Alþýðublaðið - 17.10.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.10.1939, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 17. OKT. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ♦—--------------------- ALÞÝBUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hana: STEFÁN FÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. j4906: Afgreiðsla. 15021 Stefán Pétursson (heima). ! alþýðuprentsmiðjan »-----—----------------♦ Vonir komm- únista. ÞAÐ eru ekki margar vik- ur síðan kommúnistar þóttust vera að berjast fyrir lýðræði og friði á móti stríði og fasisma og fyrir sjálfstæði smáþjóðanna á móti yfirgangi árásarríkjanna. Og þá vantaði ekki heldur, að þeir tækju munninn fullan, þegar talað var um frelsi og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar. Það var engu líkara en að þeir ætluðu að rifna af vandlætingu yfir öllum öðrum flokkum, sem þeir töldu vel á veg komna með að selja landið í hendur Hitlers. Margir höfðu í einfeldni sinni orðið til þess að leggja trúnað á þennan belging kom- múnista, um frelsi, frið, lýð- ræði og sjálfstæði á undan- förnum árum, ekki sízt eftir að þeir breiddu yfir nafn og núm er og endurskírðu flokk sinn í fyrrahaust. En svo kom vin- áttusamningur Stalins og Hitl- ers og stríðið sem óhjákvæmi- leg afleiðing hans. Og aldrei hefir nokkur flokkur afhjúpað fals sitt eins ægilega og kom- múnistar í sambandi við þá við- burði, sem síðan hafa skeð. Nú tala þeir ekki lengur um lýð- ræði, heldur um ,,bolsévisma,“ ekki um baráttu gegn stríði og fasisma og stuðning við lýðræð- isríkin gegn þýzka nazisman- um, heldur um baráttu gegn ,,auðvaldsríkjunum“ Englandi og Frakklandi og ekki um sjálf- stæði smáþjóðanna, heldur „innlimun þeirra undir bolsé- vismann“, eins og þeir orðuðu það í fögnuði sínum, þegar Sovét-Rússland réðizt með Hitler-Þýzkalandi á Pólland og lagði undir sig helminginn af íbúum þess. Og nú ganga þessir vinir smáþjóðanna og verðir ís- lenzks sjálfstæðis um götur Reykjavíkur þessa síðustu daga og hælast yfir því í viðtölum yið menn, að Sovét-Rússland muni á næstunni ekki aðeins leggja undir sig Finnland, held- ur og Svíþjóð og Noreg, og harma það bara sáran, að það skuli ekki ná til okkar hér úti á íslandi fyrir enska flotan- um! En að sjálfsögðu má slíkt þugarfar ekki sannast opinber- lega á kommúnistaflokkinn. — Þess vegna lætur blað hans, Þjóðviljinn, sér nægja það, lofsyngja frelsið, sem Pólverjar hafi öðlast við innlimunina í Sovét-Rússland og Eystrasalts- þjóðirnar við nauðungarsamn- ingana, sem þær urðu að und- irskrifa í Moskva. Um Finn- land er hinsvegar farið sem fæst um orðum. Bersýnilega treystir kommúnistablaðið því ekki, að við íslendingar séum enn, sem komið er, meðtækilegir fyrir þann fagnaðarboðskap, að Finn- mál, sem nú talað iklð er EIRTÍMAR, sem við nú lifum á, ættu að verða, ekki sízt verkalýðsstéttun- um góð bending um það, hvernig haga eigi baráttunni fyrir bættum kjörum, hvað kaup og vinnutíma snertir, aukin lýðréttindi og bætta þjóðfélagsaðstöðu. Nútíminn er sannkallaður skólatími fyrir alla. Daglega klingja í eyrum okkar fréttir um það, hvernig hinn minni máttar verður að lúta í lægra haldi fyrir hinum sterkari, hvern- ig utanstefnutíminn gengur aftur í sögu þjóðanna. Naz- isminn tók þessa aðferð upp í nútímanum og síðustu dag- ana hafa hinir rússnesku kommúnistar stefnt til sín hverri smáþjóðinni á fætur annarri og sett henni skil- yrði og úrslitakosti, ef ekki yrði orðið við þehn, skyldu þær útþurrkaðar með öllu og nafn þeirra afmáð! Þessi andi er ríkjandi í smáu sem stóru, og gagn- vart atvinnurekendunum hefir alþýðan álíka aðstöðu og smáríkið gegn hinum nazistisku og kommúnist- isku stórveldum. Þeir, sem hvorki eiga vörn né skjól í eigin afli eða hjá góðum