Alþýðublaðið - 24.11.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.11.1939, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ FOSTUBAODB 24. NÖV. 1639 *----------------------— ALÞÝÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSQN. í fjarveru hana: STEFÁN PÉTURSSON. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦-------------------------* fiægra brosið byrjaðj ný? JÓNAS frá Hriflu hefir ekki átt óverulegan þátt í því, að móta það þjóðskipuiag, sem hér hefir verið að skapast undan- farna áratugi. Það er einkennt af vaxandi samábyrgð þjóðarinn- ar á afkomu hvers einstaklings, enda getur við þá verkaskipt- ingu og atvinnuhætti, sem síðan um aldamót hafa mtt sér til rúms hér á landi, enginn verið sjálf- um sér nógur. Mönnum getur lík- að sú staðreynd betur eða verr. fen fram hjá henni verður ekki gengið. Það hafa menn af öllum stéttum skilið. Pess vegna eru samtök og samvinna kjörorð tím- ans og þess vegna fer þáttur hítns 'Opinbera i lífi hvers ein- stakldngs einnig vaxandi ár frá ári. Bn það er eins og Jónas frá Hriflu hafi enga ánægju af þvi verki, sem hann sjálfur hefir átt svo verulegan þátt í. Hann vill dkki kannast við það, þegar til kemur, og það er engu líkara en að hann kysi nú helzt að geta snúið hjóli sögunnar við, og leitt þjóðina til baka til þess ástands, sem hún bjö við í þús- und ár, þegar hér var ekkert annað en „sjálfstætt fólk" af svipaðri tegund og Bjartur í Sum- arhúsum. Öðruvisi verður varla skilin sú grein, sem Jónas frá Hriflu skrif- aði í Tímann á þriðjudaginn í þessari viku og kallaði „Spuming ar og upphaf að svömm“. Þar segir svo: „Þjióðin er í heild sinni fátæk, en hefir iátið leiðast til að leggja megin áherzlu á að fá styrk frá öðmm. Fjárlög landsins em ein samfelld keðja af styrkjum til allra atvinnuvega og allra stétta. Menning samtíðarinnar hefir nú Um stund ekki lagt nema að nokkm leyti áherzlu á sjálfsbjarg arviðleitnina. Að vísu vinna marg ir menn og konur hér á landi mikið dagsverk eins og ummynd- un landsins sýnir. En inn í þessa þróun hefir ormur alhliða styrk- veitinga skriðið og nagað stofn- inn. Menn fá ókeypis kennslu í menntaskólum og háskóla og styrki .... Menn fá undanþágu frá sköttum til að koma upp lögverndu'öum iðnaði. Menn fá styrki til að eignast báta, styrki til að byggja hús og rækta jörð- ina, styrki til að kaupa landbún- aðarvélar .... Að lokum fá menn styrki fyrir að vera gaml- ir, fyrir geðveiki, kynsjúkdóma, brjóstveiki og í kaupstöðum fyr- ir að nota eitthvað af meðulum. .... Landið er ríkt að gæðum og mikill melrihluti þjóðarinnar er vel vinnufær og starfsfús. En afætur þjóðféla;gsms hafa verið margar og dýrar. Þeim verður að fækka“. i Svo mörg eru þau orð. Manni verður á að spyrja: Er Efling háskólans og fram- tíð íslenzkra stúdenta. ---». — Eftlr Sigurð Einarsson. A STYRJALDARTIMUM er mörgum sem hættir til að gleyma því, að landvarnastarf fyrir menninguna er ekki þýð- ingarminna starf fyrir lif og við- hald þjóðanna heldur en hið hag- fræðilega og hemaðarlega land- varnarstarf. Þó að við séum ekki beinlinis í styrjöld hér á íslandi þá kemur hún á margan hátt mjög tilfinnanlega við okkur. Þing og stjórn