Alþýðublaðið - 29.09.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.09.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 29. SEPT. 1939. ALÞTÐUBLAÐIÐ í sama bili kom stór hundur stökkvandi fram úr runnanum, og á eftir honum kom ann- Það leið ekki á löngu þar til allir veiðimennirnir stóðu fyrir utan gjána, og var konungur landsins. Hann gekk til Lísu, hann hafði aldrei séð Hún var þegar búin með eina skyrtuna, nú byrjaði hún á þeirri næstu. Þá heyrði hún þyt veiðihorns og hundgá. Hún varð hrædd og flýtti sér inn í gjána og settist á skyrtuna. Svanimir. Pistill. Hraðferðlr Stelndðrs til og frá Akureyri um Akranes eru alla miðvikudaga og laug'ardaga Miðstöð og útvarp í bifreiðunum. Afgreiisla okkar á Akureyri er á Bifreiðastöð ©ddeyrar Steindér - Sfmi 15S0 A.NDBÚN AÐ ARRÁÐ- HERRANN enski hefir í hverju héraði í Englandi og Wales skipað stríðs-landbúnað- arnefnd, sem á að vinna að því að auka framleiðslu jarðargróð- urs hver í sínu héraði. Hefir landbúnaðarráðherranum með landvarnarlögunum nýju verið fengið allvíðtækt vald til þess- ara framkvæmda, en hann hefir aftur á móti falið nefndunum vald þetta. Er ætlunin að auka stærð sáðlands í Englandi og Wales um % millj. hektara um- fram það, sem var í júní síð- astliðnum. Hefir þessum áætl- aða hektarafjölda verið skipt niður á héruðin, og eiga nefnd- irnar að sjá um, að þeirri áætl- un sé fylgt, og helzt að farið sé fram úr henni. Fá nefndirnar töluvert frjálsar hendur um framkvæmdirnar. og eru þær farnar að starfa. Hvernig væri að framkvæma eitthvað svipað hér? Ekki er ein einasta sveit á landinu, að ekki væri hægt að rækta þar meira af garðmeti en gert er (svo ekki sé nefnt annað), ef eggjanir, nothæfar leiðbeining- ar og ef til vill smástyrkir fylgdust að. Á síðari árum hefir oft mátt vinna að undirbúningi ýmis konar jarðræktar nokkuð fram eftir hausti, og ef til vill verður það einnig svo á þessu hausti, ef hugsað væri fyrir þessu í tíma. s UMRÆÐUEFNÍ Bifreiðanotendur og bifreið- arnar. pMisskilningur fólks og hagsmunir bílstjóranna. Reykháfsmerkið á Esju og reykháfsmerkið á Kveldúlfs- togurimum. Esja bin nýja, vistarverur skipstjórans og starfsfólksins. Bréf frá Hafn- firðingi um skömmtun á kol- um, sykri, kökum og brauði. Hvar er Kiljan? Á að sekta gangandi fólk fyrir brot á umf erðarreglum ? ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. BIFREIÐASTJÓRAK hafa skýrt mér frá því, að svo virðist, sem al- menningur hafi misskilið mjög þær ráðstafanir ríkisstjórnarinnar — að takmarka bílaakstur í bæn- um og taka marga einkabíla úr notkun. Vitanlega er bílaakstur í bænum og út úr bænum fullkom- iega ieyfilegur eins og áður, bæði að degi og nóttu. Það virðist svo sem stöðvun bíla, sem voru að fara út úr bænum sunnudaginn 10. september hafi verið á ein- hverjum misskilningi byggð, því að þessu er nú alveg hætt og ekk- ert eftirlit með slíkum akstri. VITANLEGA eru bílar, sem fara hér um göturnar, sem merktir eru akstursleyfismerkinu, fullkomlega frjálsir og þeir eru alls ekki stöðv- aðir. Farþegar þurfa því alls ekki að óttast það, að þeir verði stöðvaðir og krafðir skýrslna um það, hvert þeir séu að fara. Bíl- stjórar