Alþýðublaðið - 06.10.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.10.1939, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 6. OKT. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ Hana langaði til þess að trúa honum fyrir leyndarmáli sínu, en hún þorði það ekki. Þög- ul varð hún að vinna verk sitt í leyni. Þess vegna læddist hún frá honum á nóttunni og fór inn í litla herbergið, þar sem brenninetlurnar voru. Og hún prjónaði eina skyrtuna af annarri, en þegar hún var að byrja á þeirri sjöundu, átti hún elcki meiri hör. Júlíana Sveinsdóttir listmiálari tekur þátt í haust- sýningunni í CharLottenborg í Kaupmannahöfn, og á hún þar 15 málverk. Kaupmannahafnar- blaóiö „Berlingske Tidende" seg- ir, að það séu merkileg lista- verk. FO. „Hið göfuga hlutverk hýenunnar“ Halldór Kiljan hneykslaöist um dagjnn á því, aÖ Danir skyldu gera hlutleysissamning við Þjóð- verja, en þegar Rússar gerðu samning við Þjóðverja um aö ráðast á Pólverja, þá hneyksl- aðist Kiljan ekki. En nú er Kiljan hneykslaður aftur, og það er yfir orðbragði íslenzkra blaða, að kalla Sovét-Rússland hýenu, og segir, að slíks orðbragðs muni engin dæmi erlendis. Hve fráleit þessi aðfinnsla Kiljans er, má sjá af þvi, að hið merka blað „New York Times“ fer 18. sept- svofelldum orðum um það, sem þá er fyrir dyrum: „Þýzkaland Ieggur bráðina að velli, en Sovét- Rússland mun hirða þann hluta hræsins, sem Þýzkaland getur ekki hirt. Rússiand mun leika hið göfuga hlutverk hýenunnar.“ Auglýsið í Alþýðublaðinuí Svanirnir. Hún var þögul, því að ef hún hefði sagt eitt orð, hefði það kostað frelsi bræðra hennar, en úr augum hennar skein ást á hinum góða, fallega konungi, sem gerði allt, sem í hans valdi stóð, til þess að gleðja hana. Verzlunum verður f ram vegls elunlg lokað kl. 6 á fðstudðgum. ■ •»---- Umræður f bæjarsfjérn, sem væg^ ast sagt voru ntjég preytanéi. A KAFLEGA þreytandi umræður fóru fram á bæjarstjórnarfundi í gær um lokunartíma sölubúða og hinar nýju reglur um hann. Þetta mál hefir legið hvað eftir annað fyrir bæjar- stjórn og eiginlega verið á dagskrá við og við um lang- an tíma. Aðallega var deilt um það, hvort loka skyldi verzlun- arbúðum framvegis, einnig á föstudagskvöldum kl. 6. Mæltu þau Jón Axel Pétursson og Soffía Ingvarsdóttir sérstaklega á móti því. Þau sýndu bæði fram á það, að margir verka- menn og iðnaðarmenn, sem annars hafa vinnu, fá kaup sitt greitt á föstudögum seinni partinn — og að ástæður væri þannig oft hjá þeim, sem ekki hefðu miklar tekjur, að beðið væri eftir vikukaupinu á föstu- dagskvöldum til að kaupa fyrir það ýmislegt, sem heimilið van- hagaði um. Þetta væri þó ekki aðalatriðið, þó að sjálfsagt væri að taka það með til athugunar, þegar rætt væri um þessi mál, hitt væri enn veigameira, að verkamenn og iðnaðarmenn, sem hafa atvinnu, vinna jafn- aðarlegast og flestir allt af til kl. 6 á kvöldin. Hvenær eiga þessir menn að verzla? Hvenær eiga þeir að kaupa sér föt, skófatnað o. s. frv., þó að heimilisfólk þeirra geti ef til vill keypt aðrar vörur til heim- ilisins? Þá er með því að samþykkja að loka búðum kl. 6, einnig á föstudögum, næstum komlö í Vegj fyrjr það, að konur verkamanna og iðnaðarmanna, sem ekki hafa vinnustúlku, en hafa ung böm, geti farið í búðir. Margar þessar húsinæður bíðia einmitt eftir því, að merrn þeirra korni heim, svo að þær geti skroppi'ð í búðir á föstudags- kvölidum, en