Alþýðublaðið - 27.11.1939, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.11.1939, Blaðsíða 3
WAJWDAOUS *7. NÓV. 1939. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ern Norðnrlðnd í taættn? Einhver kunnugasti Ameríkumaður um hagi Norður- landa, Keith Hutchinson, ritaði eftirfarandi grein í ameríska tímaritið The Nation, sem gefið er út í New York, 7. október síðastliðirin. Greinin er hin athyglisverðasta. ALÞYÐUBLAÐIÐ IUT6TJÓRI: V. K. VAU3EMARSSON. í fjarveru hana: STBTÁN PÉTURSSON. ATGItEIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU tJAuftgangur frá Hverfisgötu). SfMAR: 4888: Afgreiösla, auglýsingar. 49il: Ritstjórn (innl. fréttir). ,'4902: Ritstjóri. |498*: V. S. Vilhjálms (heima), 4905: Alþýðuprentsmiðjan. 4996: Afgreiðsla. B9S1 Stttfán Pétursson (heima). ALhÝÐUPRENTSMIÐJAN *------------------------♦ ferkalýðsfélðg- ia og forsprakk- ar ihaldsiBS. AÐ VIRÐIST koma forkólf- um íhaldsins algerlega á ó- vart, að verkamenn almennt, og fyrst og fremst þeir verkamenn, sem eytt hafa um 30 ánim af æfi .s'inni í baráttunni fyrir að skapa verkalýðssamtökin og gera kröf- »r þeirra gildandí, eru fremur vantrúaðir á hina nýju „línu“ Sjálfstæðisflokksins í afstööunni gaginvart verkalýðssamtökunum. E!n þessi undmnarsvipur á and- lítum íhaldsmanna er uppgerð. Peir \dta, að a. m. k. stör híuti verkalýðsins sér í gegn um vef þeirra. Verkalýðurinn hefir líka fengið fttlla neynslu fyrir því, að það er ekki ástæðulaust að vera á verði gegn þessum flokki og þessum mönnum. Sú neynsla hefir fengizt ekki aðeins í nútíðinni, heldur jeinnig alveg einis í fiortíðinni. Pví að verkalýðssamtökin hafa alla tíð verlð — og em enn þann tiag í dag — byggð upp í algerri andstöðu við íhalidsmenn. Hafinarfjörður hefir undanfarið oft verið á vörum manna í (sam- bandi við þessi mál, og ekki sízt nú, eftir að hið fyrrum svo stolta íélag hafnfirzkra verkamanna hefir fyrir atbeina kommúnista og undir þeirra Ijeiðsögn gengið ihaldinu á hönd, svo að nú virð- ist vera lltið annað eftir af þess- um félagsskap en nafnið tömt og nokkrir verkamenn, sem hafa tekið trú ihaldsins og kyssa á faönd þess við hvert þaö högg, sem riður um axlir þeirra. Fá verkalýðsfélög voru þó' byggð upp við aðra eins and- stöðu frá atvinnunekendum og verkamannafélagið Hlíf. Það varð í byrjun að stofna sem nokkurs konar leynifiélag, og verkamenn, sem gerðust svo djarfir að efna tij þess, vom hundeltir af at- vinnurekendavaldinu, svo að þeir urðU jafnvel að flýja þorpið um sinn til að svelta ekki i hel- Eldri félagarnir í Hlíf muna það t. d., að einn daginn, þegar halda átti fund í Hlíf, festi einn aðalat- vinnurekandinn á staðnum upp tilkynningU’ þess efnis, að öllum þeim, sem ætluðu að sækja fund- inn, væri hér með stranglega bannaö að viðlagðri stefnu að ganga stiginn heim að fundar- húsinu; en viðkomandi atvinnu- rekandi taldist eigandi stígsins eða lóðarinnar, sem hann lá yfir. Ðæmi þessu Íík em óteljandi til úr sögu Hlífar og fjölda annara verkalý'ðsfélaga á landino. Pað er óhrekjandi staðreynd, »ð verkalýðssamtökin hafa al.lt af átt að mæta fullkomnum fjandskap atvinnurekenda, en þeir ráða öllu um pólitik Sjálfstæðis- llokksins. Bn metm vilja kannske segja, að þetta heyri fiortíðinni til, nú sé annað hljóð kömið í strökkinn. En hvenær