eru óánægðir yfir því að þrátt fyrir það, þó að margir einkabílar hafi horfið úr notk- un, þá séu þó margir enn í gangi — og noti eigendur þeirra þá ein- göngu til að skemmta sér í þeim. Virðist slíkur akstur algerlega ó- þarfur. ÉG HEFI FENGIÐ nokkur bréf með fyrirspurnum um það, hvern- ig standi á því, að Esjan hafi sama reykháfsmerki og Kveldúlfstog- ararnir. Ég spurði skrifstofustjóra skipaútgerðarinnar að þessu og hann sagði: „Þetta er ekki rétt. ís- lenzku fánalitirnir eru á reykháf Esju á gulum grunni, en á Kveld- úlfstogurunum eru þeir á gráum grunni. Annars er það sjálfsagt, að skip, sem eru að öllu leyti eign ís- lenzka ríkisins séu með íslenzku litina fyrir reykháfsmerki — og t. d. núna kemur það sér einmitt vel. DAGSINS. Skömmtunin er byrjuð og birgðir manna gefnar upp, en ég þori að fullyrða, að ýmsir hafa ekki tí- undað rétt. Trúir nokkur því, að ekki séu til hjá íbúum Rvíkur nema t. d. 50 grömm af kaffi á mann, með þeirri gífurlegu vöru- úttekt síðan í ágúst? Eitt þykir okkur í Hafnarfirði undarlegt, og það er að ekki skuli hafa verið hafizt handa með það að kanna kolabirgðir manna. Nú þessa daga er verið að úthluta kolaskammti til eins mánaðar og fá flstir 250 kg. alveg án tillits til þess, hvort menn hafa stór eða lítil hús, margt eða fátt í heimili. Flestir reyna þó að fá þennan skammt og flestir þykjast kolalausir. Þó hafa síðan seint í ágúst verið seld nokkur hundruð tonn að því er kunnug- ir herma. Hverjir hafa keypt kol- in? Ekki veit ég það, en fullyrt er að allmargir séu þeir, sem eiga vetrarbirgðir. Og svo mikið er víst, að sumir hafa kynt hús sín daglega 1 september, þótt aðrir hafi engin kol átt. Þetta þarf að rannsaka. Eitt skal yfir alla ganga, á að vera kjörorðið." „ÉG ER EINN AF ÞEIM, sem er óánægður með úthlutun sykurs; hann er of lítill, að minnsta kosti fyrir mig. Ég hefi notað nokkuð af kaffibrauði og kökum, eins og sjálfsagt flestir hafa gert hér á landi, og ég viðurkenni að íslend- ingar nota óþarflega mikið af þeim og þær mættu minnka. En ég hefi bakað heima mest af því kaffibrauði, sem ég nota, óg er það mikið ódýrara finnst mér. Þetta er ekki af því að brauðabúðir okri á þessu, en þær verða auðvitað að fá eitthvað fyrir vinnu sína, Með því fyrirkomulagi, sem er, minnk- ar sjálfsagt lítið sætabrauðsátið, því bakaríin mega, að því er virð- ist, selja kökur eins mikið og þau vilja, og það þarf ekki einu sinni miða til að fá þær. En svo er rúg- brauð og franskbrauð takmarkað. Útkoman verður því sú, að bak- aríin fá nægan sykur, en við neyt- endur getum ekkert bakað heima vegna sykurskorts, þó við vildum. Hver er meiningin? Útvarp og blöð hafa hvatt okkur til að tína ber og nota þau vel, einnig hefir okkur verið ráðlagt að nota vel rabarbarann, en það er svo kom- ið, að ég get bent á marga, sem hvorugt gátu notfært sér vegna sykurleysis. Svo megum við sjálfsagt láta oltkur nægja rán- dýrt sykurvatnið frá efnagerðun- um.