Alþýðublaðið - 09.10.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.10.1939, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. OKT. Í939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝRUPRENTSMIÐJAN j ♦----------------------------* Eip peiF að deyja drottni sínnn? ATVINNULEYSIÐ vex í- skyggilega hrö'ðum skreíum hér í Reykjavík. I byrjun októ- ber voru skráðir atvinnulieysingj- ar samkvæmt upplýsinigum vinnu miðlunarskrifstofunnar orðnir 414. En aðeins viku síðar, eða núna rétt fyrir helgina, voru þeir orðnir 486. Og þó rná gera ráð fyrir því, að þetta sé ekki nema byrjun. Ef aðflutningar stöðvast að meira éða minna leyti, eins og nú er útlit fyrir, á byggingarefni og oðru hráefni fyrir ftann iðnað, sem hér hefir vaxið upp á síð- ustu árum, þá er óhjákvæmilegt, að hundruð eða jafnvel þúsund- ir manna, sem hingað til hafa haft nokkurn veginn stöðuga at- vinnu, bætist við í hóp þeirra, sem ekkert hafa að gera. Það yrði stærri atvinnuleysingjahóp- ur, en nokkru sinni hefir þekkst láður í þessum bæ- Hvað á að verða af jþessum mönnum? Eiga þeir að deyja drottni sínum? Það er ekki ann- að sýnilegt, ef taka má mark á Morgunblaðinu, öðru málgagni bæjarstjórnarmeirihlutans, í gær- morgun. Það siegir í ritstjórnar- grein um atvinnuástandið í bæn- um: „Eitt er víst, og það verð- um við að gera o-kkur ljóst nú þegar, að hvorki Reykjavikurbær né ríkið — og ekki heldur í sameiningu — verða þess megn- ug, að sjá þeim fjöimenna hóp atvinnuleysingja fyrir vinnu, þeg- ar kemur fram á veturinn og neyðín fer að berja að dyrum 4 heimilum fólksins". Er þetta allt og sumt, sem flokkur bæjarstjórnarmeirihlutans hé'fir áð ségja um alvarlegasta vandamálíð, sem nú er fram und- án hér í bænum? Heldur hann, að hann feomizt hjá því með slík- um yfirlýsingum, að sjá atrámu- leysingjunum að einhverju leyti farborða á einn eða annan hátt. Það getur þó ekki hjá því farið, að þeir lieyti á náðir fátækra- framfærisins, ef þeir fá ekki at- vinnu, sem nægir þeim til þess að geta framfleytt sér og sínum. Það nægir ekki aÖ stöðva að- streyniið til bæjarins; eins og Morgunblaðið er að tala um. Og það er hætt við að vinnan við ltítaveituna hröfekvi skammt, þeg- ar tala atvinnuleysingjanna er far in að velta á þúsundum. Ennþá hafa ekki einu sinni tvö hundruð manns fengið atvinnu við hita- veituna. Og eftir þeim upplýs- ingum, sem gefnar hafa verið, er ekki búizt við, að þeir verði nokkurn tíma fleiri en fjögur til f'imm hundruð. Það fer ekki hjá því, að bærinn verði undir slífeum kringumstæð- um, hvort senr honum er það Ijúft eða leitt, að hefjast handa nueð aðstoð ríkisins um atvínnu- bótavinnu til jress að firra þús- undir manna sárustu neyð. Og TSLENZKUM blaðalesendum munu minnisstæðar samn- ingatilraunir þær, er í sumar fóru fram milli Breta og Frakka annars vegar og Rússa hins vegar. Viku eftir viku og mánuð eftir mánuð létu Rúss- arnir líklega, og þegar samn- ingarnir strönduðu í bili, kenndu þeir því um, að það hefði verið af því, að þeir hefðu ekki mátt hjálpa Pólverjum nógu mikið, þ. e. þeir hefðu ekki mátt fara með her inn í Pólland, til þess