Alþýðublaðið - 29.10.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.10.1939, Blaðsíða 1
LÞÝÐUBLAÐI RITSTJORI: F. R. VALDEMARSSON UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XX. ARGANGUK SUNNUDAGUR 29. OKT. 1939 251. TOLUBLAÐ Alpýðublaðið og Alþýðuflokkurinn. -----------------+.----------------- Eftir Stefán Jóh. Stefánsson forseta Alþýðusambands fslands. Hallbjörn Halldórsson, ritstjóri blaðsins 1922—1928. Einar Magnússon, ritstjóri blaðsins 1933. Haraldur Guðmundsson. ritstjóri blaðsins 1928—1931. F. R. Valdemarsson, ritstjóri blaðsins síðan 1933. Ólafur Friðriksson var ritstjóri blaðsins 1919—1922 og 1931— 1933. UM miðjan október 1919 lá leið mín einu sinni sem oftar upp Bankastræti. í miðri Bakarabrekkunni mætti ég Ól- afi Friðrikssyni. Hann stöðvaði mig og spurði, hvort ekki mætti skrifa mig sem kaupanda að nýju dagblaði, sem Alþýðu- flokkurinn ætlaði þá að fara að byrja að gefa út innan nokk- urra daga. Ég sagði honum að svo skyldi vera og gaf honum upp heimilisfang mitt. Síðan kvöddumst við. Ég hélt göngu minni áfram heimleiðis, upp á" Njálsgötu. Á leiðinni fór ég að hugsa um, hvernig það myndi verða hið nýja dagblað Alþýðuflokksins. Mér hafði þótt vænt um viku- blaðið „Dagsbrún", og lesið það að staðaldri. Oft hafði ég og skólafélagar mínir, setið með ritstjóranum, Ólafi Friðriks- syni, niður á gömlu „Skjald- breið" og rabbað þar um stjórn- mál, og þá bar „Dagsbrún" oft á góma og það, sem í blaðinu hafði staðið um menn og mál- efni. Mér fannst ég myndi sakna „Dagsbrúnar," og óvíst hvað tæki við með nýja dag- blaðinu. En svo kom nýja dagblaðið — „Alþýðublaðið" út í fyrsta sinn. Það var ekki stórt í broti og var lítið, í samanburði við önnur dagblöð. En það var líka gefið út af ungum, litlum flokki — Alþýðuflokknum. Flokkurinn var þá að eins rúm- lega þriggja ára gamall, og átti ekki miklu fylgi að fagna og barðist við mikla andstöðu. Söknuðurinn yfir „Dags- brún" hvarf, þegar Alþýðublað- ið kom til skjalanna. Það var strax í öndverðu yfir því hressilegur blær, það var djarflega ritað og flutti nýjar kenningar og kröfur, kröfur Alþýðuflokksins og kenningar jafnaðarstefnunnar. Það bar með sér einkenni nýs tíma og nýs flokks, einkenni brautryðj- endastarfs og baráttuvilja. Við tilkomu Alþýðublaðsins fór að standa meiri styr um Alþýðuflokkinn. Blaðið deildi harðlega á meinsemdir þjóðfé- lagsins og benti á nýjar leiðir út úr ógöngunum. Og þó blaðið væri ekki stórt, þá vissu menn að bak við það stóð samstæður hópur áhugamanna, sem þar báru fram kröfur sínar og óskir. Mér eru minnisstæðar árásir blaðsins og áróður út af hinum hóflausu vökum íslenzkra sjó- manna á togurunum. Bak við þann áróður stóðu allir íslenzk- ir togarahásetar. Með samtök- um sínum í hinu unga Sjó- mannafélagi, gátu þeir ekki komið fram leiðréttingu mála sinna. Endurbæturnar urðu að fást um leiðir löggjafarvaldsins. Aukakosning stóð fyrir dyrum í Reykjavík. Alþýðublaðið hóf áróður Alþýðufiokksins, í kjöri á lista flokksins var formaður hans, Jón Baldvinsson. I þeim kosningum reyndi á Alþýðu- blaðið. Og það