hann litið til barn- anna. Bæði voru þau Jón Axel og Soffía alveg andvíg því, að búð- um yrði iokað á föstudögum kl. 6. Eina svarið gegn þessari skoð- un kom frá frú Guðrúnu Guð- laugsdóttur. Hún sagðist vita það, að konur sem ekki hefðu vinnustúlku, væru einmitt að koma börnum sínum í náðir kl. 6— 8 á kvöldin og færu því aldrei í búðir á þessum tíma. Það er rétt, að þetta er venjan á heimilum, en þó er nú aöallega gengið frá bömurn í rúmin kl. 7— 8 á kvöldin. Og um þetta þarf ekki að ræða, því að allar konur vita það sjálfar, að þær hafa einmitt notað hinn lengri opnunartíma búða á föstudags- kvöldum til að skreppa í (búðfir. Það var þó samþykkt og einn- ig að aðalbúðir brauðgerðarhúsa mættu vera opnar á sunnudögum 'tíl kl. 5. Þessar samþykktir gilda fyrst um sinn yfir vetrarmánuðina. Nokkur mmningar- orð um Jón Ein- arssen frá Snganda- firði. / HINN 24. september barst mér andlátsfregn hins gamla sveitunga mins og vinar Jóns Einarssonar formanns og fyrrverandi íshússtjóra á Suð- ureyri í Súgandafirði. Mig setti hljóðan við þessa helfrétt, því það var svo skammt liðið frá því að ég kvaddi hann á heimili mínu glaðan og léttan í anda eins og hann átti vanda til, þegar hann var í vinahópi. Með Jóni Einarssyni er geng- inn til moldar einn af hinum eldri brautryðjendum Súganda- fjarðar og máttarstólpi sveitar sinnar. Um Jón mætti skrifa langa og fjölbreytta æfiminningu, en það verður ekki hér gert, að- eins vil ég færa honum mitt síðasta þakklæti fyrir sýnda vináttu í langri sambúð í sama byggðarlagi, og síðast og ekki sízt, fyrir þann tíma. sem ég átti með honum á sjónum. Fyrir allt þetta minnist ég hans sem hins ágætasta og bezta manns í hvívetna og í sjó- sókn var hann kappsamur, afla- maður hinn bezti og stjórnsemi öll bar vott um, að þar var mað- ur, sem var starfi sínu vaxinn. Jón Einarsson var einn þeirra manna, sem var fámáll og fá- skiptinn í hversdags viðmóti og gaf sig lítt að hávaða hins nýja tíma, en hann bjó yfir ótæm- andi fróðleik okkar beztu bóka og varði öllum sínum frítíma til þess að afla sér þess, sem góðar bækur geta veitt þeim, sem ekki átti kost á að sitja lang- dvölum á skólabekknum í æsku. Öll hans verk einkenndust af því, að þau voru unnin af trú- mennsku og samvizkusemi og hann lét sér sérstaklega annt um að þau yrðu sem heillarík- ust og bæru sem mestan arð fyrir þá, sem með honum unnu, jafnframt því að vera honum sjálfúm til sóma, og slíkir menn eru sómi sinnar samtíð- ar. Jón átti því láni að fagna að eiga mannvænleg börn, sem öll urðu honum til sóma, enda nutu þau góðs uppeldis í skjóli góðr- ar móður, sem hélt um stjórn- völ heimilisins af jafnmikilli snilld og hann sjálfur gerði í sjósókn sinni í vestfirzkri skammdegisnótt. Það eru margir ungir menn, sem hugsa hlýtt um minningu Jóns Einarssonar og minnast þess, að hann kenndi þeim fyrstu handtökin í sjómennsku. Því hann hafði sérstakt yndi af því að hafa með sér sem mest af drengjum að sumri til, þegar hann hélt báti sínum úti við handfæraveiðar, og öllum þeim reyndist hann sannur faðir í hvívetna og kom þar skýrt fram hin mikla Ijúfmennska, sem honum var meðfæddur eiginleiki í dagfarslegri fram- komu við hvern sem var. Þótt skjótt drægi ský fyrir sólu þessa jarðneska lífs þessa Frh. á 4. síðu. Ármane Halldórsson: Slgmand Freud T NN á milli stríðsfregnanna, •*• sem útvarpið fiutti á sunnu- dagikvöldi'ð 24. sept. var