Alþýðublaðið - 31.10.1939, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.10.1939, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 31. OKT. 1939. GAMLA BIO Sýnir kl. 9 „ZAZA“ Áhrifamikil og vel leikin amerísk kvikmynd, er gerist um síðustu aldamót í borg gleðinnar, París. Aðalhlutverkin leika: IClaudette Colbert og Herbert Marshall. Sí'ðasta sinn! Rithðfnndakvðld miðvikudagskvöldið 1. nóvember (annað kvöld) kl. 81/2 á Hótel Barg. Guðm. G. Hagalín, ‘Rristmann Cuðmundsson, Halldór Laxness og Tömas Guðmundsson lesa uap. Söngkonurnar Elísabet Einars- idöttir og Nína Sveinsdóttir sjTigja tvísöng. DANS TIL KL. 1. Aðgöngumiðar ! Bókaverzlun Eymundsen og við innganginn. Félagsmenn mega taka með sér gesti. NORRÆNAFÉLAGIÐ F. U. J. Talkór félagsins er beðinn að mæta í afgreiðslu Alþýðublaðs- ins í kvöíd kl. 9 stundvíslega, vegna afmælishátíðar félagsins er verður 8 nóv. næstkomandi. Áríðandi að allir mæti. —x— Félagsfundur verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu annað kvöld kl. 9. Nánar til- kynnt á morgun. I. O. G. T. ST. EININGIN nr. 14. Fundur annað kvöld kl. 8V2- Tekið á móti nýjum félögum. Innsetn- ing embættismanna. Hagskrár- atriði hefir sbr. Charlotta Al- bertsdóttir. Fjölmennið! Æt. Stúlka getur lært að sauma, hálfan eða allan daginn, á fyrsta flokks saumaverkstæði fyrir kvenfatnað. Tilboð merkt „lær- lingur" sendist Alþýðublaðinu. Rithöfundakvöld heldur Norræna félagið annað kuöítd að Hótel Borg. Þar lesa upp Guðmundur Ha,galín, Krist- mann Guðmundsson, Tómas Guð- mundsson og Halldór Laxness. H. A. kvartettinn syngur í GAMLA BÍÓ fimmtudaginn 2. nóv. kl. 7 síðdegis. Ejariai Þárðarson aðstoðar. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun ísafoldar og Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar. Tilkynning. Vegna vaxandi örðugleika á öllum sviðum, hættum við allri lánsverzlun frá og með 1. nóvember n.k. Sömuleiðis fellur niður allur afsláttur, sem gefinn hefir verið af viðskiptum einstaklinga. Útsölustaðir skulu greiða viðskiptanótur sínar við fyrstu framvísun, daginn eftir úttekt. Bakarameistarafélag Reybjaiikar. Útsvðr — Fastelgnagjald — Dráttarvextir. Allt útsvarið til bæjarsjóðs Reykjavíkur árið 1939 er fallið í gjalddaga og nú um mánaðamótin falla dráttarvext- ir á fjórða hluta þess. Húseigendur eru og enn minntir á fasteignagjöldin, er féllu í gjalddaga 2. janúar 1939. Borgarritarinn. EINAR BENEDIKTSSON SKALD Frh. af 3. síðu. Það er mönnum, eins og Einari Benediktssyni að þakka, að við getum, á ljóðaþingum stórþjóðanna, nokkurn veginn feimnislaust, lagt hnefann á borðið og sagt: Hversu lízt þér hnefi sá. * Á þessum munnmælum má sjá, að hugir íslendinga hafa íylgt Einari Benediktssyni, hvert sem hann hefir farið. Og sennilegt mun, að mannahugir verði á sveimi kringum Herdís- arvík í dag, þar sem hið aldr- aða skáld eyðir nú ævikvöld- inu að loknu hinu glæsilegasta dagsverki. Það mun kannske láta sem öfugmæli í eyrum sumra, að honum verði nokkru sinni tekin gröf eins og öðrum dauðlegum mönnum. Hitt mundi þykja betur viðeigandi, þegar þar að kemur, að þessi mikli víkingur andans verði borinn á skildi til haugs. I DAQ SÖGUBURÐUR VISIS Frh. af 3. síðu. laukur sá, er Gr. r. selur nú þessa dagana og keyptur var í Danmörku sökum truflunar á ferðum frá Ítalíu og Englandi, er seldur mun ódýrara en lauk- ur sá, er sxðast var fluttur inn í „frjálsari" verzlun um ára- mótin 1937—38. Full gögn liggja fyrir um það á skrifstofu Gr. r. Satt að segja hélt ég að heild- sölum í Reykjavík og verzlun- arstéttinni yfirleitt væri kunn- ugt um að greiðslugetu ríkis og banka til útlanda eru nökkur takmörk sett nú um þessar mundir, og að svo hefir verið um skeið. Gr. r. hefir orðið það vör við þssa örðugleika, að