stóðst þá raun. Jón Baldvinsson var í fyrsta sinn kosinn þingmaður flokks- ins 5. febrúar 1921. Og rétt á eftir kom Alþingi saman. Jón Baldvinsson flutti frumvarp til laga um hvíldartíma háseta á íslenzkum botnvörpuskipum. Alþýðublaðið studdi málið rækilega með ótal greinum. Togarasjómönnum varð tíð- förult inn í Alþingishús og upp á óheyrendapalla. Jón Baldvins- son beitti sinni alkunnu lægni, ágætum vitsmunum sínum og ótrauðri málfærslu. Frumvarp- ið varð að lögum. En harður var róðurinn og oft tvísýnt um sigurinn. En hann vanst vegna þess, að öflin voru mörg og samstillt, er börðust fyrir góðu málefni. Samtök sjómannanna sjálfra, öflug barátta og undir- búningur Alþýðuflokksins og traust og örugg forysta hins á- gæta foringja á Alþingi. Þannig vinnast sigrar ís- lenzkra alþýðusamtaka: með samtökum alþýðunnar sjálfrar innan félagsheildanna, með sí- vaxandi og góðum og árvökr- um blaðakosti, og með ör- uggri, traustri og skynsamlegri forystu innan Alþingis og utan. í baráttu alþýðunnar fyrir bættum kjörum er fræðslan og þekkingin lífsnauðsyn. Kenn- ingar jafnaðarstefnunnar eru byggðar á fræðilegum grund- velli. Og til þess að ganga úr skugga um það, hvort jafnað arstefnan leysir vandamálin, þarf staðgóða þekkingu á'hátt- um og þróun þjóðfélagsins, kjörum atvinnustéttanna og hlutverki þeirra í þjóðfélaginu. Blöð og útgáfustarfsemi Al- þýðuflokkanna þurfa því, með al annars, að rækja það hlut- verk, að veita fræðslu og miðla þekkingu til lesenda sinna. Al- þýðublaðið hefir frá upphafi skilið þennan þátt starfsemi sinnar. Það hefir flutt ótal greinar og frásagnir um þjóð- félagsmálefni yfirleitt og oft í ágætum greinum skýrt eðli og kenningar jafnaðarstefnunnar og bent á það með skýrum rök- um, hvernig jafnaðarmenn eigi að bregðast við vandamálunum. Á þennan hátt hefir Alþýðu- blaðið verið ómetanlegur styrk- ur fyrir alþýðuhreyfinguna á íslandi og stutt að viðgangi hennar og vexti. Þó að Alþýðubláðið sé í dag 20 ára, er það lang yngst allra höfuðmálgagna Alþýðuflokk- anna á Norðurlöndum. Þannig er aðalblað danska Alþýðu- flokksins á 68. ári og sænska á 52. ári. Þessi blöð hafa svipaða sögu að segja og Alþýðublaðiðl Þau byrjuðu í fátækt og um- komuleysi, í smáum stíl og vi<5 illa aðstöðu. En bak við þara stóðu fylkingar alþýðunnar, er trúðu á málstað sinn, samtök og mátt. Og nú eru þessi blöð bræðraflokkanna á Norðurlönd- um orðin stór og voldug tæki al þýðunnar. Af sögu þeirra og þró un má margt læra. Og margt er líkt með skyldum. Og ég efast ekki um það, að Alþýðublaðið eigi eftir að vaxa með Alþýðu- flokknum og á sínum tíma fá þá afstöðu og áhrif á íslandi, sem höfuðblöð bræðraflokkanna á Norðurlöndum hafa nú þegar náð hvert í sínu landi. Það er ekki unnt, í þessari bljaðagrein, að teljá upp öll af- rek Alþýðublaðsins í baráttu þess fyrir stefnumálum Alþýðu- flokksins. En ég nefndi togara- vökulögin sem táknrænt dæmi á fyrstu árum Alþýðublaðsins og Alþýðuflokksins. Og ef lesnir væru í samhengi allir 20 árgangar Alþýðublaðsins, þá væri þar hægt að fá skýra hug- mynd um baráttu og stefnumál