Alþýðublaðið - 07.11.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.11.1939, Blaðsíða 3
MHÐJUDAGUB 7. NóV. 1«». ALÞÝÐUBLAÐID Verður hið fyrirhugaða ný|a skip Eimsfeipafé- lags íslands ekki bygtf -----«--- Umraeðnr f neðrl delld alpingls f gar nm skattfrelsi fyrlr pað. —---•— ♦-------------—;---------♦ ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hana: STEFÁN PÉTURSSON. t ' ^i. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. •f901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). |005: Alþýðuprentsmiðjan. 4066 f Afgreiðsla. Í021 Stefán Pétursson (heima). ALI*ÝÐUPRENTSMI®JAN ♦-------------------1----* Úrelt bnitiL AÐ er ömurlegt hlutverk, sem blaÖ kommúnista hér, þjóðviljinn, hefir valið sér í þjeim viðburðum, sem nú eru að ger- ast í helminum. Má þeim mönn- um, sem áður tóku það blað al- varlega, vera undarlega farið, ef þá kligjar ekki við, að taka sér það í hönd nú. Fyrir aðéins örfáum vikum, eða áður en stríðið hófst, þóttizt Pjóð viljinn framar öllum öðrum blöð- um hér á landí vera að berjast fyrir málstað friðarins, lýðræðis- ins og frielsi smáþjóðanina í (hfeitm- inum. Daglega var hvatt til „baráttu gegn stríði og fasisma", Hitler-Þýzkaland stimplað sem á- rdsarríki, og öllum þjóðum, sem í hættu væru fyrir því, heitið öruggri forystu og vemd Sovét- Rússlands, ef í harðbakka slægi. En svo kom vináttusamningur Stalins viö Hitler, hin blóðuga árás Þýzkalands á Pólland með eftirfdrandi störveldastyrjöld milli Þýzkalands annarsvegar og En^- lands og Frakklands hinsvegar. Og í stað þess að hjálpa Pól- vefjum réðizt Sovét-Rússland að haki þeim, þegar víst var orðið, að þeir gætu ekki borið hönd fyrir höfuð sér, og hirti helm- íng Iands þeirra eftir hinum fyr- irfram gerða samningi við Hitl- er. Því næst réðist það á smá- ríkin við Eystrasalt, Eistland, Lett-. land qg Lithauen, og kúgaði þau með hótun um stríð til þess að selja sjálfstæði sitt af hendi og taka við rússnesku setuliði víðsvegar innan landamæra sinna. Og nu er röðin fcomin að Finnlandi. Andstyggilegri svik og niðings- verk á smælingjunum hafa al- dnei verið framin í veraldarsög- Unni. En nú hvetur Þjöðviljinn ekki lengur til baráttu gegn stríði og fasisma, né heldur fyrir fielsi smáþjóðanna. Því nú er það Sovét-Rússland, sem níðings- verkin fremur, í bandalagi við þýzka nazismann. Og það em engar svo auðvirðilegar falsan- ir til á þessum viðburðum, að Þjóðviljinn taki þær ekki fyrir góða og gilda vöm, ef þær hafa fram gengið af munni einhvers govétherrans austulr í Moskva. Nú síðast á föstudaginn kynokaði hann sér ekki við því, að taka sér þá lýgi kommúnistablaðsins „Pravda" í Moskva í munn, að „utanríkisráðherra Finnlands hvetti til stríðs við Sovétrikin", óg bera hana á borð fyrir ís- lenzka lesendur. Svo djúpt hefir Þjóðviljinn aldiei áður sokkið og er þá langt jafnað, ef allt er tek- ið með í neikninginn, sem í því blaði hefir birzt. Nú étur Þjóðviijinn daglega allt ofan 1 sig, sem hann sagðí fyrir aðems örfáum vikum. Hitl- er-Þýzkaland er ekki lengur á- rásarríkið, hvað