Alþýðublaðið - 20.11.1939, Page 2

Alþýðublaðið - 20.11.1939, Page 2
MANtrDACUR 25. N6V. 1935. ALÞYÐUBLAÐIÐ 106) Hundurinn varð þess ekki var, að kornin sálduðust niður — alla leið frá höllinni 107) og til glugga hermannsins- 108) Um morguninn sáu þau, konungurinn og drottningin, hvar dóttir þeirra hafði verið 109) og svo tóku þau hermanninn og settu hann í svartholið. UMRÆÐUEFNI Stérlygar ásœlninnar Eftlr Pétnr Signrðsson. TC* FYRSTU FERÐ um götur stórborgaimna í Ameriku verð- ur marmi starsýnt á hinar geysi- lega miklu götuauglýsingar. Oft eru þær að ummáli eins og stærðar húsveggur, og lýstar mörgum rafljósum þegar kvölda tekur. Stundum er aðeins ein fal- leg stúlkumynd og eitt sápu- stykki á slíkri auglýsinigu, eða þá fögur stúlka með rjúkandi sigarettu á milli teprulegra fingra sinna, og sígariettupakka á borði hjá sér. Stundum er það fögur kona, er lyftir freyðandi vmgjasi eða einhverju öðru nautnameðali. Þetta á skilið að heita stórlygar ásælninnar. Því miður er hið fegursta, blíð- asta ojg bezta í mannheimi oft isett í samband við hið lélegasta ag lítilfjörl.egasta, og iafnvel skaðlegasta. Fávísleg og eyði- leggjandi nautnameðui eru aug- lýst með mynd af yndislegum konulíkama. Fátt sýnir betur en þetta ósvífni ásælninnar og það, hve óbilandi trú hún hefir á fljótfærni og heimsku manna. Annars myndi hún ekki leyfa sér að skopast þannig að smekk og dómgæind manna. Ef til vill má afsaka það, að sýnd er litfögur konumynd á auglýsingu, sem á að telja fólki trú um, að slík fegurð fáist, ef notuð er einhver sérstök sáputegund, þótt allir hugsandi menn viti mæta vel, að fegurðin á dýpri rætur en ein- hvem yfirborðs kisuþvott. En hitt er svivirðiieg frekja, að aug- lýsa sígariettutott og ölþamb með litfríðri meyjannynd. Að boða mönnum þá trú, að slík fegurð, fjör og yndi, fylgi því að neykja sígarettur og þamba öl, er ekkert annað en hámark ósvífninnar. En ágirndin hefir aldnei verið feim- in. Allir hugsandi menn vita það mætavel, að ekkert strýkur fyrr rósroðann af kinnum ungra kvenna en sígarettan, áfengis- notkun og það líf, sem sliku fylg- ir, vanalega. Skynsemi manna er mísboðið, fegurð og ágæti kvenna svívirt með þessum lyga-auglýs- ingum, og fátt nema ágirndin blinda gæti ruglað saman slíkum andstæðum. Ásælni og samkeppni viðskipta og stjórnmála er aðferð hins sið- fágaða manns við það, að full- nægja græðgi hins frumiStæða manneðlis. Hrafninn . hefir aðra aðferð, en eðlismunurinn er ekki mikill. Auglýsinigar viðskiptanna og stjómmálaflokkanna sýna oft bezt, hve lítt sá ber hag síns næsta fyrir brjósti, sem auglýsir. Annars væri ekki fegurð og hreysti lofað fyrir sígarettutott og ölþarfib. Það er sameiginlegt með hinni grimmu samkeppni í viðskipta- og stjórnmála-áróðri, p.