Alþýðublaðið - 08.11.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.11.1939, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAG 8. NÓV. 1939 M&ymiELbMB ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru hans: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötií): SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima) 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). j ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Það er hagur allrar ÞJóðarinn^ ar að Sæhprgu verði haldið Mi ---—„-- Vátryggingafélögin og ríkisvaldið eiga að taka höndum saman við Slysavarnaféiagið. Iftir I JéH I. lerg- GÆR voru tuttugu og tvö ár liðin frá bolsévíkabylting- unni á Rússlandi. í því tilefni birti Þjóðviljinn leiðara, sem byrjaði á eftirfarandi örðum: „Hve dásamlegt væri ekki að lifa á íslandi, ef ekkert atvinnu- leysi væri þar til, enginn kvíði fyrir morgundeginum út af vinnuvöntun og Skorti, síhækk- andi, öruggt kaup, síbatnandi afkoroa verkamanna; bænda og fiskimanna, ókeypis öll læknis- hjálp, spítalavist og lyf, án þess að þurfa að greiða til sjúkra- samlags, ókeypis sumardvöl fyrir alþýðufólk að Laugar- vatni, Þrastalundi, Laugum, Reykholti, opinn aðgangur að öllum menntastofnunum eftir vild og styrkir til að nema þar o. s. frv. Þannig er lífið í Sovét- ríkjunum í dag.“ Já, hve dásamlegt hlýtur ekki lífið i Sovétríkjunum að vera, fyrst Þjóðviljinn lýsir því því þannig! Og hve dásamlegt væri það ekki fyrir okkur ís- lendinga, að vera „innlimaðir þegjandi og hljóðalaust undir bolsévismann“, eins og Halldór Kiljan Laxness komst að orði um íbúana á Austur-Póllandi á dögunum, til þess að verða allra þessara gæða aðnjótandi! Því miður ber bara fréttunum ekki alveg saman við þessa dásam- legu lýsingu Þjóðviljans. í gær, sama daginn og hann flutti hana, barst hingað eftirfarandi fregn, og var birt í útvarpinu, um ástandið, sem skapazt hefir á Austur-Póllandi við það, að það var „innlimað þegjandi og hljóðalaust undir bolsévism- ann“: „í þeim hluta Póllands, sem Rússar fengu, hefir verðlag á matvælum hækkað storkost- lega, svo og á öðrum nauðsynj- um. í sumum tilfellum nemur verðhækkunin 200—300%. Skó fatnaður hefir hækkað í verði um 900%.“ Hve dásamlegt! Þannig er líf- ið í þessum nýfrelsaða hluta Sovétríkjanna í dag. Þar verður vissulega „enginn kvíði fyrir morgundeginum ..... út af skorti“ fyrst Um sinn. Þannig fer „afkoma verkamanna og bænda síbatnandi“ um leið og þeir hafa verið innlimaðir í Sovétríkin. „Því er“ að vísu „um kennt“, eins og sagt var í frétt útvarpsins, „að flutninga- kerfi Póllands sé ekki komið í lag eftir styrjöldina“. En þá hlýtur flutningakerfi hinna eldri hluta Sovétríkjanna, sem frelsuð voru fyrir tuttugu og tveimur árum, að hafa verið nokkuð lengi að komast í lag eftir bolsévíkabyltinguna, því að verðlagið á lífsnauðsynjum þar er í dag nákvæmlega það sama og það, sem hinir nýfrels- uðu íbúar Austur-Póllands hafa IAMKVÆMT skýrslum, sem Siysavarnaféiag íslands hefir i.átið gera um skipska'ða hér við land á fyrstu 10 ára starfsiemi pess hafa 129 skip yfir 12 smá- lestir að stærð farist hér við landið. Verðmæti þessara akipa með útbúnaði er talið að nemi 20 millj. kr. eða um 2 millj. að meðaltali á ári. Sennilega eru það ennþá fleiri bátar undir 12 smálestum að stærð, sem einnig hafa farist hér við landið á þessu árabili og verðmæti þeirra með útbúnaði hefir eflaust numið hundruðum þúsunda króna. Félagið hefir þó ekki getaÖ aflað upplýsinga um það ennþá. Þessar fjárhæðir eru svo mik 1- ar að þær hljóta að vekja at- hygli, sérstaklega á erfiðleikatiim- um þeim er nú virðast framund- an. En einkum eru þær athyglis- verðar fyrir þá, sem hafa fjár- málastjóm landsins með höndurn. Með komu bjiörgunarskipsins Sæbjöiig og starfsemi þess, er gerð tilraun af hendi