hún hefir enn eigi fengið að greiða lauk, sem hún flutti inn í okt. 1938, hvað þá margt af því, sem síðar er innflutt. Gr. r. er ekki voldugra fyrirtæki en svo, að þetta getur valdið erfiðleik- um viðvíkjandi innfl. hennar á næstunni, ef ekki rætist veru- lega úr. Slíkt ætti ekki að koma mönnum ókunnuglga fyrir sjónir. Vísir telur „ástæðulaust og heimskulegt, eins og nú standa sakir,“ að fela Gr. r. „einni að annast kaup og innfl. á erlendu grænmeti“. (Um ann- an innfl. en lauka er nú varla að ræða.) Vill Vísir vitanlega fela heildsölunum hann. í tilefni af þessu og öðru, sem fram hefir komið og hér skal ekki frá skýrt, vil ég varpa fram eftirfarandi spurningum: Býst Vísir við að bankarnir geti og vilji staðgreiða lauk fyrir Pétur Gunnarsson, ef hann flytur hann inn, þótt þeir geti 'ekki greitt víxla og inn- heimtur fyrir Gr. r.? Að þeir geti jafnvel staðgreitt í frjáls- um gjaldeyri fyrir heildsala, sem flytur inn lauk, þótt þeir geti ekki greitt lauk, sem Gr. r. flytur inn frá Ítalíu, af því að nokkur hluti farmgjaldsins verður að greiðast í frjálsum gjaldeyri? Það mun fleiri en mig fýsa að fá glögg svör við þessum spurningum. En síðast meðal annarra orða: Hvernig stendur á því, að hér er vöntun á sumum þeim vörum, sem komnar eru á frí- lista? Ekki veldur nein einka- sala því, — og ekki verð- ur úr því bætt með því að taka ráðin af neinni ríkisstofnun til þess að fá þau í hendur ein- hverjum heildsölum. Er frí- lista-frelsið ekki einhlítt til úr- ræða þegar að kreppir? 28. okt. 1939. Árni G. Eylands. M. A. kvartettinn s-öng sí'ðastli'ðinn sunnudag í Gamla Bíó fyrir tr-oðfullu húsi. Viöktu þeir mikla hrifningu að vanda pg urðu að endurtaka öll nýju lögin. Næst syngja þeir fé- Ipgar í Gamla Bíó næstk-omandi fimmtudag kl. 7 síðdegis. Leiðrétting á grein minni í Alþýðublað- inu: Kristján föðurbróðir minn var oddviti og meðhjálpari. Misritast Lauganesvegi, átti að vera Sundlaugavegi. Morgun- blaðið tók ekki greinarstúf um mig. Valtýr hefir þózt of mik- ill burgeis til að taka greinina. Guðmundur vinur minn Sig- urðsson skipstjóri liggur þungt haldinn á spítala. Oddur Sigur- geirsson. Sundlaugaveg. Bamakórinn Sólskinsdeil-din getur bætt við börnum í milli- rödd á aldrinum 11—16 ára. Sími 3749. Næturlæknir er í n-ótt Eyþór Gunnarss-on, Laugavegi 98, sími 2111. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-apóteki. Næturvarzla bifreiða: Bifröst, sími 1508. OTVARPIÐ: 20,30 Einar Benediktss-on skáld 75 ára: a) Kvæði (Þorst. Ö. Stephensen). b) Erindi (Sig. N-ordal pr-óf.). c) Ot- varpshljómsveiti-n leikur. d) Kvæði (Þorst. ö. Steph- ensen). e) Útvarpskórinn syngur. , 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Páll Guðmiundsson sjötugur. í dag er einn af stéttvisust-u verkam-önnum bæjarins sjötuigur, Páll Guðmundsson, Vonarstræti 1. — Hann var einn af þeim verkam-önnum, sem st-ofnuðu Dagsbrún, -og h-efir hann alla tíð síðan fylgst af lifandi áhuga með málefnum félagsins og allra sam- takanna, bæði hinna faglegu og stjórnmálalegu. Páll Guðmunds- s-on h-efir um 15 ára skeið verið húsvörður við Iðnskólann -og gpgnt því starfi af hinni mestu prýði. I dag munu margir sam- verkam-enn hans og vinir senda h-onum hlýjar hamingjuóskir. — Alþýðublaðið ós-kar h-onum hjart- anlega til hamingju m-eð afmæl- ið -og þakkar h-onum fyrir öll baráttuárin. Verkakvennafélagið Framsókn heldur fund í kvöld kl. 8V2 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Á dagskrá fundarins eru mörg félagsmál og ennfremur erin-di, sem frú Kristin ólafsdóttir læknir flytur. Þess er fastlega vænzt, að félagsk-onur fjölmenni á fund- inn. RÆÐA STEFÁNS JÖHANNS Frh. af 1. siðu. Þetta var reynsla íslenzkra verkalýðssamtaka á síðustu stríðsárum. Þetta mál