hafa Sjálfstæðis- menn stutt kröfur verkalýðsfélag- anna, hvenær fyrmm og hvenær nú? Sjómennirnir þurfa ekki að fara lengra en til síðustu deilu um áramótin 1937 og 1938. Þeir geta líka leitað svars viö spurningunni í skrif Magnúsar Jónssonar í sumar um „sigurjónskuna" svo nefndu, þar sem hann taldi það „sigurjónsku“ að hafa talstöðvar eða loftskeyti í skipum og taldi, að sjálfsagt væri að afnema hvorttveggja. Núna þessa dagana er líka komið upp nýtt orð í þinginu: „sigurjónisminn", það er barátta sjiómanna og forystu- manns þeirra á þingi fyrir stríðs- slysatryggingum, stríðsáhættu- þóknun og 'öðrum öryggismálum sjömanna. Þetta á að vera skammaryrði hjá þeim, sem tíð- ast hafa það á vömnum. Hvaðan hálda menn að þetta nafn sé komið? Er það komið frá vinium verkalýðsiins, vinum verkalýðs- samtakanna? Nei og aftur nei. Það er komið frá þeim, sem vilja verkalýðssamtökin feig. Eða geta verkamennirnir og verkakonurnar eða iðnaðarmenn- imir ekki fundið svar við spurn- ingunni í athöfnum foringja Sjálf stæðisflokksins ? Hafa þeir stutt kröfur verkamanina um launakjör þeirra, öryggisúthúnað við vinnuna, opinberar fram- kvæmdir, atvinnubætur o. s. frv.? Nei og aftur nei. Engar þessar kröfur hafa þeir stutt, þeir hafa sýnt þedm öllum fiullan fjandskap. Er hasgt áð búast við því, að þessir sömu menn hugsi heilt, þegar þeir þykjast vera að finna heppilegar brautir fyrir verka lýðssamtökin að fara? Ekki einn einasti verkamaður, sjómaður, verkakona eða iðnaðarmaður, sem hefir augun opin, er í vafa um þetta atriöi. Það er vitað mál, að atvinnu- leysið er beittasta vopn auð- valdsins. Með atvinnuleysið og neyðina að vopni hefir íhaldið hafið nýja herferð gegn verka- lýðssamtökunumi. Við þekkjum þessa herferð frá gamalli tíð og verðum ekki uppnæmir. Verka- lýðssamtökin munu líka standa þennan storm af sér. Frá forkólf- um íhaldsins stafar þeim sama | ihættan og allt af áður. Hins vegar eru verkamennirnir, sem telja sig vera Sjálfstæðis- menn. Aldrei hefir komið ti! neinna árekstra milli þessara manna og verkalýðssamtakanna, og það er ekkí nema sjálfsagt, að kröfur þeirra innan samtak- anna og réttur þeirra sé hinn sami og annara félaga. Verka- lýðssamtökunum stafar engin hætta af þessum mönnum af þeirri einfiöldu ástæÖu, að skoð- anir þeirra hljóta þegar til kast- anna kemur að fara saman við skoðanir annara verkamanna í því, hvernig kröfurnar skuli vera, sem bomar em fram, og hvernig baráttuna skuli heyja. Reynslan hefir sannað þetta, og hún mun einnig sanna þetta í framtíðinni. En vitanlega verða þessir verkamenn að ráða sjálfir sínum ráðum, en ekki vera leiksoppar í hendi pólitískra spekulanta, sem aldrei hafa sýnt verkalýðssanir tökunum annað en skilningslfeysi og andstöðu. Og verkamenn, sem eru Sjálf- stæðismenn, geta áreiðanlega ver- ið mikils ráðandi nú á tímum í sínum flokki — svo mikil em fleðulæti forkólfanna sem stendur framan í verkalýðinn. ** Útbreiðið Alþýðublaðið. ########################»######### UM þessar mundir er ekki svo lítið rætt um hlutleysi Ame- ríku, en þetta vandamál hverfur í sambandi við þá örðugleika, sem Norðurlöndin, Svíþjóð, Noregur, Danmörk og Finnland eiga við að stríða. Öll þessi ríki lýstu yfir algerðu hlutleysi, þegar stríðið brauzt út, og þau vilja öll halda sér fyrir utan