ð í báðum tilfellum eru hafðar í frammi stórlygar í loforðum og auglýsingum. Borgari á sextugsaldri skrif- ar mér um fánann og barátt- una fyrir honum. Það, sem unga kynslóðinn þarf að muna. — Skrifstofustjóri Mjólkursamsölunnar skrifar um verðhækkunina á ís- lenzka smjörinu. —o— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —o— G fékk fyrir helgina tvö helzt of löng- bréf, sem ég tel þó rétt að birta eins og þau koma fyrir. Annað þeirra er frá „Borgara á sextugsaldri“, en hitt er frá Jóni Brynjólfssyni skrifstofustjóra hjá Mjólkursamsölunni. Hið fyrra fjallar um baráttuna fyrir þjóð- fána okkar og birtir góðar end- urminningar, sem holt er fyrir ungu kynslóðina að leggja sér á minnið. Hið síðara fjallar um verðhækkunin á íslenzka smjör- inu, sem ég gerði síðast að umtals- efni og vítti harðlega. BORGARI Á SEXXUGSALDRI skrifar mér um íslenzka fánann á þessa leið: „’Sjálfstæðið’ kom til okkar 1918 óvænt og óvörum. — Annars hefir mér alltaf fundizt sú merka réttarbót hafa átt erfitt um andardrátt undir sínn glæsta nafni. En óvörum kom hún sakir þess, að í sjálfstæðisbaráttunni var þá fullkomið vopnahlé. Síðustu veru- legu tilþrifin höfðu orðið 1908, þegar „uppkastinu" varð komið fyrir kattarnef, þar sem ákveða skyldi að fsland yrði óaðskilj- anlegur hluti Danaveldis. En sem svar við þessu, var ekki ein- Völd eru oftast öruggasta le-ið- in til hagnaðar, hvort sem ræðir um einstakling eða heila þjóð. Þetta er gönrul reynsla og þess v-egna er hátt boðið í völdin. Stóru 1-oforÖin eru h-eldur ekki spöruð, þ-egar verið er að brjótast til valda, en það er oftast með þau ein,s og mieð I-oforð sígarettu- aijglýsiniganna um fegurð og glæsileika, að þau reynast hin aumasta blekking, hörmulegustu svik og ósannindi, sem mörgum .manni blæðir fyrir. En öll þessi aðferð viðsldpta- og stjórnmála- áróðursins gerir ráð fyrir heims-k- um og hugsunarlausum mönnum, og er það smánarleg mó'ðgun við vaxandi mannvit, en furða, hve tálbeitan kann enn oft að v-era fengs-æl. Slíkt er töluvert á- hyggju-efni. Á meðan slíkar b.ekkingar þ-ora að spígspora um í hádegisbirtu menningardagsins, er ekki von á góðu, því þær gera ráð fyrir hugsunarlausu múglífi, sem hægt er að tæla með hvers k-onar glamuryrðum og auglýs- ingum til fylgis við eitthvert ó- heillavald, eða til heimsikulegra kaupa. P. S. DAGSINS. ungis kosningaósigur þeirra manna — sem beittust fyrir uppkastinu, heldur kom um þetta leyti í fyrsta sinn fram krafan um íslenzka fánann. Frá 1908—1915 stóð bar- áttan um þreytandi, staglsama smámuni, þegar frá er talin bar- áttan fyrir fánanum. En með stjórn arskrárbreytingunni 1915 voru á- tökin við Dani lögð til hliðar um sinn, og tekið að snúast því meir að málunum inn á við.“ „ÞJÓÐIN hafði það á tilfinn- ingunni að hún yrði að safna kröftum. Hún hafði beðið um fullveldisfána, en fengið staðar- fána, þ. e. fánann mátti ekki nota utan landhelgi, og á opinherum byggingum því aðeins, að fáni Dana væri þar á hliðstæðri stöng. Nú skyldi freistað að sýna í verki, að við værum frelsisins maklegir, og þess um komnir, að stjórna sjálfir okkar málum. Þaðan stafa framfarirnar.“ „OG STAÐARFÁNINN var ekki einu sinni sá fáni, sem þjóðin hafði beðið um, bláhvíti fáninn. And- stöðumönnum hans var hugfróun í því, að breyta gerðinni, úr því að þeim var ekki með annað stætt, en að láta undan síga fyrir hinum einhuga kröfum um aðalatriðið. Vakti þetta mikla óánægju þeirra sem ötulast höfðu gengið fram í þessu mikla máli. En fánamálið var frá upphafi einskonar land- vættur til varnar því, að smeygt yrði á þjóðina nokkurskonar lög- krókainnlimunum framar, svo sem leitast var við í uppkastinu 1908.