að hjálpa Pól- verjum við vesturlandamæri þeirra, heldur aðeins mátt leggja þeim til flugvélar og skotvopn. Enn gerðu Bretar og Frakk- ar nýja tilraun til þess að semja við Rússa, því þetta var eina leiðin til þess að bjarga heim- inum frá því, að nýr heimsó- friður skylli á, því ekki myndi Þýzkaland ráðast á Pólland, ef Rússar stæðu með því, ásamt Bretum og Frökkum. En svo einn dag lýsa Rúss- ar því yfir, að þeir séu búnir að gera samning þann við Þjóð- verja, sem lýðum nú er kunn- ur. Þeir eru búnir að gera með sér hernaðarbandalag, og þó það væri ekki gert heyrum kunnugt þá, voru þeir búnir að koma sér saman um, hvernig þeir ættu að skipta með sér Póllandi ög skipta á milli sín ýmsum öðrum sjálfstæðum þjóðríkjum, Hver einasti maður sér, að þessar svokölluðu samn- ingaumleitanir við Frakka og Breta voru ekki annað en flátt- skapur, til þess að dylja sem lengst hvað þeir ætluðu sér. Það er fullyrt, að samningar Stalins og Hitlers, sem árum saman höfðu þóttzt vera svarn- ir fjendur, hafi komið algerlega flatt upp á reyndustu stjórn- nálamenn Frakka og Breta, svo sem þá Daladier og Cham- berlain, svo það er ekki að furða, að þessir samningar kæmu einnig á óvart vorum fjörmikla en klúryrta rithöf- undi Þórbergi Þórðarsyni, sem enginn efi er á að trúði því eins og aðrir, að Rússar vildu af al- efli sporna á móti auðvaldsein- ræði og stríði. Þegar hér var komið, munu flestir hafa séð, að allt kjaftæðið um að vinna gegn „fasisma og stríði“ var ekki nema fals og lygi, en svo mun þó ekki hafa verið um Þórberg. Hann hafði sjálfur fengið tæki- færi til þess að bera saman hnausþykka kálsúpu, er borin var á borð fyrir hann í Sovét- Rússlandi, og lapþunna súpu, er hann hafði fengið daginn áð- ur en hann kom til Rússlands, og hafði þannig sannfærzt um að Stalin væri hinn mesti höfð- ingi. Hann átti því bágt með að trúa, að hér væri það á ferð- inni, sem allir aðrir þó sáu, og mun það hafa hvarflað að Þór- bergi, að Stalin myndi vera það mál þolir enga bið. Jón Axel Pétursson, sem hóf umræður um atvinnúleysið á síðasta bæjar- stjórnarfundi, upplýsti, a'ð það myndi ekki standa á ríkisstjórn- inni, að gera allt, sem í hennar valdi stæði til þess að mæta því. En það stendur enn á bæjarstjórn anneirihlutanum. Það vantar þó ekki verkefnin. Það er nauðsyn- legt með tilliti til minnkandi að- flutninga sökum stríðsins að auka framleiðsluna á ýmsum nauðsynjavörum, svo sem garðá- vöxtum, hér innanlands. Og það mætti haga atvinnubótavinnunni og öðrum ráðstöfunum bæjarins og ríkisins samkvæmt því. Það þarf bara að hefjast handa áður en í óefni er kornið. ÓlaSur Frlðrgkssom Stalin gerist landvinninga- maður en Þórbergur Rússi. vitrari en hann sjálfur, og hefði hér fundið upp eitthvert nýtt ráð til þess að vinna á móti „fasisma og stríði“, og það svo fjandi slungið, að jafnvel Þór- bergur skildi það ekki. Og þeg- ar einn af kunningjum Þór- bergs sló því fram, að ekki myndi líða langt, þar til Rússar færu að berjast með Þjóðverj- um, var Þórbergur svo sann- færður um að það kæmi aldrei fyrir, að hann gekk óbeðinn 1 ábyrgð fyrir Stalin og setti hið mjög svo