“ HVAR ER KILJAN? spyr kunu- ingi min og sendir þessa vísu sem svar: Kiljan hefir síðast sézt hjá Sovét-Rússum. Tölti hann þar í Lenins le»t með létta-trússum. — Ætli þeir selji hann ekki Prússum? gFFfl :*[=®| T Pfpq WSMW (,vm EINN AF BRÉFRITURUM mín- um segir að honum blöskri oft að sjá, hvernig gangandi fólk hagar sér oft á götunum hér í Reykjavík gagnvart bílum. Leggur hann til að það verði tekið upp að sekta menn um 2 krónur, sem brjóti um- ferðareglur eða sýni kæruleysi gagnvart bifreiðum. — Ég lagði þetta til fyrir rúmu ári. Hannes á horninu. Sjötuo heiðnrshjéa: Eijifar tuksufl eg Siveig Ijálfflarsd. Sólveig Hjálmarsdóttir, Ey- landi við Kaplaskjólsveg, er 70 ára i dag. Og maður hennar, Eyjólfur ísaksson, átti sjötugs- afmæli fyrir nokkru. Bæði Ein- ar og Sólveig hafa um fjölda ára skeið verið kaupendur Al- þýðublaðsins, og mjög áhuga- samir félagar í verkalýðshreyf- ingunni og Alþýðuflokknum. Hefir þau vantað á fáa fundi síðan 1920, að minnsta kosti Sólveigu, en Eyjólfur hefir síð- ustu árin barizt við heilsuleysi. Þessi ágætu hjón eru hvers manns hugljúfi, og tryggð þeirra við málefni alþýðunnar er eftirbreytnisverð og sann- kölluð hvatning fyrir hina yngri kynslóð alþýðuhreyfing- arinnar. Alþýðublaðið óskar þeim báðum til hamingju — og þakk- ar þeim fyrir allt. Útbreiðið Alþýðublaðið! MÉR ER SAGT að skipstjórinn á Esju hafi þrjú herbergi til um- ráða í skipinu. Þetta mun vera næstum algert eins dæmi um skip á borð við Esju. Hins vegar er sagt, að matsveinninn hafi mjög slæma vistarveru og eins þjónustu- fólkið. Ég hefi ekki skoðað Esju. en ef þetta er satt, þá finnst mér þetta dálítið kyndugt. Gagnfræðaskólinn i Reykjavfk verður settur mánud, 2. okt. í Frakbneak spítalanum. Nfemendur í 2. og 3 bekk mæti kl. 2 siðd. Nemendur í 1. bekk mætl kl. 4 siðd. HAFNFIRÐINGUR skrifar mér á - þessa leið: „Aðeins fáar línur til þín nú á þessum erfiðu tímum. IfiTGIMAR JÓMSSON UHARLES NORDHOFF eg JAMES NORMAN HALL: Upprelsnln á Bounty. 82. Karl ísfeld íslenzkaði. einum skipverjanum, sem hafði misst parukið sitt. Næsti dagur leið á sama hátt og fyrsti dagurinn. Um morg- uninn var leitað að skelfiskum kringum hólmann. Það fund- ust skelfiskar, en allir voru svo þyrstir, að þeir gátu ekki borðað þá, og varð því að fleygja þeim. Timburmeistararnir voru önnum kafnir við að gera við bátana og Edwards skipstjóri framkvæmdi liðskönnun. Fang- arnir voru reknir í hóp spölkorn frá hinum. Allir, yfirmenn, undirmenn og fangar, voru ákaflega aðþrengdir. Edwards var í buxum, skyrtu og skóm. Sokka hafði hann enga. Hamilton læknir var líkt klæddur, en hann var þó skólaus. En hann hafði náð með sér lyfjakistunni og hann hvíslaði því að mér, að handrit mitt væri þar óskemmt. Flestir hásetanna voru naktir að beltisstað, en höfðu þó allir náð sér í buxur. Fjórir fanganna voru allsnaktir og hinir höfðu aðeins mittisskýlur. Við vörum allir berhöfðaðir og sólbrenndir. Einkum þjáðist Muspratt mikið af sólbruna. Þó hefði Edwards ekki skipt sér af líðan okkar, ef Hamilton læknir hefði ekki beðið hann að láta okkur fá skjól yfir höfuðið. Edwards gekk um gólf fyrir framan hópinn stundarkorn. Við höfðum tekið að safnazt saman fyrir framan bátana, sem nú átti að fara að setja á flot. Hvergi sást ský á himni og hafið var blátt. Við biðum þögulir eftir því, að skipstjórinn tæki til máls. Loks sneri hann sér að okkur. — Piltar, sagði hann, — við