Alþýðublaðið - 29.10.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.10.1939, Blaðsíða 2
SirNNUDAGUR 29. OKT. 1939 ALÞYÐUBLAÐIÐ Drír forvígisBeni verkalýissamtakanna nn Algýinblaðið. Jón Axel Pétursson: Swerð og skjoMnr samtakaona ILÍFI OKKAR mannanna eru tuttugu ár ekki langur tími. Er því ekki hægt að segja annað um „blaðið okkar“, Al- þýðublaðið, en að enn sé það á æskuskeiði. Þegar hins vegar athuguð er saga íslenzkra al- þýðusamtaka og þátttaka blaðs- ins í baráttu fyrir bættum kjör- um alþýðunnar í landinu, er það ljóst, að enginn venjulegur unglingur hefir verið þar að verki, svo öflugt hefir það verið í þeirri baráttu. Hvað hefir það þá gert? Þannig spyr vafalaust margur, sem utan við samtökin hefir staðið og sem svipaðan ára- fjölda hefir að baki sér sem Al- þýðublaðið. Frá mínu sjónarmiði — frá sjónarmiði hundraða og þús- unda í alþýðusamtökunum hef- ir Alþýðublaðið verið sverð og skjöldur samtakanna. Á þeim árum, sem þau voru að festa rætur, varði það þau og hlúði að þeim. Það varði þau fyrir alls konar ágangi andstæðing- anna, hlúði að þeim með þvi að auka skilning alþýðunnar á gildi samtakanna og taldi kjark í þá, sem veilir voru. Skilnings- leysið, tortryggnin og vanmátt- arkenndin voru daglegir draug- ar, sem heyja þurfti baráttu við og sem því miður glíma þarf við enn. En rás viðburðanna verður ekki stöðvuð. Alþýðusamtökin hafa vaxið og dafnað þrátt fyrir mörg áföll fyrr og síðar og að sama skapi hefir einnig vaxið og dafnað sverð þeirra og skjöldur. Svo óaðskiljanlegt hefir þetta hvorttveggja verið, að vöxtur annars hefir verið vöxtur hins. Margar stórorustur hafa al- þýðusamtökin háð á undanförn- um árum, stundum með meiri ímynduðum heldur en raun- verulegum styrkleika, en í far- arbroddi hefir blaðið okkar allt- af staðið og með fullum styrk- leika sótt og varið af hinni mestu djörfung. Mér eru sérstaklega minnis- stæðar margar deilur sjómanna við atvinnurekendur um kaup og kjör og seinna meir um rétt- inn til að njóta svefns eitthvað í líkingu við það, sem á sér stað hjá öðrum mönnum, Blöð- in, sem nú þykjast full af um- hyggju fyrir þessum sömu mönnum, spöruðu þá ekki stór orð og mörg í þágu andstæðinga sjómannanna og eitt stóð Al- þýðublaðið og sótti rétt og varði rétt sjómannanna 1 þessu sem öðru. Sigrar þeirra voru sigrar þess. Eg minnist enn fremur margra átaka verkamanna- og verkakvennfifélaganna við at- vinnurekendur, reglulegar stór- orustur stundum; ég man ekki til þess að talað hafi verið máli verkamannanna, túlkaður mál- staður þeirra og réttmæti þeirra krafa, er þeir báru fram, nema í Alþýðublaðinu. Sífelld- ur jarmur „heldri blaðanna“ (eins og hin blöðin oft voru kölluð) um ósvífni, freklegar kröfur leiðtoganna á hendur atvinnurekendum og annað þess háttar var hið venjulega, sem þau lögðu til málanna. Iljá þeim voru það alltaf leiðtogarn- ir, sem vildu hærra kaup, bætt kjör og betri aðbúð — en verka- mennirnir kærðu sig ekki hót um það — vildu það jafnvel ekki. Við þessi og þvílík rök og bardagaaðferðir var að glíma samfara skilningsleysi hjá sum- um, sem barizt var fyrir. Sí- felldar, stöðugar tilraunir til að /eina'ngra forystutnennina, sem Verkamenn höfðu sjálfir valið til að bera fram kröfur sínar, og tortryggja þá hjá verkamönnunum sjálfum. En Alþýðublaðið sótti og varði. Þá minnist ég margra smáfélaga, sem háð hafa harðvítuga bar- áttu fyrir tilveru sinni og bættum kjörum meðlima sinna. Málstaður þeirra hefir verið málstaður Alþýðublaðsins — sigur þeirra sigur þess. Stundum hefir því í seinni tíð verið fljót- lega gleymt af þeim sömu fé- lögum, en það hefir engu breytt — áfram hefir baráttan haldið. Ótrauð og skelegg barátta blaðsins fyrir hagsmunamálum alþýðunnar hefir oft skaðað blaðið fjárhagslega, en í það hefir aldrei verið horft. Mál- staðurinn — réttlætið — hefir ráðið, þótt stundum hafi verið svo þröngt í búi, að þar hefir engu mátt bæta við. Fæsta af þeim, sem í sjálfri