eru önnum kaf- im við að gera allskonar stríðs- ráðstafanir. Það er því nokkur hætta á, að það vekji minni at- hygli en verðugt er, þegar fram koma tillögur um víðtækar um- bætur á æðstu menntastofnum þjóðarinnar, sem gera hvort Iveggja í senn, að bæta úr brýnni þörf, fela í sér sparnað á er- lendum gjaldeyri og er haldið innan hófsamlegra takmarka um allan tilkostnað. Slíkar tillögur hefir núverandi rektor Háskóla Islands lagt fyrir alþingi um aukna kennslu við Háskólann, þannig að bætt verð- ur við möguleika þá, sem stud- emtar eiga nú um að velja, í fjórum deáldum: viðskiptaháskóla verkfræðinámi til fyrrihluta prófs, náttúrufræðinámi til fyrrihluta prófs og hagfræðinámi. Af því framhaldsnámi, sem hér ræðirum er mú aðeims rekinn Viðskiptahá- skótinn og eru honurn ætlaðar 20 þúsund krónur á fjárlögum mæsta árs. I tillögum prófessors Alexand- (ers Jóhannessonar er gert ráð fyrir að háskólinn takist á hend- ur rekstur Viðskiptaháskólans og með nákvæmum útreikningi, sem fram hefir farið á því, hvað það mundi fcosta að reka hann í þiiem deildum, á vegum háskólans í hinum nýju húisakynnum, sem hásikólinn 1 fær bráðlega umráð yfir, er isýnt, að þetta má gera fyrir 9 þúsund krónur á ári. Hið fyrirhugaða verkfræðinám pr ráðgert að kosti 7 þúsund kr., náttúrufræðinámið 6 þúsund kr., Jónas frá Hriflu með slíkum um- mælum að halda dómsdag yfir sinni eigin fortíð? Hefir hann „frelsast" þannig í hinni stuttu samvinnu við íhaldið, sem hann tók allt fram yfir áður fyrr? Er það meining hans, að ókeypis kennsla við menntaskólana og háskólann skuli nú hætta til þess að böm verkamanna og bænda verði útilokuð frá æðri menntun? Er hann að mælast til þess, aS byggingar- og landnámssjóður verði lagður niður og hætt verði að styrkja bændur til þess að reisa sér hús við manna hæfi og rækta jörðina? Er hann að fara í kringum það, að geðveikra- hr'eiin og bérklahælin verði opn- uð og íbúum þeirra dreift út á meðal þjóðarinnar? Eða ætlar hann máske að „fækka afætum þjóðfélagsins“ í bókstaflegum skilningi með því að svifta sjúldingana og gamla fólkið þeim styrkjum, sem það nýtur nú? Það væri að vísu eitthvað fyrir sparnaðarpostulana við ,Vísi og Morgunblaðið, ef þannig væru í éinu höggi skorin niður ekki ein- asta fjárlögin heldur og öll for- tíð Jónasar frá Hrifliu! Máske þeim sé Setlað að botna svörin, sem Jónas byrjaði á í Tímanum á þriðjudaginn? Að „spumingar hpns og upphaf að svörum“ beri að skoða sem einskonar hægra bros á ný? hagfræðinámið 2 þúsund krónur eða alls 24 þúsund krónur. Nú er það tillaga prófessors Alex- anders Jóhannessonar, að til þess að standast kostnaðinn við hinar nýju deildir skuli verja þeim 20 þúsund krónum, sem nú eru á fjárlögum til Vi'ðskiptahásljplans eins, en að háskólinn legði jafn- framt tii sjálfur 4000 krónur úr almanakssjóði og væri þá hinni fjárhagslegu hlið þessa máls borgi'ð um sinn. Síðan mál þetta kom frarn, hefir það verið allmikið rætt í blöðum og af misjöfnum skilningi. Víða hefir þess kennt, að hér þykir ihafa verið bent á líklega leið. En einstök rödd hefir heyrzt, sem varla verður skilin á aðra leið en þá, að of margir æsku- menn í iandinu geri sér far um að ná