skotið þeirri frétt, a'ð Sigmund Freud, fyrrverandi prófessor við háskói- ann í Wien, hefði iátizt í Lon- don 83 ára a'ð aldri. Ég veit ekki, liversu margir útvarpshlust- endur hafa veitt þessari fregn at- hygli og enn síður, hve margir liafa gert sór grein fyrir þvi, hvi- líkum æviferli hér var lokið. Sigmund Freud byrjar eitt af ritum sínum (Das Unbehagen in der Kultur) á svofelldum orðum: „Það er varia hægt að forðast þá tilhugsun, að mannfólkið leggi rangi mat á ver'ðmæti lífsins. Menn sækjast eftir völdum, upp- hefð og fjármunum og dá ailt þetta hjá öðrum, en aftur á móti vanmeta menn hin raunverulegu verðmæti. Og þó er sú hæíta fólgin í því að kveða upp svo almennan dóm, a'ð ekki sé naegi- lega litið á hin margbreytilegu auðæfi mannssálarinnar. Það eru til menn, sem samtíðin hefir ekki synjað um aðdáun, þótt mann- gildi þeirra hafi verið af allt öðrum toga spunnið og afrek þeirra ligigi víð-s fjarri lífshug- sjónum fjöldans.“ f skýrara máli verður varla lýst því, sem aðgreindi Sigmund Freud frá venjiulegum miönnum. Hann leita'ði annarra verðmæta í lífinu en metorða og fjársjóða og það af svo mikilli elju og innri þörf, a'ð jafnvel fáir munu hafa fært fórnir á altari Mamm- ons áf slíkum eldmó'ði. Og þau verðmæti, sem hann kappkostaði svo að afla sér, voru meiri og dýpri skilningur á manneðiinu bæði til handa sjálfum sér og öllu mannkyni. Þau afrek, sem hann kom til Ieiðar með þessari einkennilegu viðieitni, sæta furðu. Líklega hef- ir enginn einn maður á nokkurri öld lagt annað eins af mörkum til sálfræ'ðilegra vísinda sem hann. Einn hinna allra merkustu núlifandi sálarfræðinga, William McDougali, sem þó er um margt mjög ósammála Freud, kemst svo að orði um hann, að hann hafi auðgað sálarfræðina meira en nokkur annar maður frá dög- um Aristotelesar. Og skil ég varia, að um það verði deilt. Starf Freuds var svo ví'ðtækt og auðugt, að það kosíar mikið nám að gera sér grein fyrir því. Ritsafn hans er í 12 bindum, sem hvert er um 500 bls. Þar ritar hann um flest hugsanleg mannleg efni: sálarfræði, sálsýkisfræði, trúarbrögð, þjóðfélagsmál, bók- menntir, listir o. fl. o. fl. Má af þessu ráða, að hann hefir eigi færzt alliítið í fang. Hann hefir og sætt mikilli gagnrýni. Margt af þeirri gagnrýni er efalaust réttmætt, en miklu meira órétt- mætt. Sigmund Freud er fæddur 6. maí 1856 pg er af gy'ðinglegu for- eidri. Sagan segir, að ætt hans hafi flúió til Austurríkis úr Rínar- löndunum unclan gyðingaofsókn- unum á 14. og 15. öld. Fjögurra ára a'ð aldri fiutíist hann með forel'drum sínum til Vínarborg- ar, þar sem hann ól aldur sinn síðan fram að falli Austurríkis, Þá fluttist hann til London og dvaldi þar til dau'ðadags. Fjölskyldan var fátæk. En fað- ir hans lagði mikið kapp á, að drengufínn yrði'settur til mennta vegna óvenjulegra gáfna. Að loknu stúdentsnámi lagði hann stund á læknisfræði. Telur Freud, að lesfur náttúriifræ'ðirita Goeth- es og Darwins hafi vaidið því vali. Á háskólaárunum fé'kk Frieud óspart a'ð kenna á þeirri heift og hatri, sem ríkti í garð Gyðinga meðal þýzkra þjóða. Ætfu menn ávallt að hafa þá 'Sta'ðneynd í huga, ef menn vilja S'kilja líf og persónuleika hans. Sú aðbúð hefir eflaust valdið mestu um, aö hann varð hinn harðsvíraði baráttumaður, engu skeytandi um ofsóknir, háð og spé, sem hann fékk ríkulega út- hlutaö. Á stúdentsárunum (1876—1882) lagði hann aóallega stund á