baráttunni hafa staðið hverju sinni, hefir grunað það, hversu langt hefir verið gengið í því af andstæð- ingunum, að reyna að hnekkja blaðinu með því meðal annars að skaða það fjárhags- lega, bæði á einn og annan hátt og draga þar með ef unnt væri dug úr því. En allt hefir komið fyrir ekki — þótt oft hafi þrengt að blaðinu, þá hefir alltaf tekizt að finna nógu marga, sem vildu líf þess og á- framhaldandi baráttu fyrir réttlætinu, svo allar slíkar kúg- unartilraunir hafa með öllu mistekizt. íslenzk alþýðusamtök og blaðið þeirra — Alþýðublaðið — hafa gengið gegnum marga eldraun á liðnum tveimur ára- ATUTTUGASTA afmælis- degi Alþýðublaðsins þyk- ir mér hlýða að minnast þess, hvaða þýðingu blaðið á þess- um tveim áratugum hefir haft í menningar- og launabaráttu s j ómannastéttarinnar. Þegar blaðið hóf göngu sína sunnudaginn 29. okt. 1919, er tugum. Þau hafa staðið af sér mörg óveður á því tímabili. Meðlæti og mótlæti hefir skipzt á þar eins og annars staðar. Nú gengur á ýmsu í heiminum — það, sem áður var sannleikur, er nú af sumum talið lygi — það, sem áður var ranglæti, er nú af öðrum talið réttlæti. Þar, sem áður voru fagrar bygging- ar, listaverk og starfandi menn og konur, eru nú brunarústir og lemstrað fólk. Svo uggvænt er nú um að litast. Á slíkum tím- um veltur á miklu, að rétt og vel sé á málunum haldið. Hér eins og þar er leikinn herrann og þrællinn. Enga heitari ósk Alþýðublaðinu til handa á ég en þá, að það verði alþýðusam- tökunum, alþýðunni í landinu, það sverð og sá skjöldur, sem það hefir verið í tuttugu ár, og að það ávallt setji ofar öllu sannleika og réttlæti, Þá mun ekki þurfa að spyrja að leiks- lokum. mér að nokkru minnisstætt. Vikublaðið Dagsbrún hafði þá verið eina málgagn Alþýðu- flokksins og verkalýðsfélag'- anna. Öllum leiðandi mönnum hreyfingarinnar var ljóst, að lítið vikublað vóg skammt í bar- áttunni gegn blaðakosti borg- araflokkanna í þeirri baráttu, sem hafin var. Mörgum fannst, að í stórt væri ráðist, og ekki ber því að neita, að margir voru örðugleikarnir fyrstu árin, því enginn aufúsu gestur þótti blað- ið innan hrings atvinnurekend- anna og kaupmanna, en til þeirra var leitað um auglýsing- ar í blaðið. Var mér manna kunnugast um þá andúð, er fram kom í þessum viðskipt- um, sem afgreiðslumaður blaðsins fyrstu 7 árin. Þrátt fyrir það komst blaðið yfir alla byrjunarörðugleika og hefir hindrunarlaust komið út fram á þennan dag. Það er ekki mark- mið þessarar greinar að rifja upp þá sögu. Á fyrstu árum verkalýðs- hreyfingarinnar, eftir að Al- þýðuflokkurinn var stofnaður, sló oft í kekki milli hennar og atvinnurekenda. Á styrjaldar- árunum 1914—1918 skapaðizt afskapleg dýrtíð. Launþegar á sjó og landi fengu kaup sitt seint og illa hækkað og þar á ofan drógst atvinnurekstur til sjávarins allmikið saman, þrátt fyrir geysiverð á afurðum. Átti mikinn þátt í því sala togar- anna 1917. Þannig stóðu sakir er útgáfa Alþýðublaðsins hófst. Sjómannastéttin hóf launabar- áttuna og stóð í framlínu þeirr- ar sóknar fyrir verkalýðinn í landinu yfirleitt. Hljóðalaust var sú barátta ekki rekin. Verkföll — og verkbönn skipt- ust á, og var oft heitt í um- ræðum um deiluatriðin. Blöð borgaraflokkanna héldu fram málstað atvinnurekenda og oft- ast meira af kappi en forsjá. Sigurjón A. Ólafsson: Eina blaðið, sem þorði að taka svari sjómanna ila lil morguns [>vi rtATELAtt jjora pao a morqun remum Jeqiofsemn 4r gefum vafrvqqf lusaíe y^arme\pezi mfaanlequm kprum REYKJAVÍK Þetta er torstjórinn sem gaf hverjum starfsmanni verksmiðjunnar líftryggingu. Hann vissi, hvaða gjöf var framtíð þeirra fyrir beztu og margfalt betri en peningar. Ef þér viljið gefa ættingja yðar eða bezta vini góða gjöf, þá gefið honum líftryggingu frá „Sjóvátrygging“. LÍFTRYOOINGARDEILD Tryggingarskrifstofa: Carl D. Tulinius & Co. h/f. Aust. 14, sími 1730. Aðalskrifstofa: Eimskip, 2. hæð, Sími 1700.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.