stúdentsprófi og byggja síðan ofan á þá menntun með háskólanámi. Þáð er alkunnugt mál, að aðsóknin að einstökum deildum háskólans og þá einkum íæknadeiid og lagadeiid er fyrir löngu orðin ískyggilega miikil. Það er einnig jafnkunnugt, að fjiöiidi íslenzkra stúdenta hefir á undanförnum árum stundað nám í hagnýtum fræðum erlendis. Sá |er annar kostur fyrir hendi, að grípa ekki trl þess fýrr en í síð- ustu lög að meina íslenzkum for- éldrum að mennta börn sín eftir föngum og íslenzkum æskumönn- um að leita sér þerrrar mennt- unar, sem frekast verður fengin, heldur hagnýta sem bezt þá möguleika, sern vér höfum í landinu sjálfu til þess að veita íslenzkum æskumönnum sem fjölbreyttasta möguleika að velja Um, stúdentum ekki síður en öðrum. Sá fcostur er að öllu leyti sæmilegri fyrir þjóð, sem vill fcalla sig menningarþjóð og nærrd óforsvaranlegt að velja ekki þá leiðina, þegar auðið er að gera það án aukinna fjárfram- Jaga. En það er ednmitt að því, sem tillögur háskólarekt-ors miða. Hagnaðurinn við að taka upp þetta fyrirkomulag frá því, sem nú er, yrði þá: 1. Sparnaður á erlendum gjald- eyri, sem nema rnyndi nálega 130 000 kr. árlega, miðað við tölu þeirra stúdenta, sem undanfarið hafa stundað nám erlendis. 2. Efling háskólans, en það verður að telja skyldu hvers þjóðfélags, er hefir sinn eigin háskóla, að veita stúdentunum toennslu í öllum þedm greinum, er þjóðfélaginu megi a'ð gagni verða, ef þess er nokkur kostur. 3. Margbreytni í námi, sem bieinir nýjum stúdentum inn á fleiri brautir en nú er kostur á, og hagnýting þeirra kennslu- krafta, sem til eru í landinu. Árlega útskrifast um 80 nýir stúdentar og le^a margir þeirra til erlendra háskóla, þótt enigan utanfararstyrk fái, ef aðstandend- ur þeirra em þess megnugir, og er því engin leið að hindra fram- haLdsnám þeirra við háskóla nema með því að loka fyrir þeim menntaskólunum, en það er ekki heililavænlegt að stöðva framalöngun unigra og efnilegra rnanna. Því má ekki trúa að óreyndu, að alþingi og stjórn athugi ekki þessar tillögur gaumgæfilega og Ijái þerm fylgi sitt, að þeirri at- hugun lokinni. Það sem háskól- inn býður hér raunverulega upp á, er að reka víðtæka áframhalds- kennslu fyrir stúdenta með ekki meiri tilfcostnaði fyrir hið opin- béra heldur en viðskiptaháskólinn fcostar einn. I öðru lagi að spara þjóðinni allmikinn gjaldeyri, svo franrarlega sem það á ekki að verða örþrifaúrræði að loka námsleiðum erlendis fyrir æsku- mönnum landsins. ! þriöja Iagi að gefa stúdentum, sem ella færu utan til náms, möguleika til þess að vinna hér að námi sinu fyrstu tvö árin, einmitt þau árin, sem mörgum stúdentinum hafa orðið hættulegust vinalausum og einum í glaumi erlendra stórborga. Það væri sæmd íslenzkra stjórnar- Valda, að sýna í þessu máli full- ¥ VI. HEFTI norska tímaritsins „Samtiden“, 1938, ritaði einn af kunnustu mönnum norska verkamannaflokksins, Olav Osvik stórþingsmaður, um þegnskyldu- tvinnu í Nioregi. Heitir grein hans: Tvungen arbejdstjeneste, — eller om main heller vil: civil væme- pligt. Teliur höf. að tími sé til þess korninn, að lýðræðisrikin endur- skoði afstöðu sina til ýmissa þjóðfélagslegra fyrirbrigða nú- tímans, m. a. þegnskylduvinnunn- ar, meti þau hlutdrægnislaust, læri af þeim 'og hagnýti þann lærdóm til viðhalds og verndar hinni lýðfrjálsu stjómarskipun. Bendir hann á þau ógrynni ó- leystra verkefna, sem í Noregi bíða, og siegir, að með sama hraða og nú er á verklegunr framkvæmdum þar, muni það taka „mannsaldra að fá lokið því, sem brýnast er.