Alþýðublaðið - 13.11.1939, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.11.1939, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 13. NÖV. 1939. ALÞYÐUBLAÐIÐ 89) Svo fór hún heim og háttaði. 90) Og hundurinn fór aftur með prinsessuna. 91) En þegar hann sá krítarkrossinn á hliðinu, þar sem hermaðurinn bj'ó, 92) tók hann krít og dró kross á öll hlið í borgirini. 93) Og það var hyggilaga gert, því að nú gat hirð- ; meyjan ekki fundið húsið, þegar kross var á öllum hliðum. Til Verkakvennafél. Fram- sókn á 25 ára afmælf þess. leiðir svo að réttar finni. Sýndu merki sannleikans sífellt yfir stefnu. þinni. Þökk sé ykkar hug og hönd, hér sem fyrstar rudduð vegi. Þeim, er ræða rökin vönd, réttinn taka’ í stjórnarhönd, tengjum fast vor félagsbönd, fylgjum þeim á næsta degi. Þökk sé ykkar hug og hönd, hér sem fyrstar rudduð vegi. Lifðu, Framsókn, langan dag, leidd af vizku, fremd og snilli. Er nú minnzt í óskabrag aldarfjórðungs þíns í dag. Auðnudísir efli hag; allrar gæfu njóttu hylli. Lifðu, Framsókn, langan dag, leidd af vizku, fremd og snilli. Halla Loftsdóttir. Langarneskirkja VIÐ íslendingar höfum oft tálið okkur það til gildis, að við værum frjálslyndir og sönnum það með því, að ís- lenzka kirkjan væri frjálslynd- asta kirkja á Norðurlöndum og jafnvel þótt víðar væri leitað. Innan hennar vébanda gætu verið og væru menn með mjög ólíkar trúarskoðanir. Er þessu þannig varið? Frjálslyndi er ekki það sama og að vera tóm- látur eða láta sér standa á sama um eitt og annað. Frjálslyndir menn viðurkenna, að skoðanir annarra geti ef til vill verið jafnréttar og láta þá ekki gjalda sinna skoðana á nokkurn hátt. Við Reykvíkingar höfum nú um langa hríð sýnt undarlegt tómlæti í kirkjubyggingarmál- um. En nú er svo komið, að í- búar í austurúthverfum bæjar- ins hafa hug á að reisa kirkju, sem á að heita Laugarneskirkja — og mun hún að líkindum standa í námunda við skólann, sem þar er. íbúar þessara hverfa, eru fæstir það vel efn- um búnir, að þeir geti látið mikið af mörkum peningalega, en margir hafa boðizt til að gefa dagsverk, og þeir, sem betur eru fjáðir, hafa lofað fjár- framlögum. En þetta er ekki nóg. Því heitum við á alla Reyk- víkinga, hvar sem þeir búa í bænum, að þeir hjálpi tii þess, með peningagjöfum eða öðru, sem peningagildi hefir, að þetta guðshús verði reist. Kristmundur Guðmundsson. Rafveitan á ísafirði hefir lækkað verð á rafmagni, og er það nú 75 aura kílówatt- stundin til ljósa, 8 aura til suðu 4 aura til hitunar, 0,30 aura til smáiðnaðar og 4 aura til bökun- arhúsa. (FÚ.) Laust embætti. Héraðslæknisembættið í Reyk- dælahéraði er laust til umsóknar. Skagaströnd. Eftir Pétur SiiirisstD. EG sit nú hér á Hólmavík. Dagurinn er yndisfagur. Hingað kom ég í gærkveldi í glampandi tunglskini emð okk- ar nýju og glæsilegu ,,Esju“. Mér lízt vel á Hólmavík og kann hér ágætlega við mig, en nú ætla ég að minnast á Skaga- strönd. Þaðan kom ég hingað. Skagaströna er lítið og ó- skipulagt þorp, sem þarí að skipuleggja strax, því ekki get- ur hjá því farið, að menn líti þangað hýru auga. Þar eru hin beztu skilyrði. Þorpið er líklegt að vaxa ört á komandi árum og þarf það að fá fallegan svip, því fallegt er á Skagaströnd. Kauptúnið ætti svo að komast á fáum árum upp í 1000 íbúa. Þá geta menn búið þar í falleg- um bæ, haft félagslíf, skóla, embættismenn, vatnsleiðslu og rafmagn til ljósa, suðu og hit- unar, Það eru nóg skilyrði á Skagaströnd. Menn sögðu mér þar, aö fiskur gæfist nú úr sjó allan ársins hring', og sjósókn er ekki löng. Þá er að skapazt þár höfn og má gera ráð fyrir allmikilli atvinnu