Alþýðublaðið - 03.10.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.10.1939, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 3. OKT. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ Og konungurinn ætlaði að kvænast henni, enda þótt erki- biskupinn hristi höfuðið og hvíslaði, að þessi fallega skóg- armey væri sennilega galdrakerling, sem hefði töfrað kon- unginn. En konungurinn hlustaði ekki á það. Hann lét leika á hljóðfæri, bera fram gómsæta rétti og fegurstu meyjar dansa fyrir hana. En konungurinn hlustaði ekki á það. Hann lét leika á hljóðfæri, bera fram gómsæta rétti og fegurstu meyjar dansa fyrir hana. Og hún var leidd gegn um angandi blómagarða inn í fegurstu og skrautlegustu sali, en ekk- ert bros kom fram á varir hennar, og sorgin var í augum hennar. Hraður og ákafnr Leikhúsið: Brinhljéð, leikrit i 4 pátt- la, ettir Uft Gnðinndsson leibnr nilli H. R. og Vikings. K. R. T8BB með 3:2. FYRSTI kappleikurinn í haustkeppni knattspyrnu- fél. fór fram í fyrradag milli K.R. og Víkings. Var keppt um svokallaðan Walters-bikar, en hann gaf frú Helga Sigurðsson til minningar um mann sinn, Walter Sigurðsson konsúl, en hann var áhugamaður í knatt- spyrnu. Áður en leikurinn hófst, flutti Erlendur Pétursson stutta ræðu og gat Walters heitins Sigurðssonar og áhuga hans og þátttöku í knattspyrnuíþrótt- inni. Leikurinn milli K. R. og Víkings var ákaflega spennandi og einhver sá hraðasti, sem hér hefir sést. í fyrri hálfleik setti Víking- ur eitt mark. En í síðari hálf- leik setti K.R. 3 mörk og Vík- ingur 1. Þar með vann K.R. með 3:2. Síðast setti Víkingur Brand Brynjólfsson fram — og veikt- ist vörnin geysilega við það. Haraldur Gíslason, sem var á kanti hjá K.R. var áreiðan- lega bezti maðurinn á vellinum. Er hann einhver eldfljótasti maðurinn meðal knattspyrnu- manna. Keppninni er þannig hagað, að leikirnir verða ekki nema þrír. Það félag, sem tapar, fær ekki að keppa aftur. Næst eiga að keppa Valur og Fram og síðan til úrslita K.R. og það fé- lag, sem vinnur í næsta leik — Valur eða Fram. Fjqrði ffokkur úr K.R. og Víkingur kepptu í gær í nokkr- ar mínútur, fyrri hálfleik á undan aðalleiknum og hinn síð- ari milli hálfleikja. Furðanlega gott skipulag var hjá báðum liðum og lauk leiknum með jafn tefli 1:1. Karlakór Reykjavíkur söng vel við þetta tækifæri — en slíkur „luxus“ er alveg ó- þarfur við kappleiki. Ak. Söngfélagið Harpa. Fundur í kvöld kl. 8,30 e. h. í Alþýðuhúsin'u við Hverfisgötu, efstu hæð. Áríðandi að allir fé- lagar komi og mæti stundvíslega. —IHP AÐ má óhætt telja. að Leikfélag Reykjavíkur hefi verið heppið með val á leikriti að þessu sinni. Og það er áreiðanlega á réttri leið, þeg- ar það sýnir leikrit eftir ís- lenzka höfunda, því að á þann hátt er einungis hægt að koma á sæmilegri leikmenningu í landinu, en þar höfum við til- finnanlega verið á eftir öðrum þjóðum, ekki síður en á ýms- um öðrum sviðum. Við höfum í hlutfalli við fólksfjölda átt töluvert af ljóðskáldum og sagnaskáldum, en fátt af leik- ritaskáldum, sem nokkur veig- ur hefir verið í. Loftur Guðmundsson, höf- undur leikritsins „Brimhljóð“, hefir sýnt það með þessu leik- riti, að honum er ljóst að mörgu leyti, hvaða kröfur verður að gera til leikritagerðar, og hann hefir fylgt þeim kröfum eftir því, sem unnt var. Hann hefir ekki grafið í gamla hauga eftir efni og uppistöðu leiksins, eða vakið upp drauga, heldur lætur hann leikinn gerast á líðandi stund og persónur hans eru samkenni (typur) þeirra manna, er hann hefir kynnzt á lífsleiðinni. Og umhverfið, sem hann hefir valið, er honum vel kunnugt. Vinnubrögð hans hafa því verið hin skynsamlegustu. Leikurinn hefst nótt eina á Eyjahátíðinni í Herjólfsdal. Því næst sýnir höfundur áhorfend- um inn