Alþýðublaðið - 07.11.1939, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.11.1939, Blaðsíða 1
Atyýðnflokksfðlk! Komið á árs-' hátið F.UJ. RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XX. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1939. 260. TÖLUBþAÐ. U.J. félagar! Muh ið árshátíðina á morgun. Alpý taflekbnrinn boðar á alþligl breyting ariillögur við lannaákvæði gengislaganna -...» ---— Hann mun heimta leiðréttingu á þvi misrétti sem alþýðan hefir orðið fyrir vegna stríðsins. ð fraiskar flnvél- ar bðrðnst í gœr við 27 gýzkar. LONDON í morgun. FÚ. IFRÉTTUM frá vest- j: urvígstöðvunum í ;; gærkveldi er sagt frá því, j; ; að flugmenn Frakka hafi ;| ; háð loftorustu við flug- ;| menn Þjóðverja og unnið ;! Íglæsilegan sigur. Réðust 9 franskar flug- ;! vélar á 27 þýzkar og skutu !; ;; 9 þeirra niður og féllu 7 !; af þeim til jarðar innan !; ;! landamæra Frakklands. ;! Allar frönsku flugvélarn- ;| ! ar komu aftur til hæki- ;| !; stöðva sinna heilu og ;| 1; höldnu. ;! bjófafélagariir sex Éendir í gær. 14255 krónnr. IGÆR kvað lögreglustjóri upp dóm í einhverju um- fangsmesta þjófnaðarmáli, sem upp hefir komizt nú á síðustu árum. Alls voru sex menn dæmdir fyrir ýmislega þjófn- aði, og konur tveggja þeirra ýbíu dæmdar í skilorðsbundinn dóm fyrir hlutdeild og hilm- ingu. Alls hafa þjófarnir framið 57 þjófnaði og er verðmæti þýfis- ins metið á 14 255 krónur. Höfðu þeir selt þýfið aðallega til bænda hér í nágrenninu og austanfjalls, en hjá þjófunum fundust þó vörur fyrir 6433 kr. þegar lögregluleit var hafin hjá þéim. Dómsniðurstaða lögreglu- stjóra er svohljóðandi: Sigmundur Eyvindsson sæti bétrunarhússvinnu í 2 ár. Skarphéðinn Jónsson sæti betrunarhússvinnu í 20 mánuði. Sigurjón Sigurðsson og Jó- hannes Hannesson sæti betrun- arhússvinnu í 1 ár. Guðmundur Einarsson sæti betrunarhússvinnu í 8 mánuði. Þórður Hermann Erlendsson sæti fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 4 mánuði. Aðalheiður Olga Guðgeirs- dóttir og Ólafía Guðmundsdótt- ir sæti fangelsi við venjulegt fángaviðurværi í 40 daga. (Að- alheiður er kona Sigmundar og ÓJafía kona Sigurjóns). Dómur Aðalheiðar og Ólafíu *r skilorðsbundinn. NOKKRAR UMRÆÐUR urðu í gær á alþingi um frum- varp til laga um breytingar á lögum um gengisskrán- ingu og ráðstafanir í því sambandi. Eysteinn Jónsson viðskiptamálaráðherra gerði grein fyrir þeim ástæðum, sem hefðu gert það nauðsynlegt að skilja krónuna frá sterlingspundinu, vegna lækkunar punds- ins í byrjun stríðsins. Finnur Jónsson gaf þá yfirlýsingu fyrir hönd Alþýðu- flokksins, að flokkurinn myndi í nefnd eða við seinni um- ræðu málsins flytja breytingartillögur við lögin, sem myndu fela í sér leiðréttingar á því misrétti, sem verka- menn, sjómenn og ýmsir aðrir láglaunamenn hafa orðið fyrir með þessum lögum, vegna stríðsins. Stríðið hefir kollvarpað öll- um áætlunum um dýrtíðina og er því full sanngirni á, að úr þessu verði bætt hið allra fyrsta. Héðinn Valdimarsson tók næstur til máls og boðaði breyt- ingartillögur frá kommúnistum við frumvarpið. Kommúnistar eru nú fallnir frá því að kaup- gjald megi undir engum kring- umstæðum lögbjóða og leggja nú sjálfir til að það verði gert í sérstöku frumvarpi, sem út- býtt var á alþingi í gær. H. V. var heldur framlágur undir þessum umræðum, sérstaklega þó, þegar hann var minntur á, að dýrtíðin hefði