vinum, eru miskunnarlaust kúgaðir. í tæpan aldarfjórðung hefir íslenzk alþýða unnið að því sleitulaust að byggja upp sam- tök sín, og henni til heiðurs má segja það, að henni hefir tekizt að byggja upp svo góð samtök, að þau eru miklu sterkari en samtök þau, sem alþýða í öðr- um löndum hefir byggt upp á fyrsta aldarfjórðungi starfsemi sinnar. En þó að svona vel hafi tekizt til að byrja með, þá má enginn Nerkamaður, sjómaður eða verkakona gleyma því nokkru sinni, að þetta er aðeins byrjunin, og að það veltur á því hvernig starfsemin gengur nú og í framtíðinni, hver ár- angurinn verður. Fyrst og fremst verður að gæta þess, að fylkingarnar riðlist ekki, enda á þess ekki að vera nein þörf, þar sem allir verkamenn hafa sömu "htagsmuni, og hér á landi getur ekki verið um nema eina stefnu að ræða í verkalýðsmál- um, hina lýðræðis og umbóta- sinnuðu baráttu. Upp úr verka- lýðssamtökunum hér óx Al- ar eigi nú einnig að öðlast frelsið úr föðurhendi Stalins, hvað þá heldur Svíar og Norð- menn. Og sem sagt: Sjálfir get- um við hvort sem er ekki orðið slíkrar sælu aðnjótandi fyrr en sovétflotinn er orðinn eitthvað stærri! „Varnarbandalagið“ verður að nægja okkur þangað til! En við vitum nú þegar í stríðsbyrjun ofurlítið um það, hvað fyrir þessum trúboðum Stalins vakir hér á landi. Og það eru sannast að segja engar smáræðis vonir, sem þeir gera sér. Landsstjóraembættinu mun að vísu enn ekki hafa verið ráðstafað. En við förum nú að minnsta kosti að skilja það, hvað Einar Olgeirsson átti við, þegar hann var svo kurteis og hugulsamur í útvarpsræðu sinni á tuttugu ára fullveldisafmæli íslenzku þjóðarinnar, að bjóða okkur upp á vernd Sovét-Rúss- lands! ----------*--------- þýðuflokkurinn, það var ekki Alþýðuflokkurinn, sem skapaði þau. Samtökin efndu til flokks- stofnunarinnar af brýnni þörf. Verkamennirnir sáu að barátta þeirra fyrir bættu kaupi og bættum skilyrðum við vinn- una gat ekki borið árangur nema með því, að þeir ættu pólitískt baráttutæki, sem þeir gætu beitt í löggjafarmálunum. Og þetta tókst. Með stefnu og baráttu Alþýðuflokksins hefir verkalýðurinn í landinu skapað sér réttindi og umbætur, sem hann hefði aldri getað aflað sér með verkalýðsstarfseminni einni saman, réttindi, sem breyta mjög aðstöðu hans í þjóðfélaginu til batnaðar og gera hann lagalega jafn- réttháan og atvinnurekandann. Með því er skapað sjálfstæði meðal. alþýðunnar gagnvart öllum, en eldri menn muna vel tvenna tímana hvað það snert- ir. En samt sem áður vegna mismunandi kjara er aðstaða verkamannsins og atvinnurek- andans ólík, og við sjáum dags daglega hvernig atvinnurek- andinn notar sér þá aðstöðu. Gegn því, að sú aðstaða þrengi enn kjör hins vinnandi fjölda er baráttu samtakanna stefnt. Kaupið «b verkameuB- irnir. Hér skulu aðeins nefnd tvö dæmi, sem nærtækust eru: Þegar gengislögin voru 1 und- irbúningi, og sýnt var, að ekki yrði komizt hjá því að lækka gengi íslenzkrar krónu, átti það að bitna á verkalýðnum. Kaup hans átti að lækka sem svaraði lækkun krónunnar. eða sem svaraði verðhækkuninni, sem hlaut að verða bein afleiðing af gengislækkuninni. Það voru til menn og þeir valdamiklir, sem töldu að lítil aridstaða ýrði gegn þessu vegna ástandsins í sam- tökum alþýðunnar, sundrung- ar, sem geisaði innan þeirra. En þessi tilraun mistókst að mestu. Láglaunamenn fengu þýðingar- mikla tryggingu gegn verð- hækkuninni. —- Inn í lögin tókst að setja ákvæðin um kauphækkunina samkvæmt föstum reglum, sem miðast við dýrtiðaraukninguna. Hátekju- menn, og að vísu margir að auki, sem ekki hafa meira en þurftarlaun, en eru þó fasta- launamun. urðu áð taka við dýrtíðaraukningunni, án þess að bætur kæmu í staðinn. Þetta tókst vegna þess að alþýðan átti sitt baráttutæki, Alþýðu- flokkinn. Honum tókst þó ekki