Alþýðuflokksins og verkalýðs- hreyf ingarinnar. Alþýðublaðið og Alþýðuflokkurinn verða ekki aðskilin. Um 20 ára tímabil fer saga þeirra saman. Alþýðublað- ið var í upphafi lítið og út- breiðsla þess ekki mikil. Nú er það stórt og mikið útbreitt. Al- þýðuflokkurinn var fyrir 20 ár- um fáliðaður og veikur. Nú er hann mannmargur og sterkur. Þróunarsaga beggja hefir verið lík. Það eru greinar af sama meið. Án Alþýðublaðsins enginn eða lítill Alþýðuflokkur, án Al- þýðuflokksins ekkert Alþýðu- blað. Alþýðublaðið hefir að geyma margar frásagnir um ótal sigra Alþýðuflokksins. En þar má einnig sjá um ósigra flokksins. Blaðið ber ágætt vitni um ötul og óeigingjörn störf margra ágætra flokksmanna. En þar er einnig að finna um- sagnir um þá, er brugðist hafa stefnu flokksins, og skorist úr leik eða svikið, stundum þeg- ar mest hefir á riðið. Sem bet- ur fer, eru þeir þó ekki marg- ir. Og hinir dauðu bera sinn dóm með sér. AlþýÖublaðið hefir frá upp- hafi verið brjóstvörn Alþýðu- flokksins og baráttutæki. Það hefir varið flokkinn og samtök hans fyrir óteljandi árásum andstæðinganna, og um leið rutt stefnu flokksins og sam- takanna braut meðal alþjóðar. Þetta tvöfalda hlutverk hefir blaðið yfirleitt rækt ágætlega öll sín 20 ár. Eins og öll mann- anna verk, hefir það að sjálf- sögðu ekki alltaf verið laust við veilu né galla. En þegar litið er yfir' hin 20 ár, þori ég að fullyrða, að þeir gallar og þær veilur, eru svo smávægilegar, að þær hverfa algerlega í skuggann af þeim óteljandi af- rekum og ágætri frammistöðu Alþýðublaðsins, í þjónustu al- | þýðuhreyfingarinnar á íslandi, ' frá upphaf i til þessa dags. :¦:::•:.•¦ ¦ ::'••:¦':. ' . ÍlÍÍÍÍÍIÍöÍi'' $S##S#S»S»#\# Jón Baldvinsson, forseti Alþýðusambands íslands í meira en 20 ár. ; AFMÆLISKVEÐJUR FRÁ | NORÐURLÖNDUM ------------------? Á tuttugu ára afmæli Alþýðublaðsins óskar eldri | vinur og samherji að láta í ljós aðdáun sína á hinu ágæta starfi, sem Alþýðublaðið hefir leyst af hendi á liðnum árum og óskar afmælisbarninu s gæfu og gengis í framtíðinni. Social-Demokraten, Kaupmannahöfn. Socialdemokraten sendir Alþýðublaðinu hjartan- legar hamingjuóskir á 20 ára afmæli þess. Socialdemokraten, Stokkhólmi. Arbeiderbladet sendir Alþýðublaðinu bróðurlega kveðju á afmælinu og óskar því góðs gengis í barátt- unni fyrir sameiginlegum málstað, Arberderbladet, Oslo. Á tuttugu ára afmæli Alþýðublaðsins, málgagns l! íslenzkra jafnaðarmanna, sendir aðalblað finnska Al- | þýðuflokksins því hugheilar hamingjuóskir með ósk um sigursæla framtíð. Suomen Socialdemokraatti, Helsinki. Danski Alþýðuflokkurinn sendir Alþýðublaðinu \ hjartanlegustu kveðju sína á 20 ára afmæli þess. Við \ óskum blaðinu góðs gengis og aukinna áhrifa, svo það \ geti haldið hinu merka hlutverki sínu í þjónustu verkalýðshreyfingarinnar á íslandi áfram með sem l mestum árangri. Hedtoft-Hansen. L r*#s»s> í nafni Alþýðuflokksins og Alþýðusambands íslands flyt ég Alþýðuþlaðinu — og öllum starfsmönnum þess frá byrjun, beztu þakkir fyrir unnin afrek á 20 árum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.