þá heldur Sovét- Rússland. Árásarríkin em i dag að dómi þessa blaðs, England og Frakkland, og engan þarf að lindra, þött Finnland verði í dálk- um þess komið í þeirra tölu eft- ir nokkra daga. Yfirleitt „era ýmr ís gömul hugtök", tyggur Þjóð- viljinn nú upp eftir Molotov, „er vér höfum notað fram til þessa og margir hafa bitið sig fasta í, greinilega úrelt og ónothæf lengur". Þar á meðal telur hann „hugtök slík sem friðrof og frið- rofi". Hann gæti bætt við „hug- taki slíku sem barátta gegn stríði og fasisma". Því að ekkert þess- ara -hugtaka er lengur til í orða- ¥ NEÐRI DEILD Alþingis var í gær á dagskrá frum- varp til laga um skattfrelsi Eimskipafélags íslands vegna hins nýja skips félags- ins. Ólafur Thors atvinnu- málaráðherra gerði grein fyrir málinu og upplýsti, að vafasamt væri hvort að af framkvæmdum yrði og staf- aði það af ófriðnum, en hann kvað að um þetta fengist full vissa innan fárra daga. Skúli Guðmundsson fyrrver- andi atvinnumálaráðherra gerði grein fyrir afstöðu sinni til þessa máls meðan hann var ráðherra. Finnur Jónsson talaði fyrir hönd Alþýðuflokksins. Hann leiddi sérstaka athygli að því, hvort ekki myndi vera tímabært að taka málið upp á nýjum grundvelli, ef hinir eldri samningar um byggingu skips- ins strönduðu. Hann sagði að bók Moskvakommúnismans, síð- an Sovét-Rússland sveik öll sín loforð og gerði bandalag við Hitl- er-Þýzkaland. Þjóðviljamun skjátlast bara, ef hann heldur aö hægt sé að blekkja íslenzka lesendur með slík um þvættingi. Það má vera að rússneskur almúgi sé svo kúgað- aður og áfvegaleiddur undir harð stjóm og ritskoðun sovétstjóm- arinnar, að hægt sé að bjóöa honum upp á slíkt og telja hon- um trú um það, að lygin ',.sé sannleikur, og sannleikurinn lygi. En við lifum ekki á Sovét-Rúss- landi. Og það á Þjóðviljinn á- reiðanlega eftir að reka sig á. nú væri svo komið, að við vær- um farnir að taka upp ferðir til Ameríku. en að þau skip, sem Eimskipafélagið hefði til þess- ara ferða, væru mjög óhentug, vegna þess hve farmrúm þeirra væri lítið, miðað við þá löngu leið, sem skipin þyrftu að sigla. Finnur Jónsson benti á þá staðreynd, að mikill hluti þeirr- ar verðhækkunar, sem orðið hefði vegna stríðsins, stafaði af geysihækkun á flutningskostn- aði og enn fremur að þau farm- gjöld, sem Eimskipafélagið yrði að taka til að geta haldið uppi Ameríkuferðunum, væru miklu hærri en farmgjöld þau, er norska ríkið hefði ákveðið í siglingum milli Ameríku og Noregs. Samkvæmt Norsk Han- dels og Sjöfartstidende frá 28. september væri hámark farm- gjaldanna í norskum skipum á- kveðið fyrir hveiti og rúg 33 norskar krónur fyrir 1016 kg. frá austurströnd Kanada og Bandaríkjanna fyrir norðan Hatteras-höfðann, — 38 norsk- ar kr. frá Mexicoflóa, — 55 norskar kr. frá vesturströnd Kanada og Bandaríkjanna. sunnan Hatterashöfðans og 53 norskar krónur frá Argentínu og Uruguay. Taldi F. J., að þar sem farmgjöld Eimskipafélags- ins myndu nema yfir hund- rað krónum fyrir smálest- ina frá Ameríku fyrir ýmsar nauðsynjavörur, þá myndi full ástæða til að