á heimili kaupmanns. þá inn í beitingakró og að lok um inn á heimili kaupmannsins aftur. Á öllu þessu er sannur veruleikablær. En aðaluppi- staða leiksins er samtvinnuð örlög aðalpersónanna. Hér skal ekki rakinn þráður leiksins, aðeins bent á fáein at- riði. Persónan, sem höfundur virðist hafa lagt einna mesta alúð og rækt við að lýsa, er Bergljót, kona kaupmannsins. Hún elskar Bryngeir formann, vegna karlmennsku hans og hugrekkis, en giftist Sighvati kaupmanni, Hún getur svæft þrá sína um stund með því að telja sér trú um, að hún elski mann sinn, en svo blossar ást hennar upp á ný, og þegar Bryngeir kallar á hana úr djúpi hafsins, þá getur hún ekki annað en hlýtt því kalli. Hún á í hörðu sálarstríði og lýsir höf undur því af miklum næmleik og skilningi. Fleiri persónur eru vel gerðar, svo sem Bryn- geir formaður, Högni mótoristi og Sighvatur kaupmaður. Auðvitað má finna ýmsa galla á leikritinu, enda er það frumsmíð höfundarins. í þætt- inum í beitingakrónni er t. d. enginn stígandi. Og ef aðalper- sónan á því sviði væri í hönd- unum á einhverjum öðrum en Alfred Andréssyni, er ég hræddur um, að þátturinn félli dauður niður. Á köflum eru heimspekilegar vangaveltur, fremur bragðdaufar, og dregur Bergljót (Alda Möller). Bryn- geir, form. (Valur Gíslason). það úr áhrifum leiksins. En í lokaþættinum nær höfundur sér aftur á strik og nær ágæt- um áhrifum í lok leiksins. Meðferð Leikfélagsins var góð, enda hefir leikritið vafa- laust verið vel æft. Frú Alda Möller lék aðalhlutverkið, Bergljótu konu Sighvats kaup- manns. Reyndi mjög á hæfi- leika hennar, því að hlutverkið er hið erfiðasta. Leikur hennar var nokkuð ,,uppstilltur“ á köflum og því ekki svo eðlileg- ur sem æskilegt hefði verið, en að öðru leyti góður og beztur þegar mest reyndi á. Gestur Pálsson lék Sighvat kaupmann vel og eðlilega. Gestur hefir þægilega framkomu á leiksviði, málrómurinn viðfeldinn og hann hefir jafnan góðan skiln- ing á hlutverkum sínum. Alfred Andrésson, Högni mótoristi, setti fjörið í leikinn. Valur Gíslason lék Bryngeir formann og hafði góð tök á hlutverkinu. Ingibjörg Steinsdóttir lék gamla konu. Gaf hlutverkið ekki tækifæri til neinna til- þrifa. Smærri hlutverkum var skilað þokkalega. Leikstjóri er Indriði Waage og virðist hafa leyst hlutverk sitt Vel af hendi. Um sýningu þessa má segja, að hún sé þeim, sem að henni hafa staðið, til sóma. Það virð- ist ef til vill nokkuð djarft í ráðizt af ungum kennara í Vest- mannaeyjum að koma fram með leikrit til sýningar í höf- uðstaðnum, en Vestmannaey- ingar eru bjargsæknir, og þeg- ar þess er gætt, að þetta leikrit er frumsmíð höfundarins, er ó- hætt að segja, að honum hefir tekizt furðanlega vel að klífa þann Heimaklett. Karl ísfeld. Útbreíðið Alþýðublaðið! í beitingakrónni. WAmm NOBDHOFF ,g JAMES NORM^ HALJL: Uppreisnki á Bonnty. 85« Karl ísfeíd ísl®»Kkaði. Þeir komu aftur við svo búið. Við Morrison stungum upp á því við liðþjálfann, að fangarnir væru sendir í matarleit. Þessi uppástunga kom fyrir Edward og samþykkti hann það, þó ekki mótþróalaust. Þegar menn hans gátu ekki fundið annað en fá- eina sæsnígla, vorum við sendir af stað, en auðvitað voru höfð sterk varðhöld á okkur, til þess að sjá, hvað við gætum. Við bjuggum til handfæri úr berki, sem við skárum niður í lengjur og fléttuðum saman. Svo bjuggum við til öngla úr nöglum. Svo lögðum við af stað í einum bátnum, en varð- mennirnir fylgdust með okkur á öðrum báti. Meðan við dvöld- um á Tahiti höfðum við lært að leita að skelfiski. Tveim stund- um seinna komum við aftur með bátinn fullan af fiski, humri, og skelfiski. Það var nægilegt í tvær máltíðir handa öllum hópnum. Edward skipstjóri lét ekki 1 ljós þakklæti sitt með einu orði, og um leið og