“ „NÚ ER SKAMMT til þess að íslendingar leggi sér að baki síð- asta áfangann í frelsisbaráttunni og öðlist sjálfstæði, sem á engan hátt kafni undir nafni. Er ekki seinna vænna að þjóðin „lesi upp“ allt það, er máli skiptir undir þá lokasennu. Og er þá umbót á ís- lenzka fánanum eitt atriðið. En rauðu rákirnar í fánanum okkar hafa orkað því m. a., að hinn glæsi legi fánasöngur Einars Benedikts- sonar hefir bókstaflega týnst- Er þess að vænta, að unga fólkið, eft- irstríðskynslóðin, reynist ekki tóm látari en hinar eldri, þegar til á- taka kemur um frelsismálið. VONANDDI leitar hún upp hinn glæsilega fánasöng, og hefir þá jafnframt smekk til þess að sam- ræma gerð fánans hans eigin óði og þá jafnframt þeirri öld, sem hafði stórhug og baráttuþrek til þess að hefja frelsiskröfurnar að efsta hún.“ JÓN BRYNJÓLFSSON segir í sínu bréfi: „Án þess að vilja blanda mér inn í deilu um það, hvort rétt hafi verið að hækka verð á smjöri eða ekki, vildi ég mega biðja þig fyrir nokkrar línur til leiðréttingar á tvennu, sem birtist í skrifum þínum s.l. föstu- dag um þetta mál. Þú segir, að laun kaupmanna eigi ekki að auk- ast vegna dýrtíðarinnar og svo er á þér að skilja, að þeir bíði eftir sinni kauphækkun eins og launa- þegarnir. Aftur á móti segir þú, að bændur hafi fengið kauphækk- un með nýja smjörverðinu og að þar með sé einni stétt ívilnað um- fram aðrar.“ „HVORTTVEGGJA ÞETTA er með öllu rangt. Kaupmenn halda sinni prósentuálagningu og leggja 20% á þá vöru, sem þeir lögðu 20% á áður. Það þýðir, að af syk- ursendingu, sem áður kostaði 1000 krónur, fengu þeir 200 krónur sem álagningu. Ef þessi sama sending kostar hú 2000 kr. er álagningin 400 krónur. Þannig fá þeir 400 kr. nú fyrir sömu handtökin og þeir fengu 200 krónur fyrir áður. Fyrir 1 pakka af smjöri, sem þeir seldu fyrir verðhæltkun, fengu þeir 20 aura, nú fá þeir 25 aura fyrir þessa sömu vinnu, og sú hækkun þykir þeim ekki nóg, heldur segir þú í pistli þínum s.l. föstudag, að þeir selji smjörið á 2,55 pundið. Ef það er rétt, brjóta þeir ákvæði há- marksverðisins til þess að fá meiri kauphækkun en þeim er ætluð. Ef það er ekki rétt, notar þú falskar tölur í samanburði þínum til ó- hagræðisrfyrir smjörið. Þú upplýs- ir, hvort réttara er, en hvorugt er gott.“ „ÞÁ ERU ÞAÐ BÆNDURNIR. Þeir hafa ekki fengið kauphækk- un og fá ekki þó orðið hafi að hækka smjörið. Útborgunarverð það sem nú er á mjólk til bænda, byggist ekki einvörðungu á verði neyzlumjólkurinnar og afurðanna, heldur einnig á rekstrarafkomu Mjólkursamsölunnar og annarra fyrirtækja, sem meðhöndla þessar framleiðsluvörur bændanna, þar sem afgangur af rekstri þeirra er notaður til greiðslu mjólkurinnar, eins og þér ætti að vera kunnugt um. Þess verri, sem rekstraraf- koma þessara fyrirtækja er, því minni afgangur og því verra að standast þá útborgun á mjólkur- verðinu, sem verið hefir.