líf- eðlisfræðilegar rannsóknir, eink- um á vefjafræ'ði taugakerfisins. Sóttist honum af þeim ástæðum hið almenna læknisfræðinám til- tölulega seint. Að loknu námi bau'ðst honum dóoentsembætti við háskólann í Vín, en hann þá eklri boðið, sumpart af því að hann haföi ekki efni á að stunda vísindaiðkanir. En af þessu boði má rá'ða, að hann hefir snemma notið álits sem vísindamaður. Hann tók þá að stunda lækning- ar. Áríð 1885 varð hann þó dó- (oent í taugasjúkdómafræði. Fékk hann þá styrk til utanlandsfarar. Var ferðinni heitið til prófessors Charoot í París (föður þess Charoots, sem lét lífið hér við íslandsstrendur hausti'ð 1936). Var hann einn hinn helzti taugasór- fræðingur sinna tíma. Hann gerði m. a. tilraunir með dáleiðslu (hypmosis). Freud notaði líka þá aðferð nokkur ár á eftir. Þegar Freud kom aftur tii Vínarborgar, var þessari nýju þekkingu hans tekið af mikilli tortryggni af læknum borgarinnar, en hann var vanur andúðinni og lét sér hvergi bregða. Það, sem þó olli aðalstraum- hvörfunum á vísindaferli Freuds, var samvinna hans við Jósef Breuer, lækni í Vin. Hann hafði líka notað dáleiðslu við lækningu á taugaveiklunum- Hann tók eitt sinn upp það ráð, að spyrja sjúk- linga, meðan á dáleiÖslunni stóð, Um fyrra líf þeirra, og það kom í ljós, a'ð sjúkd ómseínkenn i n ötóðu í imjög nánu sambandi við ýmsa örðugleiika úr því, einfeum úr ástalífinu. Freud tók þá ásamt Breuer að rannsaka þetta sam- band af mestu elju og gaum- gæfni. Breuer var í fyrstu lengi tregur til þess að birta árángur- inn af þessum rannsóknum, en lét þó að lokum tilleiðast, þegar hinn frægi franski taugasjúk- dómiaiæknir, Pierre Janet, hafði gefið út rit um „móðursýki“. Samvinna þeirra Freuds og Breuers slitnaði árið 1894- Olii því atvik, sem ekki er unnt aö skýra frá hér. Skömmu síðar sté Freud hið mikla skref, að taka upp sálkönn- junaraöferðina í stað dáleiðslunn- ar. Verður þeirri aðferð litillega lýst hér á eftir. Um tíu ára skeiö vann Freud einn og yfirgefinn. Magnaðist andúðin svo gegn honum, að honum var mieinað að stunda sjúklinga á sjúkrahúsum og flytja fyrirlestra í opinberum fyr- iriestrasölum- En upp úr alda- móíunum taka að sækja til hans ýmsir læknar. Hafði hann þá gef- i'ð út eitt hið frægasta rit sitt: D'e Traumdeutung (draumatúlk- un). Heiztir þessara nýju félaga Freuds voru: Alfred Adler, C. Jung, Emest Jones, Bleuler og Stekel. Árið 1908 héldu þeir og aðrir lærisveinar Freuds með sér fyrsta aiþjóðaþing sálkönnuða, i.em síöan hefir verið haldið ann- að hvort ár. Tveimur árum síð- ar stofnuðu þeir með sér alþjóð- legan félagsskap, sem hefir deild- ir í flestum löndum hins mennt- a'ða heims. Gefur þessi féiags- skapur út 3 tímarit. Hið þekkt- asta þeirra er Imago, sem flytur aðalíega greinar um bókmenntir, heimspeki og listir frá sjónar- miði sálfcönnunarinnar. Og 1918 stofnuðu þeir sérstakt bókafior- lag. Mikla athygli vakti það einnig, er hinn kunni, ameríski sálfræð- ingur, Stanley Hall, gekkst fyrir því, að Freud var boðið til Ame- rí'ku 1909 ril að flytja fyrirlestra við Clark-háskólann. Einnig hefir Freud hlotið margs konar viður- kenningu a'ðra, t .d. var hann gerður prófessor við háskólann í Vín og h'eiðursborgari sömu bongar. Sigmund Freud var of fjölþætt- ur maður til þess, að hoinum verði lýst í fám orðum. En ég ætla að nefna nokkra eðlisþeetti

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.