voru grafnir niður rúmir 20 km. Nokkuð af jarð- símanum var keypt 1938. Verk- ið tók rúma tvo mánuði, og unnu að því um 50—60 manns. Veðráttan á Holtavörðuheiði var í sumar eindæmis góð, og flýtti það mjög framkvæmd verksins. Lagningu nokkurra einkasima, sem fyrirhugaðir voru þetta ár, er enn ekki lokið, en eins og að undanförnu voru veittar kr. 20,000 til einkasíma í sveitum. Á þessu ári urðu um 40 bæir styrks aðnjótandí. Rúmar 40 talstöðvar í báta og skip bættust við á árinu. Þar af smíðaði landssíminn 33. Einnig lagði landssíminn til talstöð í flugvélarnar Tf. Örn og Tf. Sux og loftskeytastöð í hið nýjanýja strandferðaskip, m.s. Esju. Alls eru talstöÖvar landssímans nú orðnar nær 300. Þá var enn fremur settur upp nýtizku fjarstýrður viðtökuútbún- aður á loftskeytastöðvarnar í Reykjavík og á Gufunesi fyrir talpjónustu við skip og báta. Alls hefir verið varið á árinu til nýrra símalína (auk einka- símianna) um kr. 65,000, til tal- stöðva í báta og loftskeytastöðva í skip um kr. 40,000, tii við- halds landssímakerfisms oglands símastö'ðvanna ca. kr. 400,000. Við bæjarsímann í Reykjavik hafa framkvæmdir á pessu ári Frh. á 4. siðu. Sveinbjðrn Sigurjónsson: Ern Reykvikiflgar hljóðvilltir? ■4----- "E,bESTUM mun kunnugt, hvað ■*■ átt er við með orðinu hljóð- villtur. Svo er sá maður nefndur, sem í framburði villist á eða ruglar saman hljéðunum e og I annars vegar og ö og u hins veg- ar, segir t. d. skep fyrir skip, söður fyrir suður eða öfugt, gliöi fyrir gleði, sluður fyrir slöð- ur o. s. frv. Hafa sum þessara fyrirbrigða lílta verið nefnd flá- rnælska eða nesjamál. Svo hvim- leið hefir hljóðvillan pótt, að fæstir vilja við hana kannast fyr- ir sig persónulega eða hérað sitt. Sannleikurinn er pó sá, að heilir landshlutar ertu undirlagðir hljóð- villu, en í öllum finnst hún nokk- uð í einstökum héruðum eða bæjum. Það er því of mikil bjart- pýni í nafngiftinni nesjamál. Suð- urnesjamenn eru hér sannarlega ekki einir undir sök seldir. At- huganir benda til, að hljóðvillan eígi ekki nema að nokkru leyti upptök sín á Suðumesjum, held- ur hafi jafnhliða breiðzt út frá verzlunarstöðum austan lands. Það er kynlegt um hljóðvill- una, að par sem hún er mjög landlaeg, dregur hver svo dám af sinum s»ssunaiut, að margir hafa enga hugmynd um, að framburði þeirra sé ábóta vant. Af þvíkann pað að stafa, að stöku sinnum hafa heyrzt í útvarpi svo hrotta- lega flámæltir menn, að þeir myndu aldrei hafa opnað par munninn, ef peir hefðu haft hug- mynd um, hve fáránlega fram- burður þeirra léti í eyrum alls porra manna. En hvemig er nú ástandið - í höfuöborginni í þessum efnum? Á opinbemm vettvangi ber par að vonum ekki ýkjamikið á hljóðvillu. Þó nmn hver sá, er eftir pessu hlerar á torgum og í sölubúðum, á mannfundum og vinnustöðvUm, fljótt heyra, að Reykjavík hefir fullkomlega hlot- ið sinn skerf af þessu hvimleiða málfari. órækasti vottur pess em unglingamir, böm lúnna reyk- víksku heimila, pví að bömin læra málið, sem fyrir þeim er haft. Þægilegasti vettvangur til athugana á pessu fyrirbrigði eru pví skólamir. Fyrir tíu ámrn reyndi ég fyrst að fá heildamiynd af pví, hve útbreidd hljóðviilan væri i Reykjavík, pegar ég vorið 1929 var í fyrsta sinn prófdómári í lestri og réttritun við Barnaskóla Reykjavíkur. Hlustaði ég pá á lestur 432 