göfugmannlega höfuð sitt í veð fyrir því, að slíkt myndi ekki ske: Hann bauðst til þess að hengja sig, ef Rússar færu að berjast með Þjóðverj- um. Svo hófst stríðið. Pólski her- inn lét undan síga fyrir ofur- magni mannafla, stórskotaliðs og flugvéla, er Þóðverjar tefldu fram. Loks stöðvaðist herlína Pólverja, og þeir veittu fullt viðnám. En hvað skeður þá? Rússneski rauðherinn ræðst inn í Pólland, eftir gervöllum landamærunum, frá norðri til suðurs, þrjár milljónir manna með öllum hernaðartækjum, og er auðvelt að skilja, áð vörn Pólverja hlaut að verða fljót- lega lokið, þegar þannig var . ráðizt á þá úr tveim áttum. Lenin hafði gefið Finnlandi'i frelsi óneyddur, og þegar í stað játað sjálfstæði jaðarríkjánna að sunnanverðu við Eystrasalt. Lenin hafði samið við Pólyerja árið 1920 um landamærin, og voru það engir nauðungarsamn- ingar, því rauðherinn stóð þá sterkari en hann hafði nokkru sinni verið áður. En síðan það skeði, hafa Rússar aldrei komið með neina kröfu til landa á hendur Pólverjum, enda gat það aðeins verið til þess að efla afturhaldsöflin í Evrópu, og reyndar um allan heim, ef Rússar færu að gera landakröf- ur vestur á bóginn. Evrópa var nú einu sinni búin að sætta sig við að kommúnisminn ríkti 1 Rússlandi, en allir vita, að það land er nógu stórt til þess, að gera þar þá þjóðfélagslegu til- raun, sem Lenin hafði fyrirhug- að (ásamt Bukharin, Rykov, Sinoviev, Kamenev, Kharachan, Crestinski, Pjatakov og fleir um, sem alla er búið að skjóta). Hér er því um algerða stefnu- breytingu að ræða, að þessu leýti, hjá Stalin. Hann hefir lagt á hilluna hina kommúnist- isku utanríkismálapólitík Len- ins og tekið upp gömlu landa- vinningastefnuna, sem ríkti á keisaratímunum. Og aðferðirn- ar, sem hann notar, virðast vera nákvæmlega hinar sömu og Hitler viðhefur. Með innrás rússneska rauð- hersins í Pólland, var veð Þór- bergs fallið. En það er dálítið gaman að athuga, hvað það var, sem Þórbergur lofaði. Eft- ir því, sem hann sjálfur segir frá í Þjóðviljanum 4. okt., mæltist honum á þessa leið: ,,Ef Rússar fara í stríð með nazistum, þá hengi ég mig.“ Og ennfremur hefir hann lofað að hengja sig, „ef þeir fara með herafla til þess að hjálpa naz- istum gegn lýðræðisríkjum Vestur Evrópu, og í því skyni . að gera þá að endaniegum sig- urvegurum í styrjöldinni.“ — Leturbrytingarnar eru settar ----------♦---------- hér eins og Þórbergur setur þær, þó erfitt sé að skilja, hvernig hann hefir farið að því að tala með leturbreytingum. En af þessu má sjá, að Þórberg- Ur hefir lofað: 1) að hengja sig, ef Rússar færu í stríð með nazistum; 2) að hengja sig í annað sinn, ef Rússar færu með herafla gegn lýrðæðisríkjum Vestur- Evrópu; 3) að hengja sig í þriðja sinn, ef þeir gerðu það í því skyni, að gera Þjóðverja að endan- legum sigurvegurum í styrj- öídinni. Margur ákafamaðurinn hefir lofað meiru en hann gat staðið við, en nokkuð lengra hefir Þórbergur gengið en aðrir menn, þar sem hann lofar að hengja sig þrisvar í röð. En þetta er ef til vill vani, sem þeir hafa Yogarnir; við hinir þekkjum ekki þeirra siði. Það er svo að sjá á grein Þórbergs