á komandi árum við síldveiði og vinnslu. Hitt er þó æf til vill mesti kost- urinn, að nægilegt og næstum óþrjótandi land liggur að þorp- inu. sem er prýðilega fallið til ræktunar. Þar er því nóg að vinna. Menn geta þá haft not af bæði landi og sjó, og er slíkt ekki óaðgengilegt. Þá er líka nóg land í nærliggjandi sveit- um, því þar hafa margar jarðir lagzt í eyði á síðari árum, eins og trl dæmis í Laxárdal, þar sem nú eru 10 eða 11 jarðir í eyði, og í Hallárdal eru 3 jarðir af 5 í eyði. Ekki hefir þetta komið af lélegum landkostum. Nei, þar er aðeins flóttinn úr sveituririm að verki Þó kunna þessar jarðir að vera nokkuð erfiðar til aðdrátta, en það myndi breytast með vaxandi lífi á Skagaströnd og vegum inn til sveitanná. Það mun vera ó- hætt að fullyrða, að Skaga- strönd sé eitthvert hið aðgengi- Lifðu, Framsókn, langan dag! Lyfta tókst þér fargi þungu. Fr nú minnzt á óskabrag aldarfjórðungs þíns í dag. Því skal óma ljóð og lag létt og glatt á okkar tungu. Lifðu ennþá langan dag, lyftu ennþá fargi þungu. Sæktu fram með þor og þrótt, þó að blási kalt á móti. Úti í hret og hríðarnótt hafa margir kraftinn sótt, unnið drýgstar dáðir hljótt dreyrug eftir spor í grjóti. Sæktu fram með þor og þrótt, þó að stundum blási móti. Sýndu merki sannleikans sífellt yfir stefnu þinni. Hugsjón, vit og vonir manns velji brautir sannleikans. Allt skal lúta lögum hans, legasta þorp á landi voru og bjóði upp á hin beztu skilyrði. Þar þarf bókstaflega að hefja landnám. Vilja nú ekki dugandi menn, sem við atvinnuskort búa, renna augum sínum þang- að, og vita, hvort þeim sýnist ekki hið sama og mér? í þessu litla þorpi var mér sagt að rnenn hefðu nú um 60 kýr, og engin hætta er á'því, að menn gætu ekki veitt sér nóg af land- búnaðarafurðum, þótt kauptún risi þarna upp, því eins og áður er sagt er land mikið og gott frá fjöru til fjalla. Því að hafa ekki olnbogarúm á einum stað, þegar Guðs fagra veröld býður opinn víðáttufaðm á öðrum stöðum? Það er hollast fyrir land og lýð, að landið byggist sem víðast og þá sér- staklega þar, sem skilyrðin eru bezt. Skagaströnd er einn af slíkum stöðum, og munið nú eftir Skagaströnd, þið, sem viljið nema lönd og leggja nýj- ar brautir. P. S. Auglýsið í Alþýðublaðinu! M Básltóla íslasids: Fyrirlestrar fyr- Ir ðliennig. SENDIHERRA Dana, herra Fr. le Sage de Fníenay, nrun flytja í vietur 5—6 fyrirlestra um Mohamedanismens Oprind- else, dens Udvikling religiöst og paliiisk, indtil den nyeste Tid. Tvteir fyrstu fyrirlestrarnir 1 pess- um flokki verða fluttir í desem- bermánuði, hinir í febrúar. Aðalræðismaður Þjóðverja, pró- fessor Werner Gerlach, mun flytja 3 fyrirlestra fyrir lækna- stúdenta og lækna um efni úr sjúkdómtafræði, og síðar í vetur 1—2 fyrirlestra fyrir almenning með skuggamyndum um heilsu- verjid. Ræðísmaður Frakka, herra H. VoiIIery, mun flytja 6 fyrirlestra um la Fmnce d'outre-mer, með skuggamyndum, 3 fyrir jól og 3 í febrúar. Fyrsti fyrirlestur hans verður fiuttur þriðjudagitnin 14. nóv. kl. 8,05 í háskólanum. 9 Osýnilega heimsveldið. Eftlr Jónas GuðimmdssoEi. Að ríkisstjórn gangi á bak orða AÐ LIÐUR enginn dagur svo, að því sé ekki haldið fram í fréttum frá þýzkum, rúss- neskum eða ítölskum stöðvum, að’ það ríki, sem sök eigi á yfir- standandi styrjöld, sé Bretland- Frakkar eru þar sjaldnast með nefndir nú orðið, þó að þeirra gætti nokkuð fyrst. Hversvegna eru öll einræðis- ríki álfunnar svona hjartanlega sammála um þessi ósannindi? Hvers vegna segja t. d. Rússar, sem þó teljast vera „hluílausir1 (þó að þeir séu búnir að Ieggja undir sig þrjú og hálft ríki og séu nú