“ „Maður spyr þá sjálfan sig,‘ segir hann, „hvort eigi sé hægt, einnig á lýðræðisgrundvelli, að hervæða (mob.ilisere) þjóðina til starfs á öðrum leiðum en famar •hafa verið til þessa. . . . Svo framarlega sem það er satt og rétt, að land vort sé samiginlegt hiéimkynni vort og lýðræðisskip- un þjóðfélags vors sé oss dýr- mætur fjársjóður, þá ætti að mega vænta þess, að sérhver verkfær þegn þjóðfélagsins leggi fram nokkuð af starfsorku siinni til uppbygglngar þjóðfélaginlu, án anniarra launa en húsnæðis og fæðis.‘*) Til rökstuönings þessari kröfu á hendur þegnunum bendir hann á herskylduna og segir: „Þar eð allir stjórnmálaflokkar hafa orðið sammála um, að menn eigi að grípa til vopna og berjast fyrir föðurlandið, ef hættu ber að hömdum, þá ætti eigi að vera ó- lííklegt, að þeir einnig gæti orð- ið sammála um, að menn skuli vinna fyrir föðurlandið.“*) Og leiðin, sem höf. segir að fara eigi, er að koma á almennri þegnskyldu í Noregi, — og þá, þegar hún sé komin á, muni venkin tala og bera óræk vitni afnekum hinna nýju vinnuhenja. „En mér er þó vel ljóst“, segir hawn ennfremur, „að bent muni verða á kostnaðinn, sem þessu er samfana, því að vitanlega kostar fæði og húsnæöi mikla peninga. En svo er annað, sem' er ennþá örðugra viðfangs: starf smenn ýmissa greina munu staðhæfa, að þegnskylduvinnan ögri atvinnu am og dremgilegan skilning. Með þvi mundu þau gera hvort tveggja í senn, að efla Háskóla íslands án aukinna fjárútláta, greiða námsbrautina fyrir efni- legum íslenzkum möinnum og ieggja sinn skerf til þess, a>ð ís- lenzk menning geti orðið sem traustust og fjölþættust. Þetta er virðulegra markmið en hitt, að telja sér trú um, að þegar kreppir að þjóðinni, þá sé heJzta bjarg- ráðið að láta fculna út eða kreppa að þeirri æðri menningu^ sem hún hefir varið kröftum' srn- um og metnaði til að skapa. Sólver konungur og aðrar sögur, heitir nýút- komin barnabók, gefin út af Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds sonar. Séra Friðrik Hallgríms- son hefir búið bókina undir prentun. Teikningar hefir gert Halldór Pétursson- Bókarinnar verður nánar getið síðar. þeirra, og að hún muni, að einr hverju leyti og beinlínis, valda atvinnuleysi hjá mörgum, sem nú hafa vinnu. Og ef svo færi, væri þetta allt unnið fyrir gýg. — En allt eru þetta vi'ðbárur, sem rót eiga að rekja til íhaldssemi (kon- servatisme) og vantregðu (vane- gjengeri), en þessir Iestir hvorir tveggja dafna jafnan vel í lýð- ræðisríkjunum- Auðvitað mál er það, að jafnviðtækar aðgerðir og hér er um að ræða, muni orka á ríkjandi ástand og valda nokkurri rösktm á ýmsum hefðbundn'um háttum þjóðfélags og atvinnulífs, — en í heild sinni munu þær örfa þróun hvorstveggja og efla Ihana í þágu almennings, og þeg- ar öllu er á botninn hvolft er það þó hið mikilvægasta." Um afstöðú verSamannsins og áhrif þegnskylduvinnunnar á vimnumarkaðinn í landinu, segir þiingmaðurinn: „Þótt almennri þegnskylduvinnu yrði komið á, þarf enginn að óttast að verkefn- in þrjóti, sem vinna þarf að. Það hefir ætíð reynzt svo, að þegar verkefni er leyst, skapast nýtt viðfangsefni, sem leysa þarf. Og um leið og þörf er fiullnægt, skapast ný þörf, sem krefst fiull- nægingar.