Slysavarna- félags íslands til þess að draga úr skipssköðunum í framtíðinni. Það er auðvitað of snemmt að fullyrða nokkuð um árangur þess arar tilraunar fyrir framtíðina. En það má benda á, að síðan skipið kom og tók til starfa hefir það veitt 43 skipum og bátum hjálp og aðstoÖ. Á s. 1. vetrarvertið fórst enginn bátur eða strandaði frá verstöðv- unurn á Suðurlandi og hefir slikt ekki komið fyrir urn rnörg und- anfarin ár. En hvort heldur Sæ- björg hefir komiÖ í veg fyrir fleiri eða færri skipskaða eða ekki á s. 1- vetrarvertíð, þá hef- ir aÖstoð skipsins við marga báta verið mikilsverð á ýmsan hátt, þótt ekki verði farið frekar út í það hér. Auk sjómanna sjálfra og að- standenda þeirra er það vitan- lega mestur ávinningur fyrir vá- tryggingarfélög þau er bátarnir eru tryggðir hjá, að þeim er hjálpað. En það em fleiri en þau sem eiga hlut að máli. Skip- skaði veldur venjulega afla- og veiöarfæratj'óni■ Það er almenn- ingshagur ef hægt er að fyrir- byggja slíkt. Á aðalfundi Slysavamafélags- ins 28- febr. s. 1. mintist íorseti féí. hr. Friðrik Ólafsson skóla- stjóri á, að sú leið sem farin var á árinu 1938, að eyða sjóðum fé- lagsdeildanna til reksturs skipsins gæti ekki orðið til frambúðar. nú orðið aðnjótandi. Það, sem skeð hefir með verðhækkuninni í Austur-Póllandi, er því ekkert annað en þetta: að verðlagið þar hefir verið fært til samræmis við verðlagið annars staðar í ríki Stalins. Því þannig er lífið í Sovétríkjunum í dag. Þar verða verkamenn og bændur að vinna mánuðum saman fyrir einu pari af skóm. Hve dásamlegt! Það er virki- lega engin furða, þótt Þjóðvilj- inn þrái þá stund, að einnig ís- land verði „þegjandi og hljóða- laust innlimað undir bolsévism- ann“, til þess að það geti orðið slíks paradísarástands aðnjót- andi! Sæbjörg. Það yröi að finna nýjar takju- öflunarleiðir, annað hvort hjá rikinu, opinbemm stofnunum eða almenningi, eða öllum þessum að ilum í sameiningu, eigi félagið sjálft að halda áfram að kosta útgerð skipsins. Hann fór jafn- framt fram á að aðalfundur vildi ákveða hvaða leiðir hann vildi heimila stjórninni að fara í þess- um efnum, en um það var enginn ákvörðun tekin á fundinum. 24. júní s. I. var bátaábyrgðafé- lögunum hér við Faxaflóa , ritað bréf og þar farið fram á, aÖ þau styrkíu œkstur skipsins árlega eft ir því sem efni og ástæður leyfðu Svör við þessum málaleitunum hafa félaginu ekki borist ennþá, enda ekki við því að búast, þar sem ákvörðun um það verður ekki tekin fyr en á aðalfundi þeirra, sem ekki verður fyr en á næsta ári. Þá hafa einnig farið fram við- ræður við forstöðumann Trygg- ingarstofnunar ríkisins um aukinn styrk til reksturs skipsins, en um það er heldur ekki hægt að taka ákvörðun fyr en síðar. TH almennings hefir verið leit- að á þann hátt, að með aðstoð góðra manna liafa verið stofn- aðar fleiri slysavarnadeildir það sem af er árinu en nokkru sinni áður og hafin undirbúningur að stofnun enn fleiri siysavama- deilda. Félagsstjórnin hefir þann- ig -reynt fyrir sér um tekjuöflun handa félaginu á ýmsan hátt, þó fenn sé í nokkurri óvissu um á- rangurinn. Vegna hinna miklu skipsskaða hér við land á undanförnum ár- um, era iðgjöld tryggmgafélag- anna mjög há, 6—8%, og hefir ekki af veitt. Eitt bátaábyigðar- félagið er þó undanskilið. Það er bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja sem er fjárhagslega vel stætt. Þó era tryggingaiðgjöld þess lægri en í nokkru öðru bátaá- byrgðarfélagi landsins, eða 4»/o. Það vita þó flestir, að hvorki sjósókn né siysahætta er minni við Vestmanníaeyjar en í öðram verstöðum landsins nema síður sé Hver er þá ástæðan eÖa ástæÖ- urnar fyrir þessum mismún? Ef- laust era þær fleiri en ein. En sjálfsagt hefir það hjálpað til, að Vestmannaeyjingar hafa þá sérstöðu, að þar hefir verið sér- stakt björgunarskip