að byrja á því fjórða) og sem segjast ekkert viija frekar en „frið‘, að Bretar séu nú orðnir „eina árásarþjóðin“ í Evrópu? Hvers vegna hætti misklíð Japana og Rússa um leið og Þjóðverjar og Rússar gerðu með sér svo- kallaðan griðasáttmála (þ. e. viöskipta- og hemaðarbandalag)? Hvernig stendur á kröfum Rússa til Finnlands? Hvað hræðast Rússar? Varla hræðast þeir Finna eða Svia. Hvemig stendur á hræðslunni, sem hefir gripið hið „hlutlausa“ og „friðelskandi" Rússland? Þessara spurninga spyrja menn bæði sjálfa sig og aðra. Fiestir neyna að gera sér einhverjar hug- myndir um þessa hluti sem aðra. Fjöldi erlendra bóka hefirkom- ið út á þessu ári og hinu síðasta um þessi mál, því úti í heimi var mönnum það miklu ljósara en hér, að ófriður var yfirvofandi. Þar vissu flestir, að það gat ekki dregist nema tiltölulega stuttan tíma, þar til óveÖrið skylli yfir. Og nú er óveðrið skollið á. Nú þegar hefir eitt af stærri ríkjum Evrópu — Pólland — verið þurkað út, og þrjú smáríki, Eist- land, Lettland og Lithauen, hafa verið svift sjálfstæði sínu og gerð að rússneskum leppríkjum. Röðin er komin að Norðurlönd- um. Kannske verður Finnland ekki lengur í tölu sjálfstæðra ríkja, þegar þessar línur verða prentaðar. Þeim er farið að fækka, ríkjun- um, sem áttu sjálfsíæðisafmæli um svipað leyti og ísland, og voru því áiíka göinul sem sjálf- stæð ríki. Hér á landi vinna nokkrir merin að því, að íslánd fari sömu leiðina, þar á meðal eru nokkrir þingmenn þjóðarinnar og r.okkur af skáldum landsins. Ég mun í þeim hugleiðinguni, sem fara hér á eftir, Isitast við að gera grein fyrir átökunum milli þjóðanna og ástæðunum fyrir þeim, og styðst ég þar við ýmsar þær bækur, sem út haia komiö um þessi mál síðustu tvö árin, og ég hefi átt kost á að ná í, auk athugana frá eigin brjósti. * Til þess að gera sér ljóst hvað er að gerast, er rétt að rifja upp fyrir sér hvernig þróunin hefir verið undanfarin ár hér í Evrópu. Eftir heimsstyrjöldina 1914—18 náði lýðræðið tökum á þjóðun- Um í EvrópU, nema í Rústslianldi. Rússland hefir aldrei verið lýð- ræðisland, og munurinn á Rúss- Iandi nútímans og Rússlandi keis- aratímanna er enginn í því íílliíi. Þegar allar aðrar þjóðir Evrópu stefndu að afvopnun og því, að leysa vandainál sín á friðsam- legan hátt með samvinnu í Þjóðabandalaginu, stefndu Rúss- ar að því að auka her sinn, rægja Þjóðabandalagið og spilla innbyrðis friði annara þjóða með undirróðri. Þegar allar aðrar þjóðir stefndu að því að gera heims- márkaðinn sem öiuggastan öll- um þjóðum til viðskipta — cn það er í raun og vera frumskíl- yrðið fyrir sjáifstæði smáþjóð- anna — stefndu Rússar að því að koma á nýju skipulági í við- skiptum. Þeir tóku þá upp inni- Iokunarstefnu og áður óþekkt fyrirkomulag á viðskiptasviðinu. Rússar eru höfundar og fyrstu framkvæmendur vöruskiptaverzl- unariunar, haftanna og annarar verzlunarþvingunar. Þjóðverjar (nazistar) og Italir tóku það síÖ- an upp eftir þeim. Kommúnistar í Rússlandi eiga því alla sök á að lýðræðið varð ekki ríkjandi stjórnaffar um alla Evrópu eftir heimsstyrjöldina. Þeir hafa aldrei búið við lýðræði og þjóðin veit ekki hvað lýðræði er. * Enn annað ,sem athuga verður, áður en lengra er haldið, eru hinar sameiginlegu bardagaað- ferðir einræðisríkjanna, en að þeim eru Rússar höfundar, eins og þeir eru brautryðjendur ein- ræðisstefnanna sjálfra. Meðal lýðræðisþjóðanna gild- ir sú stjórnmálaregla fyrst og fremst, að það megi reiða sig á loforð stjórnarvulda ríkjanna. sinna er glæpur og hver sú stjórn missir alla viroingu og alla tiltrú, sem ekki heldur gefin loforð. Þessu er alveg