er nú að- alviðfangsefni Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn fékk því framgengt, að settar voru höml- ur gegn dýrtíðinni og verðlags- nefndin hefir unnið stórt og mikið starf. Ef hennar hefði ekki notið við, hefði dýrtíðin orðið miklu meiri en raun er á. Nú liggur fyrir að hækka kaup verkalýðsins eftir öðrum regl- um en þeim, sem ákveðnar voru með gengislögunum. Verkalýð- urinn á fullar sanngirniskröfur til þeirrar breytingar á gengis- lögunum. Heppilegast tel ég, að það verði gert með þeim hætti, að þegar kaupið verður reiknað út um áramótin, verði miðað við verðlagið i október og des- ember, eða þá mánuði, sem dýr- tíðin hefir vaxið mest. Þá mun Alþýðuflokkurinn beita sér fyr- ir því af alefli, að ekki verði á nokkurn hátt dregið úr verk- legum framkvæmdum eða at- vinnubótum. Það væri fremur nauðsynlegt á svona tímum, að auka verklegar framkvæmdir og skapa eins mikla atvinnu og nokkur kostur er. Þá mun Al- þýðuflokkurinn beita sér fyrir mörgum fleiri málum.“ Þá minntist ráðherrann á kröfur Sjálfstæðisflokksins fyr- ir hönd heildsalanna. Um þær sagði hann, að þær næðu ekki nokkurri átt. Heildsalarnir hefðu sízt verið afskiptir, og að afhenda þeim aukin yfirráð yf- ir innflutningnum eða gjald- eyrinum væri fásinna. Það er ekki sigurvænlegt að halda slíkum kröfum til streitu. AC lokum sagði St. J. St. að Al- þýðuflokkurinn væri vaxandi flokkur og allar fréttir utan af landinu sýndu það, etð samtökin væru búin að yfirvinna sundr- ungina og stefndu nú til aukins þroska og nýrra sigra. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Kvennadeild Slysavarnafé- lags Islands. Fundur miðvikudaginn 1. nóv. kl. 9V2 í Oddfellowhúsinu. STJÓRNIN. DRENGJAFÖT. Klæðið drenginn smekklegum fötum frá Sími 3094. Sparta, Laugavegi 10. Útbreiðið Alþýðublaðið! 3 NYJA BIO Vandræða- barnið. Amerísk kvikmynd er vakið hefir heimsathygli fyrir hina miklu þýðingu er hún flytur um uppeldis- mál. Aðalhlutverkið leikur hin 15 ára gamla Bonita Granville. Aukamynd: Musikcabarett \ Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að ekkjan Þorbjörg Jónsdóttir frá Hvammi í Kjós andaðist á Landakotsspítalanum þ. 29. þ. m. Aðstandendur. Nýstárleg bók FörunieniB, I. Mudi, Dimmuborgir eftir Elinborgu Lárusdóttur. Bókin lýsir íslenzku fólki 1 íslenzkri sveitabyggð — högum þess og háttum á síðari hluta 19. aldar. Inn í frásögni'na fléttast þjóð- trúin samhliða hinum sérkennilegu og harla ólíku myndum förumanna. Þetta er bókin, sem allir þurfa að lesa og eiga. Ágæt fæklfærlsg|if. Atvinouley; Samkvæmt lögum um atvinnuleysisskýrslur fer fram skráning atvinnulausra sjómanna, verkamanna, verka- Jívenna, iðnaðarmanna og -kvenna í Goodt'emplarahúsinu við Templarasund 1., 2. og 3. nóv. n.k. kl. 10—8 að kvöldi. Þeir, sem lát| ifcrásetja sig, eru beðnir að vera við- búnir að gefa náfeÍHfemar upplýsingar um heimilisástæður sínar, eignir og skuldir, atvinnudaga og tekjur á síðasta ársfjórðungi, hve marga daga þeir hafi verið atvinnulausir á síðasta ársfjórðungi vegna sjúkdóms, hvar þeir hafi haft vinnu, hvenær þeir hafi hætt vinnu og af hvaða ástæðum, hvenær þeir hafi flutt til bæjarins og hvaðan. Ennfremur verður spurt um aldur, hjúskaparstétt, ó- magafjölda, styrki, opinber gjöld, húsaleigu og um það í hvaða verkalýðsfélagi menn séu. Loks verður spurt um tekjur manna af eignum mánaðarlega og tekjur konu og barna. Borgarstjórinn í Reykjavík, 30. okt. 1939. PÉTUR HALLBÖRS80N. Tilkynning. Samkvæmt auglýsingum vorum í dagblöðunum viðvíkjandi láns- viðskiptum, viljum við hér með vekja athygli viðskiptavina vorra á, að vér munum aðeins veita peim lán, sem greiða reiku* iaga sina upp máisaðarlega. Lárns G. Láðvigsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.