að framkvæma þessa stefnu að fullu. Vitanlega hefðu iðnaðar- menn átt að fá kauphækkun eftir sömu reglum sem hinir, sem höfðu 3600 króna árslaun eða minna, því að dýrtíðin er það mikil hér í Reykjavík til dæmis, að 4800 krónur (400 kr. á mánuði) nægja ekki, þó að fjölskyldan sé ekki stór. Það hefir verið ráðizt á Al- þýðuflokkinn af dæmafárri ó- svífni fyrir það, að honum skyldi ekki hafa tekizt að fá allt það fram, sem hann stefndi að, en ekki er hægt að taka til- lit til þeirra árása. Þessi spurn- ing nægir til þeirra manna, sem hafa stýrt þessum árásum: Hvað hafið þið gert til að gera Al- þýðuflokkinn sterkari? • Allir kannast við hlutverk Héðins Valdimarssonar, sem ekki hefir gert annað síðastlið- in tvö ár en að reyna að rífa Al- þýðuflokkinn niður. Samningar sjómanna. Hitt dæmið er frá síðustu samningum sjómanna við út- gerðarmenn um stríðsáhættu- þóknun og stríðstryggingar. — Fulltrúar frá öllum stéttarfé- lögum sjómanna tóku þátt í þessum samningaumleitunum. Sumir þeirra hafa ekki áður staðið í miklu stímabraki um kaup og kjör sjómanna og það kom þeim líka nokkuð á óvart, hve harða baráttu varð að heyja um hvert eitt og ein- asta atriði. Atvinnurekendurnir höfðu í þessum samningum bókstaflega ekkert annað sjónarmið en sina eigin hagsmuni eða félaga sinna. Þeir vildu ekki láta nema það allra minnsta í hverju máli, sem minnsta á- hættuþóknun, sem lægsta slysa- og líftryggingu og þeir börðust hart fyrir því, að á- hættusvæðin væru ekki talin nema sem allra minnst og komu þeir með sjónarmið t. d. hvað þetta snertir, sem bók- staflega náðu ekki nokkurri átt. Fulltrúar sjómanna höfðu vit- anlega eingöngu hagsmuni sjó- manna fyrir augum. Var það og ekki sjálfsagt? Sjómennirriir, sem nú eiga að sigla skipunum, leggja mest í hættu, limi sína og líf. Hver er hins vegar áhætta skipafélaganna eða útgerðar- mannanna? Við samningaborðin var háð barátta, stéttabarátta. Sjómenn fengu meira fram en kröfur þeirra við síðustu launadeilu stefndu að. Þrátt fyrir það fengu fulltrúar sjómanna ekki allt það fram, sem þeir höfðu farið fram á. Allir vissu það af frásögnum blaðanna, hve erfið- lega þessir samningar gengu og samkomulag náðist ekki fyrr en sáttasemjari ríkisins hafði tekið við málinu og ríkisstjórnin og þar á meðal Stefán Jóh. Stef- ánsson hafði haft afskipti af því. Það átti að bera hagsmuni sjómanna fyrir borð — það á alltaf að bera hagsumni hinna vinnandi manna fyrir borð. Sjónarmið atvinnurekandans vill ráða. Sérstaða hinna ríkari gerir kröfu til þess að setja verkalýðnum skilyrði og úr- slitakosti. Hvernig halda menn að þessi barátta hefði farið, ef sjómannasamtökin hefðu verið eins sundruð og t. d. verka- mannasamtökin hér í Reykja- vík? Eftir á koma sömu mennirn- ir. sem áðan voru nefndir, með ósvífnar árásir. Því er t. d. haldið fram í málgagni Iiéðins Valdimarssonar, að Sigurjón Á. Ólafsson og þar með auðvitað allir aðrir fulltrúar sjómanna, þar á meðal Ólafur Árnason há- seti á togaranum Geir, sem er varagjaldkeri Sjómannafélags- ins og tók þátt í þessum samn- ingum, hafi svikið sjómenn, af því að þeir eigi ekki sjálfir að sigla! Og það er eftirtektarvert, að þeir tveir menn í sjómgnna- stétt, sem hæst hafa tekið und- ir þessar árásir kommúnista- blaðsins eru: annar kommúnisti af sauðahúsi Héðins Valdimars- sonar, en hinn kosningasmali fyrir íhaldið, annar bátsmaður og hinn netamaður, báðir með svolítið hærri laun en algengir hásetar og eru reiðir yfir því, að áhættuþóknunin skyldi vera jöfn fyrir alla, en ekki því hærri sem launin voru hærri. Samkvæmt þeirra skoðun og annarra, sem líkt hafast að, er líf láglaunamannsins langt frá því að vera eins mikils virði og laun þess, sem hærra kaup hef- ir. * Með þrautseigu starfi að upp- byggingu sterkra