um allmargar undanfarnar vertíðir, sem hefir veitt bátum er þaðan hafa geng- ið marigvíslega hjálp og aðstoð og bjaigað fjölda mannslífa. Það yirðist ekki ólíklegt að þetta sé ein aðalástæðan. Björgunarskip Slysavarnafélags ins hefir veitt bátum úr öllum landsfjórðunum hjálp og aðstoð siðan það kom. Ef hægt er að halda skipinu úti, er sennilegt að svo verði einnig framvegis. Er þau 22 bátaábyrgðarfélög sem starfandi eru í landinu, auik báta- ábyrgðarfélagsins í Vestmanna- um, ásamt samábyrgðinni og Tryggingarstofnun ríkisins, teldu sér fært að kosta útgerð skips- ins megin hluta ársins, held ég að það yrði þeim ávinningur, sjóðir þeirra mundu eflast á skömmum tíma, svo hægt mundi að lækka iðgjöldin von bráðar. Það er ekki sársaukalaust fyrir félagsstjórnina, að verða neydd til þess að segja skipverjum á björgunarskipinu upp störfum þeirra og eiga þar með á hættu að missa þá alveg frá þeim störf- um, er þeir hafa rækt með miklum dugnaði og atorku, samfara sér- stökum áhuga og lipurð við alla er þeir hafa haft eitthvað sam- við að sælda, og með því verið félaginu og starfsemi þess til sóma og álitsauka. Ég er sannfærður um, að blöð landsins eru svo vinveitt Slysa- varnafélaginu og starfsemi þess, að þau láta ekki sitt eftir ligigja til hvatningar rikisstjórn og al- þingi í þessum efnum, svo þetta eina björgurarskip sem fengið er með frjálsum samtökum fölksins í landinu, til starfrækslu einhvers mesta menningar- og mannúðar- starfs, sem stofnaö hefir verið til, geti haldið áfram hinni vin- sælu starfsenri, Öllum tii gagns og gleði. Með því er líka á mjög aug- ljósan hátt aðsíandendum þeirra sem á hafinu starfa á hinum miklu hættu tímum, .sýnd velvild og nærgætni í viðkvæmu máli. Það er skynsamlegt og vinsælt að styrkja starfsemi Slysavarna- félagsins, því hún miðar að auk- inni velmegun, menningu og mannúðar landsmanna. Félag nngra Jafnaðar* 12 ára i dag. F ELAG UNGRA JAFN- AÐARMANNA er tólf ára í dag. Það var stofnað árið 1927, fyrir forgöngu nokkurra ungra áhugsamra Alþýðu- flokksmanna. Félagið hefir alla tíð verið mikill styrkur fyrir Alþýðu- flokkinn og haldið uppi merki Alþýðuflokksstefnunnar af hug- dirfsku og áhuga. Höfuðverk- efni félagsins hefir verið frá istofnun þess, að vera skóii fyrir Alþýðuflokkinn, þannig, að innan vébanda þess þroskuðust og æfðust þeir kraftar, sem síðan tækju við störfum innan Alþýðuflokksins og verkalýðs- félaganna og nú eru bæði hér í Reykjavík og víðs vegar úti um land F.U.J.-félagar í fremstu víglínu fyrir Alþýðuflokkinn og verkalýðsfélögin. Það er sérstaklega erfitt hér í Reykja- vík, þar sem svo mikið los er á hugum ungs fólks að koma á fót virkri og fastri fræðslu- starfsemi. Það virðist eins og svo margt glepji unga fólkið og dragi það burt frá hinum já- kvæðu og hagkvæmu verkefn- um. Við þessa erfiðleika hefir F.U.J. einnig haft að stríða, — ekki síður en aðrir félagsskap- ir, sem hafa reynt að efna til fræðslustarfsemi innan félags. En því hefir þrátt fyrir það orðið ákaflega mikið ágengt, þegar litið er yfir starf þessara 12 ára, þó að hverjum einum, sem staðið hefir í starfinu þá og þá, hafi lítið fundist ganga meðan hann var að starfa. Sundrungin innan verkalýðs- hreyfingarinnar á undanförn- um árum hefir vitanlega snert Félag txngra jafnaðarmanna, en samt sem áður mjög lítið og er F.U.J. að því ileyti alveg einstætt um æskulýðssamtök Alþýðuflokkanna á Norður- löndum, því að þau hafa öll á tímabilum yfirgefið alþýðu- flokkana, þó að nú sé svo kom- ið, að æskulýðssamtök al- Matthías Guðmundsson, núverandi formaður F. U. J. þýðuflokkanna séu orðin svo voldug og sterk, en æskulýðs- samtök kommúnista ómerkileg- ar eftiröpunarstofnanir. Félag ungra jafnaðarmanna hefir alla tíð haldið tryggð við Alþýðuflokkinn og grundvall- arskoðanir hans og gerir