í Þjóðviljanum 4. okt., að hann haldi, að til séu þeir menn, sem hefðu óskað þess, að hann stæði við loforð sitt — og hengdi sig. En þetta er misskilningur hjá honum. Það er enginn mað- ur svo illviljaður, að hann hrylli ekki við þeirri hugsun, að sjá hið gáfulega andlit Þórbergs hanga ummyndað í snörunni eða að sjá lífsloga hans blakta í hinum viðkvæmu nösum hans, eða líða aftur af honum eins og blátt ljós, (en þannig minnir mig að sálin yfirgefi líkamann, eftir trúarbrögðum Þórbergs). En þó enginn óski þess, að Þórbergur fari að hengja sig, þó Stalin svíki sín fyrri heit, þá finnst bæði vinum Þórbergs — óg hinum, það vera klaufa- legt hjá honum að reyna að ljúga sig út úr þessum málum, enda gerir hann það svo ó- hönduglega, að allir sjá það. — Það er líka leiðinlegt að sjá Þórberg varpa fyrri skoðunum í ameríska jafnaðarmanna- blaðinu , „The New Leader“ 1 New York birtist nýlega grein um ísland eftir fréttaritara Lundúnablaðsins „Daily Her- ald“ (enska Alþýðublaðsins) í Ameríku, Harold Butcher, sem kom hingað í sumarleyfi sínu fyrir þremur eða fjórum árum og ferðaðist. um landið. í greininni er íslandi lýst sem eina örugga griðastaðnum sínum fyrir borð, og jafnframt þjóðerni sínu, og gerast þjóð- legur Rússi, til þess að geta fylgt Stalin á landvinninga- braut hans. Hann athugar ekki, að enginn íslendingur má ger- ast málsvari þeirra þjóða, sem leggja aðrar þjóðir undir sig, því sá, sem gerir það, vinnur á móti sjálfstæði íslands. Það er ekki nokkur vafi á, að það er margt hægt að finna að fram- ferði Pólverja, en ein þjóð getur aldrei: komið með þær sakir á aðra þjóð, að það rétt- læti að hún taki af henni sjálf- stæðið og leggi hana undir sig. Þórbergur athugar ekki, að þetta er grundvöllurinn undir sjálfstæði þjóðanna, og að eng- in smáþjóð gæti verið sjálf- stæð, ef stærri eða hernaðar- lega sterkari þjóð hefði rétt til þess að leggja hana undir sig, hvenær sem hún kæmi með sannar eða lognar sakir á hana um, að þegnum hennar eða einhverjum hluta hennar, liði ekki vel. Stórar þjóðir geta alltaf komið með sakir á smærri þjóðir. Það er svívirð- ins ofan á svívirðingu, þegar Rússar hefja rógferð á hendur Pólverjum, jafnframt sem þeir ráðast með öflugan her inn 1 landið. En hvaða orð ég á að viðhafa um það, að Þórbergur flytur þennan róg yfir á ís- lenzku, veit ég ekki, en dálítið er hlægilegt, að hann um róg þennan skuli vitna í áróðurs- rit, sem Rússar hafa gefið út. (Int. Presse Korresp.). Og óvið- kunnanlegt er að finna, að Þór bergur beinlínis skellir tungú í góm yfir óþverranum, sem hann fer með. En þó allt væri satt, sem hann segir, af sví- virðingunum um Pólverja, bætir það ekki á nokkurn hátt framferði Rússanna, Því ef I þetta er gild vörn fyrir innrás Rússa, þá eru svívirðingar Þjóðverja um Pólverja undan- farið, einnig vörn fyrir Þjóð- í hinum menntaða heimi fyrir ógnum stríðsins. Plér er birt mynd, sem fylgdi henni. Undir myndinni stendur: „Here’s the rest of the world, as Iceland sees it“ (Hér er umheimurinn, séður frá íslandi). Það er mað- ur, stynjandi undir hinni þungu byrði vígbúnaðarins (arms), arðránsins (exploitation) og fá- tæktarinnar (poverty). verja, að ráðast inn í Pólland, og vörn fyrir framferði þeirra í Tékkóslóvakíu, vörn fyrir ít- ali að leggja undir sig Abessin- íu og Albaníu. Það er vert að veita því eftirtekt, að eftir fyrstu skiptingu Stalins og Hitlers, hikaði Stalin ekki við að leggja undir sig helminginn af höfuðborg Póllands, líklegast þó ekki til þess að frelsa Hvít- Rússana. Að Stalin hefir aftur látið af hendi Varsjá — til vin- ar síns og Þórbergs, Hitlers, er ekki af góðsemi við Pólverja, heldur af tilhliðrunarsemi við Þjóðverja, og líklegast til þess að fá samþykkt Þjóðverja til þess að kúga fram vilja sinn gegn Eistum og Lettum. Einkennilegt er, að Þórberg ur teflir fram Vilhjálmi Stef- ánssyni, Webbshjónunum og Göteborgs Handels och Sjöfarts tidning, til þess að réttlæta með Yeim árás Rússa á Pólverja. Hann virðist halda, að það, sem einhver kann að hafa sagt gott um Sovét-Rússland, fyrir endurbætur þar í landi, sé hægt að nota til afsökunar fyrir allt. annað framferði Rússa; til dæmis þessa nýju drottnunar- pólitík Stalins. Gautaborgartíð- indin hafa þegar látið í ljós allt aðra skoðun á innrásinni í Pól- and en Þórbergur, og ekki er ég í vafa um, að hún hefir vak- ið andúð bæði Vilhjálms Stef- ánssonar og Webbs-hjónanna, eins og yfirleitt allra, nema jjóðlegra Rússa og banda- manna þeirra. Það virðist svo sem að Þór- oergur haldi, að af því að Rúss- ar réðust aftan að Pólverjum, Dá hafi þeir ekki barizt með nazistum, en auðvitað kom það Pólverjum ennþá ver, að þeir réðust að þeim að austan, held- ur en þó að þeir hefðu komið að þeim sama megin og Þjóð- verjar. Pólverjar höfðu ekki nema lítið lið að austanverðu, er veittu viðnám eftir getu. Ég hefi séð fyrstu tilkynninguna, sem rússneska herforingjaráðið gaf út, en það var 17. sept. Er þar sagt frá því, hvernig rauð- herinn — 3 milljónir manna — hrökktu með skothríð á undan sér þunnskipaðar fylkingar pólskra varaliðsmanna (þ. e. manna á fimmtugs aldri), er létu undan síga fyrir ofurmagn- inu. Þár er og tilkynnt, að Rússar hafi þennan dag skotið niður sjö pólskar orustuvélar, en neytt tvær sprengjuflugvélar til þess að lenda. Þess má geta, að í bardögunum við Rússa féll ein af frelsishetjum Pólverja úr heimsstyrjöldinni, sem hvert mannsbarn í Póllandi vissi deili á. Ólafur Friðriksson. Eftirmáli. Ekki get ég sleppt þannig blaðinu, að ég minnist ekki á þann leiðinlega sóðaskap Þór- bergs, að útata allt, sem hann ritar með útlenzkuslettum, þar sem kunnugt er, að Þórbergur kann það í íslenzku, að hann þarf ekki að gera það. Þetta kemur að sönnu ekki málinu við, sem ég er hér að rita um, en af því að ég hefi séð, að sumir eru farnir að taka ruddaskapinn í rithætti eftir Þórbergi, má eins vera, að ein- hverjir fari að herma sletturn- ar eftir honum. En sletturnar í þessari umræddu grein Þórbergs eru: ”á einu bretti,“ ''’kominn á tamp,“ ”og ekki nóg með það,“ ”skorta hreinleika á karakter- inn,“ ”fýrspýta,“ ”uppskakandi tíðindi,“ ”karúsel þróunarinn- ar“ og fleira þessu líkt. Ó. F, HelmurlM, séður frá fslaudi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.