“ „NÚ HEFIR ALLT HÆKKAÐ, sem taka þarf erlendis frá, einnig það, sem þau fyrirtæki þurfa að nota, sem að ofan eru nefnd og rekin eru í þágu bænda, eins og nú. Mjólkurstöðin notar um 30 tonii af kolum á máuði. Allir vita hvað þau hafa hækkað. Þá er öll- um kunnugt um benzínhækkun- ina. allt er flutt á bílum til bæjar- ins og um bæinn. Mjólkurflöskur og aluminium á þær og umbúða- pappír, sem allt hefir stórhækkað í verði, svo aðeins stærstu liðirnir séu nefndir. Það má því þakka fyrir, ef smjörhækkunin getur komið í veg fyrir yfirvofandi kauplækkun til bænda.“ EF ÞAÐ ER RÉTT, að kaup- menn fái alltaf að hækka sitt eigið kaup jafnframt því, sem varan sjálf hækkar, þá er það meira en óheilbrigt, því að ekki kostar það meiri vinnu að taka á móti 55 aur- um en 50 aurum. — Ég hafði tal af þekktri kjötverzlun áður en ég skrifaði pistil minn s.l. föstudag og hún sagðist selja smjörið á 5,10 kg.. eða 2,55 pundið. Hins vegar veit ég að Sláturfélagið selur smjörið á 2,50 pundið. Ég talaði ekki aðeins um kaupmenn í pistli mínum, heldur fyrst og fremst aðr- ar stéttir, sem enga kaupuppbót fá. — Annars lítur allur almenn- ingur svo á, að verðhækkunin á smjörinu hefði átt að bíða til nýj- árs — og í því er ég honum alger- lega sammála. Það eru fleiri, sem bíða tjón af stríðinu og lögunum um gengislækkunina en mjólkur- búin, Mjólkursamsalan eða bænd- ur. Hins vegar má vera að meiri- hluti Mjólkurverðlagsnefndar telji að þessir aðilar eigi að njóta al- veg sérstaks réttar t. d. fram yfir verkalýðinn í bæjunum. Hannes á horninu. DRENGJAFÖT. Klæðiö drenginn smekklegum fötum frá Sparta, Laugavegi 10. Sími 3094. Húsmæður! Hafið pér athugað það, sem skyldi, að prátt fyrir það þótt aðrar fæðutegundir hafi nú hækkað í verði, og sumar mjög \eiulcgp, þá er mjólfcnrverðið enpð ébreyíí. Við samanburð á mjólk og öðrum einstök- um fæðutegundum er rétt að hafa hug- fast, að í mjélkiaiii alf sameinað Eíffjjahvífaiefs^I, kolvefni, fifa, solf og fjorefnl. CHARLES NORDHOFF og JAMES NORMAN HALL: Uppreisnin á Bounty. 122 Karl ísfeld íslenzkaði. komu. Þeir höfðu gripið stjórnartaumana og héldu Bligh sem fanga í stjórnarbyggingunni í meir en ár. Á hinni löngu sjóferð fyrir Góðrarvonarhöfða og gegn um Basssundið varð mér oft hugsað til herra Blighs- Ég hafði í raun og veru aldrei verið honum reiður, enda þótt hann hefði álitið mig einn af uppreisnarmönnunum, eða vegna þeirra þjáninga, sem ég hafði orðið að þola sem fangi. En öðru máli skipti um bréfið, sem hann hafði skrifað móður minni og hafði orsakað dauða hennar. Ég óskaði ekki eftir að móðga hann op- inberlega, en samt sem áður vissi ég, að ég myndi aldrei taka í hönd hans. Bligh hafði verið mjög hraustur og hugrakkur maður í stríðinu- í orustunni við Kaupmannahöfn hafði Nelson óskað honum til hamingju á þilfarinu á skipinu Elephant. En nú, þegar leið að lokum, endurtókst harmsaga hans, og Bligh var aftur miðdepill uppreisnarinnar. Ég gat ekki dæmt málið hlutlaust, en mér fannst það harla einkennilegt. Við fórum frá Spithead í ágústmánuði, og það var ekki fyrr en í febrúarmánuði 1810, að Curieus sigldi inn á hina ágætu höfn í Port Jackson og við vörpuðum akkerum í Farm Cove. Þar heilsuðum við hinum skipunum, sem