aðeins aukizt um 2—3% fyrstu mánuðina eftir að gengislögin gengu í gildi, en H. V. hafði haldið þvi fram, við umræðurnar um lög- in á alþingi, að dýrtíðin myndi strax vaxa um 22%. Finnur Jónsson benti á það, að með gen.gisbreytingalögun- um hefði verið farið inn á nýja leið í atvinnumálúnum, þannig að tengja saman hagsmuni sjó- manna, útgerðarmanna og verkamanna um það að halda niðri dýrtíðinni í landinu og örva á þann hátt atvinnulífið. Kvað hann þessar tilraunir hafa borið góðan árangur í sumar, þrátt fyrir harða mót- spyrnu ýmsra þeirra, sem höfðu allan hag af því, að ekkert væri litið eftir álagningu á vörur eins og t. d. Héðins. H. V. hafði sagt í ræðu sinni, að allir hefðu vitað. að Evrópu- styrjöld myndi skella á í sum- ar. í þvi sambandi benti Finnur Jónsson á það, að það hefði ver- ið alveg óforsvarnlegt af Héðni Valdimarssyni, að leiða ekki at- hygli þingsins að þessari vissu hans um ófriðinn, ef annarhvor vina hans, Hitler eða Stalin, hefðu trúáð honum fyrir því, meðan á alþingi stóð, að þeir ætluðu sér að gera með sér samninga, sem hrintu stríðinu af stað! Einar Olgeirsson stóð nú upp til stuðnings Héðni og til að verja Stalin og Hitler, og sagði hann, að ekki veitti af að reyna að draga úr áhrifum brezka auð valdsins hér á íslandi. Finnur Jónsson minnti hann þá á, að sjálfur hefði Einar Olgeirsson gert fyrirspurn um það á al- þingi í vetur, hvort forsætisráð- herra væri ekki búinn að biðja um vernd brezka flotans og hefði enginn látið þessa ósk í ljós nema hann. Nú væri hins vegar auðheyrt að annað hljóð væri komið i strokkinn, enda engin furða, þó að svo væri, þar sem hann og flokksmenn hans væru á einu ári búnir að svíkja öll höfuðatriði stefnuskrár sinn- ar, þar á meðal að berjast gegn stríði og fasisma, og það svo geypilega, að flokkurinn virtist nú verja öllu rúmi blaðs síns til þess að berjast fyrir stríði og fasisma. Pdi tundnrduíla er nfi fi reki í dönsku snnðnnnm. —...•» 30 tundurdufl hefir rekið á austurströnd Sjálandsogfólk orðið að flýja heimili sín rT UNDURDUFL, sem losnað hafa á tundur- duflasvæði Þjóðverja suður af Eyrarsundi, valda Dönum miklum erfiðleikum og á- hyggjum. Talið er, að um 30 tundurdufl hafi rekið á land á austurströnd Sjálands og um 100 tundurdufl séu á reki í sundunum. Dönsk yfirvöld hafa ráðlagt skipum að halda algerlega kyrru fyrir að næturlagi sem stendur og fara sem allra var- l'egast að degi til. Mörg tundurdufl hafa sprungið er þau rak á land, og hefir margt manna, sem býr frammi við sjóinn, flúið heim- ili sín. (FÚ.) Síðan Þjóðverjar og Rússar tóku Pólland, fást engin matvæli þar né vörur yfirleitt nema gegn seðlum. Myndin er tekin af úthlutun matvælaseðla í einu þorpinu á Austur-Póllandi. Moskvaútvarpið segir, að islenzku blððin styðji ákveðið kröfur Sovét- Rússlauds á hendur FinnlandiSf ... ♦ ■ — Senda kommúnístar svo pjóðhættulegar lyga- fregnir um afstöðu okkar austur til Moskva? FRÁ því á fimmtudag í vikunni sem leið hefir stöðugum áróðri verið haldið uppi í útvarpinu í Moskva gegn Finnlandi og Svíþjóð, hæði á ensku og þýzku, þessi lönd verið sökuð um fjandskap við Sovét-Rússland og stríðs- undirbúning gegn því og hótanir verið hafðar í frammi við þau. Er þessi áróður eins og vitað er af öðrum fréttum einn liðurinn í tilraunum sovétstj órnarinnar til þess að kúga Finnland. Á föstudagskvöldið brá svo einkennilega við, að inn í þennan áróður og hótanir útvarpsins í Moskva gegn Finn- landi og Svíþjóð var skotið þeirri frétt, að tillögur Rússa í samningunum við Finna fengju ákveðinn stuðning ís- lenzku blaðanna. „The russian proposals to Finland get a strong support in the icelandic press.