stríðið. En landfræðileg lega þeirra og utanrikisverzlun gera það að verkum, að þau eru í hiínni mestu úlfakreppu, og þau eru í hinni mestu hcettu stödd, ef stjórnir þeirra eru ekki vel á verði. Og jafnvel þótt þau sleppi við að jlenda í striðinu, hlýtur styrjöldin að hafa mikil áhrif á atvinnu- og viðskiptaiíf þeirra. Utanríkisverzlunin hefir alltaf verið mjög mikilsverður þáttur í l'ífi þessara þjóða. Og tilviljunin hefir nú einu sinni hagað því svo, að Englendingar og Þjóðverjar em stærstu viðskiptaþjóðir þeirra. Norðurlönd hafa ekki efni á því að kasta frá sér þessum mörkuð- um. England er stærsti vöminn- flytjandinn frá þessum löndum og ennfremur mesti vömútflytj- andinn til þessara landa, nema til Svíþjóðar. Svíar kaupa meira af Þjóðverjum- Og hvernig er hægt að gera svo að báöum þess- um þjóÖum, Bretum og Þjóð- verjum líki? Þetta er hið mikla vandamál Norðurlanda. Þegar ég kom til Skandinaviu í suimar og stríðið var ekki byrjað, var mikið um það rætt, hvort hægt væri að einanigra sig frá öllum viðskiptum við ófriðar- þjóðirnar. Það var litið svo á, að bæði Bretar og Þjóðverjar tækju það illa upp, þegar þá færi að vanta hráefnin. Auk þess var mönnum það ljóst, að slíikar að- gerðir var einungis hægt að gera, svo framarlega, sem stríðið yrði skammvinnt. Þessi leið hefir heldur ekki ver- ið farin, og nú er reynt að halda Uppi venjulfegum viðs'kiptum við báðar ófriðarþjóðimar. Þar sem bæði Bretar og Þjóðverjar þarfn- ast þeirra vara, sem Norður- landaþjóðirnar framleiða, vona mfenin, að hvorug ófriðarþjóðanna krefjist einkaréttar á vörunum, svo lengi sem þeim er skipt nokkurn veginn jafnt milli þeirra. I þessu sambandi heyrði ég getið um leynilegt samkomulag, sem gert hefði verið milli Breta, Þj'óðverja og Dana í heimsstyrj- öldinni. Frá Danmörku var geysi- mikill útflutningur til Englands, einkum á fleski, smjöri og eggj- um, og ennfremur fluttu Danir mikið af feiti til Þýzkalands. Þjóðverjar hefðu getað með hern- aðaraðgerðum hindrað allan út- flutning frá Danmörku til Eng- lands; en Englendingar gátu hefnt sín á þann hátt, að hindra alla'n innflutning til Danmerkur. En þar eð danskur búpeningur er fóðraður á innfluttu fóðurmjöli, hefði árangurinn orðið sá, að Þjóðverjar hefðu ekki getað feng- ið sínar nauðsynlegu vörur frá Danmörku. Menn vona, að hemaðarþjóð- irnar virði hag hvor anmarrar éinnig nú. En þegar nýlega var sökkt tveim sænskum og tveim finnskum flutningaskipum með timburfarm og cellulose á Teið til Bretlands, urðu Norðurlandabúar mjög áhyggjufullir. Svíar stað- hæfðu, að þessar vömr tilheyrðu ekki bannvömm, en Þjóöverjar héldu því fram, að vömr þessar væm „efni, sem hægt væri að vinna úr púður og sprengiefni“. Ef þessu fer fram, þá er útlitið orðið mjög alvarlegt fyrir Svia og Finna. Mikill hluti af útflutn- ingsvömm þessara landa er timbur. Vömbann Breta hefir ekki enn þá orðið svona viðtækt, en þó hefir það orðið Nörðurlöndum mjög óhagstætt. En hversu óþEegilegt sem vöru- bann Breta kann að vera fyrir Norðurlandaþjóðirnar, þá munu þau óþægindi naumast valda neinni andúð á Bretum. Meðan heimsstyrjöldin stóð yfir, vorn mjög skiptar skoðanir manna á Norðurlöndum, og þeir vom margir, sem drógu taum Þjóð- verja. Nú eru þeir varla til, sem óska eftir því, að nazistar