við komum, vorum við reknir frá hin- um. , Á þessum stað, sem Edward nefndi „Laforey-eyju“, dvöldum við þennan dag allan og næstu nótt. Við hittum enga eyjar- skeggja, en það var bersýnilegt, að menn komu þangað oft. Þar voru margir stigir og spor sáust 1 sandinum. Nálægt strönd- inni sáum við hrúgur af mannabeinum, sem gáfu til kynna, að þessir menn væru mannætur. Að morgni 2. september stig- um við aftur í bátana, algerlega afþreyttir. Áður «n nóttin skall á, vorum við komnir út á rúmsjó hinum megin við End- eavour-sundið. Þrátt fyrir öll þau ár, sem liðin eru frá því þetta gerðist, man ég ennþá greinilega eftir dapurleika þeim, sem smám saman altók okkur. Timor var í þúsund mílna fjarlægð, og margir okkur voru vonlausir um að komast þangað. Margir skipverjanna voru fremur lingerðir. Því var nefnilega þannig farið, að margir hásetanna voru landkrabbar, sem höfðu enga hugmynd um, hvað sjómennska var. Og þeir voru óvitandi um það, hvað hægt er að komazt 1 góðum skipsbáti, ef rétt er með hann farið. Sem betur fór voru flestir yfirmennirnir á Pandora ágætis sjómenn. Nú, þegar við vorum aftur komnir út á rúmsjó, komu nýjar hættur. Og svo hlaðinn var báturinn, að við urðum að ausa látlaust, Eina austurstrogið, sem við höfðum, var risaskel, sem við höfðum fundið á Laforey-eyjunni, og þær voru þungar og óþægilegar í meðförum. Allan fyrsta daginn fengum við ekki stundarhvíld. Vindur var nú á austan. Stundum urðu allir að ausa, sem vetlingi gátu valdið. Um hádegið var það aðeins með naumindum, að hægt var að útbýta matnum. Um nóttina voru allir bátarnir bundnir saman. En böndin slitnuðu hvað eftir annað. Yfir okkur vofði slík hætta á því, að bátarnir rækjust á og brotnuðu, að við urðum að leysa þá aftur sundur. Með tveggja klukkutíma millibili var hleypt af skoti í hverjum bát, en það kveikti ekki allt af, því að púðrið var blautt. Þegar birti um morguninn, voru bátarnir svo dreifðir — að naumast sást á milli þeirra. Við héldum fyrst, að blái báturinn væri alveg týndur, en þá komum við loks auga á sigluna á honum, þegar h«ctn lyftist upp á öldutopp. Um hádegi höfðum við aftur náð saman og hinum litla vista- skammti var útbýt.t. Ég man vel eftir því ennþá, þegar bátarnir voru að nálgast hver annan um hádegisbilið. Við sáum bláa bátinn svo umkomulausan, þessa litlu skel, nálgast hægt, — hverfa ofan í bylgjudalina og rísa aftur upp á öldutoppunum. Loks greinir augað tötralega, þreytulega menn, sem ausa, — ausa viðnámslaust. Þegar nær dregur sjáum við, hve menn- irnir eru þjáðir, hve augu þeirra lýsa miklu vonleysi. Við litum hver á annan eins og afturgöngur. Stundum hrópaði Edwards til yfirmannanna á hinum bátunum: — Hvernig gengur, herra Corner? eða \ — Líður vel hjá yður? herra Passmore? Þá var stundum svaráð: — Það gengur ekki sem verst, skipstjóri. Svo var bátunum lagt saman, meðan verið var að s#«da hinar lítilfjörlegu vistir frá báti til báts. Hamilton læknir var ómetanlegur félagi skipbrotsmannanna í rauða bátnum. Hann þjáðist jafnmikið og hinir, en þegar bátverjar hittust um hádegið, fyllti hann alla hugrekki og glaðværð. Mér þótti vænt um það vegna Muspratts og Bur- kitts, að læknirinn skyldi vera í þeirra báti, því að Parkins var yfirmaður í þeim báti. Ef læknirinn hefði ekki verið þar líka, hefði Parkins áreiðanlega fundið eitthvert ráð til þess að kvelja fangana meir en nauðsynlegt var. Einkennilegur atburður varð einn daginn, þegar vatninu var útbýtt. Gamall háseti, Thompson að nafni, hafði haft með sér peningapyngju. Það voru laun hans, sem hann hafði safn- að saman um mörg ár. Skoti sat við hlið Thompsons, McPher- son að nafni, Thompson var búinn að olrakka ainn vatns-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.