“ Þannig var fréttin orðuð á ensku í Moskvaútvarpinu. Mönnum mun nú vera spurn, hver slíka lygafregn hafi sent til Moskva, og hvaðan útvarp- inu þar kemur heimild til þess að nota nafn íslands og ís- lenzkra blaða til stuðnings til- raunum Sovét-Rússlands til þess að kúga Finnland og svifta það sjálfstæði sínu. Enginn ærlegur íslendingur mun una því, að áliti landsins sé stofnað í hættu annars stað- ar á Norðurlöndum og úti um allan heim með slíkum fals- fréttum um afstöðu okkar. Hér hefir ekkert einasta blað, að Þjóðviljanum undanteknum, látið eitt orð falla, sem hægt væri ao leggja út sem stuðning við kúgunartilraun Rússa við bræðraþjóð okkar á Finnlandi. Þvert á móti. Öll íslenzk blöð, önnur en Þjóðviljinn, hafa ein- um rómi fordæmt það níðings- verk, sem Sovét-Rússland er nú að vinna á Finnlandi, enda mun íslenzka þjóðin, þegar hinar fáu hræður, sem kommúnistum hef- ir tekizt að svipta bæði dóm- greind og drengskap, eru und- anskildar, aldrei hafa verið eins einhuga í samúð sinni með nokkru landi, sem hefir átt frelsi sitt og sjálfstæði að verja, eins og nú með Finnlandi. Önnur ummæli rússneska útvarpsins um isiand. Menn minnast þess hér í sam- bandi við þessa teinkennilegu frétt, að íslands hefir þegar einu sinni áður verið getið í Moskvaútvarpinu síðan stríðið hófst. Það var daginn eftir að enska flugvélin strauk héðan frá Raufarhöfn. Þá notaði rúss- neska útvarpið tækifærið til þess, að gera hlutleysi okkar að umtalsefni með þeim mnmæl- um, að ísland væri eitt þeirra landa, sem engan rétt ættu á því að teliast hlutlaus. Hvað kemur til þess, munu menn spyrja, og hvaðan koma þau áhrif, að Sovét-Rússland lætur þannig ekkert tækifæri ónotað til þess að minna á ís- land, ýmist með því að benda á varnarleysi þess, eða ljúga til um samúð og andúð okkar á þeim viðburðum, sem nú eru að fara fram í heiminum, ofbeldi sínu við eina nágrannaþjóð okk- ar til stuðnings? Eru hér á með- al okkar þeir landráðamenn að verki, sem senda slíkar fréttir (########################### Ægileg dýrtíð ÍRstir- Pðlludi sfðao RAssar tókn LONDON í morgun. FÚ. IÞEIM HLUTA Pól- lands, sem Rússar fengu, hefir verðlag á mat- vælum hækkað stókost- lega, svo og á ýmsum öðr- um nauðsynjum. í sjumum tilfellum nemur verð- hækkunin 200—300%. Skófatnaður hefir hækkað í'verði um 900%, Því er um kennt, að flutningakerfi Póllands sé ekki komið í lag eftir styrjöldina. ^.r###############################J til Moskva? Eru yfirleitt til þeir menn á meðal okkar, sem eru svo djúpt sokknir, að þeir reki hér beinlínis erindi Sovét-Rúss- lands á kostnað álits okkar, hlutleysis og sjálfstæðis? Það verður ekki sagt, að það sé ótímabært, eftir þessa fals- frétt Moskvaútvarpsins, að fara að athuga það eitthvað nánar, áður en þjóðinni hefir verið unnið meira tjón en orðið er með slíkum erindisrekstri. fi D A 6 Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Hverfisgötu 47, sími 3272. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. Næturvarzla bifroiöa í Aðalstöö inni, sími 1383.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.