ríkisstjórnin at- hugaði í félagi við Eimskipafé- lagið. hvort ekki myndi hægt að koma þessu máli fyrir á hag- kvæmari hátt fyrir landsmenn. Kvaðst F. J. hafa heyrt að rík- Rússneski björninn hefir samið írið við syni hinnar upprennandi sólar, þess vegna getur hann nú ráðizt á smáríkin í vestri. isstjórnin hefði nýlega haft af- skipti af því að olíufélögin flyttu olíu beint frá Ameríku í stóru skipi í stað þess að flytja hana í smáslöttum frá Bretlandi og að þetta myndi að nokkru leyti koma í veg fyrir geysi- lega verðhækkun, sem annars hefði orðið á olíunni hjá olíu- félögunum. Ólafur Thors svaraði með fá- um orðum og kvað þetta vera mikið vandamál, aðallega vegna þess, hversu öll skip hefðu stigið mikið í verði síðan stríðið hófst. Héðinn Valdimarsson sagði nokkur orð út af olíunni og mótmælti því að ríkisstjórnin hefði haft nokkur afskipti af því máli, sem þó ar alveg rangt, enda er samvizka H. V. ekki í góðu lagi þessa dagana. Er hon- um yfirleitt órótt, ekki síður út af olíumálunum en stjórnmál- unum. Hverfisstj órafundur Alþýðuflokksfélagsins verður íhaldinn í kvöld kl. 8Va í Alþýðu- húsinu, gengið inn frá nlgólfs- stræti. Er fundur þessi sá fyrsti, sem haldinn er samkvæmt hinni nýju hveriareglugerð, sem sam- þykt var á síðasta félagsfundi. Auk hveriisstjóra og félags- stjórnar em boðaðir á fundinn sambandsstjóm, stjóm Fulltrúa- róðsins, bæjarfulltrúar og þing- menn. ríkisstofnanirnar, stjórn þeirra og rekstur, að fágætt mun vera uxn alþingismann, að ekki sé tálað um fj árveitinganefndar- mann og mann, sem metur sig til þess kjörinn að ganga fram fyrir skjöldu, þegar þessi mál éru rædd —• nema ófyrirleitni sé til að dreifa og er ekki mæt- ara. Hann ber það á borð fyrir almenning, að allar kostnaðar- áætlanir fjárlaganna séu fast- ákveðnar upphæðir, er óheimilt sé að fara fram úr, gefandi vel í skyn, að óráðsíu eða jafnvel fullkominni óráðvendni þeirra, sem um fjalla, sé til að dreifa, ef á milli ber. Þetta er hin niesta fjarstæða. Sumir kostn- aðarliðir fjárlaganna eru á- kveðnar upphæðir, sem heim- ildarlaust er að fara fram úr, geta verið það og eiga skilyrðis- laust að vera það, t. d. þóknun- in til endurskoðunarmanna rík- isreikninganna. Aðrir liðir hljóta aftur að vera áætlunar- upphæðir, sem að vísu ber að hafa til fullrar hliðsjónar, en engin leið er að fylgja bókstaf- lega, enda gæti leitt til vand- ræða og slysa, ef útgjöldin ætti skilyrðislaust að binda við þær. Nefni ég þar til dæmis áætlað sóttvarnarfé og —• áætl- aðan kostnað við rekstur ríkis- sjúkrahúsanna. Um ríkissjúkrahúsin er það að segja í þessu sambandi, að yilji alþingis og þar með al- þjóðar varðandi þau er annað og meira en birtist í upphæð kostnaðaráætlunar fjárlaganna. Aðalatriðið er, að þau á að reka á sómasamlegan hátt, að vísu þannig að ekki fari fram úr á- ætluninni, ef unnt reynist, en umfram allt á að reka þau og gera það á sómasamlegan hátt. Á áætluninni er sá annmarki allra spádóma um óorðna og fyr- ir fram óvitaða hluti, að það er undir hælinn lagt, að þeir ræt- ist, Hún er