öfugt farið í ern- ræðísríkjunum. Þau virðast hafa tekið upp þá stefnu að svíkja öll loforð, sem augnabliks hagn- aður er fyrir þau að svíkja, og finna svo upp ýmsar afsakanir. E u þar inærtækustu dæmin um svik Hitlers við Tékka, eftir að Sudelalandið var afhent honuin, og svik Rússa við Pólverja nú er þeir réðust aftan að Pólverj- um, meðan þeir börðust við Þjóðverja. ÞaÖ, sem þó kannske allra mest einkennir hinar sameígin- legu hardagaaöferðir einræðis- ríkjanna eiu blekkingarnar. Næg- iri- í því sambandi að benda á, að Rússar hafa nú predikað það síðan 1933, að nazistar væru höfuðandstæðingar kommúnism- ans, og á sama hátt hefir Hitler sagt að kommúnisminn væri höfuðandstæðingur nazismans. Og þeir hafa fengið fjölda manna til að trúa hvoru- tvéggja. Nazistaríikin Þýzkaland og Italía gera með sér samband á roóti kommúnismanum, — Ber- Bakarasveinaniir oo seagislðgin. AFUNDI, sem haldinn var nýlega í Bakarasveinafé- lagi íslands, var samþykkt að skora á Alþingi að breyta nú þegar lögunum um gengis- skráningu frá 4. apríl 1939, þannig að verkalýðsfélögunum verði tryggður réttur til kaup- gjaldssamninga án tillits til uppsagnarákvæða eldri samn- inga félaganna. Jafnframt skoraði fundurinn á Alþýðusamband íslands að það beiti sér fyrir að framan- greindum lögum verði breytt. Barnablaðlð Múm 40 ára. BARNABLAÐIÐ „Æskan“ er nýlega orðið 40 ára. Er það elzta og merkasta barna- blað landsins, enda hefir það hlotið miklar vinsældir og geysiútbreiðslu. í tilefni afmælisins er ný- komið út afmælisblað. Ritar Gunnar M. Magnúss rithöfund- ur allítarlega um sögu blaðsins og er grein hans prýdd fjölda mynda. Margar fleiri greinar eru í ritinu. Ritstjóri blaðsins er Margrét Jónsdóttir kennari, en afgreiðslumaður Jóh. Ögm. Oddsson stórritari. Blaðið er eign Stórstúku íslands. Á forlagi Æskunnar hefir og komið út fjöldi ágætra barna- bóka undanfarin ár. Nýtt skólahús. Þriðjiudaiginn 7. þ. m. var vígt nýtt barnaskólahús í Ólafsfirði fyrir sveitina. Sóknarpresturinn vígði húsið, en viðstaddir voru, auk hans, skólanefnd, oddviti Ól- afsfjarðar, kennari kauptúns skól- ans og fjöldi manna úr sveitinni. Húsið stendur í miðri sveit. Það er llsinnum 7,30 metrar að stœrð, steinsteypt og vandað að allri gerð og með miðstöð. Kennslu- stofan rúmar 20 börn. Skölastjóri er Rögnvaldur Möller frá Siglu- firði. F.Ú. lín—Róm öxullinn —. Allir skildu þetta bandalag sem samband, er stefnt væri gegn Rússlandi fyrst og firemst. En þegar til átakanna kemur, gerir Þýzkaland vináttu- samning og hernaðarsáttmála við aðalandstæðing sinn, Rússland kommúnistanna. Alveg fram á síðustiu mániuði hefir þessi afstaða beggja þess- ava landvinningaríkja — hins kommúnistiska Rússlands og hins nazistiska Þýzkalands •— blekkt flesta stjórnmálamenn í Evrópu Er fróðlegt í því sambandi að lesa kafla í síðari bók hins þekkta rithöfundar Douglas Reed. Þar segir hann, er hann ræðir um líkurnar fyrir næsta stríði: „Nú komum við að þeirri spurningu, sem er þýðimgarmest þeirra allra, spurningu, sem er hneimt lífsspursmál fyrir heims- veldi Breta og á svarinu við henni veltur framtíð sjálfra ykkar og harna ykkar. Ef ég skil rétt stjórnmálaai- stöðu ykkar (þ. e. hinna þýzk simnuðu stjórnmálamanna Breta), þá reiknið þið með því, að Rúss- landi og Þýzkalandi rouni lenda saman í ófriði. Þið vonið, að nazista-hundurinn, sem þið hræðist, en hafið þó gaman af í leyni, muni jeta bolsévika-hund- inn, sem þið fyrirlítið, eða að þieir muni drepa hvor annan. í styrjöld. En mun Hitler gera þetta? Ég get ekki svarað því.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.