það enn, Það hefir líka allt af verið hinn rauði þráður í starfsemi þess: að starfa með meginsveit verkalýðshreyfingarinnar og vera 1 samræmi við stefnu hans, því að sá félagsskapur, sem ekki gerir þetta, er ekki aðeins ónýtur fyrir verkalýðs- hreyfinguna, heldur beinlínis skaðlegur. —< Þetta hefir líka reynst þannig. Allir jafnaðarmenn um land allt fagna F.U.J, á þessum af- mælisdegi þess og þakka því vel unnið starf á liðnum árum. Þeir brýna félagið jafnframt til vaxandi baráttu fyrir stefnu sinni nú, því að nýr þáttur er hafinn í baráttu Alþýðuflokks- ins. Hann hefir sigrast á sundr- unginni og er nú aftur hraðvax- andi, en einmitt um leið ríður honum á að fá nýja krafta, — þróttmikla og skelegga, sem eru þess albúnir, að taka upp bdráttu, hvenær sem er og hvar sem er. í samvinnu með hinum eldri félögum á Félag NÝJASTA BÓK JAK. THOR. (Frh. af 2. síðu.) virkilega fylgzt með skáldinu, segir að lokum: Já, ég get ekki láð Þoiigrími gamla það, þó að hann hengdi sig. Ég undrast frek- ar hitt, að forráðamenn þjóðar- innar, sem horfa — vonandi skelfdir og með fullri alvöru —- á það öfugstreymi, sem þarna er átakanlega lýst, skuíi ekki í sínu getu- og ráðaley.si fara og gera slíkt hið sama og gamli maður- inn. Loks er það síðasta sagan, Dæmdur maður. Hún virðist ekki vera skáldsaga, heldur sönn, menningarsöguleg mynd úr lífi þjóðarínnar. Það var eitt sinn, þe^ar höfundurinn var barn, að á hehnilið, sem hann var á, kom pósludnn — og í fvlgd með hon- um og í hans gæziu þjófur npkk- ur, sem var á leið í tugthúsið í Reykjavík. Þessi afbrotamað- ur hafði brotizt í ófærð alla leið horðan af Melrakkasléttu til að komast eftir skipun réttvísinnar í svarthol höfuðstaðarins til áttá , mánaða vistar. Og hann hafði, eins og Jakob Thorarensen segir, stolið „fullum ellefu krðnum í skíru silM“. Fólkið á bænum ótt- aðist yfirleitt slíkan afbrotamann, og það var horft á hann eins og kynjadýr, eins og þrælfjötrað Katanesdýr, sem óhætt væri að skoða, þrátt fyrir þess ótótlega og í alla staði ó,guðlega eðli. A'ðeins húsfreyjan fann til með þessum manni, og svo — bömin. Þau táraðust í laumi frammi í göngum yfir örlögum þessa rnanns. Öðrum fundust þau eðli- leg og í fyllsta máta makleg af- leiðing af dýrsins dárlegu ó- stjórn og skaðsemi. ... En þó að Jakob Thorarensen^ táraðist þarna ásamt öðrum börnum, þá neitar sér nú ekki, þegar hann segir söguna, hið „svala og bjarta" í hans eðli. Hann segir: „Þannig var liðná • öl’din; húri lét mönnum ekki haldast uppi neinar yfírtroðslur laganna Jg gat verið nokkuð „stif í sér“, þegar því var að skipta." Þó að skáldið geti ekkert þess- arar aldar, þá liggur samanburð- uri'nn við þá liðnu mjöig svo beint við fyrir lesandann. En er nú ekki ósainræini hjá höfundinum í samþykki hans á gerðum liðnu aldarinnar og svo því, hve greinilega hann skemmt- ir sér yfír ósigrum menningarinn- tar r sögunum Eliiglöpin og For- boðnu eplin? Nei, hann er ekki í þeim sögum að mæla bót því af lakara tæi hins framstæða eðlis, sem kemur fram hjá þeim köri- unum, Þorbergi og Sakaríasi. En hann segir aðeins við hina „Hrein,s“-gljáu og „Perliu“-hvitu, — við gervimennina, sem eru eins og kalkaðar grafir, en berja sér á brjóst eins og Faríseinn forðum: Vei yður, þér hræsnarar! . . . Og enn fremur: Heldur leirugt gef mér gull en gylltan leir. Þessi orð gætu einmitt verið einkunnarorð alls þess, sem Ja- kob Thorarensen hefir skrifað, en Svalt og bjart væri tilvalið nafn á skáldritum hans í heild. Guðm. Gíslason Hagialin. ungra jafnaðarmanna, að sjá svo um, að Alþýðuflokkurinn hafi allt af nóg af slíkum kröft- um. Heill Félagi ungra jafnaðar- manna! DRENGJAFÖT. Klæðið drenginn smekklegum fötum frá Sparta, Laugavegi 10. Sími 3094. Útbreiðið Alþýðublaðið. $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.