gerð af fjárveitinga- nefnd alþingis löngu fyrir fram, sem hættir við að hafa það ríkast í huga við samningu hennar að ýta undir vel þeginn sparnað með sem lægstri áætl- un, lægri áætlun en nokkur von er um, að hægt sé að fylgja. Er þetta gömul íslenzk fjár- málapólitík, en reynist því mið- ur ákaflega hæpinn búhnykkur. Upphæð daggjaldanna, þ. e. tekjur sjúkrahúsanna, ákveður fjárveitinganefndin og er talið bindandi. Til dæmis um þessi vinnubrögð er það, að eitt árið fann fjárveitinganefndin upp það snjallræði, er hún hafði aftur og aftur farið yfir alla kostnaðaráætlunarliði ríkis- sjúkrahúsanna og engan fund- ið, er nokkurt vit væri í að ætla sér að lækka frekar, að sletta inn í fjárlögin frómum fyr- irmælum um, að þessi kostn- aður skyldi engu síður enn lækka um 10 %! Eftir slíkri áætlun er þeim, sem fjalla um rekstur þessara stofnana, ætlað að vinna og sjá um, að allt standist á endum, hvað sem iíða kann verðlagi í landinu hverja líðandi stund! IV. Jón Pálmason er svo frómur að gefa í skyn, að það sé' helzt ríkisspítalanefndin ein, er rekst- ur ríkissjúkrahúsanna hafi með höndum og hafi haft jafnvel mörgum árum áður en hún varð til — ef þá ekki ég einn. Og sennilega veit hann ekki betUr. En sannleikurinn um þetta er sá, að hér er um að ræða 7—8 stofnanir, ef fleiri á ekki að telja, sem hver er und- ir stjórn síns yfirlæknis, er mjög miklu hljóta að ráða, hver um rekstur sinnar stofnunar og á þann hátt, að verulega þýð- ingu hefir fyrir afkomu þeirra. Annars væru þeir ekki yfir- iæknar — annars gæti enginn almennilegur maður tekið að sér að vera yfirlæknir. Það eru þeir, en ekki nefndin, sem hljóta að ráða mestu um alla heimilisháttu á sjúkrahúsunum, fólkshald þar,. verkaskiptingu og vinnutíma, að ekki sé talað um, hvaða mat sjúklingarnir borða, hve heitt og bjart á að vera á þeim, hverrar aðhlynningar þeir njóta að öðru leyti, hver lyf þeir nota, hvaða læknisaðgerð- ir eru framkvæmdar á þeim, hver tæki eru nauðsynleg eða óhjákvæmileg o. s. frv. Það væri glapræði að gera yfir- læknana ómynduga að þessu leyti, enda hefir það ekki verið gert. Ef yfirlækni er ekki trú- andi fyrir þessari þýðingar- miklu hlutdeild í rekstri sjúkra- húss síns, á hann ekki að vera yfirlæknir, en það heyrir ekki undir ríkisspítalanefndina, því að hún skipar ekki yfirlæknana. Hér tekur við starfssvið ríkis- spítalanefndarinnar og skrif- stofu hennar. Hún leitast við að fylgjast með sjúkrahúsunum, vera til tryggingar því, að ó- eðlilegt sjálfræði eigi sér þar ekki stað, samræma starfsháttu þeirra, vinnuskilyrði og launa- kjör, koma að leiðbeinandi, skynsamlegu aðhaldi, vera hem- ill á óeðlilegar og óþarfar út- gjaldakröfur og sérfróður milli- liður milli sjúkrahúsanna og ráðuneytisins, er þau heyra undir. En umfram allt annast skrifstofa nefndarinnar á svo hagkvæman hátt, sem tök eru á, alla verzlun sjúkrahúsanna og fjárreiður þeirra, greiðslur, innheimtur og bókhald. Eru næg gögn fyrir hendi til að sýna það, hvað sem líður tólfkónga- viti Jóns Pálmasonar, að hér er unnið mikið og