alþýðusam- taka er hægt að bæta kjör al- þýðunnar og gera öryggi henn- ar meira. Öðruvísi hefst það ekki. Það tekst ekki með aðferð kommúnista, gífuryrðum þeirra, upphlaupum og ópum. Enda felur stefna þeirra og starfsaðferðir í sér eyðileggingu á þeim samtökum, sem þeir ná tökum á. Það er staðreynd sönnuð af reynslunni hér á landi og annars staðar. Getur verkalýðurinn þá vænst um- bóta á kjörum sínum frá ílokki atvinnurekenda? Reynslan er líka þar fyrir hendi. Á síðast- liðnu ári gerði þessi flokkur bandalag við kommúnista. Var það af umhyggju fyrir sám- heldni verkamannarúéttarinn- ar? Og til hvers leiddi það bandalag? Hvernig er Hlíf í Hafnarfirði komin? Hvernig er ástandið í Dagsbrún? Reynsla verkalýðsins af ald- arfjórðungsstarfi í verkalýðsfé- lögunum vísar honum leiðina. Og nútíminn kennir honum að standa saman gegn yfirgangi og valdboði, hann kennir honum að öflug verkalýðsstarfsemi og ákveðin pólitísk barátta á grundvelli jafnaðarstefnunnar er eina líf hans, eina vörn hans, eina vopn hans í sókn fyrir betri kjörum. Danmörk, Færeyjiar, Grænland, nefnist nýútkominn bæklingur, þýddur úr dönsku eftir útgáfu Föroya skipara og navigatörfélag. Fjallar bðkin um hrakfarir þær, sem færeyskir fiskimenn hafa orðið fyrir af völdum Grænlendinga. Bókin er prentuð í Steindórs- prenti h. f. SemEibeða komnp únista úti um land illa tekið. VetkallSsféliigln viija ekkert hafa saman vlð kommúnista að sælða. 1r OMMÚNISTAR reyna nú sem mest beir mega að véla verkalýðsfélög inn í samband það, sem þeir eru að reyna að stofna gegn Alþýðusambandi íslands. Hefir Benjamín Eiríksson, sem á að heita undirbúnings- framkvæmdastjóri þessarar sambandsstofnunar, farið víða um landið undanfariö og nú síðast um vestanvert landið. Honum hefir ekkert orðið á- gengt, enda vilja menn, sem minnst hafa saman að sælda við kommúnista. Hefir Benja- mín því tekið upp á því, að „breiða yfir nafn og númer,“ og haldið því fram, að hér væri alls ekki um kommúnistasam- band að ræða. Bæði á Patreksfirði og í Stykkishólmi, en á þessum stöðum var hann síðast, var honum vísað kurteislega á bug. Hér í Reykjavík er sömu sögu að segja. Verkalýðsfélögin telja það ireppilegast, að ekki sé hægt að tengja nafn þeirra á nokkurn hátt við starfsemi kommúnista. Þeir hafa t. d. um langan tíma gert allt, sem þeir hafa getað, til að fá Sveinafélag málara til að samþykkja að ganga í samband- ið og þær tilraunir báru þann árangur k fundi Málarasveina- fél. í síðustu viku, að það var fellt með yfirgnæfandi meiri- hluta að ganga í kommúnista- sambandið. Þannig mun kom- múnistum verða tekið í nær öllum félögum, sem þeir leita til. Munu þau fáu félög, sein s. 1. vetur glæptust á því að veita kommúnistum brautargengi í þessari sambandsstofnun nú | fara að endurskoða fyrri af- stöðu sína. ffiróttaVélag kvenna. Leikfimi byrjar 20. október í Austurbæjarbarnaskólanum. 1. fl. kl. 8—9 e. h. þriðjudaga og föstudaga. 2. fl. kl. 9—10 e. h. þriðjudaga og föstudaga. Handbolti. — Badminton. Kennari verður ungfrú Sonja Björg Pálsson. Upplýsingar hjá formanni, Unni Jónsdóttur, Skólavörðustíg 21 A, sími 3140, næstu daga kl. 6—8 e. h. NB. Félagar vitji félagsskírteina hjá gjaldkera, frú Ellen Sighvatsson, Lækjargötu 2. Yðnr er knnnugt. 1, Að útvegun erlendra vara og allir aðdrættir til lands- ins eru miklum erfiðleikum bundnir. 2, Að læknar og aðrir heilsufræðingar telja mjólk og mjólkurafurðir einhverjar þær hollustu fæðuteg- undir, sem völ er á. 3, Að mjólklsa er nú frábær að gæðum, bseðfi hvað nærlngargildi og bætiefni snerfir. Dragið því ekki stundinni lengur að stóranka neyzln yðar á ofangreindsma fæðutegundum. Yður er ftað sjálfum fyrir beztu, og hagsmunir fijóðarinnar krefjast fiess.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.