eigum fyrir höndum langa leið og hættulega. Næsta höfn, þar sem hjálpar er að vænta, er hollenzka nýlendan Timor, sem liggur í 12—15 hundruð milufjórðunga fjarlægð. Við þurfum að fara fram hjá mörg- um eyjum á leiðinni og flestar þeirra eru byggðar villimönn- um. Birgðir okkar eru svo naumar, að hver maður hlýtur að fá mjög lítinn skammt. Samt sem áður mun þetta endast okkur, ef sparlega er á haldið. Sérhver okkar, yfirmenn jafnt sem undirmenn, munu fá það, sem hér segir, og verður út- hlutað klukkan 12 á hverjum degi: Tvær únsur af brauði, hálf únsa af súputeningum, hálf únsa af maltextrakti, tvö lítil glös af vatni og eitt glas af víni. Ef við verðum heppnir með veður, komum við ef til vill til Timor eftir fjórtán daga, en við megum þó varla búast við slíkri heppni. En enda þótt einhverjar hindranir mæti okkur á leiðinni, munum við ná ákvörðunarstaðnum eftir þrjár vik- ur. Við verðum að flytja birgðirnar að mestu í stóra skipsbátn- um. Vegna þess verða bátarnir að halda saman. Ég ætlast til þess, að þið sýnið mér fullkomna hlýðni. Ör- yggi okkar er komið undir aga og það verður refsað strang- lega fyrir allan mótþróa. William Bligh hefir farið sömu vegalenga og við. Bátur hans var ennþá meira hlaðinn og vistir hans ennþá minni. Hann hlýtur að hafa farið fram hjá nálægt þeim stað, sem við dveljum nú á, og þá höfðu menn hans róið og siglt bátn- um 1800 til 2000 mílufjórðunga. Hann komst til Timor án þess að hafa misst meira en einn mann af skipshöfninni. Það, sem hann hefir gert, getum við líka gert. Edwards sneri sér nú að okkur föngunum. — Hvað ykkur viðvíkur, sagði hann, — þá megið þið ekki gleyma því, að þið eruð uppreisnarmenn og sjóræningjar, og þið verðið fluttir til Englands, þar sem þið eigið að þola hegn- ingu þá, sem þið verðskuldið. Stjórn Hans Hátignar hefir skip- að mér að halda 1 ykkur lífinu. Þá skipun ætla ég að reyna að framkvæma. Þetta var í fyrsta skipti og raunar í eina skiptið, sem hann talaði við okkur. Nú voru bátarnir settir á flot og okkur var raðað í þá. Við Morrison og Ellison vorum látnir fara í bát skipstjórans. Brottförinni var frestað vegna heilsufars Connells háseta. Það var hann, sem hafði drukkið sjó í því skyni að slökkva þorstann. Alla undanfarandi nótt hafði hann verið brjálaður, og það var bersýnilegt, að hann átti ekki nema fáeina klukku- tíma ólifaða. Eins og heilsu hans var farið, var ekki hægt að fara með hann um borð. Hann þjáðist mikið og létum við okkur víti hans að varnaði verða. Dauðinn miskunnaði sig yfir hann um klukkan tíu um morguninn, og þar sem okkur lá á að komast af stað, var engin athöfn við jarðarför hans. Það var tekin grunn gröf og jarðarförin stóð ekki nema í fimm mínútur. Kórall var lagður á gröf hans. Enginn brezk- ur sjómaður mun hvíla á afviknari stað. Við flýttum okkur nú í bátana og héldum af stað í áttina til Timor með bát skipstjórans í broddi fylkingar. XIX. TÍU LANGIR MÁNUÐIR. Við fengum góðan byr og gott var í sjóinn, og segl voru undin upp um leið og við fórum frá hólmanum. Edwards sat við stýrið. Hann var jafn tötralega til fara og m»nn hans, en

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.