vandasamt verk, en vel af hendi leyst og með ekki meiri kostnaði en það, að þola mun samanburð við hvaða skrifstofu hér í bæ, sem tekin væri til samanburðar. Við, sem þekkjum til þessara starfa, vitum vel, hverja þýð- ingu þau hafa til að halda í skefjum útgjöldum ríkissjúhra- húsanna, þó að endalaust megi vekja tortryggni um, að slælega sé að unnið. Jafnvel má væna okkur um, að við vinnum að því í bróðurlegri sameiningu, fimm menn úr öllum stjórnmála- flokkum ásamt framkvæmdar- stjóra okkar og öðru starfsliði að svíkja umboð okkar og emb- ætti með því að gera sem mest- an kostnað þeirra stofnana, sem okkur er trúað fyrir að hafa umsjón með. Þó mega vera und- arlegir hinir andlegu innviðir þeirra manna, sem ekki aðeins láta sig henda að sleppa slíkum brigzlum, heldur virðast í ein- lægni trúa mönnum unnvörp- um til þess háttar vinnubragða. Við þá þýðir ekki að beita nein- um rökum, hvorki þeim, að þrátt fyrir allt séu sambærileg opinber sjúkrahús á Norður- löndum sennilega hvergi rekin með minni tilkostnaði en hér á landi, og munar þar ef til vill mestu okkur í hag á hinum við- kvæma lið: fólkshaldinu, né þeim, að mjög lítillega auk- inn rekstrarkostnaður ríkis- sjúkrahúsanna í tíð hinnar svívirðilegu ríkisspítalanefnd- ar nái ekki dýrtíðaraukn- ingunni í landinu samkvæmt skýrslum hagstofunnar, og er þó margt annað, sem ýta vill kostnaðinum upp á við. Ég tel það fram, að sjúkrahúsin eru eðlilega vaxandi stofnanir. Fólkinu fjölgar árlega í land- inu og mest í grennd við þessi sjúkrahús, auk þess sem lækn- isþjónusta og sjúkrahúsasókn færist fyrir skiljanlega þróun meir og meir saman og til hinna stærstu sjúkrahúsa. Það kann fleira að dyljast fyrir Jóni Pálmasyni en réttar tölur í reikningum, t. d. það, að lækn- ismenntin er nú í hraðri fram- för. Ný og æ fullkomnari tæki bjóðast, svo og ný og virkari lyf en áður, nýjar rannsóknar- aðferðir verða kunnar og nýjar læknisaðgerðir, sem kostar ær- ið fé, ef upp á að taka. Ég lít svo á, að ríkissjúkrahúsunum beri að vera í fararbroddi hér á landi um allar þarfar nýjungar á sínu sviði, og þau hafa við- leitni við að vera það, svo fram- arlega sem *þeim er gert það fjárhagslega kleift. Ég skil stöðu mína svo, bæði sem land- læknir og formaður ríkisspít- alanefndarinnar, að mér beri ekki að vera böðull á þá við- leitni, heldur sé mér skylt að sýna henni fullan skilning og túlka hana vingjarnlega fyrir ríkisstjórninni, jafnvel þó að hún hljóti að hafa aukinn kostnað í för með sér — með allri virðingu fyrir áætlun fjár- laganna. Ef alþingi eða ríkis- stjórn skyldi verða slíks böðuls vant, kynni að verða völ á mér hæfari manni, og sú staða betur við hæfi sumra en sýsl við reikninga. Ég læt þess getið til að koma í veg fyrir allan misskilning um starfsháttu ríkisspítala- nefndarinnar, að hún hefir það fyrir fasta reglu að bera allar kröfur um ný og aukin útgjöld sjúkrahúsanna undir ríkis- stjórnina og bíða samþykkis hennar. Og ekki hafa þær til- lögur verið fráleitari en það, Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.