“*) * S. 1. sumar, er ég var staddur i Oslo, leitaði ég viðtals við höf. nefndrar ritgerðar, stórþings- manninn Olav Oksvik. Lék mér hugur á að frétta nánar af gangi þessara mála í Noregi, og jafn- framt ræða við hann um tillögur *) Leturbreytingar gerðar af mér. L. G. þær, er ég hefi borið fram hér á iandi til lausnar sömu vandamál- Um. Meginröksemdir þær fyrir lög- fiestingu þegnskylduvinnu í Ntor- egi, er þingmaðurinn bar fnam í viðræöum þessum, er einnig að finna í áður nefndrl ritgerð hans, og vísa ég hér til hennar. Spurði ég þingmanninn ttn af- stöðu veritamannaflokksins norska til þegnskylduvinnunnar. „Flokfesmönnum mínum al- mennt er að verða það ljóst,“ svaraði hann, „að sé réttilega haldið á þegnskylduvinnu, getur hún orðið lýðræði voru hin bezta wrn og lyftistöng. Vér, sem byggjum hin lýðfrjálsU, ríki, edg- um ekki að bíða þess, að lýðræði vort verði meig'siogið, fólum troðið og drepið i höndum viorum. Af frjálsum og fúsum vilja, — með atfcvæði frjálsra manna, — eigum vér að leggja á oss kvaðir og færa fórnlr til verndar og styrktar lýðræði voru. Með sameiginlegu átaki allra flokka eigum vér að kiomo á hjá oss almennri þegnskylduvinnu. Land vort þarfnast hennar tog mikil hlutverk bíða hennar.“ „Hvað hefir Stórþingið gert i málinu?" „Enn þá er það ekki komið svio langt, að afstöðu þingsins hafi verið leitaö. Stjórnarflokkurinn, — arbejderpartiet, — mun nú fiela sérstakri nefnd athugun málsins. Þegar álit og tlllögur nefndarinnar liggja fyrir, mun tnáiið verða flutt í Stórþinginu." „Hvemig eru undirtektir blað- anna?" „Eins iog þér t. d. sjáið af skrif- jum Arbejderblaðet í dag (20. júlí) er arstaða þess ótviræð og já- kvæð. Blöð maigra. annara flokka hafa einnig ritað um málið af velvild og skilningi. En vitanlega greinir menn og flokka ennþá á um ednstök atriði, og um það er ekki að sakast.' Þá skýrði ég þingmanninum frá tillögum þeim um almenna þegnskylduvinnu á Islandi, er Hermann heitinn Jónasson bar fram á alþingi árið 1903. Þóttu honum þær býsna athyglisverðar, sem vonlegt var. Ræddum við einnig um vinnuskólatilraunir mínar og tillögur og ýms rök með og gegn þessum málum öll- um í heild. Lúðvig Guðmunidsson. Dansklúbburinn Cinderella heldur dansleik í Oddfellow- húsinu n.k. laugardag- Þar eð langt er um liðið, síðan klúbb- urinn hefir haldið dansleik, en þeir jafnan verið vel sóttir, má ■ gera ráð fyrir húsfylli- Er fólki því ráðlagt að tryggja sér miða í tíma. Nánar auglýst í blaðinu á morgun. Skíðamenn Ármanns. Æfing verður í kvöld kl- 9 í íþróttahúsinu, og verða æfing- ar framvegis á þriðjudögum og föstudögum. Til sunnudagslns Ejúpair Svið Nautakjöt Nýreykt hangikjðt Bjúgu Pylsur Saxað kjðt l'if'' Er þegnskylduvlnna I aðsigi í Noregi? ♦---- Eftir Lúðvig Guðmundsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.