lágu á höfninni, en það voru Porpoisi, Dromedary og Hindoston- Meðan við vorum að fella seglin. kom bátur til okkar frá Hindostan og í honum var John Pascoe skipstjóri. Pascoe hafði verið fánaliðsforingi Nelsons og var gamall kunningi minn. Þetta var hlýr og sól- bjartur dagur, ekkert ský á himni. Ég leiddi gest minn inn í káetuna, þar sem var miklu svalara en á þiljum uppi, og bað þjóninn að blanda kalt rauðvínspúns. Pascoe hneig niður á legubekkinn og þurrkaði andlitið með silkivasaklúti. — Pú, ég þori að veðja um það, að ekki er heitara í Víti en á Sydney, sagði hann. — Hamingjan veit, að samt er veðrið ekki heitara en pólitíska ástandið hér. Hafið þér frétt um þetta allt til Englands? •—• Aðeins lausafregnir- Við vitum mjög lítið. — Það er örðugt að komast að sannleikanum, jafnvel hér. Það er ekki vafi á því, að báðir hafa á réttu að standa að ein- hverju leyti. Rom-verzlunin hefir eyðilagt nýlenduna, og hún var í höndunum á foringjunum í landi. Bligh komst að þessu og reyndi að stemma stigu fyrir því og hagaði sér á líkan hátt og þegar hann framkallaði uppreisnina á Bounty. Sem landstjóri hér hafði hann miklu meiri völd en konungurinn sjálfur heima í Englandi- Og þér vitið, hver afleiðingin hefir orðið: Bligh er fangi 1 stjórnarbyggingunni og Johnston majór heldur um stjórnartaumana, en hann er aftur þjónn McArthur, sem er ríkasti maðurinn í nýlendunni. Það er þokkalegt pakk. — Hvað verður næst? — Sjötugasta og þriðja hrdeild verður hér, en herdeildin, sem áður var hér, fer heim aftur. Johnston, McArthur og Bligh verða að jafna sínar sakir heima- Macquarie ofursti, sem kom hingað á mínu skipi, verður hér eftir sem landstjóri. Pascoe vildi gjarnan fá fréttir að heiman, og við þvöðruðum saman stundarkorn. Að lokum stóð hann á fætur. — Ég verð að kveðja, Byam, sagði hann. — Bligh hefir gefið skipun um að leggja af stað síðdegis í dag. Þegar ég hafði kvatt hann, gaf ég þgar í stað skipun um, að bátur yrði settur á flot og fór í land, til þess að líta eftir útflutningi hersveitarinnar og heimsækja landstjórann. Það var hræðilegur hiti- Þegar ég fór upp stigann að húsi landstjórans sökk ég í ryki í ökla. Mér var boðið að setjast í forsalnum, þar sem var svalt og rökkvað. — Hans Hátign er vant við látinn, Byam skipstjóri, sagði aðstoðarmaðurinn, sem tók á móti mér- Hann hneigði sig og fékk sér sæti og hélt áfram að skrifa. Andartaki seinna heyrði ég gegnum lokaðar dyrnar gjall- andi mannsrödd- Á sömu stund fannst mér ég vera tuttugu árum yngri og standa á þilfarinu á Bounty daginn áður en uppreisnin fór fram. Þessi grófa rödd hafði ekkert breytzt þau ár, sem liðin voru frá því þetta skeði. Mér virtist röddin endurtaka orðin, sem höfðu rekið Christian út í óhæfuna: — Já, fyrirlitlegi þorpari, það er einmitt það, sem ég álít! Þér hljótið að hafa stolið af hnetunum mínum, annars hefðuð þér getað gert grein fyrir yðar eigin hnetum. Þið eruð þjófar og þorparar allir saman. Röddin innan við dyrnar þagnaði og ég heyrði djúpa, ró- lega rödd landstjórans. Svo tók Bligh til máls aftur. Hann

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.