barna í ýmsum bekkj- um, og reyndust 42»/o þeirra á- berandi hljóðvillt. Ef farið var eftir stílum allra fullnaðarprófs- barna petta ár, var hundraðs- tala hinna hljóðvilltu nokkm lægri eða 32»/o. Næst fékk ég tækifæri til að athuga petta vorið 1935 og síðan á hverju vori, og eru niðurstöð- urnar eftir stílum fullnaðarprófs- barna í öllum bamaskólum Reykjavíkur þannig: 1935 hljóðvillt 26,2<>/o 1936 —28,9 o/o 1937 30,4 o/o 1938 —27,1 o/o 1939 — 17,4 °/o Þess skal getið, að öll vorin síðan 1935 háfa verkefni verið með svipuðum hætti, stafsetning- arpróf, sem meðal annars reyndi á þessi atriði, og smáritgerð. Hvert pað barn er taliö hljóðvillt, sem gerir hljóðvillu í annarri hvorri úrlausninni, en tíðast koma pær fram í báðum. Mis- munur árganganna ætti pví ekki að stafa af ólíkum verkefnum, Helctur vera. raunveruiegur. Þessar tölur tala sínu máli. Þær sýna, að á pessum árum er að meðaltali rúmur fjórði hluti peirra barna, sem yfirgefa barnaskólann hér, hljóðvilltur í ritmáli og pá sennilega nokkru fleiri í framburði, pví að siöku barni tekst að læra að skrifa rétt, þótt pað tali rangt. Skyldi ástandið meðal full- orðna fólksins í bænum ekki vera eitthvað svipað? Sumum kann a'ð virðast, að barnaskólunum sækist nokkuð seint róðurinn að kippa málfari 'barnanna í ,lag. En þar er vissu- lega við ramman reip að draga og aðstaðan ill, pví að mál göt- unnar og hinna flámæltu heimila hefir unnið á móti áhrifum skól- anna, ekki sízt meðan heimilun- um var ætlað að leggja grund- völl lestrarkennslunnar. Þá hefir almenningsálitið ekki verið hér nægilega vakandi. Yfirleitt hefir hinu lifandi orði, framburði og skýrleik mælts máls, hvergi nærri verið sýnd sú ræktarsemi hér á landi, sem títt er með öðrum menningarþjóðum og vor forna og fagra tunga verðskuldar. Á petta jafnt við um skóla, kirkjur og leikhús. 1 skólunum hefir tíðast verið reynt að bæta úr hljóðvillu með réttritunarkennslu, en óskýr og rasngur framburður látinn við- gangast. Ég minnist pess t. d., að á peirn árum, sem ég var nemandi í menntaskóla, var aldr- ei um pað fengizt, þótt stöku u nsmandi væri hljóðvilltur í fram- burði, ef hann skrifaði rétt. Ár- angurinn varð auðvitað sá, að hljóðvillan smaug gegnurn öll lærdómspróf jafnvel upp í dóm- arasessinn, kennarasætið og pre- dikunarstólinn. Réttritunarkennsla á þessu sviói verður að byggjast á traustri framburðarkennslu. Og það er næstum undantekningarlaust hægt að kenna hverju barni að ■lesa hljóðrétt á bók. Náist pað miark, er skammt til hins, að dag- Iegur framburður lagist og rit- hátturinn að sama skapi. Síðan kennsla smábarna hófst í barnaskólum bæjarins, hefir að- staða skólanna til úrbóta á pessu sviði stórum batnað, pví að á aldrinum 7—10 ára er auðvitað eðlilegast og hægast að laga málskekkjur sem þessa. Ég er ekki í vafa um, að mikill árangur getur náðst hér á næstu árum í útrýmingu hljóðvillunnar, ef allir kennarar, sem við móður- málskennslu fást, leggja ríka á- herzlu á að kippa pessu í lag og gæta þess að byrja á rétta endanum, framburðarkennslunni. Otkoman síðastliðið vor vekur vonir um, að ástandið sé að byrja aö sikána. Nú er rétti tím- inn til að herða róðurinn og út- rýma hljóðvillunni með öllu úr sikólum höfuðborgarinnar. Svb. Sigurjónftton.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.