sigri. Norðurlandaþjóðirnar unna lýð- ræði og sjálfstæði sínu og draga enga dul á það, að þeir kæri sig ekki um, að nazisminn sigri. Norðurlandabúar efast ekki vim það, að siguir Þjióðverja kunni að þýða það, að þeir komist sjálfir undir yfirstjórn, sem á að- tsetur sitt í Berlín. En þó að Norðurlandabúar óski þess, að Bretar og Frakkar sigri, viija þeir ekki láta neyða sig til þess að taka þátt í styrjf öldinni. Þeir em illa búnir undir áð taka virkan þátt í styrjöld og eiga víða erfitt um vamir, ef ráðist er á þá. Að undanteknu Finnlandi, sem öðlaðist sjálfstæði sitt í heimsstyrjiöldinni, hafa Norðurlandabúar í meira en öld íifað í friði, tekið smjör fram yfir fallbyssur og notaö fjármagn sitt í þágu þjóðfélagslegra endurbóta í stað þess að kaupa fynir það morðvopn. Enda þótt ágæt samvinna sé mlli Norðurlandaþjióðanna, hafa þó mismunandi áhugamál og mismunandi landfræðileg lega hindrað það, að þau gætu gert með sér hemaðarbandalag, ef til ófriðar drægi. Enda þótt þessi l'önd, hvert um sig, hafi lýst því yfiir, að þau séu ákveðin í því að verja sig ,ef á þau yrði ráðist, þá er állt annað en víst, að þau geti það í naun og vera. Danmönk, sem mjó, óverjanleg landræma skilur frá Þýzkalandi og hefir litlum her yfir að ráða, gæti naumast veitt nema óvirka mótspyrnu. Hernaðarlega séð eru Norðmenn jafinilla undir stríð búnir og Danir, en land þeirra ligjgur ekki að Þýzkalandi og myndi sennilega ekki verða ráðist á þá frá þeirri hlið, svo lengi sem floti Breta væri öskaddaður. Suðurströnd Svíþjóðar liggur í aðeins fárra klukkustunda sigl- ingar fjarlægð frá höfnum Þýzka- lands. En aftur á móti hafa Svíar búiö sig undir það að hrinda á- rás af höndum sér. Hinn fasti her þeirra er að vísu lítill, en haun er fram úr s'Irarandi góður, og á stríðstímum gætu þeir kom- ið sér upp fleiri hundruð þúsunda her. Svíar leggja nú mikla á- herzlu á að byggja sér loftflota. Þeir smíða sér litlar sprengju- flugvélar, sem ætlaðar em til þess að varpa sprengjum yfir skip, sem reyna að koma fót- göniguliði á land í Svíþjóð. Land- fræðilega séð stendux Svíþjóð vel að vígi vegna hinnar vogsk'ornu strandar. Þar eru margir krók- óttir firðir, sem auðvelt er að verja með tundurduflum og kaf- bátum. Þegar þessa er gætt, þá má vænta þess, að Þjóðverjar hugsi sig um tvisvar, áður en þeir ráðast á Svía. Finnar eiga við sérstök vanda- mál að striða vegna þess, að þeir era nágrannar Rússa, sem ógna þeim nú .sífellt meir og meir. Finnar, sem eiga nú um 100 þúsund manna fastan her, vel vopnum búinn, hafa alltaf gert ráð fyrir árás að austan. Þeir gerðu sér vonix um að fá að vera í friði, svo lengi sem óvin- átta væri milli Rússa og Þjóð- verja, en nú, þegar sú óvinátta hefir snúist upp L hina ástúðleg- ustu vináttu, stendur Finnland mjög illa að vígi. Þ,að er alveg afskorið að vestanverðu, og eina hugsanlega hjálpin, sem Finnar gætu fengið, væri frá Svíþjóð, sem er þeim mjög vinveitt. Svo lengi sem Moskva kærir sig ekki um að gefa neinar upp- lýsingar um framtíÖaráætlanir sínar, hafa Fínnar ástæðu til þess að óttast vináttusamband Rússa og Þjóðverja. Þetta samhand hefir gerbreytt öllu jafnvægi Norðurlanda og dregið þau inn í þann hvirfilvind, sem ógnar Ev- rópu. Ef Norðurlandabúar ætla að reyna að standast storminn, verða þeir að einbeita öllu sinu þreki og treysta á þá samheldni, sem hefir vakið hrifningu aJlra lýðræðissinna í heiminum. f EIKFÉLAG REYKJA- 1-4 VÍKUR hefir þegar á- kveðið hvaða leikrit skuli verða tekið til sýningar um jólin. Leikritið er eftir ítalskan höfund, Casella. Enn hefir ekki verið ákveðið nafn þess. Á ensku heitir það „Death takes a Holiday“. En kvik- mynd gerð eftir því var sýnd hér í fyrra með naíninu „Brúður dauðans“. Efni leikritsins er á þá leið, að dauðinn tekur sér frí frá störfum í þrjá daga. Það er sama hvað við ber: enginn deyr. Dauðinn kemur sem gest- ur á aðalssetur hertoga nokkurs, þar sem margir gestir eru fyrir. Leikritið lýsir á meistaralegan hátt áhrifum þeim, sem dauðinn verður fyrir meðal gestanna og spinnst um þetta viðburðaþráð- ur, sem menn fylgja af lifandi athygli frá upphafi til enda. — Leikfélagið er þegar fyrir nokkru byrjað að æfa þetta leikrit. Gestur Pálsson mun að öllum líkindum hafa hlutverk RIDER HAGGARD: María Markai fer til Ístralíu. Ætlar að smgja I ðUm helstn borgnm áltinur. UNGFRÚ MARÍA MARK- AN hefir verið ráðin í 12 til 18 mánaða söngför til Ástr- alíu. Syngur hún sem gestur í leikhúsum í öllum helztu borg- um álfunnar og enn fremur í útvarp í Ástralíu. Söngkonan leggur af stað í janúar nk. Það fylgir fregn- inni, að hún hafi verið ráðin til þessarar söngfarar með mjög góðum kjörum. (FÚ). Póstferðir 28/11 1939. Frá R; Mosfells- sveitar-, Kjalarness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Hafnarfjörður, Borgarness-, Akraness-, Ndrð- anpóstar. Til R: Mosfellssveit- ar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar, Laugar- vatn, Hafnarfjörður, Austan- póstur, Borgames, Akranes, Norðanpóstur, Stykkishólms- póstur. Spálnverjar hafa gert samninga við Nor- eg, Svíþjóö og Finhland um all- mikla vöruskiptaverzliun viðþessi lönd. Til dæmis verður skipt á 250 þúsund kössum af spönskum appelssínum og norsfeu þorska- Iýsi. F.Ú. Dauðans á hendi, en annars hafa hlutverk allir beztu leik- kraftar Leikfélagsins. Leikritið hefir hlotið heims- frægð og verið sýnt víða um lönd. Virðist Leikfélagið hafa verið mjö heppið í vali sínu á jólaleikriti að þessu sinni. Cas- ella er álitinn jafnsnjall og Pir- andello, landi hans, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nobels, en eftir hann hefir verið sýnt hér eitt leikrit. Leikstjórn mun Ind- riði Waage hafa á hendi og munu leikhúsgestir fagna því að sjá leikrit þetta undir stjórn hans. Pxltur í sveit. Ég ihefi verið beðinn að útvega piit til Guðmundar DavíÖssoinar á Þingvöllum. Pilturinn á að sjá um 2 kýr. Haran getur stundað nám, þvi að Guðmiundur á ágætt bókasafn,. enda myndi hann siálí- ur hafa eftirlit með náminu. Þettá er prýðilegasta heimili i alía staði. Upplýsingar í síma 4903 kl. 5-Ú í dag. V. S. V. KYNJALANDIÐ Spennandi frá upphafi til enda, 528 bls. í stóru broti. KOSTAR AÐEINS KR. 3,00. Rider Haggard er heimsfrægur fyrir Afríkusögur sínar. Margir kannast við Náma Salómons og Hvítramannaland, sem báðar hafa komið út á íslenzku. Kynjalandið er ein áf beztu sögum Rider Haggards. Fæst í afgreiðslu Alþýðublaðsias, Hverfisgötu 8, Rvfic. Helmsfrægt italskt leikrit verðnr sjnt hér n -----4.--- „Brúðor danðansu9 eftir ítalska leikritaskáldið Gasella.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.